Morgunblaðið - 14.07.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.07.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1988 Einleikstónleik- ar í Fríkirkjunni SUSAN Landale einleikari heldur tónleika í Fríkirkjunni í Reylqavík í kvöld kl. 20.30. Hún hefur getið sér góðan orðstír, plötur hennar frá frönskum og þýskum útgáfu- fyrirtækjum hafa verið lofaðar og hefur hún komið fram í út- varpi báðum megin Atlantshafs- ins. Tvívegis hefur hún fengið fyrstu verðlaun í orgelkeppnum. Frá árinu 1977 hefur hún verið aðstoðarorgelkennari við Tónlist- arháskólann í Rueil Malmaison og aðstoðarorganisti við Saint-Lou- is-des-Invalides kirkjuna í París. Susan Landale er fædd í Skotlandi þar sem hún byijaði tónlistamám sitt. Hún lauk svo Bachelor of Music frá Edinborgarháskóla. Eftir fram- haldsnám í píanó- og orgelleik í Lon- don fór hún til Parísar og gerðist þar nemadi André Marchal. Þar var hún organisti við ensku kirkjuna um árabil. Hún sérhæfði sig í síðró- mantískri tónlist og einnig nútíma- verkum. Túlkun hennar á verkum frönsku tónskáldanna O. Messiaen, Jean Langlais og tékkneska tón- skáldsins Petr Eben, sem hún hefur unnið með þeim sjálfum, hefur verið talin ósvikin. (Fréttatilkynning) Háskólabíó: Sýnir Krókó- dfla-Dundee II HÁSKÓLABÍÓ hefur tekið til sýn- inga kvikmyndina Krókódíla- Dundee II með Paul Hogan og Lindu Kozlowski í aðalhlutverk- um. Leikstjóri er John Cornell. Glaðværi Ástralíumaðurinn sem lagði heiminn að fótum sér snýr aft- ur með meiri gamansemi, meiri mannraunir og ástamál. Paul Hogan leikur harðsoðna en ljúfa ævintýra- manninn sem töfraði stórborgar- blaðamanninn Sue Charlton (Linda Kozlowski) með einstæðum þokka sínum. Nú á hann i höggi við flokk miskunnarlausra alþjóðlegra af- brotamanna sem ræna Sue og leikur- inn berst frá hjarta New York- borgar í auðnir Ástralíu. En hann tekur öllu sem að höndum ber með jafnaðargeði og leiftrandi kímni. Leiðrétting: Fornleifa- rannsóknir í Viðey MARGRÉT Hallgrímsdóttir, forn- leifafræðingfur, hefur beðið um að eftirfarandi leiðréttingu sé komið á framfæri. „í fyrirsögn fréttar um fomleifa- uppgröft í Viðey sem birtist í Morg- unblaðinu föstudaginn 8. júlí stóð að fundist hefðu tannskemdir í beina- grindum frá miðöldum. Þetta er ekki rétt. Hins vegar kom í ljós við upp- gröftinn að tennur þeirra sem grafn- ir voru í Viðeyjarkirkjugarði á 18. öld voru mikið slitnar en tannskemd- ir komu aðeins í ljós í einni beina- grindanna frá þessum tíma. Ennfremur skal lögð áhersla á að þótt margt bendi til að miðaldarústir sem grafnar verða upp í ágúst, og voru að hluta kannaðar í fyrrasum- ar, séu hluti af klausturbyggð, fæst ekki endanleg niðurstaða um það fyrr en að rannsókn lokinni." Kór Öldutúnsskóla og stjórnandi hans EgiU Friðleifsson. • • Kór Oldutúnsskóla: Söng sig inn í hjörtu fólks í Hong Kong Jón Birgir Pétursson, Hong Kong. HINAR ungu söngkonur úr Hafnarfirði komu fram á fjórum tónleikum á alþjóðlega kóramótinu í Hong Kong. Kórar frá Banda- ríkjunum, Englandi, Japan og Kína taka þátt í kóramótinu, auk 7 kóra frá Hong Kong. Kór Öldutúnsskóla var geysivel fagnað af