Morgunblaðið - 05.07.1988, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.07.1988, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988 Fimm daga hálendisferð Brottför alla þriöjudaga í sumar frá og með 5. júlí. 1. DAGUR: EkiðSprengisandoggistíNýjadal. 2. DAGUR: Ekið áfram norður, Bárðardal, Goðafoss til Mývatns og gist þar. 3. DAGUR: Mývatns-og Kröflusvæði skoðuð, ekið síðdegistil Ak- ureyrar og gist þar. 4. DAGUR: Ekið til Hveravalla og gist þar. 5. DAGUR: Frá Hveravöllum til Kerlingarfjalla, Gullfoss, Geysis, Laugavatns, Þingvalla og til Reykjavíkur. INNIFALIÐ: Fullt fæði, leiðsögn og gisting í tjaldi. Einnig er hægt að gista í skálum og á hótelum. Verð aðeins 15.900.- Allar nánari upplýsingar hjá Ferðavali Hafnastræti 18, sími 14480 og hjá Ferðaskrifstofu BSI, Umferðarmiðstöðinni, sími 22300. Snæland Grímsson hf. Símar 14480 og 75300. Kvöld- og helgarsími: 75300 og 83351. Hefopnað læknastofu í Skjóli við Kleppsveg 64. Tímapantanir í síma 688500 milli kl. 8.30-16.30. Sigurbjörn Björnsson læknir. Sérgrein: Öldrunarlækningar. Barbour Hjá okkur fœrðu hinn þœgilega og smekklega Barbour fatnað sem er eins og sniðinn fyrir íslenska veðráttu. Sendum í póstkröfu. Hafnarstræti 5, Reykjavík Símar 16760 og 14800 ajLi Einn á mótí fjórtán 1 grein sem Christop- her Walker skrifaði i The Times 22. júní segir hann fyrst frá þvi, að banda- ríska leyniþjónustan hafi komist að þeirri niður- stöðu, að KGB feli að meðaltali 14 starfsmönn- um sínum að fylgjast með hveijum einum Vesturlandabúa, sem dvelst í Moskvu. Sam- kvæmt því hafi hvorki meira né minna en 140.000 manns atvinnu af þvi að hafa auga með þeim um 10.000 útlend- ingum, sem búi i fremur óhijálegum útlendinga- íbúðum i Moskvu og sinni þar störfum sem stjóm- arerindrekar, blaðamenn eða fulltrúar fyrirtækja. Segir Walker, að þessa tölu skuli menn alltaf hafa í huga, þegar rætt sé um raunverulegar breytingar í Sovétríkjun- um. „Á þeim nær þremur árum, sem ég hef verið fréttaritari The Times í Moskvu og sent fréttir frá öðrum afskekktari stöðum Sovétríkjanna hafa hugmyndir manna utan Sovétrikjanna um þær breytingar, sem þar hafa orðið, verið langt frá því, sem gerst hefur innan þeirra," segir blaðamaðurinn. Hann tekur tíl marks um það, að skammt frá skrifstofu hans í Moskvu hafi vikum saman verið þijár biðrað- ir. í hinni fyrstu, sem myndast löngu áður en verslunin opnar klukkan tvö siðdegis, standi fólk og biði eftir að geta keypt vodka. Eftirlauna- þegar geti haft gott upp úr þvi að taka að sér að standa i biðröð fyrir vinnandi fólk. í næstu röð sé fólk að biða eftir sykri. Hann sé ákaflega erfitt að fá um þessar mundir, þar sem eftír- spurn eftir honum hafi vaxið mjög vegna áfeng- isskömmtunarinnar, en hún hafi leitt til stórauk- innar heimabruggunar. í þriðju röðinni standi svo svartamarkaðsbraskarar og séu þeir að bíða eftír „Stórkostíegt - ég heyrði ráðamann tekinn á beinið“ Innan dyra í Moskvu Flokksráðstefnan í Moskvu setti mikinn svip á fréttir síðustu viku. Þar var gangur mála einnig með allt öðrum hætti en við eigum að venjast á fundum sovéskra kommúnista. Þeir hafa hingað til lagt áherslu á, að allt sé slétt og fellt, á yfirborðinu að minnsta kosti, en að þessu sinni deildu þeir harkalega fyrir opnum tjöldum. í lokin var allt samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta, sem Gorbatsjov lagði fram. Er Ijóst að ný pólitísk þróun kann að vera að hefjast í Moskvu. Hún hefur hingað til haft lítil áhrif á daglegt líf Sovétborgara eða útlendinga, sem búa í Moskvu. í Staksteinum í dag er vitnað í Christopher Walker, sem