Morgunblaðið - 05.07.1988, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 05.07.1988, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988 68> Hryssurnarjafnbest- ar pótt fáar væru Stóðhestar með afkvæmum voru tveir talsins sýndir á fjórð- ungsmótinu, þeir Eiðfaxi 958 frá Stykkishólmi sem sýndur var sem einstaklingur á Landsmótinu 1982 þá fimm vetra gamall og Fjölnir 941 frá Sigmundarstöðum sem var sýndur á Kaldármelum 1980 einn- ig fimm vetra gamall. Ekki er laust við að nokkurrar eftirvæntingar hafi gætt um útkomu þessara hesta og þá sérstaklega Eið- faxa sem nú hlaut fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi, 7,94 stig. Um af- kvæmi hans segir dómnefndin meðal annars að gangur sé fjölhæfur með góðum vilja en vanti hinsvegar ljúf- leika og þjálni þegar mikils er kraf- ist. Þá er þess getið að byggingu sé oft ábótavant þó reising sé góð og fætur þurrir og traustir og hófar með besta móti. Af þeim afkvæmum sem þama komu fram mátti sjá að Eiðfaxi gefur myndarleg hross sem fara nokkuð vel í reið þó höfuð- burður sé ekki lýtalaus í sumum til- vikum. Tveir kunnir 1. verðlauna stóðhestar eru til undan Eiðfaxa, þeir Gustur 1003 frá Stykkishólmi og Pá frá Laugarvatni. Fjölnir hlaut önnur verðlaun, 7,86, fyrir afkvæmi og virðist þar síðri hestur á ferðinni sem kynbótagripur. Vantar nokkuð á að reising sé góð, í það minnsta að sjá í reið, á afkvæm- um hans. í umsögn dómnefndar seg- ir að afkvæmin séu lundgóð og tregðulaus og vilji sé þjáll. Þau hafa allan gang og skeiðið oftast prýði- legt. Vert er að minnast á einn hest sem sýndur var með Fjölni en það er Hlekkur frá Sveinatungu sem fékk 8,13 í einkunn og hífði Fjölni nokkuð upp einkunnaskalann. í umsögn kemur fram að Fjölnir sé nothæfur til undaneldis en ekki til framfara í hrossarækt, en hestar sem fá slíka umsögn falla oftast út úr ræktun áður en langt um líður og er ekki ósennilegt að slíkt verði hlutskipti Fjölnis ef haft er í huga mikið úrval stóðhesta sem í boði eru. Hryssur með afkvæmum voru sjö talsins sem nú komu fram og stóð þar hæst gæðingamóðirin Skjóna 5928 frá Lýsudal. Hún var sýnd fyr- ir fjórum árum á sama stað og vermdi þá botnsætið, en með tilkomu gæð- ingsins Fengs sem sigraði í A-flokki gæðinga á mótinu í afkvæmahópinn breyttist dæmið heldur betur auk þess sem hin afkvæmin tvö hafa sjálfsagt bætt sig á þessum fjórum árum. Dómnefnd segir um afkvæmin að þau séu sterkbyggð, grófgerð og ekki fríð. Aðal afkvæmanna sé hins- vegar mikið gangrými og vilji og hreinleiki gangtegundanna. í öðru sæti varð Bára frá Ásum sem gefur stór og myndarleg tölthross sem búa yfir einhveiju skeiði. í þriðja sæti varð svo Svala 4533 frá Skáney, en þessar þijár hryssur hlutu fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi sín. Þess má geta að fjórar hryssur voru sýndar frá hrossaræktarbúinu að Skáney og fer ekki milli mála að þar er ræktun- in stunduð af miklu kappi. Einn góður stóðhestur Af þeim ellefu stóðhestum sem sýndir voru virtist manni sem leik- manni að aðeins þrír þeirra væru til stórra hluta líklegir. Hæst bar Stjama