Morgunblaðið - 14.07.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.07.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1988 Morgunblaðið KGA Leikstjórinn Nils Gaup, fyrir miðju ásamt framleiðandanum John M. Jacobsen og Helga Skúla- syni. Mynd þeirra Leiðsögumaðurinn hefur slegið aðsóknarmet í Noregi. Myndin Leiðsögumaðurinn frumsýnd: Fyrsta frumsýning utan Noregs SAMÍSKA kvikmyndin Leiðsögumaðurinn verður frumsýnd í Regnboganum í kvöld og er þetta fyrsta frumsýning myndarinn- ar utan Noregs. Myndin var tilnefnd til Óskarsverðlaun í ár og hefur verið seld til flestra landa i heiminum. Með eitt aðalhlutverkana í myndinni fer Helgi Skúlason. Myndin fjallar um tilraunir ungs Sama til að bjarga sér og sínum frá ættflokki villimanna en Helgi fer með hlutverk foringja þessara villimanna. Leikstjóri myndarinnar Nils Gaup er staddur hérlendis í tilefni af frumsýningunni ásamt fram- leiðandanum John M. Jacobsen. Myndin byggir á þúsund ára gam- alli þjóðsögu og segir Nils Gaup að ætlunin með mjmd þessari hafi fyrst og fremst verið að segja góða sögu. Nils er sjálfur Sami en þetta mun vera fyrsta kvik- myndin sem hann gerir. Hann er lærður sem leikari og hefur áður sett upp þijú sviðsverk og stjómað gerð nokkurra sjónvarpsþátta. Mynd þessi hefur slegið öll að- sóknarmet í Noregi frá því að hún var tekin þar til sýninga fyrir nokkru. Menntamálaráðherra: Hugsanlega kos- ið um skólastjóra Kosningar eru afturf ör, segir Ragn- ar Júlíusson formaður Fræðsluráðs ÞORBJÖRN Broddason, fulltrúi Alþýðubandalagsins í Fræðsluráði Reykjavíkur hefur lagt fram tillögu um að foreldrar, fastir starfs- menn og nemendaráð skólanna kjósi skólastjóra í grunnskólum og framhaldsskólum borgarinnar og þá til nokkurra ára í senn. Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra, telur vel koma til greina að taka upp kosningu en Ragnar Júlíusson formaður fræðsluráðs segir kosningu vera afturför. Ráðherra setti dósent sem deildin taldi óhæfan Birgir í. Gunnarsson ber málið saman við skipun Hannesar H. Gissurarsonar GYLFI Þ. Gíslason, þáverandi menntamálaráðherra, setti Árna Böðvarsson dósent í málv- ísindum við Háskóla íslands 30. október 1968. Hafði deildar- fundur þó samþykkt þá umsögn þriggja málfræðinga að Árni væri ekki hæfur_ til að gegna stöðunni. Birgir ísleifur Gunn- arsson menntamálaráðherra tel- ur að hér sé um algjörlega sam- bærilegt atvik að ræða við það er hann skipaði dr. Hannes Hólmstein Gissurarson lektor í stjórnmálafræði eftir að dóm- nefnd í félagsvísindadeild komst að þeirri niðurstöðu að Hannes væri aðeins hæfur „að hluta“. Dr. Gylfi er þessu ósammála eins og fram kemur í blaðinu í dag. Upphaf málsins er að dr. Gylfi ritaði rektor Háskólans bréf og til- kynnti að ráðuneytið hefði ákveðið að stofna dósentsembætti í al- mennum málvísindum og hljóð- fræði. Hlutverk dósentsins var að kenna þessar greinar til forprófs sem kennari í hlutastarfí hafði annast undanfarin þrjú ár. Sama dag var embættið auglýst með viku umsóknarfresti. Ein umsókn barst, frá Áma Böðvarssyni cand. mag sem þá var fastur kennari við Menntaskólann við Hamrahlíð. Ráðherra sendir umsóknina til heimspekideildar. Segir hann í brefí að þar sem hann hyggist ekki skipa í embættið heldur setja í það sé ekki þörf á að skipa dóm- nefnd um hæfí umsækjanda. Það sýni fordæmi Háskólans. Heimspekideild svarar erindinu að fjórum dögnm liðnum. Ekki er minnst á dómnefnd heldur sagt að deildin hafí samkvæmt beiðni leit- að til þriggja málfræðinga_ um umsögn vegna umsóknar Áma. Niðurstaða þeirra er að hann sé ekki hæfur til starfsins. Deildin samþykkir þessa umsögn með sex samhljóða atkvæðum. Daginn eftir setur ráðherra Áma í dósentsstöðuna og lætur í ljósi mikla