Morgunblaðið - 05.07.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.07.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988 Kvóti á ferskfiskútflutnin SIGURÐUR EINARSSON, ÚTGERÐARMAÐUR: Kvótinn breytir engn til eða frá „MÉR finnst þetta tiltölulega lítið mál og min persónulega skoðun er sú, að þetta breyti engu hvorki til eða frá“, sagði Sigurður Einarsson hjá Hrað- frystistöð Vestmannaeyja, þegar hann var inntur álits á takmörk- unum á útflutningi ferskfisks. Að sögn Sigurðar er eingöngu unninn fiskur frá eigin bátum í Hraðfrystistöðinni, og svo fiskur sem keyptur er á Fiskmarkaði Vestmannaeyja. „Það þarf að koma einhveiju skipulagi á útflutninginn og menn þurfa ekki að vera neitt hissa á því að reglur séu settar," sagði Sigurð- ur. Hann sagði að frá Hraðfrysti- stöðinni hafi aðallega verið sendur út smár fiskur sem illa hefði hentað til vinoslu, eða þá að sendur hafí verið út fískur þegar von hafí verið á mjög góðu verði ytra. Sigurður Einarsson, útgerðar- maður. „Magn til vinnslu eykst eitthvað við þetta, og það gæti kannski orð- ið erfítt fyrir vinnslustöðvamar að taka við auknum afla, en það fer eftir fískiríinu hvemig þetta verður. Hér er nóg af fólki til að vinna aflann, þannig að ég held að þetta verði ekkert vandamál." ÞÓRÐUR RAFN SIGURÐS- SON, SKIPSTJÓRI; Höfum aldrei þurft að borga með f iskinum „RÁÐUNEYTIÐ verður að sjá að sér og hætta svona rugli,“ sagði Þórður Rafn Sigurðsson skipstjóri á Dala-Rafni. Hann hefur flutt út ferskfisk frá 1980, fyrst sigldu bátamir, en síðan í gámum. „Við komum til með að missa um 30 prósent af aflaverðmæti vegna þessara aðgerða, og spum- ingin er hvað við eigum að segja við mannskapinn á bátunum okkar. Eigum við kannski að segja þeim að nú verðum við að stoppa og þeir verði að fara heim til sín? Ég held að ríkisvaldið Verði þá bara að borga mannskapnum kaup ef til þess kemur." Þórður sagðist vera þess fullviss að í Vestmannaeyjum gætu menn vel stjómað framboði á ferskfíski með veiðunum. „Annars fáum við það hátt verð að jafnaði fyrir okkar físk að við verðum að taka áhætt- una á því að fá lágt verð við og ÚTVEGSBÆNDAFÉLAG VESTMANNAEYJA; „Einhverja stjórnun - ekki svona vitleysu“ „VIÐ getum veríð sammála þvi að einhver skynsamleg stjórnun þurfi að vera á útflutningnum, en ekki svona vitleysa," sagði Hilmar Rósmundsson, formaður Útvegsbændafélags Vestmanna- eyja. „Við vorum tilbúnir til þess að skera þorskinn niður um helming miðað við júlí og ágúst í fyrra, en síðan er ýsunni bætt við og miðað við september líka, og það gerir þetta öllu verra fyrir útgerðarmenn og sjó- menn.“ „Það er algjört rugl að krefjast þess að sótt sé um útflutningsleyfi með þriggja mánaða fyrirvara. Það segir sig sjálft að enginn getur sagt. til um það fyrirfram af nokkru viti hvaða afla hann kemur til með að fá, það spila allt of margir óvissu- þættir þar inn í.