hefur verið fréttaritari breska blaðsins The Times í Moskvu síðan haustið 1985, en er nú á förum til Kaíró. afgreiðslu þjá þeirri skrifstofu, sem gefi út skömmtunarseðla til þeirra tiltölulega fáu, sem eru svo heppnir að hafa eignast erlendan gjaldeyri. Þessa seðla er siðan unnt að nota í búð- um sem sejja erlendar nauðsynjavörur, en þeim á bráðlega að loka fyrir fullt og allt. að skipun stjómvalda. Segir Walker að hug- myndir þeirra sem í þess- um röðum standa um giasnost og perestrojka séu allt aðrar en þeirra á Vesturlöndum, sem skreppa út í bókabúð og kaupa bók Gorbatsjovs um nýja hugsun. Og flestir þeir sem hafi áhrif á skoðanamyndun á Vesturlöndum hafi að- eins kynnst þessum hug- tökum af bókum en þekki ekki hinn daglega veru- leika í Sovétríkjunum og þá dapurlegu örvænt- ingu sem oft fylgi því að bíða tímunum saman i biðröð og vita aldrei, hvort biðin verði til nokk- urs. Varúðar er þörf Christopher Walker segir, að sérhver frétt vestræns blaðamanns frá Moskvu, þar sem rætt er um hið aukna svigrúm, sem giasnost liafi veitt til upplýsingamiðlunar ættí að hafa að geyma eina setningu, þar sem minnt sé á, að á undan- fömum fjórum mánuð- um hafi öllum vestræn- um blaðamönnum verið bannað að heimsækja lýðveldin Armeniu og Ázerbajdzhan i þvi skyni að segja frá þjóðemisólg- unni þar. Enginn hafi þorað að hafa bannið að engu af ótta við að vera sviptur dvalarleyfi i Sov- étríkjunum. Svipaðar hindranir séu lagðar i götu blaðamanna, þegar þeir viyi segja frá öðrum viðkvæmum rnálum og vestrænir fréttamenn i Moskvu séu enn teknir reglulega á beinið i opin- berum málgögnum, ef frásagnir þeirra eru ekki að skapi herranna i Kreml. Walker segir að ráðist hafi verið á sig í Moskvu- útvarpinu og annars staðar fyrir frásagnir af Tsjemobyl-slysinu. Starfsbræður hans hafi orðið fyrir því að rúður í bflum þeirra hafi verið brotnar eða dekk skorin i sundur. Þá sé það vin- sæl aðferð þjá KGB- mönnum til að ná sér niðri á Vesturlandabú- um, sem þeim sé i nöp við, að taka ísskápinn þeirra úr sambandi, á meðan þeir em i burtu, og skflja eftír stubb af rússneskri sigarettu eða önnur álika gróf „sönn- unargögn" til að engimi þurfi að fara i grafgötur með, hveijir vom að verki. Walker segir, að þeir sem em i Moskvu undrist oft grunnhyggni manna á Vesturlöndum og skammsýni, þegar þeir látí eins og allt sé breytt í Sovétríkjunum. Þetta sé hættulegur hugsunar- háttur og það sé siður en svo tíl marks um óþarfa óttatílfinningu þegar hvatt er tíl varúð- ar, miklu fremur sé þar talað af raunsæi. Breski blaðamaðurinn segir, að KGB hafi breytt um starfsaðferðir. Sumir segi raunar að i eftírlits- tækni sé KGB 10 árum á undan vestrænum leyni- þjónustum. Þá minnir hann á, að Mosk vufréttir sem oftast er vitnað til á Vesturlöndum, þegar sagt sé frá cjjarflegum opinberum umræðum í Sovétrikjunum, séu gefn- ar út af Novostí. Þótt ekltí sé unnt að sanna tengsl á milli KGB og Novosti sé það samhljóða álit allra vestrænna sendiherra, sem þori að- eins að ræða saman um viðkvæm mál i hjjóðein- öngruðum búrum innan sendiráðsveggjanna, að Novostí og KGB séu eitt og hið sama. Hvað er best að gera? Égget ávaxtad hundrað þúsund í sex mánuði. Orugg ávöxtun á óvissutímum fæst mcð nýjustu skammtímabréfum VIB, Sjóðs- bréfum 3. Verðbólgan rýrir peninga á skömmum tíma og því margborgar sig að ávaxta þá þótt þú þuríir peningana íljót- lega aftur. Innlausn þessara brcfa er cin- föld og endurgjaldslaus. 66 VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF Ármúla 7, 108 Reykjavik. Simi6ð 15 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.