Morgunblaðið - 22.07.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.07.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1988 Sex ára fangelsisvist eftirHuldu Jensdóttur Eins og flestir landsmenn muna, kom nýverið í fréttum, að ung kona hafði alið bam sitt á salemi í flugvél og sett það lifandi í rusla- körfu. Stuttu síðar heyrðist grátur bamsins og uppi varð fótur og fít. Atvik þetta gerðist í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Konan á yfír höfði sér sex ára fangelsisdóm. Fyrir ail nokkru kom frétt frá sömu álfu um bamshafandi konu, sem var eiturlyfjaneytandi. Konan vildi eignast bam sitt, sem hún og gerði. í ljós kom stuttu síðar, að bamið var með heilaskemmd og lést ekki alllöngu eftir fæðingu. Móðirin á yfír höfði sér árs fang- elsi auk sektar, þar eð læknar telja, að eiturlyfjaneyslan hafí valdið skaðanum. Sækjendur í málinu segja, að móðirin beri ábyrgð á ófæddu barni sínu eins og löggjöfin um fóstureyðingar geri ráð fyrir, því sé hún sek um að hafa valdið dauða bamsins. Bæði þessi dæmi, sem em að sjálf- sögðu ekki eins og vera ber, em tekin frá heimsálfu, sem lögum samkvæmt heimilar fóstureyðing- ar allt fram á síðasta dag eðlilegs meðgöngutíma, ef „réttar“ for- séndur em fyrir hendi. í þessari sömu álfu er vitað um þúsundir bama ár hvert, sem deyja drottni sínum, þ.e. þeim er ekki gefín næring. Og frægt er dæmið um „baby Fay“, sem fæddist í óþökk foréldranna, þegar í ljós kom, að Blaðbecar Simar 35408 og 83033 AUSTURBÆR Hverfisgata 63-115 Eskihlíð Úthlíð Austurbrún, stakatalan Efstasund 2-59 Langholtsvegur1-43 bamið var mongólíti. Hópur for- eldra bauðst til að ættleiða „baby Fay“, en þeim var synjað. foreldra- rétturinn var sterkari. Þetta bam var látið deyja að yfirlögðu ráði, fékk ekki vökva, næringu, og eng- inn var fundinn sekur. Læknar og hjúkmnarlið, sem tóku á sig ábyrgðina að ósk foreldranna, fengu hvorki fangelsisdóm né sekt- ir, þótt engin lög heimili dauðarefs- ingu á mongólítum. Það er sannar- lega ekki sama hvort það er Jón eða séra Jón sem um ræðir, sann- arlega ekki sama hver á heldur. Alkunna er að börn fæðast sködduð meira eða minna um álfur allar, því miður, einnig hér á ís- landi, en engum dettur í hug að lögsækja konuna, sem gengur með bamið, jafnvel þótt hægt sé að rekja skaðann til erfða- eða sjúk- dómsásta,nds. Hvers á eiturlyfja- sjúklingurinn í Bandaríkjunum að gjalda? Sjúklingur sem ekki er ábyrgur gerða sinna og allt bendir til að hafi ekki fengið þá sjálf- sögðu samfélagshjálp og aðstoð, sem var nauðsyn, svo vel mætti fara. Bæði þessi dæmi, sem nefnd em hér að framan, em sannarlega athyglisverð og spuming hvort þau em ekki einnig virðingarverð að vissu marki. Eiturlyfjasjúklingur- inn sem viil ekki láta eyða baminu sínu og konan, sem af einhveijum ástæðum tekur það ráð að „bera barn sitt út lifandi" að einhver megi fínna það, svo því verði borg- ið. Sannarlega verður ekki um villst að við lifum í heimi tvískinnungs og skinhelgi, sem fer yfír öll mörk. Hvemig má það vera, að siðmennt- að nútímafólk sé svo blint, að það í einu orðinu setji lög, sem heimila að alsaklaust bam í móðurkviði sé bekið af lífi eins ög ekkert sé, á sama tíma og hið sama fólk má varla vatni halda af vandlætingu, ef bami verður á að fæðast fyrr en ella og móðirin, af einhveijum ástæðum tekur til sinna ráða að bjarga því, svo það megi lifa. Og sannarlega er ekki aðeins um vandlætingu að ræða heldur þá gallhörðu staðreynd, að í fangelsi skal hver sá, sem gerist sekur um sjálfsbjargarviðleitni á þann veg, sem hér er lýst, á sama tíma og lög landsins blessa, ef hinn sami „Lög mega ekki brjóta niður siðgæðis- vitund og þann þroska sem því fylgir að takast á við vanda. Aðhald og aðstoð skapar tryggari og betri heim fyrir börn, fyrir konur, fyrir okkur öU.