Morgunblaðið - 05.07.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.07.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988 Gagnrýnandi ættí að sýna Mutdrægni sína, fremur en að leitast við að fela hana Rætt við bandaríska tónlistargagnrýnandann og fræðimanninn Will Crutch field Hann kom hingað í fylgd konu sinnar, Debru Vanderlinde söng- konu, sem söng eins og engill á lokatónleikum Listahátíðar, en dags daglega er hann ekki aðeins eiginmaður konu sinnar, heldur tónlist- argagnrýnandi og blaðamaður við New York Times, auk þess sem hann skrifar i fjölmörg tímarit, meðal annars Opera, Opera News og Early Music, svo fáein séu nefnd og hann heitir Will Crutch- field. Auk blaðamennskunnar fæst hann við fræðileg verkefni, skrif- ar greinar í tónlistarfræðum og vinnur við að semja bækur viðvíkj- andi tónlist. Starfið bendir til þess að Crutch- field hafi tónlistamám að baki, en svo er ekki. Hann las stjómmála- fræði við North-Westem University rétt hjá Chicago og fylgdist þá vel með tónlistarlífi borgarinnar. Cmtchfíeld lærði á píanó sem stráklingur og með námi spilaði hann undir hjá söngvaraefnum í söngskólum. Hann las sér til um tónlist af kappi, hefur einkum áhuga á söngsögu og sögu elstu hljóðupptaka, sumsé þegar verið var að byrja að taka upp tónlist. Á endanum var hann farinn að kenna tónlistarsögu við Yale-háskóla og áhuginn á stjómmálafræðunum dvínaði, datt að lokum alveg upp- fyrir. Hann á fima mikið plötusafti, hefur ekki síst lagt sig eftir gömlum upptökum og söng. Það er því úr nógu að moða, þegar umræðuefni við Crutchfield eru annars vegar. Tónlistargagn- Debra Vanderlinde heitir hún, unga söngkonan, sem söng á lokatónleikum nýafstaðinnar Listahátíðar. Hingað hafa komið margar ágætar söngkonur, svo tónlistarunnendur hér eru góðu vanir, en það hafa ekki komið margar eins og hún Debra Vand- erlinde. Það nægir ekki að segja að hún sé sópransöngkona, hafi sumsé háa rödd, heldur liggur rödd hennar þar í efri kantinum. Er undurlétt og fingerð, hentar vel i flúrsöng. Hún er svokölluð kóloratúrsópran. Kunnugir segja, að slík rödd hafi oft til- hneigingu til að vera laus við hlýju, en það á alls ekki við um rödd Debru Vanderlindu. Og ein- hvern veginn virðist röddin eiga svo undurvel við manngerð söng- konunnar. Vanderlinde lærði á píanó frá fimm ára aldri og hafði alltaf býsna gaman af því að syngja, en það var ekki fyrr en eftir háskólanám, að hún þorði loksins að hugleiða að læra söng í alvörunni. Var þá í tvö ár við Eastman School of Music f Rochester. Fluttist svo til New York, fór í einkatíma, leiktíma, vann með píanóleikurum, lagði stund á söngmálin frönsku, þýsku og ftölsku og fór í prufusöng, eins og gerist og gengur. Svo komu at- vinnutilboð, óperuhlutverk í litlum húsum víðs vegar um Bandaríkin, lýni verður ofan á f byijun, í og með vegna þess að það efni á biýnt erindi hér. Crutchfield því spurður út frá hvaða forsendum hann gangi í dagblaðagagnrýni sinni. „Almenn gagniýni beinist að kjarna verksins, sem var flutt, en svo er líka hægt að fjalla um bak- grunn þess og þá er hægt að fara víða og ágætt ef það er gert að einhveiju leyti í blaðagagnrýni. En forsendur mínar sem blaðamanns eru fyrst og fremst að skila gagn- rýni um tónleika þannig, að áhuga- fólk sem var ekki viðstatt, fái hug- mynd um hvort það hefði orðið sam- mála niðurstöðum mínum eða ekki. Með þessu á ég við, að gagnrýnand- inn verður að gefa áhugasömum lesendum einhveija hugmynd um, hvað hann heyrði - og svo hvaða skoðun hann hefur á því, sem hann heyrði, en halda þessu tvennu að- skildu. ljóðasöngur, söngur í sinfónískum verkum og annað, sem hæfír söng- konunni. Nú hefur hún sungið víða um landið. Hún segist laðast að ljóðasöng og óperum, .en sem stend- ur er flutningur sinfónískra verka heppilegastur, því hún á nokkurra mánaða gamla dóttur, sem er dijúg við að glepja um fyrir móður sinni, þeim báðum til óblandinnar ánægju. Victoria litla var í för með móður sinni og einnig eiginmaðurinn, Will