Morgunblaðið - 22.07.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.07.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1988 17 Ferðast á hestum um Hornstrandir Bæjum, Snæfjallaströnd. ÞAð VAR enginn smávegis flutn- ingur þegar Djúpbáturinn Fagra- nes lagði af stað frá Hnífsdals- bryggjunni miðvikudaginn 6. júlí með 39 hesta innanborðs og 16 ferðalanga norður að Hesteyri í Jökulfjörðum í ferð um Horn- strandir. Af þeim ferðalöngum voru 8 kon- ur, tápmikið dugnaðarfólk í allan máta, sem ekkert lætur sér fyrir bijósti brenna úti í hinni heilögu og hrikalegu náttúru Hornstrandanna, þar sem himinháar klettaborgir gnæfa ofar hlíðum dala og fjarða en blómskrúðið bylgjast í fjallshlí- ðum og veitir þá draumkenndu unað- semd i allri kyrrðinni og friðnum, sem þar ríkir, að slíkar kenndir vakna í vitundinni að aldrei úr minn- um líða þeim, sem slíkum dásemdum verða aðnjótandi stundarbrot úr ævinni. Frá Hesteyri reið svo hópur þessi yfir fjallið að Sæbóli og Látrum í Aðalvík. Frá Látrum að Atlastöpum í Fljótavík, þaðan yfír Fljótsskarð að Búðum í Hlöðuvík. Frá Búðum yfír hinn illræmda Skálakamb að Homi í Hornvík og áfram til Bolung- arvíkur á Ströndum. Síðan Bolung- arvíkurheiði ofan í Hrafnsfjörð í Jök- ulQörðum að Höfðaströnd og hvílt þar í einn dag. í síðasta áfanganum skipti hópur- inn sér svo, að nokkrir fóru út sveit, sem svo er kölluð, yfir Staðarheiði ti! Grunnavíkur en svo áfram yfir Snæfjallaheiði inn alla Snæfjalla- strönd inn að Bæjum. Hinn hópurinn fór inn Leyrufjarð- ardal alla leið upp á jökulbungu Drangajökuls en þar er 925 metra hæð yfír sjó, sem er annar hæsti tindur Vestfjarðakjálkans. Þaðan er útsýnið feiknalegt til allra átta í sól og björtu veðri, svo sem þama ein- mitt var þennan dag, enda greip unaðskenndin suma elskendur ferð- arinnar svo sterkum tökum að ekk- ert vantaði nema prestinn með í ferðareisuna, til þess að sú fyrsta brúðkaupsnóttin yrði sofin upp á hæstu bungu Drangajökuls og sú fyrsta í allri íslandssögunni, sem svo hátt hefði nálgast himinhvelfinguna í allri þeirri dýrðlegu kyrrð og friði, sem á engum öðmm stað fínnast jafnrómantísk sem í friðhelgum ijal- lageymi. Öll ferðin var kvikmynduð og er ekki að efa að þar á eftir að blasa við augum forvitnilegt og fagurt efni. - Jens í Kaldalóni Skemmtistaðurinn Zeppelin opnar NÝR skemmtistaður opnar í Reykjavík í kvöld. Skemmtistað- urinn heitir „Zeppelin" með und- irskriftinni „Rokkklúbburinn". Staðurinn er til húsa að Borgar- túni 32, í sama húsi og skemmti- staðurinn Evrópa. Ekki verður innangengt milli staðanna. I frétt frá forsvarsmönnum skemmtistaðarins segir að staðnum sé ætlað að skapa nýja vidd í íslensku skemmtanalífi og reynt verði að höfða til fólks á aldrinum 20-35 ára. Tónlistin, sem leikin verði á staðnum, verði aðeins svokallað gæðarokk, jafnt gamalt sem nýtt. Ráðgert er að hljómsveitir leiki alla föstudaga. A opnunarkvöldinu leikur hljóm- sveitin Villingarnir, meó Eirík Hauksson í fararbroddi. Ásgeir Tóm- asson stjómar þeirri tónlist, sem leikin verður af hljómplötum en hann var plötusnúður á veitingahúsum borginnar um árabil. Húsið verður opnað boðsgestum kl. 22 en á mið- nætti verður „Zeppelin" opið öllum, sem náð hafa tilskildum aldri. ÆAbu Garcia i Á'eiðivörur fyrir þig i FagTaneS vid bryggjuna í Hnífsdal. Morgunblaðið/Jens í Kaldalóni LrÁTTU DRAUMINN RÆTAST Höfum verið beðnir um að annast sölu á gullfallegum Delta 25 seglbát. Báturinn liggur í Reykjavíkurhöfn og er til sýnis eftir samkomulagi. I bátnum er: Allur seglbúnaður, stórsegl, 3 forsegl, belgsegl, VHF talstöð, salerni, svefnpláss fyrir 4-5, eldavél, dýptarmælir, log, vél o.fl. Allar upplýsingar: f kír@\\ m || KRISTJAN OU HJALTASON || IÐNBUÐ 2. 210 GARDABÆ II SIMI 46488 Heimasími 656315 Útsala Allt að 70% afsláttur Kringlunni Skeifunni Kjörgarði Akureyri Njarðvík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.