Morgunblaðið - 05.07.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.07.1988, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988 Guðmundur Þorgeirsson strætisvagnastjóri tekur sér fyrir hendur að lóðsa hópinn til sins heima. Andamamman og krílin sjö létu sér allar um- ferðarreglur í léttu rúmi liggja. Nei, nei elskan mín hér er einstefna á móti, gæti Guðmundur verið að segja. Andamamma íöngum sínum Afkvæmasýningar tíðkast lítt meðal anda utan Tjarnar- innar. Stöku önd á þó til að fyllast slíku stolti yfir sínum nýskriðnu að hún fær sig ekki stillt um að sýna þá fleirum en ættingjunum. Slík önd varð á vegi ljósmyndarans á fímmtudag, en þá var svo komið að andamamma var eigin- lega í öngum sínum yfir því að finna ekki réttu leiðina að heimili sínu í ys og þys miðbæjarins. Guðmundur Þorgeirsson strætisvagnstjóri tók sér þá fyrir hendur að lóðsa öndina og krílin hénnar sjö. Andamamman lét sér allar umferðarreglur í léttu rúmi liggja og ekki sá hún neinn mun á gang- stéttum og akbrautum. Fékk Guðmundur því brátt til liðs við sig myndugra yfirvald, Hilmar Kristinsson lögreglumann. Saman gættu þeir þess að ökumenn trufluðu ekki hina hnarreistu mömmu og ungana sjö. Hersingin lónaði nú rólega eftir Lækjargötunni undir forvitnum augum vegfarenda sem fannst þetta ágætis tilbreyting frá amstri dagsins. Leið ekki á löngu þar til Tjörnin var í augsýn og ferðalagið á enda. Og hér er Hilmar Kristinsson kominn til skjalanna svo hersingin verði ekki fyrir truflun. Fylgdarmennirnir horfa á hóp- inn steypa sér í Tjörnina. Morgunblaðið/Ól. K. Magnúason Hópurinn kominn til síns heima, sundinu feginn. Flest slys í Reykja- neskjördæmi — enda mestur um- ferðarþungi - segja lögreglumenn á svæðinu Vegagerðin hefur látíð gera kort yfir helstu slysagildrur á Reykjanesi árin 1983-1986. Þung umferð og mikill hraði eru helsta orsök þess fjölda slysa sem verður á Reylganesi og þjóðveginum að Mosfellsbæ, að sögn lögreglumanna á svæð- inu. Þeir nefndu að taka þyrfti tiUit tíl umferðarþunga, þetta væru fjölmennustu þjóðvegir landsins og þvi yrðu óhöpp verri en ella. Bæri eitthvað út af, þyrftí lengri aðdraganda til að hægt væri að forða slysi. Einn viðmælenda sagðist telja að eina ráðið til að ná árangri í baráttunni við slysin væri að herða viðurlögin; sektír þyrftí áð hækka verulega og þyngja dóma. Langflest slysin verða á þeim vegarköflum sem teknir eru fyrir á kortinu og er þá bæði um að kenna staðháttum og hraðakstri. Slysagildrur í Reykjaneskjördæmi, 1983-86»' 48 Að sögn Ómars Smára Ármann- sonar, varðstjóra, eru slys á vegar- kaflanum frá Keldnaholti að Mos- fellsbæ, fátíð en þeim mun alvar- legri, þar sem umferð væri bæði jöfn og hröð. Á síðasta ári urðu 3 dauðaslys þar og hafa þau orðið til þess að kröfur íbúa í Mosfellsbæ um úrbætur á kaflanum hafa orðið háværari. Hafa þeir meðal annars bent á lækkun hámarkshraða, und- irgöng undir veginn, eða að færa hann frá byggðinni. Rögnvaldur Jónsson hjá Vegagerðinni sagði að í fljótlega yrði boðin út gerð hring- torga á Vesturlandsvegi við Langa- tanga og Álafossveg og ein undir- göng við Brúarland. Ómar sagði langflest þeirra slysa sem hafa orðið á kaflanum frá Höfðabakka að Keldnaholti, vera við gatnaót Höfðabakka og Vestur- landsvegar. Árið 1986 voru t.d. 30 af 34 slysum á kaflanum á gatna- mótunum þar af 6 slys þar sem meiðsli urðu á fólki. Omar nefndi framúrakstur við gatnamót, aftaná- keyrslur og árekstra sem helstu orsakir slysa á þessum kafla. „Arnameshæð er einn alversti staður landsins," segir Ólafur Guð- mundsson hjá lögreglunni í Hafnar- firði. Hann sagði ástæðuna fyrst og fremst varasama beygju á vegin- um, þar sem ilía sæist niður í lægð- ina. í haust verður boðin út gerð brúar frá Kópavogslæk og suður fyrir Amameshæð. Ætlunin er að byggja brú yfír hæðina og grafa niður í hæðina fyrir Hafnarfjarðar- vegi. Stefnt er að því að ljúka verk- inu árið 1990. Kúagerði er einnig mjög slæmur staður að sögn Ólafs. Þar getur skyndilega myndast hálka á um V2 km. kafla og hafa orðið mörg alvar- leg slys er ökumenn hafa misst stjóm á bflum í hálkunni. Vegagerð- in hefur saltað vegarkaflann þegar líkur hafa verið á hálku og sagði Ólafur engan vafa á því að það hefði borið árangur. Töluverður hluti slysanna er þegar ekið er á dýr. Á Keflavíkurvegi er um helm- ingur óhappanna útafakstur og verða þá einkum slys á mönnum. Rúnar Lúðvíksson, rannsóknar- lögreglumaður í Keflavík sagði ástandið á vegarkaflanum frá Grænási að Hringbraut í Keflavik vera orðið gott í dag en fyrir um 2 árum voru gerðar vemlegar endur- bætur á veginum. Var hann breikk- aður, settar umferðareyjar, ljós færð til auk fleiri lagfæringa. í tæpum helming tilfella slasaðist fólk, mest vegna þess að ekið var á gangandi vegfarendum. „Þetta er þjóðvegur sem sker byggðarlagið í tvennt en nú er korninn nýr vegur sem léttir umferðinni af kaflanum," sagði Rúnar. Hann sagði sömu sögu að segja um kaflann frá Grindavíkurvegi að Grænási, þar hefði nýr vegarkafli aflétt umferðarþunganum. En í stað þessara kafla er kominn ný slys- agildra á Suðumes. Rúnar sagði að kaflinn frá flugstöð Leifs Eiríks- sonar væri óupplýstur og í slæmu veðri hefðu orðið nokkur alvarleg slys og fjöldi óhappa. Að sögn Veg- argerðarmanna er búið að lýsa frá Innri-Njarðvík of ætlunin er að lýsa frá Hafnarvegi að Grænási.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.