Morgunblaðið - 05.07.1988, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 05.07.1988, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988 Snyrtivöruverslunin Mirra. Frá vinstri Daguý Helgadóttir sem var með kynningu á Clarins snyrtivörum, Kristbjörg Olsen afgreiðslu- maður og Selma Olsen eigandi Mirru. Eigendaskipti hjá snyrti- vöruversluninni Mirru Eigendaskipti hafa orðið á snyrtivöruversluninni Mirru í Hafnarstræti 17. Ymsar breytingar hafa verið gerðar á versluninni og hefur vöru- úrval verið aukið. Meðal merkja má nefna Jill Sander, Clarins, Mar- ia Calland, Juvena, Monteil, Ellen Betrix, og Astor. Fyrir herra m.a. Boss, Lacoste og Adidas. Einnig er mikið úrval skartgripa, sundbola, slæða og margt fleira. • FAIRGROUND ATTRACTION• BRUCEHORNSBY* THE < CD cr o 5 o o o CD cn c UJ m o z o -Z. c o >- I— □c o LU □c o >• CD cn z □c o o □c LU o tr CL cn LU I— < o oö DC C Q_ CC -< •X. □c o •x. c TVÆR SJÓÐHEITAR SKÍFUR! BEATLES• i— m O -z. > □□ O O O % 3 2 O m MORE DIRTY DANCING MEIRA AF TÓNLIST ÚR ÞESSARISTÓRGÓÐU MYND. INNIHELDUR MEÐAL ANNARS DO YOULOIEME MEÐ THE CONTOURS. ÓSVIKIN GULLALDARTÓNLIST! DARYL HALL & JOHN OATES -00H YEAH! NÝ PLATA FRÁ HALL & OATES. HÚN INNIHELDUR MEÐAL ANNARS SMELLINN EVERYTHING YOUR he'art desires. STÓRKEMMTILEG SUMARSKÍFA. AUK ÞESS FINNUR ÞÚ ÞÚSUNDIR ANNARA TITLA í VERSLUNUM OKKAR VIÐ LAUGAVEG, i KRINGLUNNIog í BORGARTÚNI24. SKÍFAN - EITTHVAÐ FYRIR ALLA S *K* 1 'F’A'N KRINGLUNNI • BORGARTÚNI • LAUGAVEGI X) ~a > CD o 3> —I m C/3 ft x 3 03 > Z 03 • X o —1 X o cz 03 o XI m o X) o > z o 2 C3 • —I X m 03 m > —i i— m 03 • o o o o s: o X3 O < m 2.BRUCEH0RNSBY* MORE DIRTY DANCING • HOTHOUSE* i AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ÁGÚST ÁSGEIRSSON Flugmannaþreyta er vaxandí vandamál Flugmannaþreyta er vandamál, sem flugmenn og vísindamenn í Bandaríkjunum hafa vaxandi áhyggjur af. Algengt er að flugmenn detti útaf í stjórnklefanum og er ástæðan sögð annasöm og erfið úthafsflug þar sem innri klukku líkamans er sífellt raskað. Sérfræð- ingar freista þess að finna leiðir út úr þessum vanda. Þó að flugslys í farþegaflugi verði ekki rekin til flugmannaþreytu, a.m.k. ekki siðustu misseri, óttast flugmenn og visindamenn, að hættan á því að þreyttar flugáhafnir eigi eftir að gera alvarleg mistök aukist með hveijum degi. Stundum eru flugmenn í milli- landaflugi á þeytingi í allt að 10 daga fjarri heimili sínu. Hver flugferð getur tekið 10 klukku- stundir eða jafnvel lengri tíma og þurfa flugmennimir oft að leysa starf sitt af hendi þegar innri klukka líkamans gerir ráð fyrir að þeir eigi að hvílast. Samkvæmt frásögnum flug- manna sjálfra hefur hætta oft skapast í flugi vegna þreytu. Slæptir flugmenn hafa flogið þot- um sínum í öðrum flughæðum en heimilt var, ekki haldið flugstefnu og jafnvel lent án þess að hafa fengið lendingarheimild. Margir flugmenn í alþjóðaflugi hafa látið þá skoðun i ljós að þeir telji sig ófæra um að bregðast rétt við í neyðartilvikum vegna þreytu. Lengra flug á nýrri þotum Með tilkomu nýrra og stöðugt langdrægari flugvéla, svo sem Boeing 747-400, hafa flug án við- komu verið lengd, einkum á út- hafsleiðum. Af þeim sökum þykir brýnna að fínna leið til að draga úr flugmannaþreytu. Einnig vegna þess að þotum með aðeins tvo flugmenn í stjómklefa í stað þriggja manna, hefur fjölgað und- anfarið. Ýmsir sérfræðingar telja meiri hættu á leiða í tveggja manna stjómklefa og að flugmenn sofni. Hingað til hafa flugslys ekki verið rakin til þreytu flugáhafnar. Hins vegar óttast menn í auknum mæli að flugmenn, sem fljúga fram og til baka dögum saman, jafnvel yfír mörg tímabelti í einu, séu orðnir það úrvinda af þreytu að óverulegt vandamál geti leitt til brotlendingar. Sérfræðingar í flugmálum segja að helztu orsakir flugþreytu séu þessar: í fyrsta lagi hafí aukið frelsi í flugi og afnám sérleyfís stóraukið samkeppni flugfélaga, sem meðal annars hafí reynt að halda rekstr- arkostnaði í skefjum með því að leggja auknar kvaðir á flugmenn. Innri klukka líkamans trufluð í öðm lagi séu margir flugmenn jafnvel viku eða lengur á ferðinni á alþjóðaleiðum, þar sem hvert flug tekur langan tíma og flogið er yfír mörg tímabelti. Langflug af þessu tagi raski innri klukku líkama fíugmanna, svokallaðri dægursveiflu, sem veldur því að þeir eiga erfítt með eðlilegan svefn milli flugferða. I þriðja lagi hafí fullkomin