Morgunblaðið - 14.07.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.07.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐÍ ttMMTUDAÖUR 14. JÚLÍ 1988 7 Gosdrykkjastríðið: Engínn tekur mark á Verðlagsstofnun lengur - segir Ragnar Birgisson „VERÐLAGSSTOFNUN þarf að taka sig á. Það er ekki nóg að hóta aðgerðum en fylgja svo engu eftir. Þess vegna tekur enginn mark á Verðlagsstofnun lengur,“ sagði Ragnar Birgisson, forstjóri Sanitas, þegar borin voru undir hann ummæli Georgs Ólafssonar, verðlagsstjóra, í Morgunblaðinu i gær. Þar sagði hann að sumar gosdrykkjaverk- smiðjurnar væru vísar að því að selja mönnum vöru á röngum forsendum og lævíslegar söluað- ferðir notaðar, sem btjóti í bága við viss ákvæði verðlagslaga. Þar vísar hann til þess að neytendum hefur gefist kostur á því að safna flipum af dósum, töppum af flöskum eða taka þátt í öðrum leikjum gegn viðurkenningum eða verðlaunum ýmis konar, frá fótboltum til bíla. Verðlagsstjóri sagði að ef ekki yrði lát á þessu yrði málið sent viðeigandi dóms- stólum. Hvorki Vífilfell né Sanit- as telja sig bijóta í bága við lög með verðlauna- eða viðurkenn- ingaleikjum sínum og Pétur Björnsson, forstjóri Vífilfells sagði að þeir hefðu enga athuga- semd fengið frá Verðla^sstofnun vegna leiks, sem þeir eru með í gangi núna. „Sú ákvörðun var tekin fyrir mörgum árum að ef við færum ein- Þórshöfn í Færeyjum: Hafnaryfir- völd kaupa björgunar- netið Markús Hafnarstjórnin í Þórshöfn í Færeyjum hefur ákveðið að kaupa björgunarnetið Markús og setja upp við höfnina. Ákvörðun þessi er tekin í kjölfar óhapps fyrir nokkrum dögum er tveir farþegar af Norrönu féllu í sjó- inn við komu skipsins til Þórs- hafnar. Erfiðlega gekk að ná þeim upp vegna skorts á þar til gerðum búnaði. í frásögn færeyska Dagblaðsins í síðustu viku kemur fram, að eng- ir stigar eru á hafnarkantinum og er haft eftir Knúti Björk, formanni „Tórshavnar Bjargingarfelags" að mjög sé til vansa að engir stigar skuli vera þama. Vegna þess geti fólk, sem fellur í sjóinn, engan veg- inn bjargað sér sjálft nema með því að synda yfir á Þinganes. Hakar og björgunarhringir væru góðra gjalda verðir, en þá þyrfti einhver að vera uppi á bryggjunni til að ná fólkinu upp. Hafnarstjórinn Pauli Hansen, segir í samtali við Dagblaðið að auðvitað hefði verið bezt að hafa stiga á hafnarkantinum, en svo væri ekki og líklega ekki hægt að koma þeim fyrir. Því yrði gripið til þess ráðs að kaupa björgunarnetið Markús og það sett upp í inngangin- um að hafnarskrifstofunum. Það kostaði um 6.000 færeyskar krónur (um 40.000 íslenzkar) og væri því of dýrt til að setja upp á mörgum stöðum á bryggjunni. í nýrri reglugerð um öryggis- búnað skipa, er skylda að hafa Markúsarnetið um borð í nýsmíðuð- um stærri skipum og innan þriggja ára verða öll skip yfir ákveðinni stærð að hafa það um borð. hvem tíma að nota dósir undir gos- drykkjaframleiðslu okkar þá yrði jafnframt rekinn öflugur áróður fyrir landhreinsun. Leikurinn, sem við emm með í gangi núna, í sam- vinnu við Bylgjuna og Stöð 2 geng- ur einmitt út á það,“ sagði Lýður Á. Friðjónsson, fjármálastjóri Vífil- fells, í samtali við Morgunblaðið. „Við höfum engar athugasemdir fengið frá Verðlagsstofnun vegna þessa leiks nema í gegnum fjöl- miðla enda er þetta fyrst og fremst hugsað sem hvati til þess að íslend- ingar gangi betur- um landið.“ Ragnar Birgisson sagði að þeirra leikur væri fyrst og fremst mark- aðskönnun, þannig að þeir gætu fylgst með hversu lengi gosdrykk- irnir stoppuðu í hillum verslana, þar sem geymsluþol væri mismunandi eftir umbúðum og þeir vildu ekki selja gamla vöm. „Við vomm ekki fyrstir til þess að fara út í leiki sem þessa. Sól byijaði á því að veita bíl í verðlaun í tengslum við Trópí og seinna peningaverðlaun fyrir að finna milljónustu dósina af Sólgosi. Síðan var Vífilfell með sambærileg- an leik í desember og við gátum ekki setið aðgerðalausir. Verðlags- stofnun óskaði eftir lögfræðilegri greinargerð frá okkur, sem við höf- um skilað, en svar hefur ekki borist frá stofnuninni enn. Að okkar mati brýtur þessi leikur okkar ekki í bága við lög,“ sagði Ragnar. Lýður sagði að leikir eða sam- keppni af þessu tagi væri ekki ein- skorðuð við gosdrykkjaiðnaðinn. „Þetta þekkist í fjölmörgum þjón- ustugreinum og vafalaust er ekki alltaf farið eftir verðlagslögum. Útvarpsstöðvamar gefa fólki til dæmis kost á að hringja inn á ákveðnum tímum og ákveðnum fjölda hlustenda er veitt verðlaun. Einnig er algengt að bjóða auka hamborgara frían ef einn er keypt- ur og svo framvegis og mér er ekki kunnugt um að athugasemdir hafi verið gerðar við það,“ sagði hann. mmmt FARSIMINN ER HEIMSÞEKKTUR FYRIR VANDAÐAN TÆKNIBUNAÐ OG SKYRAN HLJOM □ Sérstaklega hannaður til að þola □ Sérhannaður fyrir framtíðar- hnjask □ 100 númera minni □ Hægt að nota tvö símtól á sama tæki án aukabúnaðar □ Meðfærilegur og nettur □ Tveggja ára ábyrgð möguleika á tengingu við telefax og fotofax □ Viðurkennd viðgerðaþjónusta Staðgreiðsluverð frá kr. 111.321 (Stofngjald til Pósts og síma kr. 9.125)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.