Morgunblaðið - 21.06.1988, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1988
53
Bandalag íslenskra leikfélaga
Aðalfundur í Nesjahreppi
BANDALAG íslenskra leikfélaga
hélt sinn árlega aðalfund í Nesja-
skóla í Nesjahreppi dagana 4.-5.
júní. A undan aðalfundinum stóð
bandalagið fyrir námskeiði i leik-
byggingu. Leiðbeinandi var Þó-
runn Sigurðardóttir, leikstjóri og
leikritahöf undur.
Námskeið og aðalfund sótti 81
félagi frá 24 aðildarfélögum banda-
lagsins af 84. Samþykkt var að
taka 2 ný félög inn í Bandalagið,
Gott atvinnu-
ástand á
Húsavík
Húsavik.
Atvinnuástand á Húsavik er
gott þrátt fyrir erfiða afkomu
og stöðu ýmissa fyrirtækja.
í maímánuði var enginn nýr
skráður atvinnulaus en fjórir voru
á skrá í nokkra daga frá fyrra
mánuði og atvinnuleysisdagar í
mánuðinum aðeins 55. Svo gott
hefur ástandið ekki verið lengi.
Hjá prjónastofunni Prýði, sem
starfað hefur í 17 ár, hefur aldrei
lagst niður vinna og rekstur yfir-
leitt gengið vel nema síðastliðið
ár, þá var hann þungur, eins og
Guðmundur Hákonarson fram-
kvæmdastjóri orðaði það, verkefni
næg en ekki fæst nóg fyrir þau
greitt.
- Fréttaritari
þannig að aðildarfélögin eru nú alls
86.
Virðisaukaskattur og fjársvelti
skrifstofu bandalagsins voru í
brennidepli auk venjulegra aðal-
fundarstarfa. Um virðisaukaskatt-
inn gerðu fundarmenn eftirfarandi
ályktun: „Við lítum á virðisauka-
skattinn sem alvarlega aðför að
starfsemi áhugaleikfélaga í landinu.
Starfseminni bæri fremur að búa
betri skilyrði en að íþyngja með
aukinni skattheimtu og vinnu sem
henni fylgir, en hún er eins og allir
vita sjálfboðavinna. Aðgöngumiða-
verð er nú þegar í hámarki og mun
skatturinn leggjast þar ofan á.
Kostnaði við sýningar er hins vegar
haldið í lágmarki og lítið kemur því
til frádráttar. Við skorum því á
Alþingi íslendinga að hverfa frá því
að lagður verði virðisaukaskattur á
sýningar áhugaleikfélaga."
Um fjársvelti skrifstofu banda-
lagsins var samþykkt svohljóðandi
ályktun: „Bandalag íslenskra leik-
félaga stendur nú frammi fyrir
þeirri staðreynd að vegna fjárskorts
þurfi verulega að skerða þá þjón-
ustu sem skrifstofan hefur veitt
hingað til. Aðalfundurinn bendir á
að allir, jafnt lærðir sem leikir, leiti
til skrifstofunnar eftir þjónustu og
ráðgjöf vegna þess að hún sé eina
leiklistarmiðstöðin á landinu. Gildur
þáttur alls leiklistarstarfs í skólum
landsins byggir á þeirri þjónustu
sem skrifstofa bandalagsins veitir
og áhugaleikfélög landsins gegna
hér stóru hlutverki í þágu menning-
ar sem í raun ætti að falla undir
Menntamálaráðuneytið. Við vænt-
um þess að skilningur ríkisvaldsins
á nauðsyn þessarar þjónustu auk-
ist, svo hægt sé að halda starfsemi
skrifstofunnar áfram.“
Menningarstefna Bandalagsins
var samþykkt svohljóðandi:
„Bandalagið vill vinna að þróun og
eflingu leiklistar á eftirfarandi hátt:
Að stuðla að uppbyggingu leiklist-
arstarfs í öllum byggðarlögum og
að gera áhugafólki kleift að afla
sér menntunar í iistinni og skapa
því aðstöðu til að þroskast bæði
menningarlega og faglega. Allt
verði gert til þess að þeim náms-
markmiðum sem sett eru í námskrá
grunnskóla varðandi leiklistarupp-
eldi verði framfylgt. Hér er átt við
leikræna tjáningu, „drama“, sem
kennslutæki í íslensku sem og öðr-
um greinum svo og að leiklistar-
kennsla verði fastur liður í skóla-
starfi. Einnig ber að stuðla að sam-
skiptum og samvinnu á norrænum
og alþjóðlegum vettvangi, sem og
auknu samstarfi milli listgreina.
Leitast verður við að auka þátt leik-
listar í fjölmiðlum og taka þátt í
þeirri öru þróun sem þar á sér stað.
Loks verður reynt að halda á lofti
gildi þeirrar reynslu sem fæst með
samstarfi og samneyti við annað
fólk.
Stjórn Bandalags íslenskra leik-
félaga skipa nú: Formaður er Guð-
björg Árnadóttir, Akranesi, vara-
formaður er Kristján Hjartarson,
Dalvík, ritari er María Axfjörð,
Húsavík, meðstjómendur eru
Kristrún Jónsdóttir, Egilsstöðum og
Valgeir Ingi Ólafsson, Kirkjubæjar-
klaustri. Framkvæmdastjóri er
Sigrún Valbergsdóttir.
(Úr fréttatilkynningu)
GOÐIR
AÐGRÍPAÍ
Gríptu smurostana í nýju
20 gramma dósunum í hádeginu,
þeir eru handhægir fyrir
fólk á hlaupum.
Og þú klárar þá í einni lotu!
-1
SKemmuvegi 4 A \
200 Kópavogur
S. 76522 - 76532