Morgunblaðið - 14.07.1988, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.07.1988, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1988 5 Karfa! í laugnnum má iðka fleiri íþróttir en sund. Þessi ungi maður reyndi skotfimi sína af kappi á meðan aðrir sundlaugargestir syntu eða sleiktu sólina. Mendingar leita að jarðhita í Djibouti Einar Hrafnkell Harðarson við mælingar. Hassan Houmed, frá „orku- stofnun" Djibouti, fylgist með. ÍSLENSKIR vísindamenn sem unnið hafa að jarðhitarannsókn- um í Djibouti í Norðaustur Afríku á vegum Sameinuðu þjóð- anna, eru nú komnir heirn eftir fimm vikna dvöl. Verkefni þeirra fólst í jarðeðlisfræðilegum mæl- ingum til að leita að jarðhita sem Djibouti-menn hyggjast nýta til raforkuframleiðslu. ■ Morgun- blaðið hafði samband við Knút Arnason, eðlisfræðing, en hann er einn þeirra þriggja sem unnu við rannsóknirnar. Tildrög þessa verkefnis voru að Kristján Sæmundsson, jarðfræðing- ur, fór til Djibouti að beiðni Samein- uðu þjóðanna og lagði hann til að gerðar yrðu viðnámsmælingar til að leita að jarðhita. Að sögn Knúts urðu íslensku vísindamennimir fyrir valinu vegna þess að aðstæður á jarðhitasvæðum í Djibouti em svip- aðar og á íslandi, þ.e. spmngubelti með eldvirkni. „Venjulega em viðnámsmæling- ar gerðar með því að senda raf- straum beint í gegnum jarðveginn, en þar sem hann er mjög sendinn, eins og á eyðimerkursvæðum, eða hér á Islandi, höfum við notað að- ferðir sem em auðveldari viðureign- ar við þannig aðstæður. Þá er beitt svokölluðum svipulum rafsegul- straumi (transcient electric magnet- ism). Lykkja er lögð á jörðina, um 300 m á kant, og síðan er staumur séndur í vírinn sem myndar þá seg- ulsvið. Straumurinn er síðan rofínn og segulsviðið deyr út, en með því að mæla hversu hratt það gerist er hægt að finna út viðnámið í jörð- inni.“ Að sögn Knúts em jarðhitarann- sóknir í Djibouti kostaðar af Sam- einuðu þjóðunum og Alþjóðabank- anum, en rannsóknir íslendinganna vom borgaðar af Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna. Djibouti- menn hafa til þessa framleitt raf- magn með olíu en vilja nú nýta þann jarðhita sem til er í landinu til raforkuframleiðslu. Þeir sem fóm til Djibouti ásamt Knúti vom Grímur Björnsson jarð- eðlisfræðingur og Einar Hrafnkell Harðarson rafmagnsverkfræðing- ur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.