Morgunblaðið - 05.07.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.07.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988 29 unar hefur vaxið minna en ráð var fyrir gert, hefur rekstur verksmiðj- unnar verið mjög tryggur undanfar- in ár.“ Framleiðsla verksmiðjunnar á síðasta ári var um 60 þúsund tonn, og var afkoman þá mun betri en hún hafði verið árið áður. Tap á rekstrinum var þó um 115 milljónir króna, en það var innan við helm- ingur þess taps sem varð á rekstrin- um árið 1986 í raunverðmæti talið. A síðasta ári voru greidd niður lán með eigin aflafé verksmiðjunnar upp á 60-70 milljónir króna, en á þessu ári verða allar afborganir ásamt vöxtum greiddar að fullu, og jafnframt er greiðsluafgangur fyrirsjáanlegur. Nú er verulega far- ið að ganga á langtímaskuldir verk- smiðjunnar, og á næstu árum verð- ur meginhluti þeirra greiddur upp. Alls munu um 260 milljónir af langtímaskuldunum verða greiddar niður á þessu ári. Heildarvelta fyrir- tækisins er áætluð nokkuð á þriðja milljarð á árinu, og lætur nærri að það verði um 3,5 prósent af heildar- útflutningnum hér á landi. „Stefna okkar er sú að það verði ekki tap á rekstri verksmiðjunnar þó verðið á kísiljárni sveiflist aftur niður í framtíðinni," sagði Jón Sig- urðsson framkvæmdastjóri íslenska jámblendifélagsins að lokum. Texti: Hallur Þorsteinsson Myndir: Árni Sæberg Hér er verið að loka úrtaksgati á öðrum bræðsluofninum. kostnaðar verksmiðjunnar. Reykur sem myndast við kísiljámfram- leiðsluna er leiddur í gegnum þenn- an hreinsibúnað, og í honum eru föst efni skilin úr reyknum, en gastegundunum er hleypt í gegn. Magn kísilryksins sem myndast við framleiðsluna er ákveðinn mæli- kvarði á það hve vel reksturinn gengur, en því minna ryk sem myndast, þeim mun betri er rekst- ur rafbræðsluofnanna. Kísilrykið sem skilið er úr reykn- um hefur verið notað í Sements- verksmiðjunni á Akranesi, en þar er því blandað saman við sement. Með því fæst sement sem eyðir alkalívirkni. Áður en farið var að nota kísilrykið í Sementsverksmiðj- unni var því hent, en nú er verið að afla markaða fyrir það erlendis, og á síðasta ári var hafin sala á því til Japans og Bretlands, en þangað voru seld rúmlega 2.000 tonn. í samvinnu við_ Sementsverk- smiðjuna hefur Islenska járn- blendifélagið rekið fyrirtækið Sér- steypuna sf. á Akranesi, en þar hefur verið unnið að þróun vöru með meira kísilrykinnihaldi en er í venjulegu sementi. Kaupmannahöfn: Hlífar Mar í Jónshúsi HÉR í félagsheimilinu er nú sýn- ing á ljósmyndum, sem ungur áhugaljósmyndari, Hlífar Már Snæbjörnsson frá Þiljuvöllum í Berufirði, hefur tekið. Nefnir hann sýninguna Náttúru íslands og eru flestar litmyndirnar tekn- ar af fögru landslagi Austur- lands, en svart-hvítar myndir af höfuðborgarsvæðinu. Hlífar Már, sem er fæddur 1955, hefur stundað nám við myndlistar- deild Myndlistar- og handíðaskóla íslands og vinnur nú við smíðar og listmálun í Reykjavík. Þetta er fyrsta sýningin, sem hann heldur, og eru allar myndirnar til sölu. Myndir Hlífars eru listrænar og mjög eigulegar í einfaldleik sínum. — G.L.Ásg. Ein af ljósmyndum Hlífars Más á sýningunni í Jónshúsi. Morgunblaðið/Guðrún L. Ásgeirsdóttir SYKURLAUÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.