Morgunblaðið - 21.06.1988, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 21.06.1988, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1988 02 59 enginn veit nær kallið kemur. Skyndilegt dauðsfall kemur því jafnan í opna skjöldu. Stefanía fæddist á Hánefsstöðum 1. janúar 1912, yngst sjö systkina. Foreldrar hennar voru Vilhjálmur útvegsbóndi Árnason, Vilhjálms- sonar bónda á Hofi í Mjóafirði, og Björg húsfreyja Sigurðardóttir, Stefánssonar bónda á Hánefsstöð- um. Þórunn hét kona Árna á Hofi, Einarsdóttir frá Firði í Mjóafirði. En kona Sigurðar á Hánefsstöðum var Sigríður Vilhjálmsdóttir frá Brekku. Voru þau Björg og Vil- hjálmur systkinabörn. Bæði voru þau af austfírskum ættum og þó með tengsl í fjarlægari byggðarlög. Amma Vilhjálms var til dæmis Guðrún Konráðsdóttir Salómons- sonar á Bæ í Lóni, og amma Bjarg- ar Þorbjörg Þórðardóttir frá Kjarna í Eyjafirði. Á æskuheimili Stefaníu voru mikil umsvif til sjós og lands, en einkum til sjávarins. Vilhjálmur faðir hennar rakk útgerð af miklu kappi, og Björg húsfreyja stýrði hinu stóra heimili þeirra, sem á sumrin varð með ólíkindum mann- margt, með rausn og skörungsskap. Barnaskóli starfaði um þessar mundir og lengi síðan á Eyrunum, fiskimannaþorpi í landi Hánefs- staða og Þórarinsstaða. Eftir að námi lauk þar fór Stefanía í hús- mæðraskólann í Mjóanesi og á Hallormsstað til Sigrúnar og Bene- dikts Blöndals. En þau hjón voru sannkallaðir skólafrömuðir. Stefanía var ágætlega gefin og átti létt með nám. En skólaganga hennar varð ekki lengri en þetta. En hún lærði og óx með starfi sínu svo að eftirtekt vakti. Bókhalds- og skrifstofustörf urðu megin verk- svið hennar. Skömmu eftir að Stefanía hafði lokið námi sínu á Hallormsstað hóf hún starfsferil sinn á þessu sviði hjá Hjálmari bróður sínum. Hann var þá bæjarstjóri á Seyðisfirði — og hafði ekkert starfslið fyrir. Hjálmar hefur aldrei farið dult með að Stefanía systir hans hafi verið einstaklega traustur starfs- maður, frá byjjun bæði nákvæm og örugg. Kunnugir geta þess til að ekki hafi hann spillt þeim eðlis- kostum yngri systur, sem slíkir starfshættir byggjast á. En sann- leikurinn er sá, að hér ber öllum saman sem kynntust störfum og starfsháttum Stefaníu, hvort heldur er hjá Olíufélaginu þar sem hún vann lengst, ellegar hjá Elíasi Þor- steinssyni í Keflavík og Sambandi íslenskra samvinnufélaga, þar sem hún átti einnig mikið starf að baki. Það var í samræmi við þennan traustleika í starfi að Stefanía hafði mótaðar skoðanir á mönnum og málefnum og fór ekki í felur með þær þegar því var að skipta. Stefanía Vilhjálmsdóttir var ekki mannblendin, en heldur engin mannafæla. Tvisvar fór hún utan til starfa um stundarsakir, í Svíþjóð og Bandaríkjunum. Og oft fór hún styttri ferðir til annarra landa sér til fróðleiks og skemmtunar. En þótt hún dveldi seinni hluta æfinnar í höfuðstað Islands og önnur lönd væru henni ekki með öllu ókunn, þá urðu þær rætumar sterkastar sem hún átti heima, í átthögunum. Hef ég raunar fregnað að það hafi hún staðfest á vissan hátt með erfðaskrá. Tengsl Stefaníu við fjölskylduna frá Hánefsstöðum voru ætíð traust og hygg ég að þar hafi allir átt óskilið mál. Lengst varð samfylgdin með yngsta bróðurnum, Hjálmari, en heimili hans og Sigrúnar var sem hennar eigið, alla tíð að mér virtist. Við Stefanía Vilhjálmsdóttir fæddumst og uxum úr grasi á ströndum tveggja fjarða á Austur- landi. Jarðirnar Hánefsstaðir og Brekka liggja gegnt hvor annarri og gönguleiðir á milli um ijallvegu, Snjófellsskarð og Brekkugjá. Þótt ferðir væru strjálar var frændsemi rækt. — Lengi man til lítilla stunda, og man ég enn stöku leiki okkar barnanna. Á Brekku þvoðum við brúðuþvott við lítinn orðstír. Og á Hánefsstöðum var farið í mömmu- leik þar sem litli frændi, Vilhjálmur nokkur Árnason, var brúðan. Þetta skeði ekki oft því vík var milli vina, ijöll