Morgunblaðið - 14.07.1988, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1988
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
ÁrniJörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst IngiJónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. f lausasölu 70 kr. eintakið.
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Breyttar aðstæður
Dounreay á Katanesi;
Hættur og kostir
við kjamorkuna
Fyrirsjáanlegt er, að
Flugleiðir munu draga
mjög saman seglin á flug-
leiðinni milli Evrópu og
Ameríku í haust. Búast má
við því, að flug þeirra milli
Islands og Bandaríkjanna
muni í framtíðinni taka mið
af þörfum íslendinga fyrir
samgöngur við Bandaríkin
og möguleikum á að auka
heimsóknir ferðamanna
þaðan hingað til lands, frem-
ur en að byggja þetta flug
á því að flytja farþega milli
Evrópu og Ameríku. Þessi
breyting byggist á raunsæjut
mati á því, að aðstæður hafa
breytzt í grundvallaratriðum
frá þeim tíma, þegar Loft-
leiðaævintýrið varð til.
Þannig verða fyrirtæki að
aðlaga sig breyttum aðstæð-
um, ef þau vilja tryggja
framtíð sína.
Annað stórfyrirtæki á
íslenzkan mælikvarða, Sam-
band ísl. samvinnufélaga,
stendur frammi fyrir svipuð-
um ákvörðunum og Flug-
leiðir um grundvallaratriði.
Sambandið og dótturfyrir-
tæki þess hafa ekki lengur
bolmagn til þess að halda
uppi eins miklum umsvifum
og þessir aðilar hafa gert á
undanfömum árum og ára-
tugum. Taprekstur er gífur-
legur. Fjárfesting, sem
byggðist á ódýrum lánum,
skilar ekki þeim arði, sem
aðstæður nútímans kreíjast.
Þess vegna er óhjákvæmi-
legt fyrir Sambandið að
draga verulega saman segl-
in, sélja fyrirtæki og minnka
umsvif. Sambandið er hins
vegar ekki komið jafn vel á
veg og Flugleiðir með undir-
búning að þessum ákvörðun-
um. Þess vegna er enn
spumingamerki í huga
manna um það, hvemig til
tekst. Stjómendur þess gera
sér hins vegar glögga grein
fyrir því, að róttækar breyt-
ingar eru óhjákvæmilegar.
Þjóðarbú okkar íslend-
inga stendur frammi fyrir
sömu vandamálum og Flug-
leiðir og Sambandið. Starfs-
hættir, sem áður tíðkuðust
og gátu gengið upp, duga
ekki lengur vegna gjör-
breyttra aðstæðna. Þess
vegna stendur þjóðarbúið
frammi fyrir ákvörðunum
um gmndvallarmál, sem em
óhjákvæmilegar. Með sama
hætti og Flugleiðir fækka
ferðum til Ameríku vegna
þess, að flugið þangað skilar
engum arði, verður íslenzka
þjóðarbúið að fækka frysti-
húsum vegna þess, að fisk-
vinnslan skilar ekki nægum
arði, meðan hún verður að
standa undir alltof mikilli
fjárfestingu. Út í þá fjárfest-
ingu var lagt á þeim tíma,
þegar lánin vom ódýrari en
nú.
Þjóðarbúið verður líka að
taka ákvarðanir um vissar
gmndvallarbreytingar í
rekstri fiskiskipanna vegna
þess, að við núverandi að-
stæður skilar rekstur þeirra
ekki naegilega miklum hagn-
aði. Þjóðarbúið verður líka
að draga enn meira úr land-
búnaðarframleiðslu vegna
þess, að hún er of þungur
baggi á öðmm rekstri. Þjóð-
arbúið verður líka að minnka
yfirbygginguna vegna þess,
að við breyttar aðstæður er
hún orðin of viðamikil og
kostnaðarsöm.
Ef Flugleiðir hefðu haldið
áfram að flytja farþega yfir
Atlantshafið með miklu tapi
ár hvert, af tilfinninga-
ástæðum og vegna fyrri
sögu, sem var merkileg,
hefði það endað með gjald-
þroti fyrirtækisins. Ef sam-
vinnuhreyfingin heldur
áfram að tapa 500 milljón-
um á ári vegna þess, að for-
ystumenn hennar geta ekki
hugsað sér nokkrar breyt-
ingar, endar það með því að
Sambandsveldið riðar til
falls. Ef íslenzka þjóðarbúið
heldur áfram á sömu braut
og undanfarin ár, kemur að
því, að við fáum ekki lengur
lán erlendis, atvinnufyrir-
tækin ganga úr sér, lífskjör-
in versna og æskan flytur
af landi brott. Ef núverandi
ríkisstjórn á að hafa ein-
hverju hlutverki að gegna,
sem máli skiptir, verður hún
að taka á þessum gmndvall-
armálum.
