Morgunblaðið - 22.07.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.07.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1988 27 Landsfundur bandarískra demókrata: Mikil eining ríkir um útnefningu Dukakis Forsetaefnið heitir endurvakningu „Ameríska draumsins“ Atlanta. Reuter. SAMEINAÐUR og fullur sjálf- strausts útnefndi bandaríski Demókrataflokkurinn Michael Dukakis, ríkisstjóra í Massa- chussetts, forsetaefni sitt fyrir kosningarnar hinn 8. nóvember i haust. I framhaldi af útnefning- unni hét Dukakis því í gær að „koma Bandaríkjunum úr spor- unum á ný“ og sagði að demó- kratar myndu komast til valda í Hvíta húsinu sem „flokkurinn, sem trúir á ameríska drauminn." Dukakis hlaut atkvæði 2.876 fulltrúa á landsfundinum í Atlanta í Georgíufylki en Jesse Jackson Miklar umræður um varnarmál Dukakis telur brýnt að treysta vamir með hefðbundnum vopnabúnaði Atlanta, Reuter. MICHAEL Dukakis, forseta- frambjóðanda Demókrata- flokksins, er mjög í mun að sannfæra kjósendur i Banda- ríkjunum um að hann sé hlynnt- ur öflugum vörnum og hefur hann i ræðum sínum lagt áherslu á að efla þurfi hefð- bundinn herafla Bandaríkjanna. Umræður um framlög ríkja Vestur-Evrópu til varnarmála hafa sett mark sitt á flokksþing Demókrataflokksins í Atlanta en sú skoðun virðist eiga vax- andi fylgi að fagna í Banda- ríkjunum að bandamennirnir í Vestur-Evrópu leggi ekki nógu mikið af mörkum til sameigin- legra varna lýðræðisríkjanna. Repúblikanar hafa ævinlega lagt áherslu á mikilvægi öflugra vama og hefur á stundum verið haft á orði að munurinn milli flokk- anna tveggja í Bandaríkjunum sé einna gleggstur á þessu sviði. Ge- orge Bush, frambjóðandi Repúblik- anaflokksins, hefur einkum beint spjótum sínum að reynsluleysi Dukakis á sviði utanríkismála og sagt að hugmyndir Michaels Dukkais um varnir og samsetningu heraflans séu barnalegar. Aukin framlög Evrópuríkja Að undanfömu hefur Dukakis rætt nauðsyn þess að hinn hefð- bundni herafli Bandaríkjanna verði efldur á kostnað kjarnorkuher- aflans. Sökum þessa hafa fulltrúar á flokksþinginu rætt nauðsyn þess að ríki Vestur-Evrópu auki fram- lög sín til varnarmála þar sem kjarnorkuvarnir eru mun ódýrari kostur en hefðbundnar varnir. „Ef bandamenn okkar skuldbinda sig til að taka aukinn þátt í þeim kostnaði sem fylgir því að halda friðinn og tryggja frelsið mun það treysta öryggi þjóðarinnar," sagði Dukakis í ræðu á flokksþinginu. Skoðanakannanir sýna að almenn- ingur í Bandaríkjunum telur að ríki Vestur-Evrópu leggi ekki nógu mikið af mörkum til eigin varna og í einni könnuninni, sem gerð var í marsmánuði, kváðust 80 pró- sent aðspurðra vera fylgjandi auknum framlögum bandamann- anna þó svo það kynni að draga úr áhrifum Bandaríkjamanna í við- komandi ríkjum. Nunn ber lof á Dukakis Sam Nunn, formaður hermála- nefndar öldungadeildarinnar, hef- ur fagnað ummælum Dukakis en Nunn er virtur sérfræðingur á sviði vígbúnaðarmála og þótti á tímabili hugsanlegt varaforsetaefni Demó- krataflokksins í kosningunum í haust. „Flokksþingið hefur komið mjög ákveðnum skilaboðum á framfæri við bandarísku þjóðina. Það má treysta Demókrataflokkn- um fyrir öryggishagsmunum þjóð- arinnar," sagði Nunn. Hann bætti við að sjónarmið Dukakis varðandi kjarnorkuvarnir og aukin framlög aðildarríkja Atlantshafsbandalags- ins væru í samræmi við sjónarmið ráðamanna í Vestur-Evrópu. Dukakis hefur lýst sig andvígan áætlunum bandaríska varnarmála- ráðuneytisins um að koma lang- drægum kjamorkueldflaugum af gerðinni MX fyrir á hreyfanlegum skotpöllum og að halda áfram smíði Midgetman-eldflauga, sem einnig eru langdrægar. Hann hefur lýst yfir því að herafli Bandaríkja- manna ráði yfír nægilegum fjölda árásarvopna og segir umbóta- stefnu Míkhaíls S. Gorbatsjovs Sovétleiðtoga bæði á stjórnmála- og efnahagssviðinu kalla á frekari fækkun kjamorkuvopna. Eðlileg viðbrögð við þessari þróun segir Dukakis vera eflingu hins hefð- bundna herafla. „Ófullnægjandi hefðbundinn herafli eykur líkurnar á átökum með hefðbundnum vopnabúnaði og slík átök geta leitt til