Morgunblaðið - 05.07.1988, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 05.07.1988, Qupperneq 40
40 MORGUNBIAÐIÐ.VIDSKIPn/JaVINNUlÍF ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988 Bankar Viljum draga úrútlánum — segir Valur Valsson, bankastjóri Iðnaðarbankans um vaxtahækkunina á verðtryggðum útlánum UTSKRIFT — Útflutnings- og markaðsskóli íslands hefur í * þriðja sinn útskrifað nemendur úr skólanum, en hann var stofnsettur árið 1986. í þetta sinn útskrifuðust sex nemendur. Tólf nemendur hófu nám við skólann sl. haust. Útflutningsráð íslands, ímark og Félag íslenskra stórkaupmanna veittu nemendum viðurkenningu fyrir góðan árangur. Á meðfylgjandi mynd eru útskriftarnemendur ásamt skólastjóra UMÍ, Pétri B. Péturssyni og leiðbeinanda Norges Eksport- skole, Lasse Tveit. Verðbréf Verðbréfamarkaður Utvegsbankans hefursölu Vaxtarbréfa NÝLEGA hóf Verðbréfamarkað- s1ur Útvegsbanka íslands hf. sölu á svonefndum vaxtarbréfum úr nýjum verðbréfasjóði að því er segir í frétt frá bankanum. Vaxt- arsjóðurinn er verðbréfasjóður sem mun fjárfesta í ríkisskulda- bréfum, skuldabréfum fjármála- stofnana og annarra traustra aðila. Vaxtarsjóðurinn var stofnaður þann 20. júní sl. og er í meirihluta- eign Útvegsbanka Islands hf. Mark- mið Vaxtarsjóðsins er að gefa spa- rifjáreigendum kost á að nýta sér þá ávöxtunarmöguleika sem verð- bréfamarkaðurinn býður upp á og jafnframt dreifa þeirri áhættu sem verðbréfaviðskiptum er samfara. Vaxtarsjóðurinn er „uppsöfnunar- sjóður" sem þýðir að Vaxtarbréfin safna vöxtum, vaxtavöxtum og NÝLEGA hækkaði Iðnaðarbank- inn vexti af nýjum verðtryggðum útlánum úr 9,5% í 10,75% og verða þeir fastir héreftir; Vextir af eldri verðtryggðum útlánum með breytilegum vöxtum lækka hins vegar í 9,25%. Tilgangurinn með vaxtahækkuninni er að sögn Vals Valssonar, bankastjóra Iðnaðar- bankans, að draga úr nýjum út- lánum. Vaxtalækkun á eldri útlán- um er hins vegar ætlað að koma til móts við fólk sem tók lán á Iægri vöxtum og lenti í vaxta- hækkun t.d. úr 5% í 9,5%. „Iðnaðarbankinn og fleiri bankar selja bankabréf með 10% vöxtum og núna í fyrsta skipti hefur verð- bréfamarkaðurinn og bankakerfið verðbótum sem greiðast út ásamt höfuðstól þegar bréfin eru innleyst. Vaxtarbréfin verða seld í eftir- töldum verðflokkum, eitt þúsund krónur, tíu þúsund krónur og fimm- hundruð þúsund krónur. Vaxtar- bréfin fást í Verðbréfamarkaði Út- vegsbanka íslands hf. við Síðumúla 23 og í öllum útibúum bankans. nálgast það mikið að hluti af útlán- um í bönkum verðuryfir innlánskjör- um á verðbréfamarkaðnum. Við vissum það alltaf að þetta tæki tíma að jafna sig og að þessir markaðir nálguðust hver annan og rynnu að lokum saman í eitt vaxtakerfi,“ sagði Valur Valsson í samtali við Morgun- blaðið. Hann sagði að þess sæjust nú merki að það væri að gerast. Aðspurður um það hvort þetta væru ekki háir raunvextir sagði Valur að það sem þyrfti að gera væri að minnka útlánin og auka inn- lán. Hinir föstu vextir væru undir þeim raunvöxtum sem fyrirtæki hefðu verið að taka lán á þegar þau seldu viðskiptaskuldabréf