Morgunblaðið - 14.07.1988, Page 7

Morgunblaðið - 14.07.1988, Page 7
MORGUNBLAÐIÐÍ ttMMTUDAÖUR 14. JÚLÍ 1988 7 Gosdrykkjastríðið: Engínn tekur mark á Verðlagsstofnun lengur - segir Ragnar Birgisson „VERÐLAGSSTOFNUN þarf að taka sig á. Það er ekki nóg að hóta aðgerðum en fylgja svo engu eftir. Þess vegna tekur enginn mark á Verðlagsstofnun lengur,“ sagði Ragnar Birgisson, forstjóri Sanitas, þegar borin voru undir hann ummæli Georgs Ólafssonar, verðlagsstjóra, í Morgunblaðinu i gær. Þar sagði hann að sumar gosdrykkjaverk- smiðjurnar væru vísar að því að selja mönnum vöru á röngum forsendum og lævíslegar söluað- ferðir notaðar, sem btjóti í bága við viss ákvæði verðlagslaga. Þar vísar hann til þess að neytendum hefur gefist kostur á því að safna flipum af dósum, töppum af flöskum eða taka þátt í öðrum leikjum gegn viðurkenningum eða verðlaunum ýmis konar, frá fótboltum til bíla. Verðlagsstjóri sagði að ef ekki yrði lát á þessu yrði málið sent viðeigandi dóms- stólum. Hvorki Vífilfell né Sanit- as telja sig bijóta í bága við lög með verðlauna- eða viðurkenn- ingaleikjum sínum og Pétur Björnsson, forstjóri Vífilfells sagði að þeir hefðu enga athuga- semd fengið frá Verðla^sstofnun vegna leiks, sem þeir eru með í gangi núna. „Sú ákvörðun var tekin fyrir mörgum árum að ef við færum ein- Þórshöfn í Færeyjum: Hafnaryfir- völd kaupa björgunar- netið Markús Hafnarstjórnin í Þórshöfn í Færeyjum hefur ákveðið að kaupa björgunarnetið Markús og setja upp við höfnina. Ákvörðun þessi er tekin í kjölfar óhapps fyrir nokkrum dögum er tveir farþegar af Norrönu féllu í sjó- inn við komu skipsins til Þórs- hafnar. Erfiðlega gekk að ná þeim upp vegna skorts á þar til gerðum búnaði. í frásögn færeyska Dagblaðsins í síðustu viku kemur fram, að eng- ir stigar eru á hafnarkantinum og er haft eftir Knúti Björk, formanni „Tórshavnar Bjargingarfelags" að mjög sé til vansa að engir stigar skuli vera þama. Vegna þess geti fólk, sem fellur í sjóinn, engan veg- inn bjargað sér sjálft nema með því að synda yfir á Þinganes. Hakar og björgunarhringir væru góðra gjalda verðir, en þá þyrfti einhver að vera uppi á bryggjunni til að ná fólkinu upp. Hafnarstjórinn Pauli Hansen, segir í samtali við Dagblaðið að auðvitað hefði verið bezt að hafa stiga á hafnarkantinum, en svo væri ekki og líklega ekki hægt að koma þeim fyrir. Því yrði gripið til þess ráðs að kaupa björgunarnetið Markús og það sett upp í inngangin- um að hafnarskrifstofunum. Það kostaði um 6.000 færeyskar krónur (um 40.000 íslenzkar) og væri því of dýrt til að setja upp á mörgum stöðum á bryggjunni. í nýrri reglugerð um öryggis- búnað skipa, er skylda að hafa Markúsarnetið um borð í nýsmíðuð- um stærri skipum og innan þriggja ára verða öll skip yfir ákveðinni stærð að hafa það um borð. hvem tíma að nota dósir undir gos- drykkjaframleiðslu okkar þá yrði jafnframt rekinn öflugur áróður fyrir landhreinsun. Leikurinn, sem við emm með í gangi núna, í sam- vinnu við Bylgjuna og Stöð 2 geng- ur einmitt út á það,“ sagði Lýður Á. Friðjónsson, fjármálastjóri Vífil- fells, í samtali við Morgunblaðið. „Við höfum engar athugasemdir fengið frá Verðlagsstofnun vegna þessa leiks nema í gegnum fjöl- miðla enda er þetta fyrst og fremst hugsað sem hvati til þess að íslend- ingar gangi betur- um landið.“ Ragnar Birgisson sagði að þeirra leikur væri fyrst og fremst mark- aðskönnun, þannig að þeir gætu fylgst með hversu lengi gosdrykk- irnir stoppuðu í hillum verslana, þar sem geymsluþol væri mismunandi eftir umbúðum og þeir vildu ekki selja gamla vöm. „Við vomm ekki fyrstir til þess að fara út í leiki sem þessa. Sól byijaði á því að veita bíl í verðlaun í tengslum við Trópí og seinna peningaverðlaun fyrir að finna milljónustu dósina af Sólgosi. Síðan var Vífilfell með sambærileg- an leik í desember og við gátum ekki setið aðgerðalausir. Verðlags- stofnun óskaði eftir lögfræðilegri greinargerð frá okkur, sem við höf- um skilað, en svar hefur ekki borist frá stofnuninni enn. Að okkar mati brýtur þessi leikur okkar ekki í bága við lög,“ sagði Ragnar. Lýður sagði að leikir eða sam- keppni af þessu tagi væri ekki ein- skorðuð við gosdrykkjaiðnaðinn. „Þetta þekkist í fjölmörgum þjón- ustugreinum og vafalaust er ekki alltaf farið eftir verðlagslögum. Útvarpsstöðvamar gefa fólki til dæmis kost á að hringja inn á ákveðnum tímum og ákveðnum fjölda hlustenda er veitt verðlaun. Einnig er algengt að bjóða auka hamborgara frían ef einn er keypt- ur og svo framvegis og mér er ekki kunnugt um að athugasemdir hafi verið gerðar við það,“ sagði hann. mmmt FARSIMINN ER HEIMSÞEKKTUR FYRIR VANDAÐAN TÆKNIBUNAÐ OG SKYRAN HLJOM □ Sérstaklega hannaður til að þola □ Sérhannaður fyrir framtíðar- hnjask □ 100 númera minni □ Hægt að nota tvö símtól á sama tæki án aukabúnaðar □ Meðfærilegur og nettur □ Tveggja ára ábyrgð möguleika á tengingu við telefax og fotofax □ Viðurkennd viðgerðaþjónusta Staðgreiðsluverð frá kr. 111.321 (Stofngjald til Pósts og síma kr. 9.125)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.