Morgunblaðið - 05.07.1988, Síða 29

Morgunblaðið - 05.07.1988, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988 29 unar hefur vaxið minna en ráð var fyrir gert, hefur rekstur verksmiðj- unnar verið mjög tryggur undanfar- in ár.“ Framleiðsla verksmiðjunnar á síðasta ári var um 60 þúsund tonn, og var afkoman þá mun betri en hún hafði verið árið áður. Tap á rekstrinum var þó um 115 milljónir króna, en það var innan við helm- ingur þess taps sem varð á rekstrin- um árið 1986 í raunverðmæti talið. A síðasta ári voru greidd niður lán með eigin aflafé verksmiðjunnar upp á 60-70 milljónir króna, en á þessu ári verða allar afborganir ásamt vöxtum greiddar að fullu, og jafnframt er greiðsluafgangur fyrirsjáanlegur. Nú er verulega far- ið að ganga á langtímaskuldir verk- smiðjunnar, og á næstu árum verð- ur meginhluti þeirra greiddur upp. Alls munu um 260 milljónir af langtímaskuldunum verða greiddar niður á þessu ári. Heildarvelta fyrir- tækisins er áætluð nokkuð á þriðja milljarð á árinu, og lætur nærri að það verði um 3,5 prósent af heildar- útflutningnum hér á landi. „Stefna okkar er sú að það verði ekki tap á rekstri verksmiðjunnar þó verðið á kísiljárni sveiflist aftur niður í framtíðinni," sagði Jón Sig- urðsson framkvæmdastjóri íslenska jámblendifélagsins að lokum. Texti: Hallur Þorsteinsson Myndir: Árni Sæberg Hér er verið að loka úrtaksgati á öðrum bræðsluofninum. kostnaðar verksmiðjunnar. Reykur sem myndast við kísiljámfram- leiðsluna er leiddur í gegnum þenn- an hreinsibúnað, og í honum eru föst efni skilin úr reyknum, en gastegundunum er hleypt í gegn. Magn kísilryksins sem myndast við framleiðsluna er ákveðinn mæli- kvarði á það hve vel reksturinn gengur, en því minna ryk sem myndast, þeim mun betri er rekst- ur rafbræðsluofnanna. Kísilrykið sem skilið er úr reykn- um hefur verið notað í Sements- verksmiðjunni á Akranesi, en þar er því blandað saman við sement. Með því fæst sement sem eyðir alkalívirkni. Áður en farið var að nota kísilrykið í Sementsverksmiðj- unni var því hent, en nú er verið að afla markaða fyrir það erlendis, og á síðasta ári var hafin sala á því til Japans og Bretlands, en þangað voru seld rúmlega 2.000 tonn. í samvinnu við_ Sementsverk- smiðjuna hefur Islenska járn- blendifélagið rekið fyrirtækið Sér- steypuna sf. á Akranesi, en þar hefur verið unnið að þróun vöru með meira kísilrykinnihaldi en er í venjulegu sementi. Kaupmannahöfn: Hlífar Mar í Jónshúsi HÉR í félagsheimilinu er nú sýn- ing á ljósmyndum, sem ungur áhugaljósmyndari, Hlífar Már Snæbjörnsson frá Þiljuvöllum í Berufirði, hefur tekið. Nefnir hann sýninguna Náttúru íslands og eru flestar litmyndirnar tekn- ar af fögru landslagi Austur- lands, en svart-hvítar myndir af höfuðborgarsvæðinu. Hlífar Már, sem er fæddur 1955, hefur stundað nám við myndlistar- deild Myndlistar- og handíðaskóla íslands og vinnur nú við smíðar og listmálun í Reykjavík. Þetta er fyrsta sýningin, sem hann heldur, og eru allar myndirnar til sölu. Myndir Hlífars eru listrænar og mjög eigulegar í einfaldleik sínum. — G.L.Ásg. Ein af ljósmyndum Hlífars Más á sýningunni í Jónshúsi. Morgunblaðið/Guðrún L. Ásgeirsdóttir SYKURLAUÍ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.