“ er svo „smart“ að láta fyrirfara eftir settum reglum. Veit ég vel, að nú þegar eru sumir þeir sem lesa þessar línur glóandi og hugsa mér þegjandi þörfína, en ég trúi að þeir séu fáir. Og þá kem ég að spumingunni. Hvemig standa mál- in á íslandi? Að sjálfsögðu er löngu kominn tími til, að þeir, sem í embættum sitja á Alþingi og í heilbrigðis- þjónustunni á íslandi, geri betur skyldu sína gagnvart þessum mál- um en raun ber vitni. Núgildandi löggjöf um fóstureyðingar á Is- landi er þjóðarböl. Aldrei var lög- gjöfínni ætlað að fara svo úr bönd- um, sem raun ber vitni. I 5. kafla nefndra laga í 32. grein segir orð- rétt: „ .. .Akveða skal með reglu- gerð um nánari framkvæmd laga þessara". Veit íslenska þjóðin, að þessi reglugerð hefur aldrei verið sett? Veit íslensk þjóð að lögin um fóstureyðingar á íslandi hafa í raun brotið sig sjálf í öll þau ár sem þau hafa verið í gildi? Veit íslensk þjóð að vöntun á reglugerð með lögunum hefur skapað ringul- reið sem hefur jafnvel kostað þús- undir mannslífa. Við hljótum að hafa leyfi til að spyija: Hver ber ábyrgðina? Hver átti að sjá um að reglugerðin yrði til? Hvað varð um nefndina, sem kosin var? Var hún aldrei kölluð til starfa? Ef svo, hversvegna? Spumingamar eru margar sem kalla á svör. Er ekki kominn tími til, að einnig hér á Islandi verði sýndarmennskan látin sigla? Er ekki kominn tími til að þetta mál fái eðlilega umfjöllun, sé ekki stungið undir stói eins og nú er. Sannarlega er ekki seinna vænna að sýndarmennskan víki fýrir staðreyndum. Hver einasta fóstureyðing kostar ekki aðeins tár, sársauka, heilsutap og söknuð, hún kostar einnig fjárfúlgur, stórar peningaupphæðir sem teknar eru úr vösum skattborgarans, hvort sem honum líkar betur eða verr. Betur væri þeim milljónum varið til að koma öll íslendingum vel til manns. Margir mundu greiða hærri skatta að svo mætti verða. Sannarlega er kominn tími til að við tökum öll höndum saman að allir íslendingar fái að lifa, fái sín tækifæri. Friðarmál allra friðar- mála hlýtur að vera að bamið í móðurlífí eigi þar frið og griðastað þar til dymar til mannlífs og tæki- færa opnast. Það er einnig kominn tími til að við hættum að rugla saman kvenfrelsi og fóstureyðing- um, ekkert er meiri fjarstæða. Fóstureyðingar em sannarlega ekki frelsi, þær em fjötrar, brot gegn konum, heiðri þeirra, virð- ingu og stöðu í lífsframvindunni. Löggjöf um fijálsar fóstureyðingar em kúgun gegn konum, sem ós- part er notuð í alltof mörgum til- vikum bæði af sambýlis-, eigin- mönnum og giftum mönnum, sem vilja ekkert klandur, að sumum foreldmm ekki undanskildum. Þess ber einnig að geta að verð- andi feður, giftir og/ eða í sambúð em að fullu og öllu réttlausir, ef éiginkonan eða sambýliskonan vill fóstureyðingu. Slíkt hlýtur að vera freklegt og óveijandi mannrétt- indabrot, sem sýnir glöggt hvað fóstureyðingalöggjöfín er niður fyrir allar hellur. Sannarlega hafa feður sínar tilfínningar og sínar skoðanir á þessu máli, en á þá er ekki hlustað. Varla er þetta jafn- rétti! Ef konan, sem ber barn undir belti, hefur ekki getu eða vilja til að takast á við málið þarf hún hjálp samfélagsins, raunvemlega hjálp sem byggist á þörfínni hveiju sinni. Konur sem gengið hafa í gegn um fóstureyðingavandamálið þurfa einnig á hjálp að halda og eiga alla