frá Melum sem er reyndar skeiðlaus í það minnsta enn sem komið er og stóð hann efstur af sex vetra hestum. Er það frekar fátítt að skeiðlausir hestar standi í efstu sætum á móti sem þessu og það sem gerir þetta enn merkilegra er að Stjami hlaut fyrstuverðlaunaein- kunn. Fyrir byggingu hlaut hann 8,20 sem er með því hæsta sem ger- ist. Varðandi hæfileikaeinkunn má geta þess að einkunn hans fyrir brokk, 9,0, var síður en svo ofrausn og vildu ýmsir spakir menn meina að hann hefði staðið vel undir ein- kunninni 9,5 og jafnvel 10. Fer ekki milli mála að hér er á ferðinni hestur sem vert er að gefa gaum. Tveir aðrir hestar í þessum aldursflokki hlutu fyrstu verðlaun, þeir bræður Fákur 1006 og Hrafn 1007 frá Eski- holti, og má margt gott um þá segja, en ekki er þó hægt að horfa framhjá stómm galla á þeim báðum sem er lengd fótleggja. Em þeir báðir mjög stuttfættir sem gerir þá kútslega í reið. Báðir em þeir góðum hæfileik- um gæddir sem tæplega dugir þó til að vega upp þann ágalla sem .hér er getið. Þrír hestar vom sýndir í fimm vetra flokki og virðist lítil framtíð í þeim eins og Þorkell Bjamason hrossaræktarráðunautur gat um þegar hann lýsti dómum á sunnudeg- inum. Þrasi frá Nýjabæ stóð efstur og var hann sá eini sem sýndi góð tilþrif á sýningunni en lág einkunn fyrir byggingu virðist gera út um möguleika hans sem stóðhests. Fjórir hestar vom sýndir í flokki fjögurra vetra stóðhesta og sýndu þrír þeirra prýðileg tilþrif eins og tilefni er til hjá hestum á þessum aldri. Mars frá Litla-Bergi var þeirra sprækastur en hinsvegar er hann of smár og hálsstuttur til að sýna þann glæsileik og myndarskap sem kyn- bótahestur þarf til að bera. Þeir Dagur frá Kjamholtum og Litur frá Kletti vom öllu myndarlegri á að líta og em þar á ferðinni hestar sem vert er að sjá til með á næstu ámm. Segja má að Litur beri nafn með Eiðfaxi 985 frá Stykkishólmi hlaut 1. verðlaun fyrir afkvæmi. Stjarni frá Melum vakti hvað mesta athygli kynbótahrossa á mótinu og stóð efstur af stóðhestum 6 vetra og eldri. allar í flokki sex vetra og eldri, hlutu fyrstu verðlaun en óneitanlega hefði það puntað upp á sýninguna ef ein eða tvær fimm vetra hryssur hefðu hnikað sér yfir hin eftirsóttu mörk sem fyrstu verðlaunin em. Eigi að síður var hryssusýningin prýðileg á að líta. Efst af sex vetra hryssum varð Iða 6487 frá Brimilsvöllum með 8,09 en næstar komu þær Brá 6339 frá Skarði og Lokkadís 6337 frá Nýjabæ sem vom óneitanlega af- kastamestu reiðhryssumar ásamt Eiðú 6488 frá Skáney sem hafnaði í fimmta sæti, en hún hlaut 8,3 3r- fyrir hæfileika, sem er hæsta hæfi- leikaeinkunn sem gefin var kyn- bótahrossi á þessu móti. Tvær fyrr- nefndu hryssumar hlutu hinsvegar 8,26. Vin frá Sigmundarstöðum -stóð efst af fimm vetra hryssunum með 7,91 í einkunn en næstar komu þær Lýsa frá Lýsuhóli og Gjöf frá Skán- ey, allt hiyssur sem vafalaust eiga eftir að klífa upp einkunnastigann á næsta ári. Fjögurra vetra hryssumar sýndu ágæt tilþrif þótt ungar væiu og þar stóð efst Fluga frá Vals- hamri, skarpvökur hryssa, í öðm sæti Dama frá Gmndarfirði og þriðja