Morgunblaðið - 14.07.1988, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 14.07.1988, Blaðsíða 56
ALLTAF t SOLARMEGIfíl upplýsingar um vörur og pjónustu. FIMMTUDAGUR 14. JULI 1988 VERÐ I LAUSASOLU 70 KR. Mikill laxadauði í kvíum Haflax við Viðey: Þörungar hafalík- leg-a drepið laxinn Tjónið nemur milljónum króna ER KOMIÐ var að laxeldis- kvíum Haflax austur af Viðey á þriðjudagsmorguninn var mikill hluti laxanna í þeim, allt að 80-90%, dauður. Talið er líklegt að þörungar hafi drepið laxinn. Tjónið nemur milljónum króna en málið er nú í rannsókn hjá Hafrannsóknarstofnun og Sigurði Helgasyni, fisksjúk- dómafræðingi á Keldum. Guðmundur Asgeirsson, einn af Trilla sökk á Flákukanti: „Sjór fossaði inn í bátinn en ég var aldrei í hættu“ „SJÓRINN fossaði inn í bátinn undan vélinni og mér vannst aldr- ei tími til að kanna nánar hvað þetta var,“ sagði Kristján Kristj- ánsson, eigandi og skipstjóri á Menn óttast nú að gufuspreng- ing verði á Kröf lusvæðinu Ottastgufu- sprengingu við Kröflu Umferð ferða- manna stöðvuð um sinn Leirhnjúkssvæðinu við Kröflu hefur verið lokað um sinn fyrir ferðamönnum vegna aukinnar tíðni jarð- skjálfta síðustu sólarhringa. Landris jókst mjög fyrir tveimur sólarhringum og bendir allt til þess að hreyfing sé á kviku neðanjarðar, en á meðan kvikuhreyfíng á sér stað á þessu vatnasvæði er hætta á að gufu- sprenging geti orðið ef kvikan kemst í vatn og slík sprengin getur þýtt jarðrask og hættu fyrir þá sem kynnu að vera á svæðinu. Almannavamanefnd Mý- vatnssveitar ákvað í gær í ljósi þessa að stöðva umferð á Leir- hnjúkssvæðinu á meðan tíðni jarðskjálftakippanna er eins mikil og raun ber vitni. Jarð- skjálftakippimir finnast ekki langt frá gossvæðinu, en koma fram á mælum. mótorbátnum Laufeyju Jörunds- dóttur VE 23, sem sökk á Fláku- kanti, norðan við Kolluál, um klukkan 20.00 í gærkvöldi. Kristj- án var einn um borð og var bjarg- að um borð í mótorbátinn Pétur Jakob SH 37, sem var á svipuðum slóðum þegar óhappið varð. Kristján kvaðst aldrei hafa verið í neinni hættu, því veður var til- tölulega gott þótt nokkur velting- ur væri. Laufey Jörundsdóttir, sem er 9,6 tonn að stærð, var við veiðar úti á svokölluðum Fláka, norðan við Kolluál. „Ég var á reki að skaka og fannst þá báturinn vera orðinn eitt- hvað einkennilegur í rekinu og fór að athuga málið,“ sagði Kristján. „Hann var þá orðinn hálffullur af sjó niðri í vél. Það fossaði inn undan vélinni og ég komst aldrei að til að athuga þetta nánar. Pétur Jakob kom svo þama að og tók mig í tog. Við reyndum að þétta þetta en það gekk ekkert og trillan sökk á innan við klukkutíma," sagði Kristján enn- fremur. Tveir menn voru á Pétri Jakob, þeir Magnús Emanúelsson skipstjóri og Jökull Barkarson, báðir frá Ól- afsvík. eigendum Haflax, segir að í kvíun- um hafí verið um 10.000 laxar, allt frá seiðum og upp í 2 kílóa þungan físk. Mest hafí drepist af laxinum í þeim kvíum sem seiðin vom í, allt að 80-90% en seiðin voru 80-100 grömm að þyngd. „Við höfum ekki enn gert okkur í hugarlund hve tjónið er mikið en ljóst er að það nemur milljónum króna,“ segir Guðmundur. Að- spurður um hvort vitað sé hvað olli dauða fískana segir Guðmund- ur að allar líkur bendi til að um þörungaflekk hafí verið að ræða. „Það sem styður þá kenningu er að um klukkan ellefu kvöldið áður var laxinn í fullu fjöri og þær eldis- kvíar sem eru í kringum okkur hafa alveg sloppið að því er virð- ist.