og víxla. í sumum fjárfestingarlánasjóðum hefðu verið 10% vextir á verðtryggð- um lánum. „Tilgangurinn með þess- arri hækkun er sá að vextir verði til þess að menn hugsi sig tvisvar um við þessar aðstæður áður en þeir taka lán. Það hefur að okkar mati verið vandamál í þessarri þenslu að undanfömu að fólk hefur verið reiðubúið að taka lán á 9,5% vöxtum í trausti þess að það sé eitt- hvað að marka það sem talað er um að vextir hljóti að fara að lækka. Þá hefur fólk hugsað sem svo að vextir séu breytilegir og þeirra lán muni fylgja með þegar vextir fari lækkandi. Þess vegna sé allt í lagi að taka lán með svo háum vöxtum. Við höldum að þetta hafi leitt til þess að þessir háu vextir hafí ekki virkað sem sú bremsa á eftirspurn sem að var stefnt. Hins vegar muni háir fastir vextir verða frekar til þess að menn hugsi sig tvisvar um áður en þeir taka lán til eyðslu," sagði Valur Valsson. Tryggingar Alþjóða líftryggmga- félaginu vegnaði vel STARFSEMI Alþjóða líftrygg- ingafélagsins hf. gekk vel á árinu 1987, að því er fram kom á aðal- fundi fyrirtækisins sem haldinn var 28. júní sl. Heildartekjur á síðasta ári námu 55,2 milljónum sem er 30% hækkun frá fyrra ári. Iðgjaldatekjur námu 32,1 milljónum kr. sem er 19% hækkun milli ára og hagnaður varð tæpar 6,4 milljónir, sem er 73% hækkun. Tryggingasjóður félagsins nemur nú 80 milljónum króna og er það 34% hækkun milli ára. Eigið fé félagsins nemur nú 13,5 milljón- um og hækkaði um 51% á árinu. Stjóm félagsins skipa: Sigurður Njálsson, Guðný Þorsteinsdóttir og Sigurgeir Siguijónsson, hrl. Fyrirtæki „íslendingar ekki nógu stolt ir af eigin framtaki“ FYRIR jólin 1983, eða fyrir rúmum fimm árum, komu á markaðinn íslensk ilmvötn undir vöruheitinu Monts bleus. Eru þetta einu ilm- vötnin sem framleidd eru á íslandi, og sennilega enn sem komið er þau einu á Norðurlöndunum. Ilmvatnsglösin voru hreinlega rifin út úr verslunum, alls seldust á milli 1300 og 1400 glös á þremur vikum, sem er meira en góð árssala á heimsþekktum ilmvötnum. Síðan hefur lítið farið fyrir íslensku ilmvötnunum, umræðan um þau hefur að mestu leyti dottið niður — a.m.k. á meðal íslendinga. En prufuglös eru einnig sjaldséð í snyrtivöruverslunum hér á landi, hver svo sem ástæðan fyrir því er. Starfsfólk i þeim búðum sem útlendir ferðamenn skipta hvað mest við segir hins vegar að ilm- vötnin seljist vel og útlendingar séu mjög hrifnir af þeim. Ákveðið var að fara á stúfana og forvitnast um framgang mála hjá framleið- endum Monts bleus. FJOLSKYLDAIM — Framleiðendur íslenska ilmvatnsins, Lára Ólafson, Jóhann Jakobsson og sonur þeirra, Jakob. Ilrnvötnin komu á markað fyrir fímm árum og eru líklega enn þau einu sem framleidd eru á Norðurlöndum. „Sumir útlendingar spyrja okkur hvort það sé ekki örugglega tært íslenskt fjallavatn í ilmvötnunum hjá okkur. Þetta er algengur mis- skilningur, því það er nánast ekk- ert vatn í ilmvötnum, eða parfum, eins og þau eru yfirleitt nefnd uppá franskan máta. I ilmvötnum er ilm- olía sem blönduð er úr mörgum ilm- efnum og yfirleitt þynnt með 96% alkóhóli." Það