Morgunblaðið - 05.07.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.07.1988, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988 m*fgi Útgefandi Mllllafetfe Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulitrúarritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Hörmungar á Persaflóa Arla morguns á sunnudag var loftvarnaskeyti skot- ið frá bandaríska beitiskipinu Vincennes á farþegavél íranska flugfélagsins, sem var í áætlunarflujgi frá Bandar Abbas í Iran til Dubai. Beitiskipið átti í átök- um við þijá íranska fallbyssu- báta, þegar flugvélin fór þama um. Vildi svo hrapal- lega til, að tvö flugskeyti frá skipinu voru send á farþega- vélina og grönduðu henni ásamt 290 manns, sem voru um borð í henni. Ellefu klukkustundum eftir að vélin fórst viðurkenndu bandarísk stjómvöld, að hún hefði verið skotin niður með þessum hroðalega hætti. í fyrstu áleit áhöfn beitiskipsins, að hún ætti í höggi við F-14-ormstu- þotur frá Iran. Ronald Reag- an, Bandaríkjaforseti, lýsti þessu sem „hræðilegri mann- íegri ógæfu“. Forystumenn írana sögðu að ráðist hefði verið á vélina af ásetningi og hótuðu grimmilegum hefnd- um. Síðdegis í gær staðfestu yfírmenn ítalsks herskips á Persaflóa þá fullyrðingu Bandaríkjamanna, að íranska vélin hefði verið utan af- markaðra flugleiða fyrir far- þegavélar. Forkastanlegur atburður af þessu tagi vekur fyrst og síðast óhug og fordæmingu. Síðan vakna spumingar eins og þessar: Hvemig má það vera, að nútímatækni geri bandarískum hermönnum ekki kleift að greina á milli omistuvélar og farþegavélar af Airbus-gerð, sem getur rúmað allt að 375 farþega? Hvers vegna var íranska flug- vélin ekki á umsaminni flug- leið? Er ekki neinn búnaður um borð í farþegavélum, sem gerir mönnum við rafeinda- tæki inni í iðrum herskipa kleift að greina á milli orr- ustuvéla og farþegavéla á flugi? Bandaríkjamenn hafa við- urkennt, að um hörmulegt slys og mannleg mistök hafi verið að ræða. Rafeindamerki frá farþegaþotunni vom greind á rangan hátt og snú- ist var gegn henni eins og óvinavél. Ætla hefði mátt, að Airbus-vél væri búin þannig rafeindatækjum að sjálfkrafa ættu að hafa birst viðvörun- armerki í stjómstöð herskips- ins, sem hefðu gert áhöfn skipsins fært að koma í veg fyrir að tveimur flugskeytum af fullkomnustu gerð yrði skotið að vélinni. Það er fráleitt að ætla, að Bandaríkjamenn sjái nokkurn hemaðarlegan tilgang í því að ráðast á óvopnaða íranska farþegavél í áætlunarflugi og granda henni. Líti Banda- ríkjamenn á slíkt sem nauð- synlegan þátt í eftirliti sínu með siglingum á Persaflóa eiga þeir að hypja sig þaðan þegar í stað. Ohæfuverk eru aðeins til þess fallin að festa öfgamenn í íran í sessi og gefa þeim tilefni til að herða enn á stríðsrekstrinum. Hann hefur þegar staðið alltof lengi og sannað tilgangsleysi sitt. Þegar hugað er að árásinni á írönsku vélina kemur at- burðurinn 1. september 1983 upp í hugann, þegar Sovét- menn skutu niður suður- kóreska farþegavél, sem villst hafði inn í sovéska lofthelgi á leiðinni frá Alaska til Seo- ul. Bandaríkjamenn hafa sagt, að þetta séu ósambæri- legir atburðir: Ekki hafi verið hemaðaraðgerðir í sovésku lofthelginni; Sovétmenn hafí séð og vitað að farþegavél var á ferð og hún hafi verið á eðlilegum hraða í háloftun- um, þetta eigi ekki við um írönsku véliná. Rafeindabúnaður og öflug flugskeyti með venjulegum sprengjuhleðslum valda því, að í raun er engin flugvél óhult, ef því er að skipta. Að atburður eins og sá, sem gerðist á Persaflóa að morgni sunnudags, skuli verða fyrir slysni, ætti ekki aðeins að verða mönnum hvatning til að binda enda á hernaðar- átökin á þessum slóðum held- ur einnig til að huga almennt að vemd manna í almennu farþegaflugi gegn þessum hátæknibúnaði; hann hlýtur einnig að vera unnt að nota til að bægja slíkum hættum frá farþegaflugvélum. Þegar tvö mestu herveldi heims hafa skotið nokkur hundmð sak- lausra flugfarþega niður með vígtólum sínum, þótt við ólík- ar aðstæður sé, er ástæða til að krefjast öflugra gagnað- gerða. r Skútan Úa yfirgefin í 10 metra ölduhæð á úthafinu mil] Svaf í bakborðskoju vaknaði stjómborðs Skútan Úa, sem fjögurra manna fjölskylda í Kópavogi varð að yfirgefa sl. laugardag norðvestur af Skotlandi vegna