Morgunblaðið - 14.07.1988, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1988
5
Karfa!
í laugnnum má iðka fleiri íþróttir en sund. Þessi ungi maður
reyndi skotfimi sína af kappi á meðan aðrir sundlaugargestir
syntu eða sleiktu sólina.
Mendingar leita að
jarðhita í Djibouti
Einar Hrafnkell Harðarson við mælingar. Hassan Houmed, frá „orku-
stofnun" Djibouti, fylgist með.
ÍSLENSKIR vísindamenn sem
unnið hafa að jarðhitarannsókn-
um í Djibouti í Norðaustur
Afríku á vegum Sameinuðu þjóð-
anna, eru nú komnir heirn eftir
fimm vikna dvöl. Verkefni þeirra
fólst í jarðeðlisfræðilegum mæl-
ingum til að leita að jarðhita sem
Djibouti-menn hyggjast nýta til
raforkuframleiðslu. ■ Morgun-
blaðið hafði samband við Knút
Arnason, eðlisfræðing, en hann
er einn þeirra þriggja sem unnu
við rannsóknirnar.
Tildrög þessa verkefnis voru að
Kristján Sæmundsson, jarðfræðing-
ur, fór til Djibouti að beiðni Samein-
uðu þjóðanna og lagði hann til að
gerðar yrðu viðnámsmælingar til
að leita að jarðhita. Að sögn Knúts
urðu íslensku vísindamennimir fyrir
valinu vegna þess að aðstæður á
jarðhitasvæðum í Djibouti em svip-
aðar og á íslandi, þ.e. spmngubelti
með eldvirkni.
„Venjulega em viðnámsmæling-
ar gerðar með því að senda raf-
straum beint í gegnum jarðveginn,
en þar sem hann er mjög sendinn,
eins og á eyðimerkursvæðum, eða
hér á Islandi, höfum við notað að-
ferðir sem em auðveldari viðureign-
ar við þannig aðstæður. Þá er beitt
svokölluðum svipulum rafsegul-
straumi (transcient electric magnet-
ism). Lykkja er lögð á jörðina, um
300 m á kant, og síðan er staumur
séndur í vírinn sem myndar þá seg-
ulsvið. Straumurinn er síðan rofínn
og segulsviðið deyr út, en með því
að mæla hversu hratt það gerist
er hægt að finna út viðnámið í jörð-
inni.“
Að sögn Knúts em jarðhitarann-
sóknir í Djibouti kostaðar af Sam-
einuðu þjóðunum og Alþjóðabank-
anum, en rannsóknir íslendinganna
vom borgaðar af Þróunarstofnun
Sameinuðu þjóðanna. Djibouti-
menn hafa til þessa framleitt raf-
magn með olíu en vilja nú nýta
þann jarðhita sem til er í landinu
til raforkuframleiðslu.
Þeir sem fóm til Djibouti ásamt
Knúti vom Grímur Björnsson jarð-
eðlisfræðingur og Einar Hrafnkell
Harðarson rafmagnsverkfræðing-
ur.