undmn yfír því að hann hafí ekki verið talinn hæfur. Seg- ist ráðherra líta málið svo alvarlég- um augum að taka verði ákvæði háskólareglugerðar um störf dóm- nefndar vegna dósentsembætta til athugunar. „Ég tel vel koma til greina að kjósa skólastjóra í almennum lýð- ræðislegum kosningum og vil gjam- an skoða hvort þær ættu ekki að vera víðtækari með þátttöku allra íbúa í viðkomandi hverfí," sagði Birgir ísleifur Gunnarsson. „Það má segja að foreldramir hafi ekki einir hagsmuna að gæta auk þess sem þeir breytast þegar nýir koma í staðinn en ég vil alls ekki útiloka þann möguleika." Birgir sagði að engar hugmyndir hefðu komið fram til þessa um breytt fyrirkomulag og yrði eflaust að semja við kennarasamtökin ef til þess kæmi. „En ég sá að Félag skólastjóra og yfírkennara virtist mjög áhugasamt um náið samband við foreldra um val á skólastjórum þannig að ég tel að þessi leið komi fyllilega til greina," sagði hann. Ragnar Júlíusson taldi kosningu vera mikla afturför með tilliti til þess að verið er að leggja niður prestkosningar og því ekki tíma- bært að taka upp kosningu um skólastjóra. „Kosning hefur auk þess í för með sér að einhver úr kennarahópi skólanna yrði kosinn skólastjóri í stað þess að hleypa nýju blóði í gamla skóla með nýju fólki," sagði Ragnar. Sagði hann að tillaga Þorbjörns eins og hún kemur fyrir, næði ekki fram að ganga að hans dómi en hugsanlega mætti breyta reglum um ráðningu á þann veg að skólastjórar færðust á milli skóla eftir tiltekinn tíma í stórum skólaumdæmum eins Reykjavík. og Vatnsdalsá: Laxinn geng- ur ekki upp MIKILL lax hefur safnast saman á neðstu svæðunum f Vatnsdalsá en gengur ekki upp ána vegna vatnsleysis, að sögn Gests Árna- sonar annars leigutaka árinnar. Skammt fyrir ofan Hnausa er áin mjög breið, þar sem kallað er Flóðið. Laxinn stoppar þar fyrir neðan og veigrar sér við að ganga upp á efri svæðin til mikillar ar- mæðu fyrir veiðimenn, enda er veiðin nær helmingýminni nú en á sama tima i fyrra. í gærmorgun veiddust þó þrir laxar á efri svæð- unum, að sögn Gests. Ástæðuna fyrir litlu vatni í ánni segir Gestur vera þær, að lítið hafí snjóað í vetur og því lítill snjór á heiðum og svo hafí nánast ekkert rignt í tvo mánuði. Deilan um lektorsembætti Hannesar H. Gissurarsonar: Rýtingur í bak mér því sátt var um þessa skipan - segir Jónatan Þórmundsson lagaprófessor „f BRÉFI menntamálaráðherra til háskólaráðs eru ótrúlegar rangfærslur og hefur hann f fjöl- miðlum dregið nafn mitt inn í umræðuna með ódrengilegum hætti. Það má segja að þetta sé eins og rýtingur í bakið á mér. Þegar ég tók að mér fyrir þrá- bænir að vera fulltrúi rektors i nefndinni taldi ég að allir væru Dr. Gylfi Þ. Gíslason fyrrum menntamálaráðherra: Skipaði aldrei í starf gegn úr- skurði formlegrar dómnefndar Ráðherra ekki bundinn af umsögn vegna stöðuveitingarinnar árið 1968 BLAÐIÐ hafði samband við dr. Gylfa Þ. Gíslason vegna þeirra ummæla Birgis ísleifs Gunnarssonar menntamálaráðherra að Gylfi hafi í ráðherratíð sinni veitt dósentsstöðu við heimspekideild eftir að dómnefnd hafði lýst viðkomandi umsækjanda óhæfan til að gegna starfinu. Gylfi óskaði eftir því að þetta kæmi fram: „í þau fímmtán ár sem ég gengdi starfí menntamálaráðherra, eða 1956 til 1971 skipaði ég aldrei í fullt starf við Háskólann nema sam- kvæmt meðmælum hlutaðeigandi deilda. Ég skipaði heldur aldrei í starf gegn niðurstöðu formlegrar dómnefndar sem í eiga samkvæmt lögum sæti fulltr'ui háskólaráðs, deildar og menntamálaráðuneytis og það held ég að enginn mennta- málaráðherra hafí gert enda fékk Háskólinn því framgengt á sínum tíma að veitingavald ráðherra er bundið við þá sem slík formleg dóm- nefnd hefur talið hæfa. Dósentsembættið í málvísindum