fjölmörgum áheyrendum og er það mál manna að kórinn sé einstaklega vandaður auk þess sem hann bjóði frumlegasta lagava- lið af þeim 12 kórum sem þátt taka í mótinu. Kór Öldutúnsskóla og stjóm- andi hans, Egill Friðleifsson, hafa fengið frábærar móttökur, og áheyrendur vart viljað sleppa kómum af sviðinu. Á lokakvöldi tónleikanna í Hong Kong var kómum fagnað innilegar en nokkmm öðrum þegar hann svo að segja söng sig inn í hjörtu fólks. í lok tónleikanna sungu all- ir kórar mótsins undir stjóm Yip Wai-Hongs aðalstjómanda Hong Kong-kórsins, m.a. lag hans We, the Children. Stemmningin var mögnuð þegar 700 böm víða úr heiminum sungu í samhljómi þetta fallega lag og ljóð. Ferðalagið til Hong Kong var langt og strangt, tók réttan sólar- hring frá því að lagt var af stað frá Óldutúnsskóla í Hafnarfirði. Stúlkumar voru fljótar að jafna sig á tímamuninum og hafa stað- ið sig með mikilli prýði. Þær eru að Jiefja ferðalag sem er um 40 þúsund kílómetrar, sannkölluð heimsreisa. Að loknu boðinu í Hong Kong verður haldið til Ástralíu á bama- kóramót ISME, alþjóðasamtaka tónlistarkennara og verður sungið í Camberra og Sidney. Á heimleið- inni verður komið við í Bangkok í 3 daga til að slaka á eftir mikið erfíði, tónleika og æfíngar. Ályktanir bæjarstjórnar Akureyrar: Leiðrétting í myndatexta sem fylgdi frétt um minnismerki á rúst Skarðs- kirkju í blaðinu í gær er sr. Sigur- jón Einarsson ranglega staðsettur. Hann er annar frá hægri milli þeirra Karls Magnússonar og Guðmundar Sveinssonar. Fögnum tækifæri til að ræða þjónustu okkar við Akureyringa - segir Einar Sigurðsson blaðafulltrúi Flugleiða „Flugleiðir telja að þjónusta fé- lagsins við Akureyringa hafi batnað á undanförnum árum. Ferðum hefur fjölgað og tíma- áætlun hefur staðist vel. Því fagnar félagið því að fá tækifæri til að ræða þjónustuna,“ sagði Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða en bæjarsljórn Akur- eyrar samþykkti á þriðjudag til- Fríkirkjan: Ég átti enga aðild að samkomulagsdrögunuin - segir Þorsteinn Eggertsson formaður safnaðarstjórnar „ÉG mætti á þennan fund sem ég vil taka fram að var ekki haldinn að minni beiðni, en ég átti enga aðild að þessum samkomulags- drögum. Ég mætti þarna án um- boðs safnaðarstjómar Frikirkj- unnar, og gerði það eingöngu af því að mér fannst rétt að hlýða á hvað vígsluhiskup vildi leggja til málanna en hafði ekkert umboð til að gera nein samkomulags- drög,“ segir Þorsteinn Eggerts- son, formaður safnaðarstjórnar Fríkirkjunnar. Að sögn Þorsteins voru samkomu- lagsdrögin lögð fram af hálfu stuðn- ingsmanna sr. Gunnars og spurt hvort þau gætu verið hugsanlegur samkomulagsgrundvöllur. „Á fundinum kvaðst ég reiðubúinn til að leggja þau fyrir safnaðarstjóm til kynningar, og kynnti ég hluta safnaðarstjómarinnar þau strax sama kvöld. Þegar síðan birtist grein frá stuðningsmönnum sr. Gunnars í dagblaði á föstudagsmorgni, þá sáum við engan grundvöll til að ræða við þetta fólk frekar, og staða sókn- arprests var auglýst laus til umsókn- ar,“ sagði Þorsteinn. Stuðningsmenn sr. Gunnars sem sagt hafa sig úr safnaðarstjóminni hafa sent stjóminni bréf