Morgunblaðið - 05.07.1988, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.07.1988, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988 o*13 Opinber heimsókn forseta íslands til Vestur-Þýskalands íslenski fáninn blaktir í Bonn: Forseti minnist fórn- arlamba í styrjöldum UM 400 manns komu saman á markaðstorginu í Bonn þegar Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands, skoðaði ráðhús borgarinnar i gær. Aður en forsetinn gekk inn í ráðhúsið lagði hún blómsveig að minnisvarða um fórnarlömb styijalda. í kirkjugarðinum var hervörður og þjóðsöngv- ar íslands og Þýskalands voru leiknir. Vigdís færði borgarstjóra Bonn ljósrit af Helgastaðarbók og íslenski blásarakvintettinn, sem er með í förinni, lék nokkur Iög. Reuter Grænfriðungar notuðu tækifærið til að mótmæla hvalveiðum íslend- inga. Þeir breiddu ,úr borða sem á stóð: „Látið síðasta hvalinn lifa“. Lögreglan lét þá brjóta borðann aftur saman, og mannflöldinn klappaði. Þeir dreifðu áróðursblaði gegn hval- veiðum en virtust vekja litla athygli. Forseti Þýskalands, Richard von WeizsScker, tók á móti Vigdísi Finn- bogadóttur, forseta íslands, við embættisbústað sinn i gær. Vigdís er fyrsti íslenski þjóðhöfðinginn sem fer í opinbera heimsókn til Vestur-Þýskalands. ------------ Rætt um Kvennalist- ann í garði forsetans Dr. Hans Daniels, borgarstjóri, bauð forseta Islands velkominn til Bonn með stuttu ávarpi. Hann færði síðan forsetanum safn strengjakvart- etta eftir Beethoven að gjöf. Vigdís þakkaði fyrir sig á þýsku og ritaði nafn sitt í hina gullnu gestabók borg- arinnar, en hún er þriðji íslendingur- inn sem það gerir. Forsetinn og fylgdarlið hennar skoðuðu því næst húsið þar sem Beet- hoven fseddist. Dr. Philipp Jenninger, forseti þýska Sambandsþingsins, tók á móti forsetanum í þinginu og átti fund með henni ásamt utanríkisráðherra og samstarfsmönnum þeirra áður en hann sýndi þeim fundarsal þingsins. í gærkvöldi buðu forsetahjón Þýskalands til hátíðarkvöldverðar í Agústburgarhöll. Á forsíðum blaðanna íslands hefur verið getið nokkuð í þýskum fjölmiðlum að undanfömu í tengslum við opinbera heimsókn for- seta landsins til Þýskalands. Dagblaðið Die Welt birti mynd af Vigdísi Finnbogadóttur á forsíðu á sunnudag og inni í blaðinu var heilsíðuviðtal við forsetann. Frank- furter Allgemeine greindi einnig frá komu forsetans á forsíðu og þar sagði að hún myndi ræða við þýska ráða- menn, aðallega um áhyggjur íslend- inga vegna hins sameiginlega mark- aðar Evrópubandalagsins árið 1992. í viðtalinu í Die We/ífjallaði Vigdís meðal annars um sögu íslands, mikil- vægi tungunnar og jafnréttismál. Hún benti á mikilvægi þess að íslen- skar bókmenntir væru þýddar á er- lenda tungu og sagði að þær geti jafn vel komið útflutningi á þorski til góða. Bonn, frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. FORMLEG heimsókn forseta íslands til Vestur-Þýskalands hófst laust fyrir hádegi í gær þegar forseti Þýskalands, Richard von Weizsacker og Marianne kona hans, tóku á móti Vigdísi Finnbogadóttur með við- höfn við embættisbústað forsetans I Bonn. Forsetamir áttu fund saman eftir móttökuna og síðan var snæddur hádegisverður í boði þýsku for- setahjónanna. Hljómsveit hersins lék þjóðsöngva Nokkrum nemendum Tannen- landanna og forsetamir könnuðu busch-menntaskólans var boðið að heiðursvörð. vera viðstöddum móttökuathöfnina. Morgunblaðið/Anna