“ Hilmar sagðist gera ráð fyrir að viðbótaraflinn sem bærist í land yrði að öllum líkindum boðinn á Fiskmarkaðinum, en sagðist ekki vita hvað kæmi til með að eiga sér stað ef enginn kæmi og keypti hann. „Fiskvinnslan getur ekki tek- Þórður Rafn Sigurðsson, skip- stjórí. við, en hér í Eyjum höfum við samt aldrei þurft að borga með fískinum. Minni bátamir héma hafa raun- verulega bjargað sér á þessum út- flutningi, ogþað væri 10—15 bátum færra Kéma, og við værum þar að auki með úreltan flota ef útflutning- urinn hefði ekki komið til. Þetta hefur gert mönnum kleift að við- halda skipunum og endurbæta þau“ Hilmar Rósmundsson, formaður Útvegsbændafélags Vestmanna- eyja. ið við þessu héma, allra síst á þess- um árstíma." „Við vorum tilbúnir til þess að láta skammta okkur útflutning þessar 2—3 vikur sem eru vanda- mál, en þegar til kastanna kemur þá er ekkert talað við þá sem em í forsvari fyrir útflutningi hér eða umboðsmennina erlendis, en það em einmitt þessir aðilar sem hafa eitthvað vit á þessum málum.“ Almenn óánægja í Vestmannaejrj um REGLUGERÐ um útflutning á ferskfiski var gefin út fyrir síðustu helgi, og er með henni ætlað að koma í veg fyrir offramboð á erlendum mörkuðum á næstu mánuðum. Utanríkisráðuneytið telur að óhjákvæmilegt sé að reyna að koma skipulagi á útf lutning á ferskfiski yf ir sumarmánuðina, því verðhrun hafi orðið hvað eftir annað á erlendum mörkuðum upp á síðkastið. Blaðamaður Morgunblaðsins var á ferð í Vestmannaeyjum síðastliðinn f östudag og ræddi þar við ýmsa aðila sem mál þetta varðar. Eins o g fram kemur í samtölunum, þá virðist ríkja almenn óánægja með reglugerðina, og það hvemig að setningu hennar var staðið.á meðal þeirra sem flytja út ferskfisk frá Vestmannaeyjum. Það skal tekið fram að þegar samtölin áttu sér stað hafði reglugerðin ekki enn verið gefin út, þannig að þeim sem rætt var við var ekki að fullu kunnugt um efni hennar í smáatriðum. - HÞ GUÐMUNDUR INGI GUÐMUNDSSON, SKIPSTJÓRI: Stórtap fyrirsjáanlegt HUGINN VE 55 var nýkominn úr söluferð frá Hull þegar rætt var við Guðmund Inga Guð- mundsson skipstjóra. Meðalverð- ið sem fékkst fyrír aflann var að hans sögn tæpar 75 krónur fyrir kílóið. Þetta er í þríðja skiptið I sumar sem Huginn sigl- ir með aflann. „Fiskvinnslan héma í Eyjum kemur aldrei til með að geta annað því að vinna úr öllum aflanum og þá þarf að leggja einhveiju af bátunum héma. Það er varla að þeir geti tekið á móti öllum aflanum úr tog- urunum núna, hvað þá þegar allt hitt kemur til viðbótar nú yfír sum- artímann," sagði Guðmundur Ingi. Guðmundur Ingi Guðmundsson, skipstjórí. „Það er fyrirsjáanlegt stórtap vegna þessara aðgerða, og þá sér- staklega hjá minni bátunum, sem stunda þetta og hafa lítinn kvóta sem þeir hafa ætlað að nýta sem best með því að fiytja fískinn út í gámum. Þessar aðgerðir virðast bara vera í þágu frystihúsanna sem eru að ásælast þennan afla.“ Guðmundur Ingi sagðist telja að útflutningur á gámafíski frá Vest- mannaeyjum hefði komið mjög vel út þegar á heildina væri litið. „Þetta em árvisst 2—3 vikur á ári sem verðið er lágt, og það ætti að vera hægt að koma í veg fyrir það. Mér fínnst hastarlegt að skera niður um helming út á þetta, þar sem nóg væri að skera bara niður þessar vikur." „Þetta er þriðji túrinn sem við höfum siglt núna f sumar, en undan- farin 2—3 ár höfum við landað í gáma og selt megnið þannig," sagði Guðmundur Ingi. „Ég fæ ekki séð hvemig það á að vera hægt að áætla langt fram í tímann hvemig veiðarnar koma til með að ganga, en auðvitað