þar sem þeir draga úrsögn sína til baka, og var um það fjallað á stjómarfundi síðastiiðið þriðjudagskvöld og verður tekið aftur fyrir næstkomandi fímmtudagskvöld. Að sögn Þorsteins er nú verið að leita lögfræðilegs álits á því hvemig beri að svara þessu bréfí. Engin formleg umsókn hefur bo- rist ennþá um starf Fríkirkjuprests, en að sögn Þorsteins hafa nokkrir prestar komið að máli við hann, en hann kvaðst ekki reiðubúinn til að ræða það frekar á þessu stigi. Eins og fram hefur komið hefur verið farið fram á sérstakan safnað- arfund þar sem uppsögn sr. Gunnars yrði rædd, og sagði Þorsteinn að orðið yrði við þeirri beiðni. „Það hef- ur þó ekki enn verið ákveðið hvenær sá fundur verður, en það er verið að vinna að undirbúningi hans,“ sagði Þorsteinn Eggertsson. lögu þar sem skorað er á sam- gönguráðuneytið að gera úttekt á þjónustu Flugleiða. Einnig felur bæjarstjórnin at- vinnumálanefnd að Qalla um innan- og utanlandsflug til bæjarins. I þriðja lagi skorar bæjarstjóm Akur- eyrar á Flugleiði að taka upp nán- ara samstarf við Flugfélag Norður- lands og skuli félagið athuga hvort fyrsta flug frá Akureyri til Reykjavíkur geti ekki hafíst fyrr. Þessar tillögur vom samþykktar f stað fyrri tillögu bæjarstjórnar, þar sem lagt var til að einkaleyfi Flugleiða á leiðinni Reykjavík- Ak- ureyri-Reykjavík yrði afnumið. Ein- ar sagði félagið vissulega ánægt við að bæjarstjórnin skyldi draga fyrri tillögu sína til baka því þar hefði verið gert ráð fyrir mjög rót- tækum breytingum sem ekki væm byggðar á raunhæfum athugunum. „Félagið hefur ekkert við tillög- una um að fela atvinnumálanefnd að flalla um flug innanlands og utan. Hvað varðar þá þriðju, viljum við benda á að Flugleiðir em einn stofnenda Flugfélags Norðurlands og eiga nú um 30% í félaginu. Sam- starf félaganna er því mjög náið. Flugleiðir endumýjuðu ekki einka- leyfi sín á flugleiðum frá Akureyri til ísafjarðar, Egilsstaða, Raufar- hafnar, Þórshafnar og Kópaskers. Flugfélag Norðurlands hefur þau flug nú með höndum." Einar sagði Flugleiði lengi hafa íhugað að hefja flug til Akureyrar fyrr á morgnana en hingað til hefði það verið talið erfiðleikum háð á vetuma. Lausn á því væri þó í sjón- máli. Þó bæri að athuga að á morgnana væri mun meira flutt af blöðum og pósti frá Reykjavík en frá Akureyri. Einar sagði að bæði í Reykjavík og á Akureyri væm farþegar sem vildu komast sem allra fyrst á áfangastað. Til tals hefði komið að fljúga frá báðum stöðum á sama tíma en ólíklegt virtist að fjöldi farþega stæði stæði undir kostnaði. Námskeið í tíbeskum búddisma NÁMSKEIÐ í tíbeskum búd- disma verður haldið í húsi Guð- spekifélagsins dagana 14. til 20. júlí n.k. Fyrirlesari er dr. Alex Berzin heimspekingur og mun hann einnig stjórna hugleiðslu. Dr. Alez Berzin lauk doktors- prófi í indverskri heimspeki frá Harvard háskóla árið 1972 og hefur upp frá því aðallega starfað sem þýðandi og túlkur Dalai Lama á Indlandi. Hann hefur þýtt mörg rit um tíbeskan búddisma á ensku og farið víða um heim til að halda námskeið og fyrirlestra. (Úr fréttatilkynningu).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.