Morgunblaðið - 14.07.1988, Page 51
gerö verö tilboösverö
2x36 349 211 kr.
2x50 389 245 kr.
4x50 680 469 kr.
SVIÐGERÐAR- OG
VATNSÞÉTTINGAR-
EFNI SEM GERA
MEIRA EN AÐ DUGA
THORITE
Framúrskarandi viðgerðar-
efni fyrir steypugalla.
Þannig sparar það bæði
tíma og fyrirhöfn við móta-
uppslátt ofl. Thorite er til-
valið til viðgerða á rennum ofk
ACRYL60
Eftir blöndun hefur efnið
tvöfaldan þenslueiginleika,
tvöfaldan þrýstieiginleika,
þrefaldan sveigjanleika og
áttfalda viðloðun miðað við
venjulega steypu.
1 WATERPLUG
Sementsefni sem stöðvar
rennandi vatn. Þenst út við
hörnun og rýrnar ekki.
Þetta efni er talið alger bylt-
ing.
íslensk tunga í hættu
Kæri Velvakandi
Umfjöllun Morgunblaðsins og
annarra fjölmiðla hlýtur að leiða
hug okkar íslendinga að þeirri
hættu er þjóðtungu og um leið
menningu okkar stafar af síauknum
erlendum áhrifum. Það er samdóma
álit þeirra er um þetta fjalla að þar
gæti mest ásóknar engilsaxneskrar
tungu. Forsætisráðherra okkar far-
ast svo orð síðla árs 1987: „íslensk
tunga er í hættu. Höfum það hugf-
ast að sérhver ógnun við íslenska
tungu er um leið ógnun við full-
veldi þjóðarinnar."
Þjóðskáldið Matthías ljóðar svo
á Vestur-íslendinga áður fyrr:
„Tunga geymir í tímans straumi
trú og vonir landsins sona.“
Og nafni hans, Matthías Johann-
essen segir í ljóðinu „Fjöllin í brjósti
þér“:
„Hans orð sem fræ í barnsins
bijóst vér leggjum
að blómgist það og vaxi einnig
þar.“
Morgunblaðið er stærsta og
víðlesnasta blað landsins. Það hefur
ávallt haft á að skipa mjög góðu
og færu starfsliði, sem hefur kapp-
kostað að vanda málfar sitt og sýnt
góða ritfæmi enda hafa ritstjórar
blaðsins á hveijum tíma verið mál-
snjallir og orðhagir í betra lagi.
Þeir hafa því ætíð gert sér far um
að standa vörð um íslenska tungu,
um það vitnar þátturinn „íslenskt
mál“.
Allir fjölmiðlar munu eiga nokkra
sök á þeirri óheillaþróunn sem lýst
er í upphafi þessa máls og því mið-
ur er Morgunblaðið ekki undanski-
■lið og vísast til þáttarins „Hvaða
bækur eigum við að lesa í sumar-
leyfinu?" það er þó einkum „nafn-
giftin" sem særir þjóðarstoltið með
algjörlega einhliða kynningu á
ensku lesefni. Það á bókstaflega
að mata okkur íslenska lesendur
blaðsins á lítt uppbyggilegum og
fremur lágkúrulegum íslenskum
spennureyfurum. Aldrei hefur um-
sjónarmaður þáttarins látið svo lítið
að mæla með eða kynna okkur
íslenskum lesendum þessa bóka-
þáttar eina einustu bók á móður-
málinu og hlýtur þó að vera af
Þessir hringdu ..
Skeirtur ellilífeyrir
Ellilífeyrisþegi hringdi:
„Stjórnin gumaði af því þegar
hún hækkaði ellilífeyrinn í síðasta
mánuði. Nú hafa þeir lækkað
hann aftur og gengur það heldur
hljóðlegar fyrir sig. Ég er komin
hátt á sjötugsaldur. Síðasta mán-
uð hafði lífeyririnn hækkað upp í'
18.300 hjá mér vegna allsheijar
hækkunar á ellilífeyri en nú draga
þeir allt í einu saman seglin og
lækkuðu hann á ný niður í 15.700
fyrir þennan mánuð.
Hvers vegna þarf ávallt að ráð-
ast á garðinn þar sem hann er
lægstur?“
Taska
Brún leðurtaska féll ofan af bíl
á milli Álfheima í Reykjavík og
Selfoss. Taskan er lítil með tveim-
ur höldum og rennilás. Inni í henni
eru karlmannsföt. Finnandi vin-
samlegast hafi samband í síma
36173.
nógu að taka. Ólafur Ragnarsson
bókaútgefandi sagði fyrir nokkru í
sjónvarpsviðtali þegar rætt var um
íslenskar bækur: „Fólk kýs að taka
með sér bók í sumarfríið og hvíla
sig á fjölmiðlum."
Enda þótt fjölmargir íslendingar
séu vel læsir á enska tungu og
geti til fulls notið þeirra erlendu
bóka sem kynntar eru í þessum
bókaþætti, þá eru þó fleiri sem yrðu
að burðast með orðabók í farteskinu
að auk. Ég hygg að flestum þætti
það nokkuð fyrirhafnarsamt.