Crutchfíeld, tónlistargagnrýnandi og fræðimaður. Það eru margir ungir söngvarar að þreifa fyrir sér um atvinnumögu- leika' á stað eins og New York. Hvað er þá helst til ráða? „Það er nú þetta óræða. Atvinnu- möguleikar eru undir heppni komn- ir, undir því komnir að hitta rétt fólk á réttum tíma. Sumir segja, að þá ráði hæfileikar aðeins litlu, en úthald og eftirgangssemi miklu. Venjulega er það umboðsmaður, sem verður skjólstæðingi sfnum úti um prufusöng, en það er ekki síður orðsporið sem er gagnlegt. Um- boðsmaðurinn sér kannski um samningsgerð, en tilboðin koma oft óformlega, ekki í gegnum hann. Flestir söngvarar reyna því að kynna verk sín sem víðast, ekki síst fyrir góðum tónlistarmönnum. En það skiptir miklu máli að þekkja eigin getu og gera sér grein fyrir sterku hliðunum, svo að þegar m Einar Faiur Will Crutchfield, blaðamaður og gagnrýnandi við New York Tim- es með meiru. „Flestir halda að tónlistarsagan sé í laginu eins og kúrva, sem hafi hrapað þegar leið á þessa öld og það er hræði- lega hættuleg skoðun.“ Morgunblaðið/Einar Falur Bandariska söngkonan Debra Vanderlinde. Létt yfir henni þeg- ar myndin var tekin, enda var hún að tala um dótturina Vic- toriu einmitt þá stundina. tækifærin koma þá viti maður hvað á helst að bera á borð. Maðurinn minn hefur verið ötull við að skerpa Til þess að þetta takist er nauð- sjmlegt að setja inn nóg af stað- reyndum. Ef notast er við almennar fullyrðingar verða þær að vera ná- kvæmar. Leitast svo við að sýna hlutdrægni, einhliða sjónarmið og fordóma sína, fremur en að reyna að fela þá. Þá geta þeir, sem eru ekki sammála, skilið forsendumar, sem liggja að baki þeim skoðunum er koma fram í gagnrýninni. Að vissu leyti er gagnrýni ekki byggð á staðreyndum, heldur snýst hún að mestu um það að dæma. En fyrir áhugafólk er hægt að skrifa svo, að gagnrýni sé skýr og hlutlaus, svo það fái hugmynd um hvað þama fór fram. Það dugir ekki að segja að manni hafi fallið eitthvað vel, eða nötrað af vanþókn- un. Ef sagt er, að eitthvað hafí verið spilað of hratt, þá þarf að i gefa hugmyndir um hratt miðað við hvað. Það snýst allt um að gefa upp á hvaða forsendum maður hef- ur myndað sér þá skoðun, sem er sett fram.“ Tilgangur gagnrýni Hvem sérð þú vera tilgang gagn- rýni? „Umræður um listir hafa alltaf verið hluti af því andsvari, sem list- ir kalla á, hluti af því að upplifa athygli mína á því, sem ég get og geri best. Þegar ég byijaði reyndi ég að passa inn í allt sem mér bauðst. Vissulega er margt sem ég get sungið, en það er ekki allt sem ég get sungið sérlega vel. Með þetta í huga get ég einbeitt mér að því sem ég geri vel.“ Er einhver munur á atvinnu- möguleikum fyrir söngvara og söngkonur? „I Bandaríkjunum em alla vega miklu fleiri sópransöngkonur heldur en bæði mezzósópran-söngkonur eða söngvarar. En atvinnuleitin horfir að ýmsu leyti öðmvísi við konum en körlum. Karlmenn em uppteknari af því að geta strax farið að sjá fyrir sér og sínum. Fyrir söngvara, sem er að ljúka námi, er það nánast ómögulegt. Hann þarf að vera tilbúinn til að láta annað hvort sjá fyrir sér í upp- hafi eða geta lifað eins og stúdent áfram. Það er sama hvort karl eða kona í hlut, en karlmenn þola yfir- leitt síður að geta ekki framfleytt sér sómasamlega. Fyrst eftir nám fá söngvarar, hvort sém er karlar eða konur, illa greitt fyrir vinnu sína í Banda- ríkjunum, líka í New York. Varla um neina fasta vinnu að ræða og greiðslur lágar fyrir l(tt' þekkta söngvara. Þetta horfir allt öðmvísi við í Þýskalandi, þar sem mörg hús ráða unga söngvara til eins eða nokkurra ára í senn. Margir af skólabræðrum mínum hafa snúið sér að öðm, einmitt vegna þess að þeim fellur illa að geta ekki séð fyrir sér. Eitt af því sem ungir söngvarar fá að gera er að syngja fyrir skóla- krakka. Það er ágætt því þannig verður maður sér úti um reynslu. Og þetta er gert til að kynna krökk- unum ópemr, en er gert á þann hátt að ég stórefast um að það beri nokkum árangur. Gert með því að skera ópemr niður í nokkrar