er Jakob Jóhannsson sem hefur orðið, en hann vinnur ásamt foreldrum sínum að fram- leiðslu og dreifíngu á Monts bleus. Þetta er fjölskyldufyrirtæki í fyllstu merkingu þess orðs, og fjölskyldan hefur söluskrifstofu í Garðastræt- inu í Reykjavík. Einnig hefur hún aðstöðu í Örfírisey. Jóhann Jakobs- son, efnaverkfræðingur, sem unnið hefur mikið við olíurannsóknir hér á landi, rekur fyrirtækið NÝKO ásamt Jakobi syni sínum og konu sinni Láru Ólafson. Skrifstofan í Garðastræti er ein- föld og vinaleg og uppi á vegg hangir innrammað bréf frá Ronald Reagan Bandaríkjaforseta, annað frá borgarstjóra San Francisco og enn annað frá hirðdömu Dana- drottningar, þar sem framleiðend- um er hrósað fyrir ilmvötnin og óskað velfamaðar. Hugmyndin að því að framleiða ilmvötn á íslandi kom upp 1981, en þá setti fjölskyldan á fót fyrir- tækið NÝKO. í upphafi voru flutt inn skíði frá Sviss, en síðan .var farið að kaupa inn ýmis ilmefni og prófa sig áfram. „Við blönduðum saman hinum ýmsu efnum til að ná fram eins „íslenskum" ilmi og hægt var og skrifuðum ótal margar formúlur niður áður en okkur fannst við tilbúin að hefja fram- leiðsluna. Við höfum frá upphafi lagt metnað okkar í að vinna eins vel og kostur er.“ Umbúðir og aug- lýsingaefni ber þess líka vitni, en fjölskyldan sér að mestu leyti um hönnun þess sjálf. Þá er forvitnilegt að aftan á hverri pakkningu og á kynningar- efni ilmvatnanna eru ljóð á nokkr- um tungumálum. „Það var pabbi sem orti þau,“ segir Jakob. „Það er svo erfítt að lýsa ilmi að okkur þótti best að gera það á ljóðrænan hátt. Þetta hefur mælst vel fyrir og vakið forvitni marga. Við létum síðan þýða ljóðin á nokkur tungu- mál, meðal annars á japönsku. Það var Japani sem vann við rannsókn- ir í háskólanum sem bauðst til að þýða ljóðin. En þar sem ekkert okkar kann japönsku vissum við náttúrulega ekkert hvað stóð þama. Svo komu hingað japanskir kaupsýslumenn á síðasta ári og við spurðum þá í gamni hvað stæði þama. „Þetta er mjög ljóðræn lýs- ing og falleg á forvitnilegum vam- ingi,“ sögðu þeir og keyptu að sjálf- sögðu nokkur glös.“ íslensku ilmvötnin hafa verið kynnt víðsvegar í Evrópu og ann- ars staðar í heiminum, meðal ann- ars tvisvar í Japan. „Við höfðum nú reyndar hugsað okkur að kom- ast inn á japanskan markað," seg- ir Jakob hlæjandi. „En þegar á reyndi voru okkur settir þeir skil- málar að gefa upp formúlumar okkar, en það tókum við auðvitað ekki í mál, því það hefði getað orð- ið til þess að Japanir hefðu sjálfír farið að blanda ilmvötn samkvæmt formúlunum okkar. Annars verð ég að segja að mér fínnst Japanir snjallir. Langstærstur hluti af sölu í Japan er eigin framleiðsla og þeir setja erlendum innflytjendum stólinn fyrir dymar með marklaus- um kröfíim. Sennilega eru íslend- ingar ekki nógu stoltir af eigin framtaki, enda vantar alla slíka hvatningu, sem mér fínnst að ætti heima í skólakerfínu. Japanir byija hins vegar frá grunni í þessum efnum. Ég hef orðið var við að margir íslendingar em sannfærðir um að íslensk framleiðsla sé síðri en erlend og hvað varðar ilmvötnin okkar