Morgunblaðið - 14.07.1988, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 14.07.1988, Qupperneq 52
52 MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1988 fném FOLX Frá JóniHalldóri Garðarssyni i Þýskalandi ■ TONY Schumacher, fyrrum landsliðsmarkvörður Vestur- Þýskalands, leikur nú með tyrk- neska liðinu Fenerbahce frá Istan- bul. Hann er sann- kölluð hetja þar um þessar mundir því uppselt var á fyrstu æfinguna hjá liðinu, 40.000 þúsund manns, og komust færri að end vildu. Hann segist aldr- ei hafa upplifað annað eins og líkir þessu við að liðið hafi veriða að vinna heimsmeistaratitil. Schumac- her fór út að borað á einu besta veitingahúsi Istanbul á dögunum og var honum tjáð af eigandanum, að ef hann héldi hreinu gegn Galat- asary, sem er frægast lið Tyrkja og er einnig frá Istanbul, fengi hann að borða þar frítt í heilt ár. ■ JÖRGEN Andersen, Nor- maðurinn sem leikur með Eintracht Frankfurt, hvefur verið einn besti leikmaður liðsins í æf- ingaleikjum sem fram hafa farið að undanfömu. Hann skoraði meðal annars 4 mörk er Frankfurt sigr- aði utandeildarlið, 18:0. ■ ARI Haan, þjálfari Stuttgart, hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa ekki tilskilin þjálfararéttindi til að þjálfa lið í Bundesligunni. Vestur-þýska knattspymusam- bandið setti nýlega þær reglur að þjálfarar í Bundesligunni yrðu að hafa ákveðna þjáflaragráðu frá íþróttaháskólanum í Köin til mega þjálfa. Haan var við nám í skólan- um í Köln, en hætti þegar hann réði sig til Stuttgart í fyrra. ■ UWE Rahn, sem leikur með Borussia Mönchengladbac, hefur komið mjög sterkur út í æfingaleikj- um með liðinu að undanömu. Hann hefur ávallt veirð markahæstur. Hann átti við meiðsli að stríða í lok síðasta keppnistímabils, en er nú Seinilega kominn í sitt besta form. HOMBURG, sem lék með veijuauglýsingu frá ensku fyrirtæki á síðata keppnistímabili, hefur nú fengið 100 þúsund marka skekt frá vestur-þýska knattspymusamband- inu. Þessi sket þykir forráðamönn- um félagsins ekki mikil og segja þeir að auglýsingin hafi borgað sig og vel jþað. ■ JURGEN Kohler, landsliðs- maður Vestur-Þýskalands, hefur endumýjað samning sinn við Köln til 1991. Það er þó í samningi hans að hann megi leika á Italíu ef ítalskt lið borgi 3,2 milljónir marka fyrir hann. É GRIKKINN Tisionanes, sem leikur með Mannheim, var dæmdur í þriggja vikna fangelsi fyrir að aka á gamlan mann í Júgoslavíu. Forr- áðamenn Mannheim reyna nú að fá Tisionanes lausan úr haldi, en það er ekki talið líklegt að það ta- kist. ■ FRANZ Beckenbauer, lands- liðsþjálfari Vestur-Þýskalands, hefur nú skilið við konu sína, Diane, eftir 12 ára sambúð. Hann hefur nú fundið sér aðra kæmstu og er hún skrifstofustúlka hjá vestur- þýska knattspymusambandinu. Beckenbauer á þrjá drengi frá fyrra hjónabandi. Tony Schumachor. TENNIS / NIKE-DUNLOP FRJALSAR IÞROTTIR Verðlaunahafar Nike-Dunlop tennismótið fór fram fyrir skömmu. Verðlaunahafar í unglingal- fokki á mótinu eru á myndinni. Þau eru: F.v. Jónas Bjömsson, Anna P. Stefánsdóttir, Úlfhildur Indriðadóttir, Fjölnir Pálsson, Amey Þórarinsdóttir, Elísabet Sveinsdóttir og Stefán R. Pálsson. KA á höttunum