Morgunblaðið - 22.07.1988, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1988
19
Skrúðreitur í
stað ráðhúss
myndum, í grein Hallgríms Helga-
sonar „Að lokinni listahátíð", sem
birtist í Lesbók Morgunblaðsins og
vitnað var til í upphafí. Nú þarf
ekkert að vera því til fyrirstöðu að
mikil næmni og frjó hugsun gæti
skákað þekkingu og siðprýði einum
saman, einkum þegar við listir er
að fást, en þegar þessari innstillíngu
er ekki heldur fyrir að fara er les-
endum vissulega vandi á höndum.
Því í þessari grein verður Hallgrím-
ur uppvís að svo lítilli almennri list-
þekkingu, t.d. hvað varðar list Jó-
hanns Eyfells, að það að hann skuli
taka sér fyrir hendur að dæma um
málefni sem listir varða verður að
telja mikinn skort á sjálfsgagnrýni,
eða jafnvel hreint siðleysi. Og af-
bökunin í smekkdómunum er slík
að þeir geta ekki lengur verið vitnis-
burður upphafinnar næmni heldur
niðurlægjandi ranghugmynda eða
truflunar.
Eitt er það í ummælum Hallgríms
sem ekki er með öllu hægt að ,af-
saka með fávísi, monti eða ófyrir-
leitni, en liggur beinna við að líta
á sem róg og lýðskrum. En það er
að hann talar um að Listasafn Is-
lands hafi látið blekkjast til kaupa
á drullukökum. Þeir sem eitthvað
hafa fylgst með framrás íslenskrar
myndlistar undanfarna áratugi
gætu ekkert haft við þessi kaup
Listasafnsins að athuga annað en
það að ekki skuli hafa verið keypt
miklu fleiri verk eftir verk eftir
Jóhann Eyfells og miklu fýrr en
orðið hefur.
Hallgrímur Helgason býr yfir
einum góðum kosti sem hann ætti
að leggja meiri rækt við, en það
er dugnaður. (Hallgrímur hefur
opinberað að hann er afar afkasta-
mikill bæði sem listmálari og rithöf-
undur.) En enn meiri dugnaður
myndi jafnframt auka á þá kosti
sem hann hefur sjálfur bent á sem
eftirsóknarverða, þ.e. „sérmennt-
un“ og „víðsýni" og ég vildi bæta
við að samfara ræktun þeirra kosta
myndi af sjálfu sér fýlgja aukin
háttvísi.
í viðskiptum sínum við Valtý
Pétursson hefði Hallgrímur einmitt
getað lært ýmislegt um háttvísi og
hógværð, því Valtýr sparaði jafnan
stóru orðm í skrifum sínum um
myndlist. í umfjöllun sinni um sýn-
ingu Hallgríms, sem Valtýr uppskar
áðumefndar skammir fýrir, skrifaði
hann í Morgunblaðið 10. sept. 1986:
„En hér er sýnilega á ferð ómótað-
ur ungur maður, sem fer hratt yfir
og fitjar upp á mörgu. Hallgrímur
á greinilega nokkuð langt í land
með að finna sinn persónulega stíl,
en hver veit nema hann verði til
fyrr en varir. Það er auðsjáanlega
margt í deiglunni hjá þessum unga
manni og nú er að sjá hvert fram-
haldið verður.“
Það er mikil dyggð hjá ungum
drengjum að kunna að bíða átekta
og sjá hvað setur, einkum þegar
þeir em ekki ungir lengur. Oft er
það ekkert annað en nýju fötin
keisarans sem blasa við þegar fólk
þykist sjá framsækna og nýja hugs-
un í þeim sem unglegast láta. Að
endingu hvet ég því ritstjóra Les-
bókar Morgunblaðsins til þess að
koma, frekar fýrr en seinna, ein-
hveijum böndum á ungæðið sem
nú sækir fram, að því er virðist,
óheft því annar hlýst ekki annað
af en enn meiri „vanvirðing og and-
legur dónaskapur". Og íslenski
menningarblóminn verður ekki
lengi í blóma ef stærsta blað lands-
ins hefur það á stefnuskrá sinni að
úthella úr eiturskálum á kostnað
áburðar þess sem gleggri menn við
sama blað hafa reyndar í gegnum
árin ausið á hinn andlega akur í
hæfilegum skömmtum.
Höfundur er myndlisUrmaður.
eftirBaldur
Pálmason
Sem gamall Tjarnargötubúi tek
ég allshugar undir með þeim sem
nú búa þar og eru andvígir ráðhús-
byggingu í Tjörninni. Eg átti eitt
sinn heima í Tjarnargötu lOa, einu
þeirra húsa sem harðast verða úti
ef ráðhúsið rís þarna í norðvestur-
krikanum, því að þar með verður
byrgt fyrir útsýni til Tjarnarinnar.
Og þetta yrði þá til viðbótar þeirri
hremmingu að fyrir skömmu var
byggt háhýsi við 'Suðurgötu, svo
nærri að það rænir meira að segja
verulegu dagsljósi frá Tjarnar-
götubúum ofan á útsýnið. Þegar
þannig.er búið að troða fyrir glugga
til vesturs á nú að gera austur-
hliðinni svipuð skil.