sem hér er um að ræða var ekki fullt starf. Laun dósentsins skyldu vera dósentslaun þann mánaða- fjölda, sem kennsla og próf taka, eða stundakennslukaup. Tilætlunin var ekki að skipa í starfið heldur setja í það tímabundið. En þegar svo háttaði hafði Háskólinn ekki talið þörf á eða ástæðu til að skipa dómnefnd. Starfið var fólgið í því að annast kennslu og próf í almenn- um málvísindum og hljóðfræði til svonefnds forprófs. Þessa kennslu hafði einn af prófessorum Háskól- ans annast undanfarin þijú ár sem aukakennslu. Einn umsækjandi var um starfið, Ámi Böðvarsson málfræðingur. Deildarforseti heimspekideildar bað þijá kennara að semja umsögn um umsókn Áma. Töldu þeir hann ekki hæfan til að gegna starfinu og lagði deildin til að ekki yrði stofnað til sérstaks starfs til að annast þessa kennslu. Enginn vafi gat leikið á því að ráðherra var ekki bundinn af slíkri umsögn. Nú munu eflaust allir á því að Ámi Böðvarsson hafí verið hæfur til að gegna slíku starfí, enda setti ég hann til þess að gegna því.“ sáttir við þessa skipan. Enda lýsti Hannes Hólmsteinn því sérstak- lega yfir í fjölmiðlum að hann bæri fullt traust til mín,“ sagði Jónatan Þórmundsson prófessor og varaforseti háskólaráðs. Hann sat í dómnefnd þeirri er fjallaði um umsækjendur vegna stöðu lektors í stjórnmálafræði félagsvisindadeild. Menntamálaráðherra hefur lýst því yfír að óeðlilegt sé að Jónatan hafí undirritað dómnefndarálitið með sama hætti og „hinir faglegu dómnefndarmenn". Telur ráðherra að þeir Gunnar Gunnarsson og Svanur Kristjánsson hafi einir haft menntun og þekkingu til að leggja mat á umsækjendur, en báðir hafi verið vanhæfír til starfa að mati lögmanns dr. Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. Hann var sem kunn- ugt er talinn „hæfur að hluta“ en skipaður í stöðuna af menntamála- ráðherra. „Kenning lögmannsins að vinátta eða óvinátta valdi vanhæfí stenst varla. Meira að segja í dómsmálum þarf mikið til að slíkt teljist van- hæfísástæða. Auk þess meta dóm- arar hæfí sitt sjálfír, svo tekið sé sama dæmi og ráðherrann notar. Þótt menn standi í ritdeilum þýðir það ekki að þeir séu óvinir og hefur aldrei verið talin ástæða til að ryðja dóm. Það er einnig ómögulegt að skipa dómnefnd í sérgreinum án þess að menn þekkist og er alþekkt vandamál úr dómskerfinu. Ég studdi því það álit félagsvísinda- deildar að ekki væri mark á þessum athugasemdum takandi," sagði Jónatan. Hann benti á að fulltrúi rektors í dómnefndum um kennarastöður við skólann hafi alltaf skrifað undir sameiginlegt nefndarálit. „Mér bar skylda til að lesa ritverk umsækj- anda og leggja á þau fræðilegt mat eftir fremsta megni. Ég varð að setja mig inn í málin enda lá fyrir að fulltrúi rektors gætir samræmis. Allt annað hefði verið óeðlilegt. Sem lögfræðingur ætti ég að geta lagt mat á hvemig farið er með heimild- ir. Verk Hannesar standa raunar mun nær sviði okkar Sigurðar Líndals en verk hinna umsækjend- anna. Ég tel heimildarmeðferð Hannes- ar meingallaða og hver sem kynnir sér gögn málsins getur sjálfur séð að hann fer rangt með. Ef taka ætti tillit til vinnubragða Hannesar einna renna vissulega á’ mann tvær grímur. En nefndin taldi rétt að taka fullt tillit til doktorsritgerðar- innar. Þannig naut Hannes þess jákvæða þótt önnur rit hans væru gölluð og hann hefði ekki sýnt fram á kunnáttu til að kenna grunngrein- ar stjómmálafræðinnar,“ sagði Jón- atan. „Þetta einstæða og alvarlega deilumál sýnir að háskólamenn þurfa ætið að vinna að sjálfstæði Háskólans. Þeim ber að gera al- menningi og stjómmálamönnum grein fyrir því hvenær sem tæki- færi gefst hvers virði það er að eiga sjálfstæðan Háskóla," sagði Jónat- an Þórmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.