eftir Gunnari Gíslasyni ÍR-liAIA sem tók þátt í unglingamótum í Svíþjóð. Efri röð frá vinstri: Hjalti Siguijónsson, Bragi Viðarsson, Einar Marteinsson, Helgi Bjami Birgisson, Bryndís Guðnadóttir, Anton Sigurðsson og Sigrún Gunnarsdóttir. Neðri röð frá vinstri: Amaldur Gylfason, Amheiður Hjálmarsdóttir, Hrefna Frímannsdóttir, Guðrún Valdimarsdóttir, Guðrún Ásgeirs- dóttir, Stefanía Kjerúlf og Linda B. Ólafsdóttir. Hið árlega Hi-Ci-Skagamót sem er knattspymukeppni 6. flokks liða drengja fer fram á Akra- nesi dagana 12.—14. ágúst nk. Þetta mót er orðið árlegur við- burður og hefur vel til tekist um framkvæmd þess á undanförnum ámm. Auk knattspyrnumótsins verður ýmislegt fleira til gamans gert, efnt verður til mikillar grill- veislu og einnig verður haldin kvöld- vaka með ýmsum skemmtiatriðum. Þá fer fram í tengslum við mótið önnur knattspyrnukeppni innan- húss. Þátttökutilkynningar vegna móts- ins skulu hafa borist fyrir 20. júlí nk. og eru allar nánari upplýsingar gefnar hjá Steini Helgasyni fram- kvæmdastjóra knattspyrnufélags ÍA. Hi-Ci-Skagamótið KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA Anton setti Islands- met í grindahlaupi Unglingalið ÍR í fijálsum íþrótt- um er nýkomið úr keppnisferð til Svíþjóðar þar sem tekið var þátt í þremur mótum. Alls voru 18 krakkar á aldrinum 14 til 18 ára sem fóru utan. Anton Sigurðsson, sem er aðeins 14 ára, setti íslandsmet unglinga í 80 metra grindahlaupi á móti sem fram fór í Helsingborg. Hann hljóp á 13,01 sek. Árangur unglinganna var góður og bættu þau sig flest 1 sínum aðal- greinum. Krakkamir kepptu fyrst á móti í Trelleborg sem 100 kepp- endur tóku þátt í. Þar náði Bryndís Guðnadóttir, sem er 18 ára, að sigra í spjótkasti, kastaði 32,54 metra. Síðan var keppt í Nybro þar sem keppendur voru samtals 85. Þar sigraði Bragi Viðarsson í 800 m hlaupi á 2.27,99 mín. Guðrún Ás- geirsdóttir sigraði í 100 m hlaupi á 13,95 sek. Guðrún Valdimarsdóttir sigraði í langstökki, stökk 4,66 metra. Loks var keppt í Eyrarsundleikun- um í Helsingborg og voru keppend- ur þar samtals 2800 og voru 20 til 90 þátttakendur í hverri grein. ís- lendingunum tókst ekki að komast í úrslit enda mótið eitt það sterk- asta á Norðurlöndum í þessum ald- ursflokki. Þar náð Anton að setja unglingamet í grindahlaupi eins og áður segir. Eins náðu Einar Mar- teinsson góðum árangri í spjót- kasti, kastaði 47,54 metra. Helgi B. Birgisson stóð sig vel í 100 m halupi (12,40), 200 m hlaupi (24,74) og 800 m hlaupi (2.06.12). Guðrún Asgeirsdóttir hljóp 400 m á 61,43 sek. Guðrún Valdimars- dóttir stökk 4,92 m í langstökki og Hrefna Frímannsdóttir stökk 4,85 metra, en þær eru báðar 16 ára. Krakkarnir söfnuðu sjálf fyrir ferð- inni sem tókst $ alla staði mjög vel að sögn fararstjórans, Stefáns Þórs Stefánssonar. GUNNAR Gíslason, knatt- spyrnumaður, með Moss í Nor- egi, er staddur hér í sumarfríi um þessar mundir, og hafa KA menn verið að reyna að fá hann í sínar raðir fyrir næsta keppn- itímabil. Gunnar sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri möguleiki á að hann léki hér heima næsta sumar, og þá hugsanlega með KA. „Það er hins vegar ekkert