Morgunblaðið - 05.07.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.07.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988 íslenska járnblendifélagið: Gott rekstrarár framundan UNDANFARIÐ misseri hefur verð á kísiljárni farið hækkandi í heiminum, og rekstur verk- smiðju íslenska jámblendifélags- ins á Grundartanga hefur þar af leiðandi gengið mjög vel allt frá seinni hluta síðasta árs. Að sögn Jóns Sigurðssonar fram- kvæmdastjóra íslenska járn- blendifélagsins er allt útlit fyrir að framhald verði á góðum rekstri verksmiðjunnar að minnsta kosti fram á mitt næsta ár, því enn er ekki séð fyrir end- ann á hækkandi verði kísiljárns. Það er því ljóst að takast mun að vinna upp það tap sem verið hefur á rekstri verksmiðjunnar frá árinu 1984 þegar fjárhagur fyrirtækisins var endurskipu- lagður, en það mun vera um 335 milljónir króna. Framleiðsla verksmiðjunnar á Grundartanga nær því nú að vera á bilinu 68-70 þúsund tonn á ári, og er það um 2 prósent af heimsframleiðsl- unni. Eftirspum eftir kísiljámi er nú meiri en framboð, en margir fram- leiðendur hafa hætt framleiðslu kísiljáms á síðustu ámm, og þá hefur stálframleiðsla í heiminum aukist til muna síðustu misserin. Aukningin er um 12 prósent á milli áranna 1987 og 1988 í hinum vest- ræna heimi i heild, en í Banda- ríkjunum einum er aukningin um 25 prósent. Frá árinu 1974 og fram á árið 1987 hefur ekki verið um að ræða neina aukningu svo heitið geti, en framleiðslan verið á bilinu 700-740 milljónir tonna. Mestur hluti kísiljámsins sem framleitt er í verksmiðjunni á Grundartanga er seldur í gegnum sölukerfi Elkem, en Elkem fram- leiðir kísiljám í verksmiðjum sem em í Bandaríkjunum, Kanada og Noregi. íslenska framleiðslan fer á markað í Bandaríkjunum, Japan og Evrópu, og skiptist hún nokkuð jafnt á þessa markaði. íslenska jámblendifélagið nýtur sama með- alverðs fyrir sína framleiðslu og Elkem-kerfíð í heild sinni, en verð- jöfnun á sér stað að loknu hverju söluári, þannig að engin ein verk- smiðja græðir eða tapar á því hvert Jón Sigurðsson framkvæmda- stjóri íslenska járnblendifélags- ins. framleiðsla hennar er seld hveiju sinni. Vegna fjármagnskostnaðar hinn- ar nýju verksmiðju var verksmiðjan á Gmndartanga framan af með hæsta framleiðslukostnað sem þekktist í sölukerfí Elkem, en nú er svo komið, að framleiðslukostn- aðurinn hjá verksmiðjunni er senni- lega með þeim lægsta sem þekkist, ef undan era skildar verksmiðjur í Brasilíu og Venesúela. Jón _ Sigurðsson framkvæmda- stjóri íslenska jámblendifélagsins sagði í samtali við Morgunblaðið, að ástæður fyrir þeim bata sem orðið hefði í rekstri verksmiðjunnar væm aðallega tvær. í fyrsta lagi hefði ijárhagsleg endurskipulagn- ing verið gerð á fyrirtækinu árið 1984. Þá var hlutaféð aukið og jap- anska fyrirtækið Sumitomo keypti þriðjung eignarhluta Elkem. íslend- ingar eiga nú sem áður 55 prósent hlutafjárins, Elkem á 30 prósent og Sumitomo á 15 prósent. í öðm lagi hefði þróunarstarf sem unnið hefur verið í verksmiðjunni skilað miklum árangri. „Verðlagið á markaðnum ræður auðvitað mestu um afkomuna, en við emm búnir að gjörbreyta þess- ari verksmiðju frá því sem áður var, þannig að hún afkastar nú miklu meira en henni var ætlað í upphafi," sagði Jón. „Sé miðað við upphaflegar ráðagerðir átti 50 þús- und tonna framleiðsla að bera uppi allan fastakostnað í rekstrinum. Afrakstur viðbótarframleiðslunnar er þess vegna mjög góður, þar eð viðbótarkostnaður við þá fram- leiðslu er eingöngu vegna hráefna og orku.