Morgunblaðið - 05.07.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.07.1988, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988 Reuter Kommúnísk bersöglismál Pólskum kommúnistum hefur stundum verið borinn á brýn sofandaháttur og sagt, að þeir viti ekkert hvað tímanum líður, en nú hafa þeir rekið af sér slyðruorðið. Interpress, útgáfufélag flokksins, hefur gefíð út fyrsta opinbera klámtímaritið í Póllandi og heitir það Seks eins og sjá má á myndinni. Sovétríkin: Drykkjuskapur og tiðar drukknanir Moskvu. Reuter. ALLAJAFNA drukkna 70 baðgestir á dag í Sovétríkjunum vegna drykkjuskapar, fákunnáttu og ónógra öryggisráðstafana. Mátti lesa þetta í Prövdu, málgagni kommúnistaflokksins, í gær. „Á síðustu tveimur áratugum hafa 350.000 manns drukknað í Rússlandi einu,“ sagði í blaðinu og þar kom einnig fram, að í hitun- um síðustu tvær vikur júnímánað- ar hefðu 57 manns drukknað, 11 á opinberum baðströndum borgar- inriar og 46 á öðrum baðstöðum. Þegar hitarnir voru mestir flykktust Moskvubúar þúsundum saman að ánni, sem rennur um borgina, og svöluðu sér og syntu í henni þrátt fyrir oft á tíðum mikla umferð fljótabáta. Sagði í Prövdu, að fjórðungur þeirra, sem drukknuðu, væri undir 16 ára aldri og mætti að sumu leyti rekja það til þess hve lítið væri um sundlaug- ar í landinu. Það er ekki síst drykkjuskapur- ERLENT inn, sem veldur því, að fólk drukknar og nefndi blaðið dæmi um það frá Oka-fljóti, einni þverá Volgu. „Arið 1984 drukknuðu 179 manns í Oka-fljóti og þar af höfðu 116 verið ofurölvi," sagði Pravda og bætti því við, að ári síðar hefði áróðurinn gegn áfenginu haft þau áhrif, að sambærilegar tölur voru 77 og 42. Friðarsamraiigar taldir vera í nánd í Kampútseu-stríðinu Bangkok, Reuter. FULLTRÚAR Sameinuðu þjóðanna og embættismenn frá ríkjum Suðaustur-Asíubandalagsins, ASEAN, vinna nú að gerð tillagna um frið í Kampútseu. Að sögn sljómarerindreka víða í Asíu eru friðar- horfur mjög vænlegar. Utanríkisráðherrar ASEAN hófu 21. fund sinn í gær í Bangkok í Thailandi og gáfu þá út yfirlýsingu þar sem segir að viðbrögð víetnömsku stjómarinnar við nýlegum indónesísk- um friðarumleitunum myndu leiða í ljós hvort Víetnamar vildu í raun frið. Forsætisráðherra Thailands, F*rem Tinsulanonda, var bjartsýnn er hann setti fund ráðherranna í gær. „Eg er vongóður um að raunhæf lausn á Kampútseu-vandamálinu sé í nánd. Viðræðugrundvöllur allra hagsmunaaðiia virðist nú vera fyrir hendi," sagði forsætisráðherrann. Hann sagði að í friðarsamningum yrðu að vera ákvæði um algeran brottflutning víetnamskra heija frá Kampútseu, sættir milli Ieppstjóm- ar Víetnama í höfuðborg Kamp- útseu, Pnom Penh, annars vegar og skæruliða, sem eru hliðhollir Norodom Sihanouk prins og beijast gegn Víetnömum, hins vegar. Halda yrði kosningar og landið yrði að vera hlutlaust. Tinsulanonda sagði tillögur Shi- anouks um alþjóðlegar friðar- gæslusveitir athyglisverðar og rett væri að aðalritari SÞ, Javier Perez de Cuellar, tæki fullan þátt í friða- rumleitununum. Þau ríki, sem aðild eiga að ASE- AN, em Brunei, Indónesía, Mal- asía, Filippseyjar, Thailand og Sin- gapore. Útanríkisráðherramir hvöttu í gær Víetnama og stríðandi fylkingar í Kampútseu til að nota áætlaðan