Morgunblaðið - 05.07.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.07.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988 Utflutmngsráð Islands: Vigdís heiðursgestur á Islandskynningum í Frankfurt og Hamborg VEGLEGAR íslandskynningar verða haldnar í Frankfurt og Hamborg í tengslum við opin- bera heimsókn forseta íslands til Þýskalands, sem hófst 3. júlí. Útflutningsráð íslands stendur að þessum kynningum fyrir hönd fjölmargra islenskra fyrir- tækja sem eiga viðskipti við Þýskaland. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, verður heiðursgestur í hádegisverðar- boðum sem haldin verða í báðum borgunum, en þangað hafa íslensku fyrirtækin boðið helstu viðskiptavinum sinum. Morgunblaðið/Árni Sæberg. Ragnar Halldórsson stjórnarformaður ÍSAL heilsar dr. Jóhannesi Nordal við upphaf viðræðnanna í - gær. Edward Notter Alusuisse og J.G.D. van der Ros Alumined Beheer fylgjast með. Hagkvæmmskönnun um nýtt álver var samþykkt Allir aðilar bjartsýnir á að nýtt álver verði byggt UNDIRRITAÐ hefur verið sérstakt samkomulag milli iðnaðarráð- herra fyrir hönd íslenska ríkisins og fjögurra evrópskra álfyrir- tækja um sameiginlega hagkvæmnisathugun fyrir nýtt 90.000— 110.000 tonna álver við Straumsvík. Evrópsku fyrirtækin eru Alum- ined Beheer í Hollandi, Austria Metall í Austurriki, Grángers Alum- inium í Svíþjóð og Alusuisse í Sviss. Samkvæmt samkomulaginu hefur verið gengið frá stofnun sameiginlegrar verkefnisstjómar til að annast undirbúning málsins. Samhliða þessu munu framan- greindir aðilar vinna að samstarfs- samningum um hið nýja fyrirtæki. Stefnt er að því að þessari undir- búningsvinnu verði lokið fyrrihluta næsta árs þannig að unnt verði að taka endanlega ákvörðun um byggingu álversins næsta vor. Verði sú ákvörðun jákvæð mun áiverið taka til starfa 1992. „Ég er ánægður með að þessi áfangi hefur náðst. Það má segja að hann marki upphaf alvöruvið- ræðna. Með því að leggja fram þá fjármuni sem þarf í þessa hag- kvæmniskönnun, sýna þessi fjögur fyrirtæki í verki að þeim er full alvara að stefna að því marki að byggja hér nýtt álver," segir Frið- rik Sophusson iðnaðarráðherra um niðurstöðu álviðræðufundarins í Reylg'avík. „Við verðum að vísu að gera okkur grein fyrir því að hér er aðeins um hagkvæmniskönnun að ræða, að vísu byggða á forathugun sem við létum gera. Við höfum svo aftur aðgang að öllum upplýsing- um í málinu og það er fullur vilji allra hlutaðeigandi að láta hlutina ganga eins hratt og mögulegt er.“ Friðrik gat þess að mikið verk sé enn fyrir höndum, eftir eigi að semja um atriði eins og raforku- verð, skattgreiðslur og fleira, en hann sagðist bjartsýnn á að dæm- ið gengi upp. Mikilvægur áfangi „Ég er mjög ánægður með þessa niðurstöðu og tel hana mikilvægan áfanga í málinu," segir dr. Jóhann- es Nordal, en hann var í forystu íslensku viðræðunefndarinnar. „Þessi fyrirtæki hefðu ekki gert þetta samkomulag og hefðu ekki lagt út í þann kostnað sem er af hagkvæmniskönnun nema þeir hefðu verulegan áhuga á málinu." Dr. Jóhannes Nordal sagði að þeir teldu þetta góða samstarfsað- ila, allt væru þetta traust fyrir- tæki, sem hygðust nota framleiðsl- una sjálf, en spákaupmennska lægi ekki að baki áhuga þeirra. „Okkur