Sagt er að ráðhúsið nýja muni
rísa heldur hærra en Tjarnargötu-
húsin á bak við svo að þetta „netta“
hús, sem fyrst var talað um verður
meiriháttar bákn, þegar til kast-
anna kemur sem leggur undir sig
allvænan geira af Tjörninni og
byrgir sýn til austurs fyrir íbúum
nr. 10-húsanna við Tjamargötu.
Auk þess verður vegfarendum um
Vonarstræti og Tjarnargötu
skammtað þrengra sjónarhom til
suðurs og austurs.
Ekki tel ég neinum vafa bundið,
að miklu fegurra og eðlilegra hefði
verið að gera hinni gömlu Báruhús-
lóð og samliggjandi lóð hússins
Tjarnargötu 11 margt til góða með
skipulagi að hætti landslagsarki-
tekta, þar sem tijágróður og
myndastyttur skipuðu verulegan
sess.
Í vetur létu samtökin „Tjörnin
lifi“ -gera póstkort, þar sem sett er
fram lausleg tillaga að slíkum reit
í þessum krika Tjarnarinnar, og bið
ég Morgunblaðið að birta þá teikn-
ingu með þessum línum. Eg trúi
að á þennan veg hefði átt að prýða
þennan reit og Tjörnina alla þar
með, í stað þess að tildra upp „súlu-
verki“, sem er stílbijótur við allt
umhverfis. Sambyggðu íbúðarhúsin
nr. 10—lOd við Tjarnargötu fara
alls ekki illa að baki fallegum skrúð-
reit, ekki sízt eftir að búið væri að
mála þau í hæfilega fjölbreyttum
litum.
Til viðbótar framantöldum ann-
mörkum er svo umferðarvandinn,
sem fylgja hlyti ráðhúsi á þessum
stað, þar sem götur eru þegar yfir-
hlaðnar bifreiðum. Þetta eitt er
óleysanlegt dæmi nema með ein-
hveijum örþrifaráðum. Ekki er nóg
að ætla hundruðum bifreiða stað
niðri á Tjarnarbotni eða í slökkvi-
stöð og Tjarnarbíói. Það þarf að
vera hægt að aka þeim til og frá
„Þótt byrjað sé að
grafa fyrir ráðhúsi í
Tjarnarkrikanum er
enn ekki úrhættis að
söðla um og breyta
Báruhús-lóðinni í fall-
legan og notalegan
skrúðreit.“
eftir greiðfærum vegum. Hefur
nokkur verkfræðingur sýnt fram á
það hvemig hann leysir það dæmi?
Verður kannski enn og aftur skorið
af Tjöminni undir bílabrautir? Svari
nú sá, sem sér betur en aðrir.
Fyrir alllöngu voru uppi ráða-
gerðir um ráðhús á Tjarnarbökkum,
ekki þó ofan í henni að neinu
marki. Þessi hugmynd hlaut fylgi
í borgarstjórn, en borgarbúar vom
almennt á öndverðum meiði og
glöddust þegar látið var dankast
að byija á byggingunni. Hugmynd-
in um Tjamarráðhús virtist því hafa
sofnað svefninum langa flestum til
hugarléttis og þeim mun örðugra á
óbreyttur borgari að skilja, að aftur
skuli koma upp þetta tiltæki nú og
hljóta stuðning hjá meirihluta borg-
arstjómar. En andmæli hafa heldur
ekki látið á sér standa.
Þótt byijað sé að grafa fyrir ráð-
húsi í Tjamarkrikanum, er enn ekki
úrhættis að söðla um og breyta
Báruhús-lóðinni í fallegan og nota-
legan skrúðreit. Það er vafalítið
sterkasti leikurinn í stöðunni. Borg-
arbúar mundu fagna upp til hópa.
Höfundur er fyrrverandi dag-
skrárstjóri /ya Ríkisútvarpinu.
Tónleikar í
Kristskirkju
HLJÓMSVEITIN Camerata
Nova heldur tónleika í Krists-
kirkju, á morgun, laugardaginn
23. júlí kl. 16.00. Stjórnandi
hljómsveitarinnar er Gunnsteinn
Ólafsson. Einsöngvari er Signý
Sæmundsdóttir og einleikari á
kontrabassa er Hávar Tryggva-
son.
Á efnisskrá tónleikanna em verk
eftir Lars Erik Larsson, Igor Stra-
vinskí, Ludwig van Beethoven og
Wolfgang Amadeus Mozart.
Hljóðfæraleikar í Camerata Nova
em þijátíu og hafa þeir ýmist nýlok-
ið námi eða em enn að. Þetta eru
fyrstu hljómleikar sveitarinnar.
SUBSIRAL
BIÓMAÁBURDUR
SPRENðÍÞAtíUR
ÍDAtí!
í Skífunni Borgartúni 24.
Skífan kynnir sprengidaginn. í dag seljum við
allar vörur í verslun okkar í BORGARTÚNI 24
með 10% afslætti. Auk þess bjóðum viðfjöldan
allan af plötum með 25% afslætti og 12tomm-
ur á hálfvirði. STÓRKOSTLEG VERÐSPRENGING!
Framvegis verður sprengidagur í Skífunni
Borgartúni 24 mánaðarlega. Merktu við þessa
daga í dagatalinu þínu:
SKODAÐU ÍSKÍFUNA!
KRINGLUNNI • BORGARTÚNI • LAUGAVEGI
KÁTAMASKlNAN/SEK