Morgunblaðið - 05.07.1988, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 05.07.1988, Blaðsíða 72
ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. Hæsta gengi dollarans KAUPGENGI Bandaríkjadals hefur aldrei verið skráð hærra í íslenskum nýkrónum en í gær, __eða 45,89 krónur, sem er 6,3% hækkun frá síðustu gengisfell- ingu krónunnar, að sögn Ingvars Sigfússonar hjá gjaldeyrisdeild Seðlabankans. Kaupgengi vestur-þýsks marks hafði hins vegar lækkað í gær í íslenskum krónum um 1,7% frá gengisfellingunni, sterlingspunds um 5%, danskrar krónu ,um 0,8% og japansks yens um 1,6%, að sögn Ingvars. Gott veð- ur áfram GÓÐA veðrið mun leika við landsmenn áfram að sögn Veð- urstofunnar. Haég breytileg átt og bjartviðri ættu að verða ríkjandi frameftir vikunni um allt land. Að sögn Veðurstofunnar er hæðarhryggur yfir __ landinu sem stýrir góðviðrinu. Á miðvikudag i _>>g fímmtudag gætu borist skýja- slæður yfír vestanvert landið, en annars verður bjart og milt veður um allt land, hlýtt að deginum til inn til landsins, en svalara við sjó- inn. Blíða var um allt land í gær og mældist hitinn 19 gráður um há- degið á nokkrum stöðum á Suður- landsundirlendinu. Kt Samamagn af fíkmefn- um og allt síðasta ár Fíkniefnalögreglan hefur lagt hald á sama magn fíkni- efna það sem af er þessu ári og hún náði allt árið í fyrra. í ár hefur lögreglan náð 15,5 kílóum af hassi, 450 grömm- um af amfetamíni, um 10 grömmum af kókaíni og nokkuð af hassolíu. Amar Jensson, yfirmaður fíkniefnalögreglunnar, segir að á þessu ári hafí þeir kært um . 180 manns sem er svipuð tala og á sama tíma í fyrra en und- anfarin þijú ár hafa kærumar verið um 400 á ári. Stærsta málið í ár var þegar tæp 11 kíló af hassi fundust í pósti til fyrirtækis í Reykjavík. Amar segir að fíkniefnalög- reglan verði æ oftar vör við kókaín í fómm þess fólks sem hún hefur afskipti af. „Ef þró- unin hér verður sú sama og í nágrannalöndum okkar má bú- ast við auknu magni kókaíns í umferð hér,“ sagði Amar. Magn kókaíns sem fíkniefna- lögreglan hefur lagt hald á hefur ekki verið mikið undan- farin 3—4 ár, um 20-30 grömm á ári. Undantekningin var í fyrra er hald var lagt á um 450 grömm af þessu fíkniefni hjá brasilísku pari í Hveragerði. Kveðjustund á flugvellinum í Stornoway. Lengst til vinstri er Gigja Reynisdóttir, þá sigmaðurinn sem seig niður í skútuna úr þyrlunni, og Unnur Steingrímsdóttir að kveðja þyrluflugstjórann. Á milli þeirra er Ian Stephen, sem stjórnaði björgunaraðgerðum úr landi. Myndina tók Ragnar Axelsson, ljósmyndari Morgunblaðsins, í Stornoway í gær. Fjögurra manna fjölskyldu bjargað í breska þyrlu: „Sjórinn reis eins og þverhnípt- ur hamraveg-giir yfir okkur“ Líklegt samkvæmt radarmælingum að skútan Úa sé enn á reki „SJÓLAGIÐ var orðið hrikalegt þegar fyrsti brotsjórinn reið yfir skútuna og hvolfdi henni, sjórinn reis hreinlega eins og hamravegg- ur yfir okkur, enda var ölduhæðin um 10 metrar og þegar fransk- ur togari og kanadískt flutningaskip komu á vettvang nokkru síðar sáum við hvorugt skipið fyrr en það var alveg komið upp að skú- tunni, slíkur suðupottur var hafið,“ sögðu þau Unnur Steingríms- dóttir, lífefnafræðingur, og maður hennar, Reynir Hugason, verk- fræðingur, í samtali við Morgunblaðið, en þau voru í Stornoway á Skotlandi i gær. Þeim var bjargað úr stjórnlausri skútu sinni ásamt tveimur börnum þeirra, 14 ára stúlku og 16 ára pilti, síðdegis á laugardag um 130 sjómílur norðvestur af Skotlandi og um 440 