verður maður að reyna að selja aflann þar sem líkur em á mestu verði fyrir hann hveiju sinni." GÍSLI SIGMARSSON, SKIPSTJÓRI: Það er slæmt hljóð í mönnum „Mér líst nyög illa á þessar að- gerðir og tel að þetta sé ein- göngu gert fyrír fiskvinnslu- stöðvamar," sagði Gísli Sigmars- son skipstjóri á Katrínu. „Ég veit samt ekki hvernig f ósköpun- um stöðvamar ætla að fara að því að vinna þennan viðbótarafla sem kemur, því þær virðast hafa alveg yfirdrifið nóg að gera nú þegar. Það virðist því sjálfgefið að bátamir stoppa.“ Gísli sagðist hafa verið töluvert í útflutningi á físki á síðustu ámm, en í fyrra hefði skipið verið 8 mán- uði í slipp vegna breytinga, og því hefði aflinn á sfðasta ári ekki verið mikill. „Ef miða á við aflamagn í fyrra, þá horfír málið illa hjá okkur ef aðeins má flytja út helming þess sem veitt var þá.“ „Það er verið að taka þessar ákvarðanir núna miðað við óeðlilegt ástand, og það em stöðvamar sem nýta sér það og fara á fullt með áróðurinn. Við fáum hæsta mögu- lega verð fyrir aflann á markaði úti, og f sfðustu viku seldum við til dæmis 3 gáma og verðið fór upp í 82 krónur á meðan það var 40 krón- ur hér heima." Varðandi leyfísumsóknir fyrir útflutning á gámafíski, sagði Gísli, að það hlyti að vera erfítt að segja til um áætlaðan útflutning, þar sem menn vissu aldrei fyrirfram hvað þeir fengju upp úr sjó. „Þétta lítur alls ekki glæsilega út, og þar sem ekkert samráð var haft við okkur hlýtur þessum aðgerðum að verða mótmælt. Það er slæmt hljóð í Gísli Sigmarsson, skipstjóri. mönnum hérna," sagði Gísli Sigm- arsson skipstjóri. GÁMAVINAFÉLAGIÐ: Hefði átt að skammta út- flytjendum ákveðið magn GÁMAVINAFÉLAGIÐ er sam- kvæmt Hagtíðindum 18. stærsta útflutningsfyrírtæki á íslandi. Það er með rúmlega 30 báta frá Vestmannaeyjum í föstum við- skiptum, auk aðkomubáta sem landa í Eyjum. Jóhannes Kríst- insson er framkvæmdastjóri fyr- irtækisins: „Eina skynsamlega stjómunin sem ég tel að komi til greina varð- andi ferskfiskútflutninginn er að skammta hveijum útflytjanda ákveðið magn á viku, því þannig væri hægt að stilla framboðið sam- an hveiju sinni. Það er óframkvæm- anlegt að miða við helming þess Morgunblaðið/KGA Jóhannes Kristinsson, fram- kvæmdastjóri. afla sem hver bátur veiddi í fyrra, því hann gæti fengið það magn sem hann fær að flytja út á þessu þriggja mánaða tfmabilif einum róðri. Hugsanlega gæti líka farið svo að allir bátamir öfluðu það mikið í einu, að þetta kæmi allt saman í einum pakka og það þýddi sprengingu á markaðinum þá vik- una. Síðan yrði allt stopp.“ Jóhannes sagði að fluttir hefðu verið að jafnaði 20—30 gámar á viku á vegum Gámavinafélagsins, og engir „skrautlegir" toppar hefðu myndast. Hann kvað þó verslunar- mannahelgina alltaf hafa verið vandamál, því þá fiskaðist mikið út um allt land og vinnslan hefði ekki undan. „Það hefur verið talað um að verið sé að eyðileggja saltfiskmark- aði á Spáni með ferskfiskútflutn- ingnum, en tölur sýna að 75 pró- sent af því sem selt er í Bretlandi fer á neytendamarkað en ekki í vinnslu. Pundið er líka það sterkt núna að það er ekki til það land í heiminum sem ekki flytur fisk þangað.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.