kj arnorkustyrj aldar. “ Mexikó: Mexíkóborg. Reuter. STÓR hópur fanga, sem vopnaður var rifflum og sprengjum, reyndi á miðvikudag að brjótast út úr fangelsi í borginni Morelia í mex- íkóska ríkinu Michoaca. Tíu fang- ar féllu og a.m.k. 20 manns særð- ust að auki en talið er að engum fanganna hafi tekist að sleppa. Hin opinbera fréttastofa Mexíkó, Notimex, segir að uppreisnin hafi byijað með því að tveir fangar hafi afvopnað verði er verið var að flytja fanga í réttarsal í fangelsinu. í upp- náminu slógust aðrir fangar í hóp uppreisnarmanna og afvopnuðu fleiri verði. Einn fanganna virðist hafa naut stuðnings 1.218 fulltrúa. Með 235 atkvæðum frá Kaliforníu tryggði Dukakis sér meirihluta at- kvæða og samstundis hóf hljóm- sveit að leika mars. í tíu mínútur stigu fulltrúar á þinginu dans áður en hægt var að halda atkvæða- greiðslu áfram. I gær var síðasti dagur lands- fundarins og lauk honum með fyrr- nefndri ræðu Dukakis sem talin er mikilvægasta ræða hans á ferlinum fram til þessa. Talið er að milljónir Bandaríkjamanna hafi fylgst með ræðunni í sjónvarpi. Dukakis lýsti þessum „ameríska draumi" sem draumi svo máttugum „að engin íjarlægð á jörðu, engin víðátta úthafs, engar takmarkanir tungumála, enginn munur á kyn- þætti, trú eða litarhafti, gæti veikt tökin sem hann hefur á mannsand- anum,“ en Dukakis er sonur grískra innflytjenda. „Þetta veit ég af því að ég er afsprengi þessa draums.“ Eldri kynslóðin á landsfundinum var ómyrk í máli og spáði Dukakis öruggum sigri í forsetakosningun- um. Aðrir voru varfærnari og sögðu Reuter Michael Dukakis og kona hans Kitty fagna því að formlega skuli þau vera orðin forsetahjónaefni bandaríska Demókrataflokksins. að frambjóðandi demókrata ætti enn eftir að gera kjósendum ljóst hvem mann hann geymdi og hver stefna hans væri. A bak við bjartsýnina og eining- una sem ríkt hefur á yfirborðinu á landsfundinum í Atlanta er tauga- spenna ogjafnvel óöryggi. Mörgum demókrötum þykir sem fátt sé heill- andi við Dukakis og nefna sem dæmi að eitt sinn tók hann bókina „Nýting jarðnæðis í Svíþjóð“ með sér í sumarfríið. Aðrir hugga sig við að George Bush frambjóðandi repúblikana hefur heldur ekki yfir miklum persónutöfrum að búa. Segja sumir að tími sé til kominn að forseti Bandaríkjanna hafi annað og meira fram að færa en heillandi persónu. GK og Ólafs Laufdals hf. verður haldið á Hvaleyrarvelli laugardaginn 23. júlí 18 holu höggleikur með og án forgjafar. Glæsileg verðlaun eru íboði Án forgjafar 1. Viku golfferð til Torquay í Englandi sem er sannköll- uð golfparadís. 2. Gisting og kvöldverðurfyrirtvo á Hótel Borg. 3. Kvöldverður fyrir tvo á skemmtikvöldi á Hótel íslandi. Meðforgjöf: 1. Helgarferð fyrir tvo til Akureyrar með Ferðaskrifstofu Reykjavikur ásamt gistingu á Hótel Akureyri og skemmtun í Sjallanum. 2. Gisting og kvöldverður fyrir tvo á Hótel Borg. 3. Kvöldverðurfyrirtvo á skemmtikvöldi á Hótel íslandi. Blóðug fangauppreisn haft yfir skotvopni að ráða áður en uppreisnin hófst. Fangarnir tóku gísla úr hópi dómara, lögmanna og ritara í réttarsalnum en slepptu þeim síðar ósködduðum. Saksóknari ríkisins sagði að enn væri ekki ljóst hvort einhver fang- anna hefði sloppið en í fangelsinu eru um 1600 fangar, tvöfalt fleiri en fangelsið var ætlað fyrir. Að sögn saksóknarans voru uppreisnarmenn- irnir sem féllu flestir „stórhættuleg- ir“ eiturlyfjasalar, bankaræningjar og morðingjar. Hann svaraði engu fullyrðiiigum þess efnis að uppreisnin hefði stafað af óbærilegum þrengsl- um í fangelsinu. Glæsileg aukaverðlaun eru í boði: Fyrir að fara holu í höggi á 17. braut: Peugeot 405 GL, sem var valinn bíll ársins 1988 í Evrópu, að verðmæti kr. 750.000, tilbúinn á götuna. Verður til sýnis á svæðinu frá föstudegi. Fyrir að vera næstur holu á 6. braut 14. braut 17. braut verða aukavinningar. Skráning verður ískáta & föstudag tllkl. 21.00 isíma53360. Ræstverðurútfrákl.8.00. liTyrEL mAND Kappleikjanefnd. JÖFURhf NYBYLAVEGI2 KÓPAVOGI SÍMH2S00 0 Golfklúbburinn Keilir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.