virðist að þeirra sam- band innbyrðis sé gott og því vænt- um við góðs af þessu samstarfi," sagði dr. Jóhannes. í máli hans kom einnig fram að eignaraðild fyrirtækjanna í nýja álverinu yrði jöfn, hvert með 25% hlut ef ekkert óvænt kæmi upp. Aðspurður um hvort hann sæi nokkra erfiðleika framundan í þessu máli sagði dr. Jóhannes að tvennt væri eftir sem ráðið gæti úrslitum. Annarsvegar það hve vel hagkvæmniskönnunin kæmi út og hinsvegar að eftir væri að semja um ýmsa hluti og nefndi hann sem dæmi sömu atriðin og iðnaðarráð- herra, raforkuverð og skattgreiðsl- ur. Mjög jákvæðar viðræður Edward Notter forstjóri Alu- suisse sagði að viðræðurnar í Reykjavík hefðu verið mjög já- kvæðar og uppbyggjandi. Hann sagðist bjartsýnn á að hagkvæmn- iskönnun kæmi vel út. „Þetta verkefni á jafn mikla eða meiri möguleika að ná fram að ganga og nokkurt annað á sama vettvangi í heiminum í dag,“ sagði Edward Notter. „Þetta er vissulega mjög traust tækifæri fyrir okkur.“ Aðspurður um hvort hann sæi fram á nokkrar verulegar hindran- ir í framtíðinni, sagði Notter svo ekki vera. „Við eigum að vísu eft- ir að ganga frá hlutum eins og raforkusamningum og okkar bíður mikið af lögfræðilegum verkefn- um. Auk þess þurfum við að kanna nánar vinnuaflsmarkaðinn hér, en hin mikla þensla á honum og eftir- spum umfram framboð kann að skapa erfiðlefka. Eg er hins vegar viss um að lausn fæst á þessum má.lum,“ segir Notter. í máli hans kom fram að við álver af þeirri stærðargráðu sem rætt er um þurfi á milli 300 og 400 manns til starfa. Raforkuverðá svipuðum nótum „Við höfum nú náð samkomu- lagi um framhald þessa máls og í mínum augum lítur dæmið vel út. Við vonumst til að geta komið þessu í verk,“ sagði Per Olof Aron- son forstjóri Grángers Aluminium. Aðspurður um hvort eitthvað væri farið að ræða um hugsanlegt raforkuverð til hins fyrirhugaða álvers sagði Per Olof Aronson að íslenska viðræðunefndin hefði upp- lýst þá um hvers þeir megi vænta. „Við væntum þess að raforkuverð- ið verði sanngjamt og byggt upp á svipuðum nótum og það er til ÍSAL. Segja má að þetta atriði hafi myndað grunninn að áhuga okkar," sagði hann. „Það er mikil- vægt að við getum náð samkomu- lagi um þetta og virðist sem svo geti orðið.“ Per Olof sagði að nokkrir frek- ari fundir milli aðila væru áformað- ir í náinni framtíð. Búið væri að skipuleggja það starf og fljótlega tækju undimefndir aðila til starfa. Þeir sem ræddust við í gær hittast aftur í september. „Tel að af þessu verði“ J.G.D. van der Ros aðstoðarfor- stjóri Alumined Beheer sagði að þótt hagkvæmniskönnunin skæri endanlega úr um hvort af bygg- ingu hins nýja álvers yrði teldi hann að það myndi rísa og raunar sagðist hann telja að átt hefði að byija á þessu verki fyrr. „Það á að vísu eftir að semja um ótal hluti en ég sé engar vem- legar hindranir í vegi þessarar framkvæmdar. Hefðu þær verið til staðar hefðum við ekki skrifað undir þetta samkomulag," sagði van der Ros. Hann ræddi einnig um vinnuaflsmarkaðinn hér og þensluna á honum sem er óþekkt fyrirbrigði í flestum öðmm Evr- ópulöndum. Til dæmis er atvinnu- leysi í Hollandi nú um 10%. „ísland er tiltölulega lítill vinnumarkaður og því verðum við að kynna okkur náið hvemig hann er