Morgunblaðið - 14.07.1988, Page 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1988
Kaupmannahöf n:
Islenskir fatahönnuðir útskrifast
Herraföt Steinunnar Jónsdóttur. Sonur hennar lengst t.h.
Kaupmannahöfn
Á VORIN hefur gjarnan verið
sagt frá próflokum í Köbenhavns
Mode og Designskole hér í blað-
inu, enda skólinn vinsæll mjög
meðal íslendinga. Þau 6 ár sem
hann hefur starfað, hafa 7 íslenzk-
ir fatahönnuðir útskrifast. Nú
ljúka 4 stúlkur námi þar og munu
íslenzkir nemendur næsta vetur
verða 16 af þeim 40, sem skólinn
rúmar, 3 í öðrum bekk, en 13
nýnemar.
Að þessu sinni luku 19 nemendur
prófí eftir 2 ára nám, þar af 5 pilt- /
ar. Voru meðal nemenda 3 Norð-
menn, 1 Svíi og 1 Englendingur auk
íslenzku stúlknanna fjögurra, sem
heita Aðalheiður Alfreðsdóttir, Guð-
rún Lára Guðmundsdóttir, Ingibjörg
Þóra Gestsdóttir og Steinunn Jóns-
dóttir. Aðalprófgreinarnar eru hönn-
un, teiknun, sníðagerð og saumar.
Guðrún Lára Guðmundsdóttir hlaut
hæstu einkunn yfír skólann fyrir
sauma, en 2 skólabræður hennar, Jan
Kolstad og David Hughes, voru með
hærri meðaleinkunn.
Árlega fara nemendur í náms-
ferðalag og var það að þessu sinni
til New York, þar sem tízkuhús og
m.a. Parsons-skólinn voru heimsótt.
Lokaverkefnið hófst svo 5. apríl og
er þá geysileg vinna hjá nemendum
allt til prófloka.
Skólastjórinn Marianne Duch-
waider er sem áður mjög ánægð með
íslenzku nemenduma. Hún bauð nú
til blaðamannafundar í húsakynnum
skólans á Gothersgötu 175 til að
sýna vinnustað nemenda og afrakst-
ur af vetrarstarfínu. Þar var sýnt
úrval lokaverkefna og margt mjög
nýstárlegt eins og leyndardómsfullir
kvenbúningar Jans Kolstads, sem
sækir hugmyndir sínar til norrænnar
goðafræði, og kvenlegur karlmanna-
fatnaður Ame Jensens, sem finnst
tími til kominn, að karlar losni úr
gráu fötunum, án þess að hætta að
vera karlmannlegir, eins og hann
komst að orði. Kvöldið eftir voru
aðalsýningamar 3 í Falkonercentret,
þar sem allir útskriftamemendur
sýndu og kynntu fatnað sinn.
Falconercentret á Friðriksbergi
var enduropnað nýlega eftir gagn-
gerar breytingar og er nú ein stærsta
og nýtízkulegasta hótel- og ráðstef-
numiðstöð í Danmörku. Þar er 16
hæða hótel, margir og misstórir sal-
ir, veitingastaðir og leiksvið, en lífæð
miðstöðvarinnar er 1200 fm anddy-
rið, sem Mode og Designskolen hafði
til afnota þetta kvöld. Islenzksmíðaði
hringsófinn með fallega blóma-
munstrinu prýðir anddyrið, en hönn-
uðir hans em Ole Kortzau og Ole
Gormsen og stendur fyrirtækið Epal
fyrir framleiðslunni á íslandi. Munu
fleiri svipaðir sófar væntanlegir það-
Rúskinnsdragt Guðrúnar Láru
Guðmundsdóttur.
an síðar í sumar fyrir hótelið.
Sýningarfólkið kom niður opinn
stiga af annarri hæð og myndaði
bjart umhverfið ágætan ramma um
flaúörsturtuklefi með öllum
fylgihlutum á frábæru verði
HREINIÆTI
ER OKKAR FAG
J. ÞORLÁKSSON &
NORÐMANN H.F.
RÉTTARHÁLSI 2
SÍMI 8 38 33
Stykkishólmur:
Ánægjulegur tími í eyjunum
- segir Dagbjört
Andrésdóttir
Stykkishólmi
HÚN er komin yfir nírætt, hún
Dagbjört Andrésdóttir og er nú á
sjúkrahúsinu i Stykkishólmi þar
sem hún hefir góða hjálp og
umönnun. Rifjar nú upp liðna tið.
Mestan hluta daganna eyddi hún
í eyjum. Með manni sínum Jens
Nikulássyni bjó hún í Sviðnum, en
þær eyjar bera enn minjar þess
að þar bjó lengi athafnamaðurinn
Ólafur Teitsson, eignaðist stjóra
fjölskyldu og mikinn auð þeirra
tíma.
„Það var virkilega ánægjulegur
KRISTJÁN SIGGEIRSSON HF
LAUGAVEG113
SÍMI: 91-625870
Morgunblaöið/Ámi Helgason
Dagbjört Andrésdóttir eyjakona, ásamt syni sínum Magnúsi.
dýrt og nú, en ánægja, gleði og sam-
skiptin við aðra eyjabúa og komu-
menn gáfu lífinu mikið gildi. Og svo
að maður tali ekki um smkomulagið
við blessaða fuglana sem veittu mikla
gleði.
Nei, það var ekki dauft í Sviðnum
á mínum dögum. Verslunin var í
Flatey og frá landi og öðrum eyjum
komu margir á leið í kaupstaðinn.
Þótt Sviðnur sé ekki mjög stór, var
hún fádæma notadijúg og gaf okkur
það sem við þurftum, en svo brann
blessaður bærinn minn og það var
mikið áfall, en það heyrir sögunni
til. Við stóðum uppi vegalaus, en
nokkru seinna keypti maðurinn minn
Svefneyjar og þar bjuggum við þar
til maðurinn minn lést. Síðan tók
Nikulás sonur okkar við og þar var
ég í skjóli hans.
Ég eignaðist þijá drengi, einn er
nú látinn, en Magnús sonur minn
kemur til mín svo að segja á hveijum
degi, en hann er búsettur í Stykkis-
hólmi, já allir drengirnir og bömin
þeirra hafa borið mig á höndum sér
svo ég þarf ekkert að kvarta. Vissu-
lega var oft mikið að gera, það dugði
lítið að sitja með hendur í skauti, en
vinnan göfgar manninn, var einhvem
tímann sagt og og ætli ég geti ekki
tekið undir það, því það er engin
skemmtun að vera iðjulaus."
- Árni
tími í eyjunum," sagði Dagbjört.
„Auðvitað þurfti að vinna og hugsa
um að komast áfram, en það voru
margir í eyjum og vinnuafl ekki eins
Kjörvari og
Þelcjukjörvari
verja viðinn
vel og lengi
málning'lf