óformlegan viðræðufund stríðsaðilanna í Indónesíu í júlí til að leggja drög að friðarsamning- um. Víetnam réðst inn í Kampútseu árið 1978 og var markmiðið sagt að steypa ógnarstjóm Pols Pots og Rauðu Khmeranna, eins og her- menn hans em nefndir. Kínveijar studdu og styðja enn Pol Pot sem hefur stundað skæmhemað gegn Víetnömum með stuðningi Kínveija. Sovétmenn styðja Víet- nama og hefur hemám Víetnama í Kampútseu lengi verið einn heisti þröskuldurinn í vegi bættrar sarn- búðar Kínveija og Sovétmanna. Á föstudag í síðustu viku hvöttu Kínveijar til þess að öllum vopna- viðskiptum yrði hætt í Kampútseu eftir að Víetnamar hafa dregið her sinn á brott en alls er talið að þeir hafí nú um 120 þúsund manna lið í landinu. Þeir hafa lofað að síðustu hermenn þeirra yfírgefi landið 1990. Stjómarerindrekar líta á yfírlýsingu Kínveija sem tákn þess að þeir vilji ekki að Pol Pot taki aftur öll völd í Kampútseu. Enda þótt riki Suðaustur-Asíu væni Víetnama um útþenslustefnu og vilji þá á brott frá Kampútseu, þykir þeim ekki fysilegt að Pol Pot nái aftur völdum í landinu. Afstaða Bandaríkjanna" og annarra vest- rænna ríkja er svipuð. Shianouk prins hefur lagt til að mynduð verði samsteypustjóm í Kampútseu með þátttöku Pols Pots og leppstjómarinnar í Pnom Penh. Skilmálar mögulegs friðarsam- komulags á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa ekki verið birtir enn sem komið er. Eftirlits- nefndir á ferð og flugi Stutt^art, Salt Lake City. Reuter. SOVESK eftirlitsnefnd kom í gær til bækistöðvar bandaríska f Iughersins i Rhein-Main skammt frá Frankfurt í Vestur-Þýska- landi og skoðaði þar eldflauga- skotpalla. Á sama tima er bandarísk eftirlitsnefnd stödd i Sovétríkjunum. Er þetta gagn- kvæma eftirlit í samræmi við ákvæði samnings stórveldanna um meðaldrægu eldflaugarnar. Samningurinn um meðaldrægu eldflaugarnar var undirritaður í heimsókn Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétleiðtoga til Washington í des- ember sl. og var skipst á staðfest- ingarskjölum á fundinum í Moskvu. Samkvæmt samningnum eiga stór- veldin að uppræta á þremur árum allar meðaldrægar eldflaugar á landi en þá er átt við eldflaugar, sem unnt er að skjóta 500 til 5.500 km vegalengd. Auk sovésku eftirlitsnefndarinn- ar í Vestur-Þýskalandi eru fímm aðrar staddar í Bandaríkjunum en nú þegar hafa 26 eldflaúgastöðvar Bandaríkjamanna heima og heiman verið opnaðar eftirlitsmönnum og 126 í'Sovétríkjunum. Noregur og Sovétríkin: Þorskkvóti skorinn niður um fimmtung Ósló, frá Rune Timberlid, fréttaritara MorgTinblaðsins. NORSKIR sjómenn munu tapa fimm til sex hundruð milljónum norskra króna (35 til 42 millj. ísl. kr.) vegna samninga sem norsk stjómvöld hafa gert við Sovétríkin um minnkun þorsk- kvóta í Barentshafi. Ríkin tvö sömdu um að minnka þorskveið- ar um 22% á þessu ári. Með samningum milli Norð- manna og Sovétmanna minnkar þorskveiðikvóti Norðmanna úr 320.000 tonnum í 250.000 tonn. Minnkun kvótans kemur illa niður á frystihúsum. Sjómenn á smærri bátum verða einnig illa úti vegna kvótalækkunarinnar. Veiðar hafa ekki gengið vel og aðeins er búið að veiða 70.000 tonn af þorski til þessa, sem er talsvert minna en venjulega. Vorvertíðin brást vegna lítillar fískigengdar