Morgunblaðið - 14.07.1988, Síða 23

Morgunblaðið - 14.07.1988, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1988 23 Islenski dansflokkurinn: Beðið eftir regium um lausn dansara frá störfum LISTDANSARAR við Þjóðleikhúsið hafa leitað til menntamálaráðherra um aðstoð við að setja reglur um lausn dansara frá störfum vegna aldurs, en engar slikar reglur hafa verið til staðar. Orn Guðmunds- son, framkvæmdastjóri íslenska dansflokksins, segir að málið sé í athug- un hjá menntamálaráðuneyti, fjármálaráuneyti og samninganefnd ríkis- ins. í Félagstíðindum Starfsmannafé- lags ríkisstofnana, útgefnum 1. júlí, segir að trúnaðarmenn listdansara hafí ritað menntamálaráðherra bréf um þetta efni, þar sem fram komi að ætlunin sé að segja upp nokkrum dönsurum við Þjóðleikhúsið „án þess að skilgreina nokkuð frekar forsend- ur þeirrar ákvörðunar". Dansarar geti ekki sætt sig við að þeim sé sagt upp störfum án þess að það sé grundað á efnislegum rökum. Hins vegar segir að dönsurum sé það ljóst að senn reki að því að endumýja þurfí i flokknum og sé það tilefni erindisins við menntamálalráðherra. Frá því dansflokkurinn var stofn- aður, 1973, hafa verið tíu fastráðnir dansarar í flokknum og hafa sjö þeirra sem nú hafa fastan samning dansað með flokknum frá upphafi. Öm Guðmundsson, framkvæmda- stjóri dansflokksins, sagði í samtali við Morgunblaðið að enn hefði ekk- ert heyrst frá ráðuneytinu, en málið væri í athugun. Á meðan ekki feng- ist úr þvi skorið hvað gert yrði, m.a. hvemig ætti að fjármagna einhvers- konar eftirlaunasjóð, myndu þeir dansarar sem hættu í flokknum fara á biðlaun í vissan tíma. Þeir gætu þá notað þann tíma til endurmennt- unar og til að fínna sér nýjan starfs- vettvang. Að sögn Amar vilja dans- aramir helst fá einhverskonar eftirla- un þegar starfsævi þeirra lýkur, sem er yfirleitt um og fyrir fertugt. Víða erlendis greiði dansarar í sérstaka sjóði sem tryggja þeim eftirlaun, en hér yrði sennilega að leysa þennan vanda með einhverskonar tíma- bundnum eftirlaunum. Olíuleki orsök bilunar í hreyfli Air- bus-vélarinnar: Hverfandi líkur á að um verksmiðju- galla sé að ræða - segir blaða- fulltrúi Airbus Oliuleki í hreyfli var orsök bilun- ar í tveggja hreyfla Airbus A310 vél frá Pan Am flugfélaginu sem nauðlenti á Keflavikurflugvelli um kl. 16.15 á þriðjudag með 182 farþega innanborðs. Að sögn Einars Sigurðssonar, blaðafull- trúa Flugleiða, fundu flugviriq- ar félagsins bilunina fljótlega. Viðgerð tók skamma stund og fór vélin af landi brott um kl. 23 í fyrrakvöld. Ekki er vitað af hveiju olíulekinn stafaði. Blaða- fulltrúi Airbus-verksmiðjanna segir að ekki hafi orðið vart bil- ana í Airbus vélum utan þeirrar er fórst í Frakklandi í lok júní- mánaðar. Hún var ekki sömu tegundar og vél Pan Am. Paul Bond, blaðafulltrúi Airbus- verksmiðjanna í Frakklandi, sagði engin tengsl á milli bilunarinnar í gær og flugslyssins í Frakklandi er Airbus A320 vél hrapaði til jarð- ar. Sagði hann vélamar afar ólíkar þar sem önnur væri ætluð til skemmri flugleiða en hin til lang- flugs. Framleiðsla þeirra væri al- gjörlega aðskilin og möguleiki á að um verksmiðjugalla væri að ræða væri hverfandi. „Rannsókn á hvað olli biluninni er ekki lokið og fyrr en það verður, getum við ekki sagt neitt um málið. Nauðlendingin var algerlega á ábyrgð flugmanns, en slík lending er hættulaus." „Frá því að ferðir 2 hreyfla véla yfir Atlantshafið hófust fyrir um 4 árum hefur umferð þeirra aukist sífellt. Þess em dæmi að slíkar vélar lendi hjá okkur vegna bilunar en þær eru taldar mjög öruggar og slys á þeim eru afar fátíð. Enn sem komið er hefur umferð þeirra um Keflavíkurvöll ekki aukist," sagði Pétur Einarsson flugmála- stjóri. í sama streng tók Ásgeir Einarsson, sem gegnir starfí flug- vallarstjóra á Keflvíkurflugvelli vegna leyfa. Sagðist hann búast við að umferðin ætti þó eftir að aukast. Flugmönnum vélanna er skylt að fljúga nálægt landi á leið yfír Atlantshafíð og er Keflavíkur- flugvöllur varaflugvöllur á leiðinni. Hafþórsmálið: Peningam- ir tapaðir NÚ ER ljóst að þær þijár millj- ónir króna, sem útgerð rækju- skipsins Hafþórs lagði fram sem bankatryggingu, eru henni end- anlega tapaðir. Skipstjóri Haf- þórs skrifaði undir sektarviður- kenningu, en ekki samning um að málið yrði endurskoðað og hugað að því hvort skipstjórinn ætti sér einhveijar málsbætur, eins og útgerðin segist hafa staðið i trú um. Eftir að Hafþór var staðinn að ólöglegum veiðum vestan miðlín- unnar milli íslands og Grænlands skrifaði skipstjórinn undir plagg, sem útgerðin segist hafa haldið vera samning um að endurskoða málið, þar sem deilur hafa verið um staðsetningu miðlinunnar. Nú er það hins vegar komið á hreint, að skipstjórinn skrifaði undir sekt- arplagg. Grænlensk yfirvöld telja málinu nú iokið og það sama má segja um útgerð Hafþórs. Landhelgis- gæslan segir aðeins eina miðlínu vera ef sömu grunnpunktar eru notaðir og það sé ljóst að sam- kvæmt því hafi Hafþór verið 2-3 sjómílur innan landhelgi Græn- lands. Aldrei glæsilegra úrval af þessum vi V-þýzk gæðavara Hagstætt verð. Kjörbók Landsbankans Fyrirmynd annarra bóka. Lapdsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.