þekktrar aríur og fyndin atriði til að ná til krakkanna. Það er sannar- lega ekki ánægjulegt að syngja fyr- ir æpandi krakka og hafa litla trú á að söngurinn geri nokkurt einasta gagn. „Það besta sem lista- maður gfetur gert er að gera sitt besta ... Ekki reyna að breyta sér í eitthvað annað en hann er“ Rætt við bandarísku söngkonuna Debru Vanderlinde list. Gagnrýni er því fyrst og fremst skipulögð umræða um fyrirbærið, sprottin upp af löngun til að hugsa og ræða um viðbrögð, sem listin kallaði fram. En gagnrýni þarf að vera nógu vönduð til að næra tón- listarlífið, með því að halda á lofti góðum fyrirmyndum og fordæmum, ræða kost og löst að dómi gagniýn- andans og yfirleitt að skerpa þá umræðu, sem sprettur af tónlistar- flutningi. Svo á gagnrýni að þroska smekk bæði áheyrenda og flytj- enda. En hún sprettur fyrst og fremst af mannlegri löngun og þörf til að ræða það, sem maður hefur séð og reynt.“ Hvað getur gagmýni gert fyrir tónlistarfólk? „Vönduð, jákvæð gagnrýni eflir tónlistarfólk vafalaust. Neikvæð, en vönduð gagnrýni, fær hugsandi tón- listarfólk kannski til að hugsa sinn gang. í raun gerist það kannski aðeins í tvö skipti af fimmtíu, en það er líka gott. Svo er líka hægt að hugsa um stofnanir, ekki aðeins einstaklinga. Það er til dæmis slæmt, að í New York eru tvö óperuhús, sem vinna alveg eins. Munurinn er bara að annað húsið er ríkt, hitt fátækt. Skipulagið er það sama, margar uppsetningar í gangi í einu, varla nokkur æfingatími, nýir söngvarar settir nánast óæfðir inn í eldri upp- setningar og svo framvegis. Það er afar slæmt, að hvorugt húsið skuli vinna eftir ítalska staggioni- kerfinu, þar sem kraftamir em lagðir í að æfa upp eina góða sýn- ingu, sem er svo sýnd um hríð og svo kannski farið með hana í sýn- ingarferð eða hópum boðið til sýn- inga. Ópemhúsin í New York hafa verið rekin svo lengi á þennan hátt, að gagnrýnendur þar setja ekki lengur spurningamerki við fyrir- komulagið. En gagnrýnandi getur unnið að því hægt og bítandi að benda á svona veikleika. Hann get- ur það ef hann er virtur. Og gagn- Áður fyrr var svo mikil sönghefð á heimilum, mikið spilað og sungið. Þessi hefð er að mestu dottin upp fyrir og þar með hefur stór hluti áheyrendahópsins glatast. Hug- myndin er að reyna að búa hann til aftur, en ég er ekki sannfærð um að þær leiðir, sem era famar, séu til góða. Heíd það væri mun árangursríkara að sýna krökkunum alvöm flutning þar sem hann fer fram. Ekki svona niðurskorin verk innan skólanna. En það er heldur engin ástæða til að hafa það sem markmið, að listgrein eins og klassísk tónlist, nái til jafnmargra og körfubolti. En af þvf listir em ekki ríksistyrktar í Bandaríkjunum, þá er lögð þessi ofuráhersla á að selja þær. Það veldur mér vonbrigðum sem lista- manni, hvað það er mikill peninga- fnykur af bandarísku listalífi. Að- aláhersrlan er á að selja listina, selja ópemr, selja klasstska tónlist, ekki að láta hana spretta fram." í framhaldi af þessu með sölu- möguleika er þá einhver ein tegund söngs seljanlegri en aðrar og hefur það þá áhrif á eftirspurn eftir söngvumm? „I Bandaríkjunum em flest ópem- og tónlistarhús með risa- stóra sali, svo það er mest áhersla á að finna söngvara, sem fara létt með að fylla þá, bæði af fólki og söng. Þess vegna er mest hampað söng, sem er óskaplega kröftugur, en oft ekki að sama skapj fallegur. Fegurðin hefur gleymst. Óinnvígðir sem kynnast svona söng álíta þá að aðeins þetta sé söngur, finnst hann ^ vanta fegurð og hrökklast frá. Ég vil að söngur hljómi fal- lega, en fyrst og fremst verður söngvarí að hafa eitthvað að segja með söng sínum og þá þarf röddin ekki endilega að vera svo undurfög- ur og mjúk. Sem stendur spila hljómsveitir svo sterkt og heima fyrir stillir fólk hljómflutningstækin á hæsta. En söngvari eins og ég, nelgir ekki áheyrendur niður með kraftmiklum hljóðum. Og áheyrendur verða að koma til móts við fínlegan söng, taka þátt með því að hlusta af kost-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.