Bjamadóttir Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, kom til Vestur-Þýskalands á sunnudag. Erhard Holtermann, prótókollstjórí, tók á móti forsetanum á flugvellinum i Bonn. Á bak við forsetann sést Sigríður Snævarr, sendifulltrúi í sendiráðinu í Bonn. Mikið fjölmenni í fylgd með forseta Tuttugu og einu fallbyssuskoti var skotið til heiðurs forseta íslands við upphaf opinberrar heimsóknar hennar til Sambandslýðveldisins Þýskalands á sunnudag. Erhard Holtermann, prótókoll- stjóri, tók á móti Vigdísi Finnboga- dóttur og fylgdarliði hennar á flug- vellinum í Bonn. Þaðan var flogið með þyrlum í Gymnich-kastala, gestabústað þýsku ríkisstjómarinnar. Forsetinn flaug með áætlunarflugi Flugleiða til Frankfurt en millilent var í Bonn. í fylgdarliði forsetans í flugvélinni vom Hannes Hafstein, ráðuneytis- stjóri utanríkisráðuneytisins og eigin- kona hans, Ragnheiður Hafstein, Kornelíus Sigmundsson, forsetaritari, Inga Hersteinsdóttir, kona hans og Þorbjörg Hjörvarsdóttir, aðstoðar- stúlka forsetans. Steingrímur Her- mannsson og frú Edda Guðmunds- dóttir flugu til Amsterdam og vom sótt þangað í þyrlu aðfaranótt mánu- dags. Sigríður Snævarr, sendifulltrúi í sendiráðinu í Bonn kemur í stað Páls Asgeirs Tryggvasonar, sendi- herra, í forföllum hans. Hún og mað- ur hennar, Kjartan Gunnarsson, Tómas Óli Jónsson, viðskiptafulltrúi og Matthildur Helgadóttir, kona hans ásamt Hans Hermann Haferkamp sendiherra Þýskalands á íslandi og frú og Bemd Klug, undirhershöfð- ingja, tóku á móti forsetanum á flug- vellinum. Forsetinn og fylgdarlið hans snæddi kvöldverð í kastalanum á sunnudagskvöld. íslenskur blásara- kvintett, sem einnig ferðast með for- setanum, lék nokkur lög. í honum em Daði Kolbeinsson, Einar Jóhann- esson, Joseph Ognibene, Hafsteinn Guðmundsson og Bemharður Wilk- insson. Magnús Gunnarsson, stjóm- arformaður utflutningsráðs og Gunn- hildur Gunnarsdóttir, kona hans, em einnig í óopinbem fylgdarliði forset- ans. Einn nemendanna óskaði Vigdísi til hamingju með kosningasigurinn þeg- ar hún ræddi stuttlega við þá. Hún var spurð að því hvemig íslenska flokkakerfíð væri og hún svaraði því til að það væri svipað því þýska. Weizsácker skaut þvi þá inn I að ís- lendingar gætu státað af kvennalista sem Þjóðvetjar .gætu ekki. Vigdís greindi frá því að Kvennalistinn berð- ist fyrir jafnrétti og hærri launum þeirra lægst launuðu. Samtökin væm vinsæl, enda hefðu þau aldrei átt sæti í ríkisstjóm. Steingrímur Hermannsson, ut- anríkisráðherra, var viðstaddur fund Vigdísar og Weizsáckers. Hann sagði að Weizsácker hefði sérstakan áhuga á samskiptum austurs og vesturs og að fjallað hefði verið um þau. Einnig vom rædd almenn málefni sem varða samstarf þjóðanna. Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, lagði blómsveig að minnis- merki um fórnarlömb styijalda í Bonn í gær. Richard von Weizsacker, forseti Vestur-Þýskalands: Dáumst að list o g bókmenntum íslands RICHARD von Weizsficker, forseti Sambandslýdveldisins Þýskalands, ávarpaði Vigdísi Finnbogadóttur. forseta íslands, i kvöldverðarboði í Schloss Augustusburg í BrUhl í gærkvöldi. í upphafi máls sins sagði hann það sér sérstaka ánægju að bjóða hana velkomna sem fyrsta þjóð- höfðingja íslands i opinberri heimsókn til Sambandslýðveldisins Þýska- lands. Þýski forsetinn sagði síðan: „Við dáumst að list og bókmenntum lands yðar, sem er einstæð í Evrópu." Fyrr á tímum hefðu mikil meistaraverk verið rituð á íslandi og með Eddu og ljóðum skáldanna hefðu íslending- ar lagt einstæðan skerf til heimbók- menntanna. „Við höfum hrifist af einstæðri islenskri náttúru, þar sem náttúröflin eru lifandi og „undarlegt sambland af frosti og funa, fjöllum og sléttum og hraunum og sjá“ eins og Bjami Thorarensen kvað.