eru þeir ófáir sem segja: „íslenskt ilmvatn. Það getur nú ekki verið mikið varið í það,“ án þess jafnvel að hafa nokkum tíma reynt vöruna, sem sannarlega er samkeppnishæf." Hvernig fer ilmvatnsfram- leiðslan fram? „Við látum blanda ilmolíur fyrir okkur hjá Qölþjóða fyrirtækjakeðju sem sérhæfír sig í að blanda slíkar olíur og vinnur fyrir marga ilm- vatnsframleiðendur, meðal annars þá þekktustu fyrr og nú. Þama em olíumar blandaðar samkvæmt upp- skriftum framleiðendanna, en í okkar ilmvötnum em til dæmis yfír hundrað mismunandi efni, sem öll em náttúruleg og meðal annars unnin úr blómum, tijáberki, ávöxt- um og jurtum. Ilmolían er síðan þynnt með alkóhóli og fer sú vinnsla fram hér, hið sama er að segja um umbúðir og annað. Það þarf ofurlítið magn af hveiju efni í ilmvatnsblöndu en hins vegar þarf að kaupa hvert efni inn í miklu magni. Þá þarf að geyma efnin við góðar aðstæður og ekki of lengi til að þau skemmist ekki. Þess vegna sáum við þann kost vænstan að njóta blöndunarþjónustu fyrir- tækjakeðjunnar sem ég minntist á hér áðan.“ Er talið berst að minnkandi áhuga landsmanna á hinum íslensku ilmvötnum segir Jakob að hin ótrúlega sala í upphafi hafí kannski byggst á forvitni og nýj- ungagimi og einnig hafí haft mikið að segja að ilmvötnin komu á mark- að skömmu fyrir jól. En hvers vegna skila þessir kaupendur sér ekki aftur nema að mjög litlu leyti? Þýðir það að varan stenst ekki samkeppni markaðarins? „Við höfum auðvitað ekkert eitt svar við þessu, en spyijum okkur sjálf, því við leggjum metnað okkar í að vinna vel og að viðskiptavinir okkar séu ánægðir. En eins og ég benti á áðan telja of margir íslend- ingar að það sem kemur að utan sé betra en innlend framleiðsla og hreinlega hundsa allt sem íslenskt er. Þá flytja margar snyrtivöru- verslanir sjálfar inn snyrtivörur og leggja þar af leiðandi meiri áherslu á vörumar sem þær flytja inn. Það er jú bara eðlilegt, er það ekki? Við vonum nú samt að smám sam- an komi verslunareigendur auga á að hagfur okkar er gagnkvæmur og mestur ef verðmætasköpunin er af innlendum toga. Okkur fínnst það samt athyglisvert að útlending- ar skuli vera svona hrifnir af ilm- vötnunum meðan íslendingar vita varla að þau eru til. Við segjum oft við sjálf okkur „glöggt er gests augað" því við erum sannfærð um að það sem við erum að gera er vel gert.“ Ofnæmisprófuð Alls eru framleidd fimm ilmvötn undir merkinu Monts bleus, þijú fyrir dömur og tveir rakspírar fyrir herra. „Volcanique“ er „eau de toi- lette" fyrir dömur og kom á mark- aðinn fyrir tveimur árum. Þess má geta að ilmvötnin eru ofnæmispróf- uð. „Ég hef verið mikill ofnæmis- sjúklingúr í áratugi og er lögð inn á spítala á hveiju ári vegna þess,“ segir Lára. „Því tala ég af eigin reynslu þegar ég segi að það getur verið erfitt fyrir. fólk sem hefur viðkvæma og ofnæmiskennda húð að fá snyrtivörur við sitt hæfí. Ég væri örugglega ekki hér lengur ef ilmvötnin okkar stæðust ekki ströngustu ofnæmispróf," segir Lára og brosir góðlátlega. Texti: Brynja Tomer
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.