sigl- ingatæki og sjálfstýribúnaður í flugvélum létt flugmönnum störf- in þannig að þeir hafí lítið annað fyrir stafni en að fylgjast með mælitækjum. Af því leiði að þreyttum flugmönnum sé hætt við að sofna sökum verkefnaskorts. í fjórða lagi kveði reglur banda- rísku flugmálastjómarinnar og samningar flugmanna aðeins á um viðverutíma flugmanna en ekki hvenær sólarhringsins hann skuli inntur af hendi. Þar sem flogið sé á öllum tímum sólar- hringsins geti því komið upp sú staða í flugi með mörgum milli- lendingum að flugmenn þurfí að framkvæma erfítt aðflug og lenda farkosti sínum heilu og höldnu, útþvældir og þrekaðir eftir langa og annasama ferð. Meira álag með auknum sparnaði „Spamaðarviðhorf í atvinnu- grein sem býr við mikla sam- keppni hafa leitt til gífurlegs vinnuálags í flugi,“ sagði Dr. Martin C. Moore-Ede, prófessor í lífeðlisfræði við Harvard-lækna- skólann og forstöðumaður Instit- ute for Circadian Physiology, samtaka vísindamanna, sem fást við rannsóknir á lífeðlisfræði dæg- ursveiflunnar. „Við höfum rann- sakað flugmenn, setið í aukasæt- inu í flugstjómarklefanum, og komist að því að það er mjög al- gengt að þeir dotti meðan á ferð stendur," sagði hann. Ekki em allir á eitt sáttir um flugmannaþreytuna. Bandaríska flugmálastjómin (FAA) hefur út- af fyrir sig viðurkennt nauðsyn þess að breyta reglum um viðveru og flugtíma í millilandaflugi. Yfír- menn stofnunarinnar segjast hins vegar aldrei hafa heyrt um atvik eða óhöpp þar sem flugmenn, sem hafí sofnað undir stýri, komi við sögu. Strangt til tekið banna regl- ur FAA flugmönnum ekki að sofa meðan á flugi stendur. Þar segir aðeins að þeir verði að vera í ásig- komulagi til og færir um að leysa skyldur sínar af hendi. Yfírmenn FAA segja að flugmaður, sem dotti, sé ekki í ásigkomulagi til að leysa starf sitt af hendi og því sé bannað að sofa undir stýri. Flest flugfélög hafa þó tekið af öll tvímæli og lagt blátt bann við því að flugmenn fái sér dúr, viljandi eða óviljandi, í lofti og segja brot á þeirri reglu vera brottrekstrarsök. Erfítt getur ver- ið að fylgja þessum ákvæðum eft- ir, samanber eftirfarandi: Sofnaði í síðustu ferð „Það er skýr stefna okkar að flugmenn sinni skyldu sinni, með- al annars með því að sofa ekki í flugi," sagði Lawrence Nagin, einn af framkvæmdastjórum bandaríska vöruflugfélagsins Fly- ing Tiger Line, í viðtali við New York Times. Félagið flýgur einnig með hermenn og Ijölskyldur þeirra milli stöðva, samkvæmt samningi við bandaríska vamar- málaráðuneytið. „Við myndum refsa flugmanni, sem yrði uppvís að því að sofa meðan á flugferð stæði," sagði Nagin. Kenneth Kahn, flugstjóri á Boeing-747 þotum Flying Tiger, hafði hins vegar þetta að segja í viðtali við sama blað: „Síðast þeg- ar ég sofnaði undir stýri var í síðustu ferð, en þá fór ég hring í kringum hnöttinn. Maður dottar í um 20 mínútur. Spyr flugmann- inn hvemig hann hafi það og seg- ist hann vera hress kveðst maður ætla að fá sér hænublund. Allir flugmenn félagsins, sem ég þekki, fá sér dúr meðan á ferð stendur.“ Sinnuleysi flugfélaga Samkvæmt upplýsingum Walt- ers Coleman hjá Air Transport Association (ATA), samtökum flugfélaga, í Washington, væm flugfélögin tilbúin til að taka á flugmannaþreytunni ef sýnt væri fram á að um raunverulegt vanda- mál væri að ræða. Af hálfu sam- takanna væri ekki litið svo á að um vandamál væri að ræða. Svo virðist sem um sinnuleysi sé að ræða hjá ATA því sam- kvæmt skýrslum, sem flugmenn hafa gefíð NASA, bandarísku geimvísindastofnunni, kann flug- þreyta að ógna flugöryggi. Stofn- unin vinnur að því að auka öryggi í flugi og til þess að fá sem bezta mynd af ástandi þeirra mála var flugmönnum gefínn kostur á að skýra frá hættulegum atvikum undir nafnleynd. Hafa þeir ekki legið á liði sínu og greina margar skýrslur þeirra frá atburðum, sem rekja má beint til þreytu flug- manna. Heimild: New York Tintes Dæmigerður flugstjórnarklefi i þotum af nýjustu gerð. Tölvu- og rafeindatæknin er notuð til hins ýtrasta og birtast upplýsing- ar um hin ýmsu tæki og kerfi flugvélarinnar á stórum litaskjám. Geta flugmennirnir kallað fram myndir af hinum ýmsu kerfum á skjánum og hefur mæliskífum í klefanum því stórfækkað. Tæknivæðing flugstjórnarklefans hefur hins vegar leitt til þess að flugmenn hafa frekar lítið að gera meðan á flugi stendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.