“ Að sögn Jóns munu fyrstu 275 milljón krónumar sem kunna að fást í hagnað á þessu ári vera beinn árangur af afkastaaukningunni sem þetta rannsókna- og þróunar- starf hefur leitt til. „Hagstæður samningur við Landsvirkjun um raforkukaup er einnig þáttur í lágum framleiðslu- kostnaði verksmiðjunnar,“ sagði Jón. „Þó verður að hafa það í huga að vemlegur hluti rafmagnsins er ótryggður, þannig að Landsvirkjun getur samkvæmt ákveðnum reglum tekið rafmagnið að hálfu fyrirvara- laust af verksmiðjunni ef þörf kref- ur. Þegar þetta á sér stað verðum við að taka annan ofninn úr sam- bandi. Þetta hefur gerst af og til en þó skamman tíma í senn hin síðari ár. Verksmiðjan á Gmndar- tanga er því ígildi varaaflstöðvar fyrir Landsvirkjun. Vegna þess að hinn almenni markaður Landsvirkj- Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga: Odýr raforka er for- senda framleiðslunnar Bráðið járnblendið er losað úr ofnunum í ker sem flytur það að þeim stað sem það er sett í mót og kælt. Reykhreinsivirkið er mikið mannvirki, og nam kostnaðurinn við uppsetningu þess sjötta hluta byggingarkostnaðar verksmiðjunnar. gSp***— settur í apríl árið 1979 og sá seinni í september árið 1980. Starfsmenn verksmiðjunnar á Gmndartanga em nú 185 talsins, og er unnið þar á vöktum allan sólarhringinn. Á nóttunni em 11 menn á vakt við framleiðsluna, en um helgar nokkm fleiri. Fullkomin rannsóknastofa er starfrækt í verksmiðjunni, en þar fer fram gæðaeftirlit með framleiðslunni auk rannsókna á þeim hráefnum sem notuð era, en mikill munur getur verið á þeim frá einum farmi til annars. Auk þess er í tengslum við rannsóknastofuna unnið að þróunarstarfí varðandi framleiðsl- una. Kjami verksmiðjunnar em raf- bræðsluofnamir sem em tveir. Kísiljámið er framleitt á þann hátt að í ofnunum em kvarts, kol, kox og jámgrýtiskúlur brædd við hita- stig sem er nálægt 2.000 gráðum. Bræðslan verður fyrir tilverknað neista, sem myndast á milli þriggja rafskauta sem em í hvomm ofni, og er raforkunotkunin sem þarf til þess að framleiða eitt tonn af kísil- jámi um það bil 9.000 kílówatt- stundir. Rafskautin brenna stöðugt upp í ofninum, og er þá nýjum hólkum sem smíðaðir em á verk- stæði verksmiðjunnar bætt ofaná, og þeir fylltir með sérstökum tjör- umassa sem bakast og harðnar. Að lokinni bræðslunni er kísil- jámið sett í mót og þar er það kælt með vatnsúða og storknar á fáeinum mínútum. Alger kæling efnisins á sér síðan stað á 15—20 klukkustundum, og þá er það mal- að og sigtað í ákveðnar stærðir samkvæmt óskum hvers kaup- anda. Raforkan er forsenda fram- leiðslu kísiljáms á íslandi, en vegna langra flutningsleiða verður allur hráefniskostnaður mjög hár. Ódýr raforka er því undirstaða reksturs orkufreks iðnaðar af þessu tagi hér á landi. Kísiljámið er notað sem íblönd- unarefni við stálframleiðslu og einnig í jámsteypu. Örlitlu magni af því er blandað út í stálbráðina í þeim tilgangi að hreinsa úr henni óæskilegt súrefni, og er stálfram- stjórnstöðinni er fylgst af nákvæmni með öllum stigum framleiðsl unnar. leiðsla óhugsandi án notkunar er í verksmiðjunni á Gmndart- kísilj árns. anga, og var kostnaðurinn við hann Mjög fullkominn hreinsibúnaður um það bil sjötti hluti byggingar- BYGGING kísiljárnverksmiðj- unnar á Grundartanga var í upphafi ákveðin í beinum tengslum við virkjunarfram- kvæmdir við Sigöldu. í fyrstu var um samvinnu við bandariska fyrirtækið Union Carbide að ræða og var hafist handa við framkvæmdir árið 1974. Ári seinna gekk Union Carbide út úr samstarfinu og lögðust fram- kvæmdir við verksmiðjubygg- inguna þá niður. Árið 1976 var gerður samn- ingur við norska fyrirtækið El- kem, og ári seinna var hafist handa við framkvæmdir á nýjan leik, en verksmiðjan var þá hönnuð að nýju. Fyrri bræðslu- ofn verksmiðjunnar var gang- Jón Steingrímsson verkfræðingur stendur hér við annan af tveimur tönkum sem seiðin eru alin i. Járnblendið stundar æðarrækt NOKKUÐ óvenjulegur hliðar- rekstur er stundaður í verksmiðj- unni á Grundartanga, en þar er um að ræða seiðaeldi og æðar- rækt. Seiðaeldisstöðin hefur ver- ið starfrækt frá 1982, og hefur Laxeldisstöðin í Kollafirði fengið afnot af aðstöðu þessari til rann- sókna, en bæði er um að ræða seiðaeldi í fersku vatni og salt- blönduðu. Æðarrækt hefur verið stunduð á Gmndartanga í tvö ár, og þó í smáum stíl sé, lagði verksmiðjan inn æðardún hjá Sambandinu á síðast- liðnu ári. Þegar komið er að verksmiðjunni vekur athygli mikii skógrækt sem hafín er umhverfís verksmiðjuna, en v;ð hana hafa böm starfsmanna verksmiðjunnar unnið á sumrin. í sumar er starfandi vinnuflokkur nítján ungmenna í þessu verkefni, en þau vinna jafnframt að hreinsun og fegran umhverfís verksmiðjuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.