afráðið í þessu efni, og KA er ekki eina liðið hérna sem hefur falast eftir mér,“ sagði Gunnar. Um væntanlega mótheija Moss í Evrópukeppninni, Real Madrid, sagði hann að það hefði verið draumurinn að lenda á móti þeim. „Þetta er sannakallaður óskaleikur, við hefðum ekki geta dregist gegn betra liði. Möguleikar okkar eru hins vegar harla litlir, eins og gefur að skilja, sagði hann að lokum. ÍHém Framundan Golfmót ■ LACOSTE-mótið í golfi fer fram í Grafarholti á laugardaginn. Þetta er opið mót og verða leiknar 18 holur með forgjöf. Verðlaun verða einnig veitt fyrir besta skor- ið. Þetta mót er það síðasta fyrir landsmót sem hefst 21. þessa mán- aðar. Þetta mót er því kjörið tæki- færi til undirbúnings fyrir væntan- lega landsmótskeppendur. Skrán- ing og pöntun á rástímum fer fram í Golfskálanum Grafarholti. ■ OPNA Húsavíkurmótið í golfi fer fram um helgina. Leiknar verða 36 holur á Kaltavelli með og án forgjafar í karla, kvenna og unglingalfokki. Golfvöllurinn er í ágætu ásigkomulagi og er búist við góðri þátttöku eins og verið hefur undanfarin sumur. Skráning þarf að berast fyrir föstudagskvöld. Fijálsar íþróttlr ■ , UNGLINGAMEISTARA- MÓT íslands 15 til 18 ára í fijáls- um íþróttum fer fram dagana 23. og 24. júlí í Reykjavík og á Húsavík. Keppt veður í fjórum flokkum. Skráningu fer að ljúka. ■ HERAÐSMÓT HSS í frjáls- um íþróttum fer fram um næstu helgi að Sævangi og hest mótið á laugardaginn kl. 14.00. Knattspyma ■ Knattspyrnudeild Breiða- bliks og verslunin Gull & Silfur h/f munu standa fyrir knattspymumóti fyrir 3. og 4. flokk kvenna, helgina 6. og 7. ágúst. Þetta er í fjórða sinn sem mót þetta ,er haldið og fer umfang þess stöð- ugt vaxandi.Árið 1985 voru þátt- takendur um 50 en í fyrra vom þeir 200 talsins. Framkvæmd verður svipuð og und- anfarin ár, þ.e. leikið verður í riðlum á laugardag og úrslitariðlum á sunnudag og endað með verðiauna- afhendingu á sunnudagskvöld. Senda má eitt lið til keppni í hvorum flokki. Leikið verður samkvæmt reglum KSÍ um minni-knattspyrnu og kvennaknattspyrnu, nema hvað leiktíma gæti verið hnikað til skipu- lagsins vegna. Liðum utan af landi verður útvegað svefnpokapláss, sé þess óskað. Þátttökutilkynningar þurfa að hafa borist til knattspyrnudeildar UBK fyrir 15. júlí. Karate ■ KARATEDEILD Stjörnunn- ar býður nú í fyrsta skipti upp á karateskóla fyrir 6-12 ára krakka. Karateskólinn er rekinn í samvinnu við íþrótta- og leikjanámskeiðið í Garðabæ og stendur yfir 18.-29. júlí. Innritun verður næstkomandi föstudag í Garðaskóla frá klukkan 10.00-16.00. Kraftlyftingar ■ DR. Squat, öðru nafni Dr. Frederick C. Hatfield, verður með þjáflaraskóla í Æfingastöðinni Engihjalla í Kópavogi dagana 15. til 17. júlí. Hér er um að ræða nám- skeið í kraft- og líkamsþjálfun. Einnig verður kennd næringafræði, aerobic, teygjur, íþróttanudd, tækniþjálfun, endurnýjunartækni og annað er viðkemur þjálfun mannslíkamans. Allir þátttakendur fá viðurkenning- arskjal að hálfu Dr. Hatfields í lok námskeiðs og útnefningua líkams- ræktarþjálfari að hálfu KRAFT. Skráning fer fram í Æfingastöðinni Engihjalla.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.