Morgunblaðið - 14.07.1988, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 14.07.1988, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1988 Listi yfir launatekjur NBA-leikmanna birtur í fyrsta skipti: Pétur Guðmundsson með 7y4 milljónir á ári P r* H I »í?* U? Veiði, bflar, hreysti og þáttur um hesta. Auglýsingar í íþróttablaðið þurfa að hafa borist auglýsingadeild fyrir kl. 16.00. á föstudögum. - blað allra landsmanna Helgi Hálf danarson: Frá Kínverjum til Grikkja Að gefnu tilefni gat ég þess nýlega í blaði, hvaða skilning ég teldi eðlilegast að leggja í orðtakið fræga: „Þeir deyja ung- ir, sem guðirnir elska.“ Þargerði ég ráð fyrir því, að þeir sem á annað borð vitnuðu í þennan talshátt í eftirmælum, hefðu það í huga, að svo mikla ást legðu guðimir á suma unga menn, að þeir vildu forða þeim frá því mæðusama lífi sem einatt tæki við af yndislegu skeiði æskunn- ar. Það mun talið líklegast, að gríska skáldið Menander hafi hleypt orðtaki þessu af stokkun- um þrem öldum fyrir upphaf vors tímatals. Og ég gat um dæmi þess, að allar götur síðan hefðu merk skáld skilið þessi orð á þennan sama veg. Nú hefur dr. Gunnlaugur Þórðarson bent á nýja hlið á þessu máli með smáathugasemd í Morgunblaðinu, 8.þ.m. Hann kveðst hafa skilið orðtakið svo í æsku, „að maður þyrfti að deyja ungur til þess að vera elsk- ur guðunum". Þetta er að vísu öllu dapurlegra viðhorf en að deyja ungur vegna þess að guð- imir elski mann; enda þótti Gunnlaugi kenningin hörð, þar til hann fékk að vita, að orð- takið væri komið alla leið austan frá Kína, þar sem það hefði ver- ið „þekkt allt frá tímum Konfús- íusar“ og væri rétt á þessa leið: „Guðimir elska þá sem deyja ungir í anda.“ Ekki kann ég að fjalla um þennan gang mála. En fyrir honum hefur dr. Gunnlaugur ekki lakari heimild en föður sinn, hinn kunna merkismann Þórð lækni Sveinsson, svo enginn vafi þykir mér á þessu leika. En Þórður læknir bætir því við, að þetta hafi „ekki borist nema að hálfu leyti frá Kína til Evrópu" og hér skiptir það öllu máli. Hér vestra virðist orðtakið aldrei hafa verið almennt þekkt í annarri mynd en þeirri, sem menn hafa eignað Fom-Grikkj- um og að eðlilegum hætti skilið svo sem ég gat í upphafi. Má þá einu gilda hvernig það er undir komið. En frásögn Gunn- laugs Þórðarsonar er jafn-fróð- leg fyrir því. Sú fræðigrein, sem fæst við að bera saman og rekja saman hugmyndir manna eða orðfæri, einkum í bókmenntum, er ekki síður viðsjál en skemmtileg, svo sem kunnugt er. Kínverski spek- ingurinn Kong-Fú-Tse, sem út úr latínu-staglinu hér vestur frá hlaut nafnið Konfúsíus, var uppi svo sem tveim öldum fyrr en Grikkinn Menander. Orðtakið góða gat því haft nægan tíma til að skríða á fjórum fótum frá Kína til Hellasar og glopra niður ýmsu úr farteski sínu á þeirri leið. Svo er ekki heldur loku fyrir það skotið, að hugmynd, sem hvarvetna gæti virzt þó nokkuð áleitin, hefði ráðrúm til að forma sig á svipaðan hátt á svo sem tveim stöðum á gjör- vallri gorkúlunni, ekki sízt ef hún hafði aldir til umráða í því skyni, svo ekki sé minnzt á tvær skyldar hugmyndir fremur en eina og sömu hugsun. Kannski kannast einhverjir við þá hlálegu lífsreynslu að segja eitthvað „frá eigin brjósti", sem þeir hafa einhvern tíma les- ið en síðan gleymt hvemig var til komið, og láta sér svo bregða í brún þegar heimildina ber síðar fyrir augu í annað sinn. Einhvem tíma var ég að dást að því á prenti, hve fagurlega tilteknu skáldi hefði tekizt upp við að þýða frægt skáldverk. A stöku stað þótti mér þó sem nákvæmni merkingar hefði all- mjög þokað fyrir glæsilegum til- þrifum þýðandans. Um það komst ég svo að orði: „Oft gætir þess að vísu skemmtilega, að hann var sjálfur of mikið skáld til að sitja lengi hlutlaus hjá, of óstýrilátur í and- anum til að geta gengið fram í þeirri auðmýkt þjónustunnar, sem góðum þýðanda er æðst dyggða.“ (Arbók Þingeyinga III-) ~ Nokkru síðar var ég að blaða í enskri ritgerð, þar sem rætt var um bókmenntaverk, sem mikils háttar skáld hafði þýtt. Þar segir svo: „But poets tend to impose their own characteristic or ha- bitual styles on whatever they touch. Perhaps, being poets themselves, they have not quite enough of humility required to become mere media of trans- mission." (Shakespeare World- wide VIII.) Þegar ég sá þetta, varð mér ónotalega við. Augljóst var, að þetta hafði ég einhvem tíma les- ið, og síðan hafði því skotið upp í kollinum, þegar sá lestur var gleymdur, en þankaglóran hafði átt leið um sömu slóðir. En þá rak ég augun í það, að klausa mín hafði álpazt á þrykk all- mörgum árum fyrr en sú enska, svo að smitun, sem annars hefði þótt alveg ótvíræð, var óhugs- andi. Nú dettur mér í hug, að líku máli kunni að gegna um orð- tökin, það kínverska og það gríska, að þau muni vera hvort öðm óháð, þó lík séu. Það kann að eiga nokkuð víða við, sem Tómas segir um hjörtu mann- anna. Að svo mæltu þakka ég dr. Gunnlaugi fyrir góða athuga- semd. Ultra Pampers 4 STÆRÐIR Nýju Ultra Pampers varðveita heilbrigði barnshúðarinnar. AÐEINS ÞAÐ BESTA FYRIR BARNIÐ! Einkaumboð: //#.%•« íslensk ///// Ameríska Bylting í bleiuframleiðslu Sérstakt rakadrægt hleypiefni blandast þvaginu og myndar hlaup í lokuðum kjarna bleiunnar. Skaðleg bleytan er lokið inni, kemst ekki aftur að húð barnsins. Niðjamót á Barðaströnd Barðaströnd. HALDIÐ var niðjamót á Barða- strönd helgina 1,—3. júlí. Saman voru komnir afkomendur þeirra Jónínu Ólafsdóttur og Þorgríms Ólafssonar frá Ytri-Miðhlíð ásamt mökum. Jónina hefði orðið 104 ára en Þorgrímur 112 ára á árinu. Um 140 manns voru á mótinu þegar mest var, en alls eru afkom- endur og makar um 200. Margt var sér til gamans gert og má þar nefna kvöldvöku sem haldin var á laugar- dagskvöldið í félagsheimilinu Birki- mel. Rifjaðar voru upp gamlar minningar og skemmti fólk sér langt fram eftir nóttu. Veður var hið ákjósanlegasta, sól og hiti alla helgina. _ c t i> ÁTAKÍLANDGRÆÐSLU LAUGAVEG1120,105 REYKJAVÍK SlMI: (91) 29711 Hlaupareikningur 251200 Búnaðarbankinn Hellu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.