Morgunblaðið - 22.07.1988, Side 17

Morgunblaðið - 22.07.1988, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1988 17 Ferðast á hestum um Hornstrandir Bæjum, Snæfjallaströnd. ÞAð VAR enginn smávegis flutn- ingur þegar Djúpbáturinn Fagra- nes lagði af stað frá Hnífsdals- bryggjunni miðvikudaginn 6. júlí með 39 hesta innanborðs og 16 ferðalanga norður að Hesteyri í Jökulfjörðum í ferð um Horn- strandir. Af þeim ferðalöngum voru 8 kon- ur, tápmikið dugnaðarfólk í allan máta, sem ekkert lætur sér fyrir bijósti brenna úti í hinni heilögu og hrikalegu náttúru Hornstrandanna, þar sem himinháar klettaborgir gnæfa ofar hlíðum dala og fjarða en blómskrúðið bylgjast í fjallshlí- ðum og veitir þá draumkenndu unað- semd i allri kyrrðinni og friðnum, sem þar ríkir, að slíkar kenndir vakna í vitundinni að aldrei úr minn- um líða þeim, sem slíkum dásemdum verða aðnjótandi stundarbrot úr ævinni. Frá Hesteyri reið svo hópur þessi yfir fjallið að Sæbóli og Látrum í Aðalvík. Frá Látrum að Atlastöpum í Fljótavík, þaðan yfír Fljótsskarð að Búðum í Hlöðuvík. Frá Búðum yfír hinn illræmda Skálakamb að Homi í Hornvík og áfram til Bolung- arvíkur á Ströndum. Síðan Bolung- arvíkurheiði ofan í Hrafnsfjörð í Jök- ulQörðum að Höfðaströnd og hvílt þar í einn dag. í síðasta áfanganum skipti hópur- inn sér svo, að nokkrir fóru út sveit, sem svo er kölluð, yfir Staðarheiði ti! Grunnavíkur en svo áfram yfir Snæfjallaheiði inn alla Snæfjalla- strönd inn að Bæjum. Hinn hópurinn fór inn Leyrufjarð- ardal alla leið upp á jökulbungu Drangajökuls en þar er 925 metra hæð yfír sjó, sem er annar hæsti tindur Vestfjarðakjálkans. Þaðan er útsýnið feiknalegt til allra átta í sól og björtu veðri, svo sem þama ein- mitt var þennan dag, enda greip unaðskenndin suma elskendur ferð- arinnar svo sterkum tökum að ekk- ert vantaði nema prestinn með í ferðareisuna, til þess að sú fyrsta brúðkaupsnóttin yrði sofin upp á hæstu bungu Drangajökuls og sú fyrsta í allri íslandssögunni, sem svo hátt hefði nálgast himinhvelfinguna í allri þeirri dýrðlegu kyrrð og friði, sem á engum öðmm stað fínnast jafnrómantísk sem í friðhelgum ijal- lageymi. Öll ferðin var kvikmynduð og er ekki að efa að þar á eftir að blasa við augum forvitnilegt og fagurt efni. - Jens í Kaldalóni Skemmtistaðurinn Zeppelin opnar NÝR skemmtistaður opnar í Reykjavík í kvöld. Skemmtistað- urinn heitir „Zeppelin" með und- irskriftinni „Rokkklúbburinn". Staðurinn er til húsa að Borgar- túni 32, í sama húsi og skemmti- staðurinn Evrópa. Ekki verður innangengt milli staðanna. I frétt frá forsvarsmönnum skemmtistaðarins segir að staðnum sé ætlað að skapa nýja vidd í íslensku skemmtanalífi og reynt verði að höfða til fólks á aldrinum 20-35 ára. Tónlistin, sem leikin verði á staðnum, verði aðeins svokallað gæðarokk, jafnt gamalt sem nýtt. Ráðgert er að hljómsveitir leiki alla föstudaga. A opnunarkvöldinu leikur hljóm- sveitin Villingarnir, meó Eirík Hauksson í fararbroddi. Ásgeir Tóm- asson stjómar þeirri tónlist, sem leikin verður af hljómplötum en hann var plötusnúður á veitingahúsum borginnar um árabil. Húsið verður opnað boðsgestum kl. 22 en á mið- nætti verður „Zeppelin" opið öllum, sem náð hafa tilskildum aldri. ÆAbu Garcia i Á'eiðivörur fyrir þig i FagTaneS vid bryggjuna í Hnífsdal. Morgunblaðið/Jens í Kaldalóni LrÁTTU DRAUMINN RÆTAST Höfum verið beðnir um að annast sölu á gullfallegum Delta 25 seglbát. Báturinn liggur í Reykjavíkurhöfn og er til sýnis eftir samkomulagi. I bátnum er: Allur seglbúnaður, stórsegl, 3 forsegl, belgsegl, VHF talstöð, salerni, svefnpláss fyrir 4-5, eldavél, dýptarmælir, log, vél o.fl. Allar upplýsingar: f kír@\\ m || KRISTJAN OU HJALTASON || IÐNBUÐ 2. 210 GARDABÆ II SIMI 46488 Heimasími 656315 Útsala Allt að 70% afsláttur Kringlunni Skeifunni Kjörgarði Akureyri Njarðvík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.