og ágangs sela. Norska sjómannasambandið hef- ur lýst yfir miklum áhyggjum vegna þessarar ákvörðunar og ætl- ar að gera tillögur um á hvem hátt verði brugðist við. Bretland: Heilbrlgðiskerfið 40 ára St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frimannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. JOHN Moore heilbrigðisráðherra lýsti yfir því á fundi í gær, í tilefni af 40 ára afmæli heilbrigðiskerfisins í Bretlandi i dag, að hann væri algerlega fylgjandi því, að heilbrigðisþjónusta væri öllum ókeypis eins og verið hefði. Leiðtogar Verkamannaflokks- ins efndu til fundar siðastliðinn sunnudag og lögðu áherslu á fjárskort heilbrigðisþjónustunnar. Áliti þessarar þjónustu hefur hrakað á siðustu þremur áratugum. Heilbrigðiskerfíð hefur frá upp- völd fyrir langa biðlista á sjúkra- hafi verið helsta máttarstoðin í breska velferðarríkinu, og fyrir 40 árum var ákveðið að heilbrigð- isþjónusta yrði öllum ókeypis. John Moore hefur verið einn öflugasti stuðningsmaður einka- væðingar ríkisstjómarinnar og hann hefur haft uppi áætlanir um róttækar breytingar á heilbrigðis- þjónustunni. Hann hefur stundum gefið í skyn, að hann vildi innleiða greiðslur fyrir þjónustu. Moore sagði í ræðu sinni í Que- en Elizabeth Hall, þar sem saman vom komnir um 900 starfsmenn úr heilbrigðisstéttum, að heil- brigðiskerfíð veitti góða þjónustu. Of miklum tíma væri varið til að ræða vandamálin í stað þess að skoða verkin. Biðlistar hafastyst Mikið hefur verið deilt á stjóm- húsum eftir aðgerðum, sem em jafnvel lífsnauðsynlegar. Biðlistar em mislangir eftir hémðum, en tekist hefur að stytta þá mjög verulega á síðustu ámm. Ráð- herrann nefndi Coventry sem dæmi, þar sem tekist hefur að minnka fjölda þeirra, sem þurfa að bíða lengur en ár eftir aðgerð, úr rúmlega 3500 í 500 manns. Hann telur einnig, að breska ríkis- rekna heilbrigðiskerfíð veiti betri þjónustu en það bandaríska, sem er í einkaeign. Breska kerfíð geti líka gert mun betur en nú er að óbreyttu skipulagi. Mælt með auknum fjárveitingnm Innan ríkisstjómarinnar situr nefnd, undir forsæti Margaretar Thatcher forsætisráðherra, sem vinnur að endurskoðun heilbrigð- isþjónustunnar. John Moore, sem á sæti í nefndinni, minntist ekki á starf nefndarinnar í ræðu sinni. Verkamannaflokkurinn hélt sérstakan fund á sunnudag til að vekja athygli á vanda heilbrigðis- þjónustunnar. Neil Kinnock, leið- togi flokksins, sakaði stjóm íhaldsflokksins um að halda heil- brigðisþjónustunni í fjársvelti og grafa undan henni með öllum ráð- um. Heilbrigðisnefnd neðri deildar þingsins lagði til við stjómvöld í gær, að tæpum tveimur milljörð- um punda yrði varið til heilbrigðis- þjónustunnar á þessu og næsta ári til viðbótar því fé, sem þegar væri áætlað. íhaldsmenn eru í meirihluta í nefndinni. í gær birtist í dagblaðinu The Daily Telegraph könnun á við- horfum almennings til heilbrigðis- þjónustunnar. 59% segja þjón- ustuna góða, 33% segja hana slæma, en 8% svöruðu ekki. Árið 1956 var gerð sams konar könn- un. Þá sögðu 89%, að heilbrigðis- þjónustan væri góð, 10% að hún væri slæm, en 1% svaraði ekki. Áliti þessarar þjónustu hefur því hrakað á síðastliðnum 32 ámm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.