Embla frá Borgamesi. Þorkell Bjamason flutti þau döpm tíðindi á mótinu að hið opinbera væri hætt að greiða eigendum kyn- bótahrossa Styrk vegna þátttöku í sýningum sem þessum og sendi hann yfirvöldum kaldar kveðjur í hátalara- kerfið sem ekki skulu þó hafðar eft- ir hér. Að lokinni sýningu kynbótahrossa sýndu fimm ræktunarbú afrakstur, en það vom hópar frá Ólafi Guð- mundssyni, Litla-Bergi, út af Bliku 5883 frá Vallanesi, Stakhamri, af- komendur Pílu frá Stakkhamri, Sig- mundarstöðum, Nýjabæ og frá^* Skarði hross út af Brúnku 3076, Krossi. V.K. rentu því hann er móvindóttur en fáir stóðhestar hafa sést með slíkan lit og gæti Litur því gert góða hluti í að viðhalda litaíjölbreytni innan íslenska hrossastofnsins ef hann reynist vel að öðm leyti sem kyn- bótahestur. Um stóðhestasýninguna í heild má segja að að skaðlausu hefði hún mátt vera betri. Tæplega er við því að búast að meirihluti þeirra hesta er þama komu fram eigi eftir að marka djúp spor í rækt- unarstarfið og eins líklegt að þeir eigi eftir að komast í kast við klipp- umar sem hrossaræktarráðunautn- um var tíðrætt um í máli sínu. Óvenju fáar hryssur Eins og yfírleitt er á fjórðungsmót- um vom það hryssurnar sem sýndu bestu tilþrifín á kynbótasýningunni þótt þær hafi verið óvenju fáar að þessu sinni. Hafa ber þó í huga þá alkunnu staðreynd að ekki fer alltaf saman magn og gæði. Sex hryssur, Góður árangur hjá vest- firskum unglingum Ármann Armannsson í Skipa- nesi, sem keppti fyrir Hesta- mannafélagið Dreyra á Glampa frá Hofsstaðaseli i Skagafirði, sigraði í eldri flokki unglinga á Fjórðungsmótinu. Hann fékk einkunnina 8,43. Næstur honum var Þorkell Kristinsson frá Bol- ungarvík á Fálka úr Skutulsfirði með 8,29. Þorkell keppti fyrir Hestamannafélagið Storm á Vestfjörðum, en fjórir Storms- félagar voru í átta efstu sætun- um í úrslitakeppninni. Reynir Aðalsteinsson varð efstur í yngri flokki unglinga. Hann keppti fyrir Dreyra á A1 frá Akra- nesi. Reynir var í þriðja sæti eftir undanúrslitin, en röðin breyttist mjög mikið í úrslitakeppninni. Urslitakeppnin fór fram síðdegis á sunnudag, næst á eftir úrslitum í B- flokki gæðinga og áður en úrslit í A-flokki hófust. Höfðu nokkrir mótsgestir á orði við blaða- mann að ef þessu hefði ekki verið raðað á þennan hátt hefðu þeir ekki horft á keppnina. Með þessu móti væri nokkurn veginn tryggt að flestir mótsgestir horfðu á keppnina, hvort sem þeir hefðu áhuga á henni eða ekki. En unglingamir voru flestir mjög vel ríðandi, sérstaklega kepp- endur í eldri flokki, og var reið- mennska þeirra tii fyrirmyndar. Úrslitakeppnin dróst nokkuð á langinn bæði vegna þess að hátal- arakerfíð fór úr sambandi öðru hvoru og eins virtist ekki alltaf vera alveg ljóst hvað unglingamir áttu að gera. Armann Armannsson keppti fyrir Dreyra á hestinum Glampa frá Hofsstaðaseli. Hann sigraði í eldri flokki unglinga.* Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Feðgarnir Aðalsteinn Aðal- steinsson og Reynir fagna sigri þess síðarnefnda i yngri flokki unglinga. <r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.