uppbyggður," sagði hann. „Ánægður fyrir hönd Austria Metall“ „Ég get ekki verið annað en mjög ánægður fyrir hönd Austria Metall með þessa niðurstöðu af viðræðunum," sagði Friedrich Stachel sérstakur fulltrúi Austria Metall í áhættuverkefnum. „Við höfðum vonast eftir jákvæðri nið- urstöðu af viðræðunum því ísland er einn af áhugaverðari möguleik- um sem við emm að skoða nú hvað varðar framtíð fyrirtækisins. Við verðum að loka álveri okkar í Ranshofen eftir Ijögur ár þar sem það er orðið úrelt.“ Stachel sagði að evrópsk fyrir- tæki á sviði hráálsframleiðslu yrðu í auknum mæli að leita út fyrir álfuna með framleiðslu sína þar sem orku til hennar væri ekki leng- ur að fínna á heimaslóðum. Hann sagði að íslendingar ættu þakkir skildar fyrir að gefa þeim mögu- leika á að taka þátt í þessu starfí sem nú er hafíð og hann sagðist vona að það bæri þann ávöxt sem að er stefnt. í Frankfurt verður haldið boð á Hótel Intercontinental og í Ham- borg á Hótel Atlantic. A báðum stöðum verða sendiherra íslands í Bonn og Útflutningsráð íslands, fyrir hönd hagsmunaaðila, gest- gjafar. í boði er íslenskur matur og matreiðslu annast þeir Hilmar B. Jónsson í Frankfurt og Gísli Thoroddsen í Hamborg. Þar verður jafnframt tískusýning á ullarvör- um frá Álafossi hf. en í Frankfurt verður sýning á litskyggnum frá íslandi í gangi allan tímann. Gest- um verður afhent kynningarefni með upplýsingum um ísland og íslensk fyrirtæki. Reikna má með að í Hamborg verði það einkum viðskiptavinir íslenskra útflutningsfyrirtækja sem sækja hádegisverðinn, en í Frankfurt fólk úr ferðaiðnaði og fjármálalífínu. Góðar undirtektir hafa verið meðal boðsgesta og er búist við allt að 200 gestum á hvorum stað. Jafnframt verður lögð áhersla á kynningu í þýskum fjölmiðlum og í því skyni hefur Utflutningsráð fengið til liðs þýskt almannatengslafyrirtæki, sem að- stoðar við að koma á framfæri efni um ísland og útflutning á íslenskum vörum og þjónustu. (Fréttatilkynningf) INNLENT Morgunblaðið/Þorkell Samgönguráðherra, Matthías Á. Mathiesen, afhendir Örlygi Hálf- dánarsyni, forstjóra Arnar og Örlygs, Fjölmiðlabikar Ferðamálaráðs en Kjartan Lárusson, formaður ráðsins, fylgist með. Ferðamálaráð: •• •• Orn og Orlygnr fá Fj ölmiðlabikarinn Bókaútgáfan Örn og Örlygur hlaut f gær Fjölmiðlabikar Ferðamálaráðs, sem nú er veittur í sjötta sinn fyrir framúrskar- andi umfjöllun um ferðamál. Matthías Á. Mathiesen, sam- gönguráðherra, afhenti Örlygi Hálfdánarsyni, forstjóra Amar og Örlygs, Fjölmiðlabikarinn og sagði löngu tímabært að útgáfan hlyti viðurkenningu fyrir framlag sitt til ferðamála. I ávarpi Kjartans Lárus- sonar, formanns Ferðamálaráðs, kom fram hve mikilvægt væri að ferðamál fengju góða umíjöllun og bikarinn væri meðal annars hvatn- ing til þess. Kjartan Lárusson sagði að Örn og Örlygur hlytu bikarinn fyrir ára- langa útgáfu handbóka fyrir ferða- menn og ýmissa bóka annarra sem ferðamálum tengjast. Nefndi hann meðal annars bækur um Þingvelli og Mývatn, fuglabók og plöntubók, Ferðabók Eggerts og Bjama að ógleymdu Landinu þínu. Jafnframt Vegahandbókina, en fimmtu útgáfu hennar er nú dreift um land allt. Bókin er fáanleg á þremur tungu- málum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.