Morgunblaðið - 14.07.1988, Síða 50

Morgunblaðið - 14.07.1988, Síða 50
Ast er... ... stærsti vinningur- inn. TM Reg. U.S. Pat Off,—all ríghts rasarvad ® 1987 Los Angetos Times Syndicate — En við seinni konuna ætla ég bara ekki að losna. Með morgnnkaffinu HÖGNIHREKKVÍSI Hörmungar í Palestínu Til Velvakanda. Nýlega gat að líta í blaðafréttum að stórlega hefði dregið úr straumi ferðamanna til Israels. Vart hefur þetta komið á óvart þegar menn hafa í huga þá ógn og skelfingu er víða ríkir á þessum slóðum og ekki síst á seinustu hernumdu svæðunum, Gaza og við vestur- bakka Jórdanárinnar. Fréttimar sem stöðugt berast þaðan eru skelfilegar og á stundum vill mað- ur ekki trúa því að siðmenntaðir menn geti sýnt af sér 'þá grimmd er raun ber vitni. Það verður að fara langt aftur í Mannkynssög- unni til að fá hliðstæðu þessa. Vart líður sá dagur að ekki sé fólk skotið og iðulega eru konur og böm þess á meðal. Fólkið er barið til óbóta, hundruðum manna er komið í fangelsi þar sem vistin er Týndur kettlingur Þessi fallegi þriggja mánaða kettlingur tapaðist frá Túngötu 16 fyrir skömmu. Hann er dökkgrár með hvítar hosur á öllum Qórum fótum og með hvítan blett á bringu. Þeir sem geta gefið upplýsingar um hann vinsamlegast hringi í sima 11790 eða 13398. hroðaleg, hvorki rennandi vatn né hreinlætisaðstaða af öðru tagi. Margir af þeim sem sleppa lifandi eru örkumla eftir misþyrmingar og pyntingar ísraelskra hermanna. Af mörgum spyrst aldrei. Hér koma nokkur dæmi um grimmd og hrottaskap ísraelsku dátanna. Þeir sem segja frá eru allir kornungir menn, sumir vart komnir af unglingsaldri. „Þeir bundu mig á höndum og fótum, festu mig aftan í heijeppa og óku af stað.“ „Þeir handjárnuðu mig og settu í klefa sem var 0.5 fermetri, spörk- uðu í mig og hentu sandi í vit mín.“ „Þeir drógu mig inn í herbíl og börðu mig þannig að ég hlaut nef- brot og innvortis blæðingar.“ „Þeir drógu mig út úr húsi mínu og hófu að beija mig. Þegar þeir sáu hvað ég var orðinn illa haldinn slepptu þeir mér. Ég fór á sjúkra- hús. Þar var ég skorinn upp vegna alvarlegs brots á handlegg. Um það bil mánuði síðar komu þeir heim til mín þar sem ég lá í rúm- inu með gips á handleggnum. Þeir drógu mig umsvifalaust út úr rúm- inu og brutu handlegginn á nýjan leik.“ „Lítil stúlka, sem var að leik á götunni ásamt öðrum bömum var skotin til bana. Nokkrir útlending- ar urðu vitni að þessum atburði, þar á meðal finnskur blaðamaðui Fólkið sá bílinn sem skotið var ú en þegar lögreglan kom á vettvan sagði hún að engin bifreið me þessu númeri væri til. Þar með va þetta úr sögunni.“ Éggæti haldið áfram í það óenc anlega að vitna í frásagnir ser þessar og ekki síður gæti ég sag frá mörgu óhugnanlegu sem pa lestínskir kunningjar mínir haf upplifað. Ég bið lesendur að gleyma þ\ ekki eitt augnablik að Palestínu fólkið býr við þennan hrylling landi sínu. Þarna bjó það man fram af manni, þar til landið va tekið af því með ofbeldi. Fram hj þessari staðreynd verður ekki kom ist og nú rís fólkið upp á þessur seinustu landssvæðum Palestín og berst hetjulegri baráttu þó vi algjört ofurefli sé að etja, því þa er vopnlaust. Unglingar kast grjóti og skjóta af teygjubyssur að ísraelsku hermönnunum. Þa þarf þó ekki einu sinni að hend gijóti til að verða barinn til óbót eða skotinn fyrir. Dirfist Palestínu maður að veifa fána þjóðar sinna er „sökin" sú sama. Ér nokkur furða þótt spurt sc Ætla íslendingar að halda áfrar að styðja þessa ísraelsku glæpa menn? Guðjón V. Guðmundsson Víkverji skrifar Teiknimyndum fyrir böm hefur fjölgað mjög á skjánum og em nú daglegur viðburður. A fyrstu dögum sjónvarps og raunar allt þar til Stöð 2 kom til sögunnar voru teiknimyndir einna helst sýndar f vikulegum bamaþáttum. Þessar teiknimyndir voru um Steinaldar- mennina, Jóga Bjöm, Andrés önd og fleiri. Þær voru einfaldar, falleg- ar og boðskapur þeirra skýr. Enn birtast sumar gömlu teikni- myndanna á skjánum og margar hafa bæst við, sem em bæði góðar og skemmtilegar. Annars konar myndir og ógeðfelldari virðast þó á góðri leið með að velta þeim úr sessi. Fyrir skömmu var til dæmis sýnd mynd um kappa, sem átti í höggi við illt fyrirbrigði utan úr geimnum. Þetta fyrirbrigði kom sér fyrir í risastóm býflugnabúi og augnaráð þess breytti mönnum í miskunnarlaus skorkvikindi, sem snemst hatrammlega gegn fyrrum vinum sínum. Mynd þessi var öll hin óhugnanlegasta og það virðist vera regla fremur en undantekning í teiknimyndum af þessu tagi að góðu garpamir beijist við ótrúlega ófrýnileg skrýmsli, sem halda litlu fólki vakandi langt fram á nótt og birtast í vondum draumum. Vissulega ber að þakka það sem vel er gert og margar teiknimynd- anna em eins og efni fyrir ung börn á að vera, fallegar og hugljúf- ar. Víkveiji varð til dæmis afar glaður þegar sýningar hófust á teiknimyndum um gamla kunn- ingja, Heiðu, afa hennar og Pétur geitasmala. XXX * Isíðasta sunnudagsblaði Morgun- blaðsins vekur Inger Anna Aik- man athygli á myndaspjöldum, sem börn safna nú í gríð og erg. Spjöld þessi fást í söluturnum, bera sam- heitið Garbage Pail Kids, og em hreint ótrúlega ógeðsleg. Á mynd- unum sjást teikningar af börnum, sem hafa skorið sig á rakvélablöð- um, orðið undir bifreiðum, rist sig á kvið svo iðrin liggja úti og er limlest á allan hugsanlegan hátl Víkveiji hefur oftar en einu sinr hitt unga vini, sem safna þessur myndum og leggja allan metna sinn í að eiga sem flest spjöld. Þa þarf svo sem ekki að koma neinur á óvart að börn taki upp á slíki en það vekur mikla furðu að foreldi ar skuli láta það viðgangast a börnin safni slíkum óþverra. Þ ættu kaupmenn að sjá sóma sinn því að hætta að selja þennan óhugr að. XXX að er ef til vill að bera í bakka fullan lækinn að kvarta unda notkun fleirtölu, þegar rætt er ur verð, en það fer ótrúlega í taugarr ar á Víkveija að sjá t.d. auglýs „lægstu verðin hjá okkur“. Fyri nokkmm ámm hefði þetta veri óhugsandi, en nú ber svo við a mjög margir kaupmenn telja si bjóða vöm á „góðum verðum".

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.