Morgunblaðið - 14.07.1988, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1988
21
Morgunblaðið/Ingiberg J. Hannesson
Stíflumannvirki við ósa Staðarhólsár og Hvolsár og gildrubúnaður
hafbeitarstöðvarinnar.
Suður-Afríkusamtökin - gegn apartheid
Útihátíð á Miklatúni
SUNNUDAGINN 17. júlí efna
Suður-Afríkusamtökin - gegn
apartheid til útihátíðar á Mikla-
túni í Reykjavík undir yfir-
skriftinni: Frelsum Mandela sjö-
tugan. íslenskir skemmtikraft-
ar koma fram, sýndar verða
myndir frá Suður-Afríku og um
ævi Nelson Mandela.
Tilefni hátíðarinnar er að 18.
júlí n.k. verður Nelson Mandela
sjötugur, en hann hefur setið í
fangelsi í rúm 26 ár ævi sinnar.
Vegna þessa hafa samtök gegn
aðskilnaðarstefnu víða um heim
staðið fyrir uppákomum til að
freista þess að fá Mandela lausan.
Utihátíðin hefst á sunnudaginn
klukkan 13 með blandaðri dag-
skrá. Fram koma Bjartmar Guð-
laugsson, Laddi og Sveinbjörn
Beinteinsson, auk þess sem brúðu-
leikhús verður á staðnum. Klukk-
an 14.30 sama dag hefst „Rokk
gegn apartheid" þar sem íslenskir
tónlistarmenn munu kveða sér
hljóðs. Meðal þeirra sem fram
koma eru Sykurmolamir, _ Megas,
Bubbi Morthens, Egill Ólafsson
og Síðan skein sól.
Allur ágóði af hátíðinni mun
renna til aðstoðar börnum og ungl-
ingum í Suður-Afríku sem fangel-
suð og pyntuð hafa verið af suður-
afrískum stjórnvöldum.
(Úr fréttatilkynningu)
Mikil laxagengd hjá
Dalalax í Saurbæ
Saurbœ, Dalasýslu.
SÍÐUSTU dagar hafa verið
líflegir í hafbeitarstöð Dalalax i
Saurbænum. Gengnir eru rúm-
lega 200 laxar á fyrstu dögum
júlímánaðar, og er það óvenju
mikil laxagengd svo snemma
sumars, en venjulega hefur lax-
inn gengið mun síðar. Þetta eru
fleiri laxar en komu í allt fyrra
sumar, og byijunin Iofar því
góðu, en í fyrra var sleppt hér
20 þúsund sjógönguseiðum. Er
sýnilegt, að hafbeitin lofar góð-
um heimtum ef fram heldur sem
horfir.
Stangveiðin í Hvolsá og Staðar-
hólsá hefur farið vel af stað og
fyrstu þijá dagana veiddust um
tuttugu laxar. Þannig er málum
háttað hér, að laxinn, sem kemur
í hafbeitarstöðina, er fluttur upp í
ámar og kunna veiðimenn vel að
meta þessa aðferð og eru hinir
ánægðustu. Þeir vita hversu mikill
fiskur er í ánum á hveijum tíma
og er þá galdurinn að finna hann
og fá hann til að taka. Þessi aðferð
hefur mælst vel fyrir og er án efa
árangursrík, bæði með tilliti til
þeirra markmiða, sem hafbeitar-
menn hafa sett sér og ekki síður
með hagsmuni stangaveiðimanna
fyrir augum.
- IJH
Sauðárkróki:
SjáJfstæð-
iskonur í
gróður-
setningu
Saud&rkróki.
KONUR úr Sjálfstæðiskvennafé-
lagi Sauðárkróks tóku sig til og
gróðursettu á annað hundrað
tijáplöntur í Grænuklauf, ofan
íþróttasvæðis bæjarins, nú fyrir
skömmu.
Grænaklaufin var sérstaklega
hér áður fyrr notuð til útisamkomu-
halds, þó á síðari árum hafi oftar
verið brugðið á það ráð að halda
skemmtanir á íþróttavellinum, þeg-
ar mikið hefur staðið til, svo sem
17. júní eða á viðlíka hátíðisdögum.
Oft hefUr þó viljað brenna við,
ef veðurfar hefur ekki verið því
betra, að kalsamt hefur orðið á
íþróttasvæðinu svo færri hafa lagt
leið sína J)angað en ella á slíkum
dögum. Ymsir hafa Viljað endur-
vekja þann sið að halda útiskemmt-
anir í Grænuklaufinni, en þar er
skjólgott fyrir norðanáttinni, og
kominn þó nokkur gróður, og er
þetta framtak þeirra sjálfstæðis-
kvenna þáttur í þeim áformum.
Gróðursettar voru 120 lerki- og
40 birkiplöntur undir umsjón Pálma
Sighvatssonar, sem hefur umsjón
með þeim svæðum í bænum sem
tilheyra íþrótta- og útivistarmálum.
BB
LEEDfl
Veiðihúsið Arsel er í landi Hvíta-
dals í Saurbæ. Þar una veiðimenn
sér vel ásamt fjölskyldum sínum.
MERKI UM GÓÐAN ÚTBÚNAÐ
/ ■ .'•*»%* ■im FLUGUHJÓL
\ • }
" * '*/
Fást í nœstu sportvöruverslun.
Skutlan er eins og sniðin fyrir nútímafólk. Hún er
sparneytin, 5 manna og sérlega léttog lipurí um-
ferðinni. Skutlan er flutt inn af Bílaborg h/f. Það
tryggir 1. flokks þjónustu, sem er rómuð af öllum
sem til þekkja.
* LANCIA SKUTLA kostar kr. 356 þús.kr. stgr.
Útborgun kr. 89.000 eftirstöðvar greiðast á 30
mánuðum, kr. 11.251 pr. mánuð að viðbættum
verðbótum. Kostnaður við ryðvörn og skráningu
Mátt þú sjá af
369 krónum
á dag?*
Ef svo er þá getur þú eignast
splunkunýja LANCIA SKUTLU!
Opið laugardaga frá kl. 1 - 5.