“ Þá vék von Weizsácker að því, að í nær eitt þúsund ár hefði verið náið samband milli íslands og Þyskalands. Fyrst fyrir tilstilli kirkjunnar, síðan vegna verslunar og menningar. Á rómantíska tímanum hefðu tengslin milli þjóðanna enn dýpkað. Endur- reisn íslenskra bókmennta og þjóð- emiskenndar hefðu í upphafí nitjándu aldar mætt nýjum skilningi hjá Þjóð- verjum, sem litu til bókmennta ann- arra þjóða og veltu fyrir sér sérkenn- um þeirra og frumlegum sköpunar- mætti. íslenskar bókmenntir hefðu einnig mótað þekkingu Þjóðveija og skilning á germanskri fortíð. „Hún er, jafn íslensk og hún er, einnig hluti sameiginlegrar menningarlegrar arf- leifðar — hvað væri Richard Wagner í raun, ef íslendingar hefðu ekki lát- ið honum f té heimildimar fyrir „Nifl- ungahringinn". Nútímamenning ís- lendinga væri einnig óhugsandi án íslenskrar hrifningar á hinu ritaða máli, eins og Halldór Laxness orðaði það,“ sagði forseti Sambandslýðveld- isins Þýskalands og bætti við að Halldór væri framúrskarandi fulltrúi íslenskra samtímabókmennta. Hann minntist þess að fyrir íslendinga hefði móðurmál þeirra meira gildi en tungan fyrir ýmsar aðrar þjóðir og með rækt sinni við tungumálið gætu íslendingar orðið öðmm fyrirmynd. Sagðist hann fagna áformum forseta íslands um að láta menningarlega rödd íslands heyrast skýrar en áður. Von Weizsácker vék síðan að stjómmálalegum samskiptum ríkjanna. Hann minntist samstarfs þeirra til að gæta sameiginlegra ör- yggishagsmuna með aðild að Atlants- hafsbandalaginu og bæði ættu þau gott trúnaðarsamband við Banda- ríkin. Nafn Reykjavíkur tengdist í senn vömum og slökun spennu, en það væm óaðskiljanlegir þættir í stefnu Sambandslýðveldisins að við- halda öflugum vörnum og stuðla að góðum samskiptum austurs og vest- urs. Þá ræddi hann um samskipti ríkja Evrópubandalagsins við aðild- arlönd EFTA. Sambandslýðveldið legði mikla áherslu á, að þessi sam- skipti væm sem mest og best. Á síðustu sex mánuðum meðan stjóm- völd í Bonn hefðu verið í forsæti inn- an Evrópubandalagsins hefðu þau lagt sig fram um að vinna að fram- gangi eins markaðar í EB og því að viðskipti bandalagsins út á við yrðu opin. Innan Evrópu ættu menn ekki að reisa nýjar hindranir. Þá gat for- setinn á vemdun umhverfis og nauð- syn þess að vemda höfin, Norðusijó og Atlantshaf, sem tengdu löndin. í lok máls síns minntist Richard von Weizsácker þess að för forseta íslands væri heitið til Berlínar, þar sem hún hefði fyrir nokkmm árum verið og skilið eftir sig hlýjar minn- ingar. Þar sæju menn merki um sárs- aukafulla skiptingu þýsku þjóðarinn- ar. í íslendingabók Ara Þorgilssonar frá 12. öld stæði: „Er vér slítum í sundur lögin, að vér munum slíta og friðinn." Nú á tímum í lok 20. aldar ætti hið gagnstæða við í Evrópu: Þar sem mannréttindi skytu rótum, þar festi friðurinn einnig rætur. Síðan bað hann viðstadda að lyfta glösum fyrir forseta íslands og vináttu milli Þjóðveija og íslendinga í frisamlegri framtíð Evrópu, álfu sem væri að ná betur saman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.