stórviðris, dregur nafn sitt af upphafsstöfum tveggja kvenna sem eru meðal eigenda bátsins, Unnar og Ágústu, en komman var færð til. Svo er þetta nafn einnig í Kristnihaldi Halldórs Laxness, sagði Unnur í upphafi samtals við blaðamann Morgun- blaðsins í Stornoway í gær, um gang mála þegar veðurofsinn skall á þau á leið heim til ís- lands á nýrri 28 feta langri skútu sem kostar liðlega 2 millj- ónir króna. „Við vorum á siglingu aðfara- nótt laugardags, „sagði Unnur,“ og ég fór á vakt klukkan þrjú ásamt Mími, en við skiptumst á að vera tvö og tvö á vakt, sex tíma í senn. Fljótlega upp úr klukkan þijú fór að bæta í vindinn, 6-7 vindstig í verstu hviðunum og klukkan 9 um morguninn sló vind- hraðinn upp í 9 vindstig. Þá áttu Reynir og Gígja dóttir okkar að taka vaktina ,en ég þorði ekki að setja Gígju á dekk vegna veðurs- ins. Tvívegis rifuðum við stórseg- lið og minnkuðum fokkuna og báturinn lét vel að stjóm, sigldi 3-4 mílur á klukkustund. En öld- umar uxu stöðugt og það fór að ganga yfír bátinn, svo hressilega að um hádegisbilið ákváðum við að fara undir þiljur og loka þiljun- um. Eg var eftir á dekkinu og reyndi að stýra, en Reynir fór að stinga út í kort og leggja á ráðin hvemig réttast væri að bregðast við. Laust fyrir hádegið ákváðum við að vera ekki lengur á dekki, við höfðum vélina í gangi og létum flatreka, bundum stýrið og fórum undir þiljur og lokuðum kyrfilega á eftir okkur. Kjölurinn sneri upp Um klukkan 12 ákvað ég að leggja mig því ég var orðinn þreytt eftir langa og erfiða vakt, því það var erfítt að stýra, en eftir stuttan svefn vaknaði ég við fyrsta stóra brotsjóinn sem reið yfir skútuna og setti hana á hvolf. Það fór allt á flug og ferð sem ekki var naglf- ast og Gígja sem svaf í koju bak- borðsmegin sveif yfír í stjóm- borðskojuna og vaknaði þar. Fyrst var náttúrulega að athuga hvort einhver hefði slasast, en við slupp- um ævintýralega vel. Gígja meiddi sig á höfði og Reynir fékk högg á bakið og brákaði rif, en hvomgt var alvarlegt. Að auki fékk Reyn- ir dót úr eldhúsinu yfír sig. Mímir svaf einnig, en var aftast í káetu og þar fór líka allt úr skorðum. Þegar við litum út sáum við að björgunarbáturinn hvarf frá skú- tunni og var að blásast upp á hvolfí. Eftir þetta kölluðum við í talstöðinni á öll skip nærliggjandi en þó ekki neyðarkallið Mayday. Við náðum strax sambandi við franskan togara og kanadíska flutningaskipið Canadian Reefer sem var um 2,5 sjómílur frá okk- ur. Kanadíska skipið lét strand- gæsluna vita og þeir ákváðu að ræsa út áhöfn á björgunarþyrlu því þeir töldu að veðrið ætti eftir að versna og sjór að aukast og þeirra kappsmál var að bjarga mannslífum. Þeir vom um eina og hálfa klukkustund að fljúga til okkar og vom komnir um kl. 17.30. Við vomm þá enn að velta því fyrir okkur hvað við ættum Gígja og Mímir við skútuna Úu í höfn skömmu áður en þau lögðu á i [ Stomoway í gær. Frá vinstri: Mimir 16 ára, Unnur, Gígja og Reyni: að gera, hvort við ættum að yfir- gefa skútuna eða ekki. Við töldum hins vegar stórhættulegt að freista þess að komast yfir í franska tog- arann í þessu veðri, enda ölduhæð- in um 10 metrar. Erfitt að ákveða að fara frá borði Við könnuðum möguleika á að fá lánaðan gúmmíbjörgunarbát, en strandgæslumennirnir vom jafn ákveðnir í því og togaramenn- imir að við ættum öll að yfírgefa skútuna. Reynir hafði hugsað sér að vera áfram, en þeir vom harðir á því að við ættum öll að fara frá borði þótt skipstjórinn hefði að sjálfsögðu úrslitaorðið. Þyrlan hafði sveimað yfir okkur í nokkurn tíma og var að undirbúa sig fyrir heimflug þegar annar brotsjór reið yfir Úu um klukkan 18.00 og aft- ur hvolfdi bátnum og þyrluflug- mennimir sáu kjölinn koma upp og bjuggust til þess að stökkva í sjóinn og reyna með einhveijum ráðum að ná okkur, en aftur rétti Úa sig við. Eftir þetta leist okkur ekkert á blikuna, því það var ljóst að báturinn gat farið að gefa sig undan þessum átökum og þá ák- váðum við að fara frá borði. Sig- maður frá þyrlunni seig niður í bátinn til okkar og það var ótrú- legt að sjá hve það var listilega gert við þessar aðstæður. Síðan vomm við Mímir hífð upp saman og við blotnuðum ekki einu sinni. Gígja blotnaði hins vegar upp und-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.