millum frænda má líka segja. Seinna flutti Stefanía suður og þar hef ég einnig dvalið langdvölum. En borgin einangrar. Dagleg sam- skipti verða einatt lítil. En þar vita nú samt frændur og vinir hver af öðrum og það er þó bót í máli. Stefanía lét sig miklu varða mál- efni vangefinna og tók þátt í störf- um styrktarmanna þeirra. Hug sinn til þessara mála mun hún hafa stað- fest með áþreifanlegum hætti áður en hún var öll, líkt og ræktarsemi við átthaga. Okkur setur hljóð við óvænt frá- fall eins úr hópnum. Hlýjar hugsan- ir fylgja þeim er kveður og beinast einnig til þeirra er næstir standa. Stundum nokkur fátækleg orð. Ef til vill er lítið annað að gera fyrir okkur hin nema halda áfram göngu okkar á leiðarenda. Mundi það ekki vera lögmál lífsins og hinna óhjá- kvæmilegu umskipta? Vilhjálmur Hjálmarsson vann hún skrifstofustörf hjá Koop- erativa förbundet í Stokkhólmi og 1955 dvaldi hún rúmt ár í Banda- ríkjunum við nám og störf. í tóm- stundum sínum fékkst hún við hannyrðir, postulínsmálningu og fleira og var afar smekkvís og list- feng á því sviði. Hún ferðaðist ár- lega sér til fróðleiks og skemmtun- ar bæði innanlands og utan og hafði mikla ánægju af því. Stefanía tók virkan þátt í stofnun og uppbygg- ingu Styrktarfélags vangefinna og voru málefni þroskaheftra henni mjög hugleikin alla tíð. Eg man fyrst eftir Stefaníu eða Stebbu frænku, eins og ég kallaði hana alltaf, þegar hún bjó í Drápuhlíð 7 hjá bróður sínum Hjálmari og Sigrúnu, konu hans. Björg langamma mín var líka á þeirra heimili síðustu æviár sín. Sem barn kom ég oft í Drápuhlíð- ina, fékk dýrindis kökur hjá Sigrúnu og þótti mikið til um að koma upp á loft til langömmu og Stebbu. Ekki get ég þó sagt að við Stebba höfum kynnst mikið fyrr en leiðir okkar lágu saman á Sikiley árið 1982. Við bjuggum þar á sama hóteli og vorum saman öllum stund- um í 3 vikur. Okkur samdi vel og ég hafði mikla ánægju af að kynn- ast betur þessari ágætu frænku minni. Síðar minntumst við oft þessara daga með gleði. Mikil hita- bylgja gekk yfir Sikiley þann tíma, sem Stebba dvaldi þar. Einhvern tíma varð henni að orði í hita dags- ins að þetta yrði sín síðasta utan- landsferð. Það rættist ekki, því að hún fór nokkrar ferðir eftir þetta, þó flestar á mun norðlægari slóðir. 5. júní sl. lagði Stebba af stað í ferðalag og var förinni heitið um Sviss og Frakkland. Ferðin var rétt hafin, þegar hún veiktist hastar- lega, þá stödd í Interlaken í Sviss, að morgni 8. júní og var öll að kvöldi sama dags. Þegar ég dreg upp augnabliks- mynd í huganum af frænku minni sé ég hana fyrir mér ljómandi af gleði á 70 ára afmæli sínu 1982, umkringda af fjölskyldu sinni, sem var henni afar kær. Hér hefi ég stiklað á stóru um eina mannsævi, en með Stebbu er genginn einn af síðustu fulltrúum aldamótakynslóð- arinnar í minni fjölskyldu, þeirra, sem sögðu mér svo ótal margt um það Island sem var. Hvíli Stefanía frænka mín í friði. Guðrún Vilhjálmsdóttir Frændkona mín, Stefanía Vil- hjálmsdóttir frá Hánefsstöðum í Seyðisfirði, er látin. Við vitum öll að eitt sinn skal hver deyja. En t-u VI aTTG Milljónir á hverjum lauaardeqi! Upplvsinqasími: 685111 Vinningstölumar 18. júní 1988. Heildarvinningsupphæð: Kr. 4.216.943,- 1. vinningur var kr. 2.109.676,- og skiptist hann á milli 2ja vinningshafa, kr. 1.054.838,- á mann. 2. vinningur var kr. 632.367,- og skiptist hann á milli 211 vinningshafa, kr. 2.997,- á mann. 3. vinningur var kr. 1.474.900,- og skiptist á milli 6.020 vinn- ingshafa, sem fá 245 krónur hver. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til iaugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Milljónir á hverjum laugardegi! Upplýsingarsími: 685111 Sölustadirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. - NYTT BRAGÐ. JÓGÚRT MEÐ KIWI C-VITAMINAUÐUG ■ . , - v |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.