eftir Guðmund
Heiðar Frímannsson
Fréttaritari Morgnnblaðsins í
Skotlandi fór í kjarnorkustöðina
í Dounreay fyrir skömmu og
kynnti sér starfsemi þar. Hafa
hugmyndir um endurvinnslustöð
í verinu vakið mótmæli víða með-
al annars hér á landi. Hér birtist
síðari hluti frásagnarinnar:
Af því bezt er að byrja á aðalat-
riðum, skoðaði ég kjarnakljúfinn
fyrst. Hann er í stórri byggingu og
þurfti að fara um ranghala til að
komast inn í salinn yfir kljúfnum.
A salnum eru tvöfaldar stáldyr, sem
ekki geta verið báðar opnar í einu.
Salurinn er mjög stór og hár. Efst
í loftinu eru tveir stórir kranar til
að flytja eldsneytið úr og í ofninn.
Stór hluti salarins er afmarkaður
þykkum steyptum veggjum, sem á
eru gluggar. Þar inni er eldsneytið
geymt fyrst eftir að það kemur úr
kljúfnum og er geislavirkast. Það
var nokkur hávaði í salnum, enda
menn þar að vinnu. En það heyrð-
ist ekkert í kljúfnum, sem var í
fullri vinnslu. Hann framleiðir 600
MW af hitaorku. Það titraði ekki
einu sinni stálþilið ofan á honum,
þegar ég stóð á því.
Eldsneytið er flutt í endur-
vinnslustöðina í stórum stálflösk-
um, eins og þeir kalla það. Þar er
plútónið og úranið skilið frá öðrum
efnum, sem myndast við brennsl-
una, með því að leysa þau upp í
vökva. Og síðan er plútónið skilið
frá úraninu. Plútónið er síðan notað
aftur við brennslu í þessum eldis-
kjarnakljúf. Áður en það gerist
þarf að senda það til Sellafield á
norðvesturströnd Englands, þar
sem því er breytt í nýtanlegt form.
Um 99,5% af plútóninu næst úr
notuðu brennsluefni og vitað er um
nánast allt það plútón, sem verður
eftir í úrganginum, í hvaða tunnum
það er og hvar í hverri tunnu. Allar
slíkar upplýsingar eru skráðar í
tölvu og geymdar.
Úrganginum er komið fyrir í
geymslum. Hágeislavirkur úrgang-
ur í Dounreay er allur fljótandi. 20%
af heildarúrganginum telst vera
hágeislavirkur og í honum er 99,9%
af allri geislavirkni hans. Þessi úr-
gangur er geymdur í tönkum og
hann þarf að kæla fyrstu fimm ár-
in. Eftir tíu ár er hægt að breyta
honum í fast form og koma honum
í varanlega geymslu. Meðalgeisla-
virkur úrgangur er geymdur í þurr-
um geymslum á stöðvarsvæðinu.
Lággeislavirkur úrgangur í föstu
formi er geymdur í tunnum í
skemmum. Fljótandi lággeislavirk-
ur úrgangur er mældur og athugað-
ur nákvæmlega, áður en honum er
hleypt út í 600 metra langa leiðslu-
út í Pentlandsfjörðinn. Sá úrgang-
ur, sem fer út í fjörðinn, hefur ekki
haft nein mælanleg skaðleg áhrif.
Yfirmenn stöðvarinnar lögðu mikla
áherzlu á, að þeir hefðu ævinlega
verið langt innan þeirra öryggis-
marka, sem opinberar aðilar settu
þeim. Árið 1986 til dæmis hefði
kjamaofninn verið í mikilli notkun,
en úrgangurinn út í Pentlandsfjörð-
inn hefi einungis verið 2% af því
magni, sem yfirvöld heimila. Þeir
sögðu það vera markmið sitt að
fara aldrei fram úr 15% af leyfilegu
magni.
Eldiskjarnakljúfur
Það, sem gerist í venjulegum
kjamakljúfum, er, að úran 235
klofnar, þegar nifteind kemst inn í
kjarnann. En til að það gerist þarf
ákveðinn massa af úrani og nift-
eindin má ekki fara of hratt. Ef
hún fer of hratt, kemst hún ekki
inn í kjarna úransins. Það er hægt
að nota venjulegt vatn og þungt
vatn til að hægja á nifteindunum.