samúð skilda. Fordómar em og eiga ekki að vera til, slíkt er fomeskja sem á engan rétt á sér. Þessvegna hvet ég konur sem hafa farið í fóstureyðingu að bera höfuðið hátt, takast á við það mál sem og önnur mál sem skolast inn í lífsbrautina, með reisn, og bið þær um leið að hafa í huga, að öll mál, sem skipta einhveiju, þurfa umfjöllun, í því felst sannarlega ekki dómur heldur raunsæi. Her- ferð er farin gegn slysum og hvers- kyns ofbeldi. Upplýsingamiðlun og fyrirbyggjandi aðgerðir þykja sjálfsagðar, og vitað að fátt er SUMARDVÖL í SVEIT eftirSigríði Guðjónsdóttur Félag fósturmæðra í sveit á Suð- urlandi var stofnað 5. maí 1985. Tilgangur félagsins er: 1. Að vera í forsvari fyrir þá sem taka böm til dvalar og vera samningsaðili við stofnanir og aðra sem vista böm til dvalar á sveitaheimili. 2. Að vera vettvangur til að ræða saman um mál sem varða vistun bama almennt. 3. Að veita upplýsingar og koma á fræðslu fyrir félaga sína. Nú langar mig að útskýra þetta nánar og segja ykkur frá félaginu. Félagsmálastofnanir þurfa að koma bömum til dvalar og velja þá helst sveitaheimili. Það er viður- kennt að dvöl í sveit vekur hjá böm_- um gleði og þroskandi hugarfar. Á sveitaheimilum vinnur öll fjölskyld- an við störfin, svo sem mjaltir, sauð- burð, heyskap, garðrækt o.fl. Þessi störf em unnin með stór- virkum vélum og i sveitum eins og annars staðar er hraðinn kominn til sögunnar. Þetta veldur hættum og því verður að vera til staðar ábyrg, fullorðin manneskja sem ein- göngu lítur eftir að bömin fari sér ekki að voða. Þama fínna bömin að þau eru aldrei ein allan sólar- hrmginn: Máftfðirérír 'sáfiiéigiiireg'-'* „Félag- fósturmæðra í sveit á Suðurlandi hef- ur lagt sig fram um að ársdvalarbörn fái skólagöngu sem þeim hentar. Flestþeirra geta gengið í skóla sem eru á svæði viðkomandi heimilis. Sum þurfa á sérkennslu að halda, sem ekki eru tök á að veita í litlu skólunum og er þá ekið með þau af viðkomandi heimili.“ ar og alltaf á sama tíma, svo þau hafa gleði af því að sitja við stórt borð og taka þátt í umræðum eldra fólksins. Til að þéttbýlisfólk geti fengið þessa þjónustu, sem verður að vera í mjög góðu lagi, þarf að setja regl- ur. Félag fósturmæðra í sveit á Suð- urlandi hefur lagt sig fram um að ársdvalarböm fái skólagöngu sem þeim hentar. Flest þeirra geta geng- ið í skóla sem eru á svæði viðkom- ‘ áhdi' héimilis.' 'Súm 'þurfa" 'á ‘ sér-‘ kennslu að halda, sem ekki eru tök á að veita í litlu skólunum og er þá ekið með þau af viðkomandi heimili. Félagið á aðild að Stéttarsam- bandi bænda og hefur það reiknað út eðlilegt gjald fyrir að annast barn 24 klukkutíma á sólarhring. Þetta gjald er reiknað miðað við dagmæður í þéttbýli. Þær gæta bama virka daga í 8 tíma á dag. Sveitaheimilin allan sólarhringinn alla daga. Vegna þess að sveita- heimilin hafa sólarhringsvakt og helgamar líka, svo og sú mikla ábyrgð sem þessu fylgir, verður gjald með þessum bömum að vera töluvert hærra en dagmæður fá. Stéttarsamband bænda reiknar kostnað við dvöl barnanna ijórum sinnum á ári. Síðast var reiknað 1. júní og útkoman varð um 1.000 kr. á sólarhring. Heimilin og að- standendur bamanna verða að semja um hver tryggir bömin ef um beina samninga er að ræða. Félagsmálastofnanir tryggja sín böm ef um sumardvöl er að ræða. Þéttbýlisbúar og sveitaheimili, leggjumst á eitt um að bömin fái hollt og gott uppeldi á sem allra flestum sviðum, þá mun framtíðin verða okkur öllum góð. Höfundur er bóndi áSkeggjastöð- 'utni'ÁrhessýsÍii.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.