Morgunblaðið - 14.07.1988, Page 54

Morgunblaðið - 14.07.1988, Page 54
54 MORGÚNBLAÐH) IÞROTTIR FTMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1988 íÞfómR FOLK ■ ■ EINTRACHT Frankfurt hefur afráðið að selja ungverska leikmanninn Lajos Detari til gríska liðsins Piraeus. Framkvæmdastjóri Eintracht, Wolfgang Kraus, sagði að ástæðan fyrir þessari sölu væri sú að félagið vantaði peninga. Sölu- verðið fyrir Detari var hins vegar ekki uppgefið, en áræðanlegar heimildir eru fyrir því að hann hafí verið seldur á 12 milljónir dollara (552 milljónir íslenskar krónur) og er það hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir nokkum leikmann ■ PATNEVINskoski landsliðs- maðurinn hjá Chelsea er ekki falur fyrir neina smáaura. Everton hafði boðið 300.000 pund fyrir hann, en verðið sem Chelsea setti upp var öllu hærra, eða 1700.000 pund. Það varð því að grípa til þess að fá hlut- læga aðila til að fjalla um málið og komust þeir að þeirri niðurstöðu að rétt verð fyrir hann væri 925.000 sterlingspund, sem er u.þ.b. 72 milljónir íslenskar. Þeir hjá Ever- ton verða því að bijóta odd af of- læti sínu eigi þeir að fá hann í sínar raðir. ■ BRASILÍUMENN fór létt með að sigra Saudi Arabíu á Astr- alíuleikunum í knattspyrnu. Gio- vani hamraði knöttinn tvívegis í netið í fyrri hálfleik úr vítaspyrnum og þeir Jorginho og Edmar bættu tveimur mörkum við áður en 50 mínútur voru liðnar af leiknum. Majed Abdullah minnkaði svo muninn í þijú mörk með marki á 65. mínútu. Brasilía er í efsta sæti á mótinu, með 5 stig. FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Helga sigraði í Dublin Hljóp 400 m grindahlaup á 57,70 sem er undir ólympíulágmarkinu í þessari grein HELGA Haildórsdóttir úr KR sigraði í 400 m grindahlaupi á sterku frjálsíþróttamóti í Dublin í írlandi í fyrra kvöld. Hún hljóp á 57,70 sek. sem er hennar næst besti árangur og er undir ólympíulagmarkinu í greininni. Helga á íslandsmetið sem er 57,53 sek og var sett í fyrra. Þessi árangur hennar lofar því góðu fyrir Olympíuleikana í Seoul í septem- ber. Helga hafði mikla yfirburði í hlaupinu var sekúndu á undan Jane person frá Bretlandi sem var önnur. Þriðja var Barbara Johnson frá írl- andi á 59,10 sek. „Þetta er mjög góður árangur hjá Helgu. Hún hefur verið að bæta sig og þessi árangur lofar góðu um framhaldið," sagði Guðmudur Karlsson, landsliðsþjáflari FRÍ, í samtali við Morgunblaðið. Þordís Gísladóttir keppti í hástökki og sigraði, stökk 1,80 metra. Oddur Sigurðsson keppti einn- ig á mótinu í 400 m hlaupi, en var ekki einn af þremur efstu. Mesta athygli vakti 1500 m hlaupið. Ólympíu- meistarinn .Sebastian Coe, átti rétt um 450 metra ófama í mark þegar hann varð að hætta keppni vegna þess að hann fann fyrir verkjum í öðrum kálfanum. Sigurvegari í hlaupinu var John Walker frá Nýja Sjálandi og hljóp hann vegalengdina á 3:41,23 mínútum. Coe sagði að sér hefði þótt vissara að hætta keppni, því það væri aldrei að vita hversu alvarlegt svona lagað gæti verið. Hann stefnir nú ótrauður að því að vinna sína þriðju gullmedalíu á Ólympíuleikunum í Seoul, en ekki er ennþá vitað hvort meisli þessi eiga eftir að hindra æfingar hans og koma í veg fyrir það. Helga Halldórsdóttlr er að komast í góða æfíngu. Hún hljóp undir ólympíulágmarkinu í 400 m grindahlaupi í Dublin. .SjpíS*"'' Helga Halldórsdóttir Fædd: 22.04.1963. Hæð: 1,76 Þyngd: 60 kg Félag: KR og Track Club Kalifomíu. Aðalgrein: 400 m grinarhlaup. Framfarir í 400 m grinarhlaupi: 1983: 61,7 1984: 60,74, 1985: 58,44, 1986: 57,64, 1987 57,53. KNATTSPYRNA / 1. DEILD Verður sigurganga Fram stöðvuð? Fram mætir íslandsmeisturum Vals að Hlíðarenda í kvöld Pótur Ormslev, fyrirliði Fram, er bjartsýnn fyrir leikinn. FRAMARAR leika gegn Vals- mönnum í kvöld að Hlíðarenda og hefst leikurinn kl. 20.00. Óhætt er að segja að leikurinn sé mjög mikilvægur fyrir bæði liðin, þvítapi Framarar verður forskot þeirra ekki nema 5 stig og Valsmenn, ásamt næstu lið- um