Þegar eitt atóm úrans klofnar, losna
nifteindir og þeytast á önnur úran-
atóm, sem klofna, og þannig koll
af kolli. Úran 235 breytist í úran
238 í venjulegum kjarnakljúfum og
verður við það ónothæft í þá.
I tilraunakljúfnum í Dounreay
og öðrum kljúfum, sem nota hraðar
nifteindir, verður úran 238 og plút-
ón brennsluefnið. Slíkir ofnar nota
því það úran, sem verður til í venju-
legum ofnum. Það úran, sem unnið
er úr náttúrunni, er mest með sætis-
töluna 238. Innan við 1% af úrani
í náttúrunni hefur sætistöluna 235.
Það er því gnótt af brennsluefni
fyrir kjamakljúfa eins og í Doun-
reay. Reyndar eru ein helztu rökin
til þess að byggja slíkan kljúf til
raforkuframleiðslu (og að slíkir ofn-
ar muni verða næsta kynslóð af
kjamakljúfum) þau, að á Bretlands-
eyjum eru um 25 þúsund tonn af
úrgangi úr venjulegum kjarnaofn-
um, sem ómögulegt er að nýta
öðruvísi en í kljúfum á borð við
þann, sem er í Dounreay. Kjarna-
kljúfurinn í Dounreay er nefndur
eldiskjamakljúfur vegna þess að
hann elur af sér eða býr til eigið
eldsneyti.
Kljúfurinn í Dounreay situr í
holu, sem sprengd var ofan í berg-
ið. Úm hann lykja tvö stálþil og
þykk steinsteypa. Eldsneytið sjálft
er innan í um tveggja metra löngum
stálrörum, sem er raðað saman í
stærri hólka, 325 í hverjum hólk.
Hólkarnir mynda síðan kjarnann. í
hveijum kjarna em um 4 tonn af
eldsneyti. Hann er umlukinn sodi-
um, sem er alkalimálmur í dufts-
formi inn í kljúfnum. Þegar kjarna-
klofningurinn hitar rörin hitnar
sodiumið, sem stöðugt leikur um
þau. Stórar dælur halda sodiuminu
stöðugt á hreyfingu og mynda lokað
kerfi kringum kjarnann. Hitinn er
leiddur í annað lokað kerfi af sod-
ium. í þriðja kerfinu er vatn, sem
knýr hverfla, sem mynda rafmagn.
Tsjernobyl-siys er útilokað
Þetta er afar ófullkomin lýsing á
því sem fram fer í kljúfnum, en
verður að nægja. En það er ástæða
til að geta tvenns um þennan
kjamakljúf. Það fyrsta er að í
kljúfnum sjálfum er enginn þrýst-
ingur. En það er þrýstingur á ytra
sodiumkerfinu og enn meiri á vatn-
skerfinu. Ástæðan er sú að ef eitt-
hvað fer að leka, þá lekur inn en
ekki út. Ef minnsti þrýstingurinn
væri á vatnskerfinu yki leki því
hættuna á að eitthvað losnaði úr
kljúfnum. Annað, sem ástæða er
til að nefna, er, að ef sodiumið í
kringum kjarnann hitnar of mikið,
til dæmis ef dælurnar bila og annar
stjómunarbúnaður, þá hættir kljúf-
urinn að framleiða rafmagn og hit-
inn helzt í kringum 600 gráður í
ofninum. Þetta var eitt markmiðið,
þegar kljúfurinn var hannaður og
hann hagar sér svona í reynd. Það
hefur verið prófað að hætta að
dæla sodiumi og þá hegðar ofninn
sér eins og til var ætlazt. Svipaðar
niðurstöður hafa fengizt í tilraunum
í samskonar kjarnakljúf í Frakk-
landi.
Þessi einkenni ofnsins tryggja
að það eiga að vera 48 klukkustund-
ir til að gera varúðarráðstafanir,
ef slys ber að höndum. Slys á borð
við slysið í Tsjernobyl eru útilokuð
í stöðinni í Dounreay. Og það er
ástæða til að geta þess sérstaklega,
að kjamorkuver geta ekki sprungið
í loft upp, orðið einskonar kjam-
orkusprengjur. Ég er ekki einn um
að halda, að ein ástæða þess að
kjarnorkuver hafa orðið svo áber-
andi pólitískt mál, sem raun ber
vitni, sé sú, að fólk tengi saman
kjarnorkuver og kjarnorkusprengj-
ur. Það er í sjálfu sér ekki óeðli-
Séð yfir stöðina í Dounreay. Kúlan er byggingin yfir eldri kjarnakjúi