Meðan engin íslensk bók fær
minnsta rúm eða nokkra kynningu
í þessum bókaþætti, þó ekki væri
nema til jafns við þær erlendu fínnst
mér það jaðra við lítilsvirðingu og
mismunun við íslenska lesendur svo
og þá fjölmörgu íslendinga er fást
við ritsmíðar í bundnu og óbundnu
máli. Ef það skyldi nú velkjast fyr-
ir íslenska ferðalanginum hvaða
íslenska lesefni bæri að velja, ef
það brygðist til beggja vona með
veðrið á „Costa del Sol“, mæli ég
með tveimur ágætum bókum:
Skáldsögunni „Ást á rauðu ljósi"
og ljóðabókinni „Mörg eru dags
augu“.
Það eru vinsamleg tilmæli mín
til ritstjórnar Morgunblaðsins að
þessi umræddi bókaþáttur í þeirri
mynd sem hann er nú er verði lagð-
ur niður enda með öllu óþarfur þar
sem fyrir eru í blaðinu þættir, sem
þjóna því hlutverki að kynna íslen-
skar og erlendar bækur.
I leiðara Morgunblaðsins segir á
einum stað:
„Við búum í litlu samfélagi en
stórum menningarheimi. Við höfum
fyrr og síðar megnað að skapa okk-
ur sess í þessum heimi með fram-
lagi í bókmenntum. Þá arfleifð verð-
um við að rækta.“
Virðingarfyllst,
Guðmundur J. Mikaelsson.
51
Rennibrautin í Laugardal
Ágæti Velvakandi!
Hér æt'a ég hripa á blað hugleið-
ingar mínár sem vaknað hafa í kjöl-
far nýrrar rennibrautar í Laugar-
dalssundlauginni. í þessum pistli
ætla ég reyndar bæði að lofa hana
og kvarta yfir henni.
Ég ætla að byija á því að þakka
borgaryfirvöldum þá framkvæmd-
arsemi að setja upp rennibrautim-
ar. Við sem förum daglega í sund
sjáum að þær gera mikla lukku og
þá sérstaklega meðal yngra fólks-
ins.
En þá er komið að kvartinu! Við
sem komum daglega í Laugardals-
laugina erum nú, síðan rennibrautin
kom upp, jafn lengi í biðröðinni og
það tók okkur áður að koma okkur
ofan í, synda 200 metrana og fara
upp úr aftur. Það væri því mikil
bragarbót, ef settur væri upp nokk-
urskonar „hraðkassi" fyrir þá sem
ekki ætla að nýta sér þær lystisemd-
ir sem boðið er upp á.
Fleira er það nú reyndar sem ég
vil hafa orð á. Þau böm sem hafa
keypt sig inn og keypt jafnframt
ferðir í rennibrautina, en of fáar,
þurfa að fara aftast í röðina til að
geta bætt við sig ferðum. Þar bíða
þau rennblaut og skjálfandi. Þetta
er ótækt. Það á að vera sjálfsagt
að þau geti ákveðið að fara fleiri
ferðir en þau ráðgerðu í upphafi
án þess að þurfa að „afplána“ bið-
röðina aftur. Annað hvort eiga þau
að fara fremst í röðina, því þau em
jú búin að kaupa sig inn, eða þá
fá afgreiðslu strax, t.d. í gegnum
þær lúgur sem lyklunum er skilað
inn um.
Loks vil ég geta þess að mér
finnst yfir höfuð ekki eðlilegt að
það sé borgað sérstaklega fyrir af-
notin af rennibrautinni. Þau ættu
að vera falin í aðgangseyrinum al-
veg eins og afnotin af öllum heitu
pottunum. Rennibrautin getur ekki
verið dýrara fyrirbæri en allir þess-
ir heitu pottar, sem em öllum til
afnota ótakmarkað, ef þú aðeins
greiðir aðgangseyrinn.
S. Ó.
R.B.BYGGINGAVÖRHR HE
Suðurlandsbraut 4, Slmi 33331 og Nethyl 2, Ártúnsholti, Slmi 671440
:t UUl. ,M HUOAntJTMMl’? .GWJAJflWUOflQM
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1988
THOROGRIP
Thorogrip er sementsefni,
rýrnar ekki, fljótharðnandi.
Þenst út við þornun og er
ætlað til að festa ýmsa
málmhluti t stein og stein-
steypu.
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691282 KL. 10-12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
LJÓSMYNDABÚÐIN
I dag og næslu daga
bjóðum við ótrúleg
tilboð á öllum ljós-
myndavörum t.d.
"slidesleðum"
ÚTSALA
Afsláttur af öllum karlmannafötum, jökkum,
terylenebuxum og ýmsum öðrum vörum.
'k Karlmannaföt kr. 3.995 — 5.500 —
8.900 og 9.900.
k Jakkar kr. 4.995.
k Terylenebuxur kr. 1.095— 1.595 og 1.795.
Andrés, Skólavörðustíg 22,
sími 18250.