“ Þörungar drápu sem kunnugt er mikið magn af físki í Norðursjó nýlega en þeir setjast að í tálknum físksins og kæfa hann. Sigurður Helgason físksjúk- dómafræðingur segir að hann vilji ekki tjá sig um málið að svo stöddu þar sem rannsóknin sé of skammt á veg komin til að hægt sé að fullyrða nokkuð um ástæður þess að laxinn drapst. „Einn þeirra möguleika sem við erum að kanna nú er hvort þörungar hafí valdið þessu tjóni en ég vil taka fram að ekki er hægt að útiloka neina möguleika að svo stöddu," segir Sigurður. Beið bana í bíl- slysi á Hrúta- fjarðarhálsi ELDRI kona lést í bifreiðarslysi á Hrútafjarðarhálsi laust eftir klukkan 18 í gær. Tveir voru fluttir á sjúkrahúsið á Hvamms- tanga en eru að sögn lögreglu ekki taldir alvarlega slasaðir. Ekki er unnt að greina nánar frá málsatvikum að svo stöddu. Samdráttur í Ameríkuflugi: Morgunblaðið/Sverrir Christopher Lee Marshall, 11 ára gamall, veifar bandariska fánan- um við komuna til landsins. Með bangsann yf ir Atlantshaf CHRISTOPHER Lee Marshall, 11 ára gamall bandarískur drengur, lenti á Reykjavíkur- flugvelli rétt fyrir klukkan þijú í gær, eftir tæpra þriggja tíma flug frá Grænlandi. Með honum var Randy Cunningham, fyrr- verandi atvinnuflugmaður. Takmark Christophers er að verða yngsti flugmaðurinn sem flogið hefur yfír Atlantshafið. Að því er hann tjáði Morgunblaðinu hefur hann flogið vélinni sjálfur, nema þegar þeir lentu í Kulusuk á þriðjudag. Vélarbilun olli því að þeir þurftu að senda frá sér neyð- arkall og lenda við erfiðar aðstæð- ur. „Það er í eina skiptið sem ég hef orðið hræddur í ferðinni," sagði Christopher. „Enginn nema Randy hefði getað lent vélinni við þessar aðstæður." Þegar Christopher var inntur eftir tilgangi ferðarinnar, svaraði hann því að hann vildi hvetja börn um allan heim til að láta drauma sína rætast. Hann er með bang- sann sinn með sér og var spurður að því hvemig honum líkaði flugið. „Honum leiðist að þurfa að sitja aftur í, svo þegar hann byijar að kvarta þá hendi ég honum bara lengra aftur í.“ Þeir félagar fóru héðan til Skot- lands síðdegis í gær, en lokaá- fangastaður þeirra er París. Uppsagnir um mánaða- mót færri en búist var við segir Signrður Helgason, forstjóri Flugleiða FLUGLEIÐIR hætta flugi til Boston, Baltimore og Chicago í haust og fækka þar með ferðum til Bandaríkjanna á vetraráætlun úr níu í sex á viku. Eftir þennan niðurskurð verður flug á Norð- ur-Atlantshafsleiðinni um 40% af heildarveltu Flugleiða að sögn Sigurðar Helgasonar, forstjóra félagsins, í stað 70% fyrir nokkr- um árum. Ekki verður eins mikið um upp- sagnir vegna fækkunar Bandaríkja- ferða og gert var ráð fyrir í vor eftir að skýrsla „Boston Consulting Group" um rekstur félagsins var birt. „Við þurfum að segja upp ein- hverju starfsfólki um næstu mán- aðamót en ýmsar forsendur hafa breyst frá því skýrslan kom út,“ segir Sigurður Helgason. „Við notum tvær vélar í Atlants- hafsflugið í vetur í stað einnar eins og lagt var til í skýrslunni í vor sem leið, “ segir Sigurður Helgason. „Aukin áhersla verður lögð á Evr- ópuflugið. Ýmis leiguflugsverkefni eins og sólarferðir fyrir sænska flugfélagið Scanair eru í burðarliðn- um. Lítið hefur verið ráðið í lausar stöður hjá Flugleiðum undanfarið og óvenju mikið er af sumarfólki sem fer í haust. Loks verða áhafnir í þjálfun vegna nýju Boeing 737 400 vélanna. Allt stuðlar þetta að því að minna verður um uppsagnir en við óttuðumst." Ákvörðun um samdrátt í Ameríkufluginu var tekin á stjóm- arfundi Flugleiða í gær og jafn- framt ákveðið að leggja aukna áherslu á Evrópuflug með fjölgun ferða til Frankfurt og London, en nýjar vélar koma á Evrópuleiðir í vetrarlok. Stjóm Flugleiða telur að sögn Sigurðar að breyta þurfi sam- setningu farþegahópsins, félagið hafí tapað mikið á lágum fargjöld- um milli Lúxemborgar og Banda- ríkjanna. Flugleiðir halda tveimur áfanga- stöðum í Bandaríkjunum; New York og Orlando í Flórída. Söluskrifstof- um í Boston og Baltimore verður lokað en viðskipti færð á form póst- og símaþjónustu að sögn Einars Sigurðssonar, blaðafulltrúa Flug- leiða. Þá segir Einar að félagið muni fljúga meira með frakt í vetur en nú er, aðallega fisk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.