á eftir, gætu ógnað þeim með góðri frammistöðu í seinni umferðinni. Bæði liðin verða í kvöld án lykil- manna sem eru meiddir. Fram- arar verða án markhæsta mannsins í deildinni, Guðmundar Steinssonar, en hann hann hefur gert 9 mörk í jafnmörgum leikjum. Valmenn fá hins vegar ekki notið krafta Hilm- ars Sighvatssonar, sem hefur verið einn af þeirra bestu mönnum á miðjunni og átt góða leiki að und- anfömu. Það verður því án efa hart barist að Hlíðarenda í kvöld þegar tvö efstu lið deildarinnar mætast þar. Verður sigurganga Fram stöðvuð eða auka þeir forskot sitt í 11 stig? „Leikum til sigurs“ Pétur Örmslev, fyrirliði Fram, seg- ist búast við að þetta verði tauga- leikur eins og svo oft þegar þessi lið hafa leikið saman. „Ég held þó að þetta verði skemmtilegri leikur en oftast áður milli þessara liða. Valsmenn verða að sækja og við munum spila okkar bolta og sækja eins og venjulega. Við ætlum ekki að spila upp á jafntefli heldur leik- um við til sigurs. Mótið er langt frá því að vera búið. Ég reikna með, að Valsmenn verði harðskeyttustu andstæðingar okkar í toppbarát- tunni en ég held nú samt að við séum ívið sterkari aðilinn", sagði Pétur í samtali við Morgunblaðið. „Alger nauösyn aö vinna“ Siguijón Kristjánsson, Val sagðist vera afslappaður fyrir leikinn en jafnframt að Valsmenn myndu gefa sig alla í leikinn. „Það er okkur alger nauðsyn að vinna. Ég held að það sé ekkert vafamál, að þetta eru tvö beztu liðin núna. Framliðið hefur leikið vel, sérstaklega vömin en við höfum líka eflst undanfarið. Ég held að dagsformið ráði úrslit- um. Sjálfsagt má búast við að taugaspenna einkenni leikinn, að minnsta kosti til að byija með en við stefnum að því að leika okkar bolta", sagði Siguijón í samtali við Morgvnblaðið í gærkvöldi. KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ Búlgarir leika á Laugardalsvelli í byrjun ágúst BÚLGARÍA leikur vináttu- landsleik í knattspyrnu viö íslendinga á Laugardalsvelli 7. ágúst. Búlgarska liðið er eítt sterkasta landslið Evrópu og komst meðal annars í úr- slit heimsmeistarakeppninn- ar í Mexíkó 1986. etta er kærkomin heimsókn fyrir íslenska liðið, því það leikur gegn Sovétmönnum í und- ankeppni HM 31. ágúst. Búlg- arska landsliðið er að undirbúa sig fyrir unankeppni HM sem fram fer á Ítalíu 1990 og leikur meðal annars við Finna og Norð- menn í sömu æfíngaferð. Búlgaría hefur verið með eitt af bestu landsliðum Evrópu undan- farin ár. Liðið Iék á HM í Mexíkó og var aðeins einu stigi frá því að komast í úrslitakeppni Evrópu- mótsins í Vestur-Þýskalandi. HANDKNATTLEIKUR Öruggt hjá A-Þjóðverjum Tvö rauð spjöld er Vestur-Þýskaland sigraði Kúbu AUSTUR-ÞJÓÐVERJAR áttu ekki í nokkrum eriðleikum með Kínverja í gær. Heimamenn sigruðu 32:18, en í leikhléi var staðan 18:11. Þrátt fyrir að Kínveijar séu með skemmtilegt lið hefur þeim gengið illa og tapað stórt í tveimur fyrstu leikjunum, en Austur-Þjóð- veijar hafa unnið báða leiki sína. Kínveijar mæta ís- lendingum á morg- un og Islendingar ættu líklega að sigra nokkuð örugg- lega. Walh, Borchard og Mepzke skoruðu flest mörk Þjóðveija 5 hver. Leikur Vestur-Þyskalands og Kúbu fór fram í Dessau, áður en leikur íslendinga hófst. Kúbumenn stóðu Logi Bergmann Eiðsson skrífarfrá A-Þýskalandi lengst af í Vestur-Þjóðveijum, en urðu að sætta sig við tap, 23:27. Leikurinn var mjög grófur og tveir leikmenn fengu rauða spjaldið fyrir slagsmál. Það voru þeir Rudiger Neigel hjá Vestur-Þjóðveijum og markakóngur Kúbumanna, Duran- ona. Loks sigruðu Sovétmenn B-lið Austur-íjóðveija örugglega 29:21. í leikhléi var staðan 13:8, Sovét- mönnum í vil. Sonesterow var markahæstur Sov- étmanna með 7 mörk, en Sonnefeld skoraði flest mörk Austur-Þjóveija eða 5. Á morgun eru síðustu leikirnir í riðlakeppninni. íslendingar mæta Kínveijum og Austur-Þjóðveijar Pólveijum. Tvö efstu liðin í hvorum riðli leika um 1-4 sæti en tvö neðstu um 4-8 sæti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.