sjómílur frá Vestmannaeyjum. „Togarinn kom mjög nálægt okkur og var skemmst um 50 metra frá Úu, en darraðardansinn í hafinu, var slíkur að einu sinni sáum við lofta undir miðjan kjölinn á togar- anum,“ sögðu þau Unnur og Reyn- ir. Skútuna, sem þau eiga með öðrum hjónum og var á leiðinni til landsins í fyrsta sinn, hafði rekið stjómlaust vegna veðurofsans í um það bil sex klukkustundir þegar björgunarþyrla kom á vettvang, en ekki reyndist unnt að stjóma skút- unni vegna fárviðris. Skútan rétti sig fljótlega við eftir að henni hvolf- di og kölluðu skipveijar þá^ að- stoð, enda misstu þau björgunar- bátinn í þeirri holskeflu. Þyrla frá bresku strandgæslunni bjargaði fjölskyldunni frá borði við erfiðar aðstæður og meiddist björgunar- maður sem seig niður í skútuna lítillega. Leitarþyrla svipaðist um eftir Úu á sunnudag án árangurs enda óbreytt veður og skilyrði erfíð til leitar. í gær var enn stórsjór, hvassviðri og lélegt skyggni norð- austur af Skotlandi, en líkur bentu til að radarstöð hersins á Sankti Kildu hefði náð Úu á mælingu á reki um 27 sjómflur undan eynni. Ekki reyndist unnt að staðfesta í gær hvaða rek mældist á þessum stað, en talsmenn strandgæslunnar í Stomoway töldu að staðsetningin og rekhraðinn gæti átt við Úu. Fiskibátur frá Stomoway er tilbú- inn að fara til leitar þegar gefur og mun Reynir Hugason fara með til að freista þess að ná skútunni aftur, en Unnur og böm þeirra, Gigja og Mtmir, komu heim til ís- lands í gærkvöldi. Fjölskyldan komst frá þessum hiidarleik án teljandi meiðsla. Sjá frásögn og myndir á miðopnu. Hagkvæmniskönnun samþykkt vegna byggingar nýs álvers í Straumsvík: Raforkuverðið verði svipað og er hjá ÍSAL - segir Per Olof Aronson forsljóri Grángers í Stokkhólmi „VIÐ væntum þess að raforkuverðið verði sanngjarnt og byggist á svipuðum forsendum og hjá ISAL, það er að það fylgi markaðs- verði áls hveiju sinni,“ sagði Per Olof Aronson, forstjóri Grángers Aluminium í Stokkhólmi, í samtali við Morgunblaðið. í gær var undir- ritaður samningur milli iðnaðarráðherra fyrir hönd ríkissjóðs og fjögurra álfyrirtækja um að gerð verði hagkvæmniskönnun á bygg- ingu nýs álvers í Straumsvik. Friðrik Sophusson íðnaðarráð- herra sagðist ánægður með að þessi áfangi hafí náðst því segja megi að hann marki upphaf alvöruvið- ræðna milli þessara aðila sem eru auk Grangers, Alumined Beheer í Hollandi, Austria Metall í Aust- urríki og Alusuisse í Sviss. Dr. Jóhannes Nordal, sem veitir íslensku viðræðunefndinni forystu, segir að þessi fyrirtæki hefðu ekki lagt út í þann kostnað sem er af hagkvæmniskönnuninni nema þau hefðu verulegan áhuga á málinu. Morgunblaðið ræddi við forráða- menn álfyrirtækjanna fjögurra og kom fram í máli þeirra að þeir væntu þess að samstarf þeirra yrði árangursríkt og bæri þann ávöxt sem stefnt er að. „Þetta verkefni á jafnmikla eða meiri möguleika á að ná fram að ganga og nokkurt annað á sama vettvangi í heiminum í dag.“ segir Edward Notter, forstjóri Alusuisse. Búið er að skipuleggja starf und- imefnda sem munu hittast á nokkr- um fundum í náinni framtíð en þeir sem undirrituðu samkomulagið í gær munu hittast aftur í septem- ber á þessu ári. Stefnt er að því að hagkvæmniskönnunni verði lokið fyrri hluta næsta árs þannig að unnt verði að taka endanlega ákvörðun um byggingu nýs álvers næsta vor. Verði sú ákvörðun já- kvæð tekur álverið til starfa á árinu 1992. Sjá ennfremur blaðsíðu 30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.