Morgunblaðið - 22.07.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.07.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚU 1988 29 tvinnu- töng flugbraut. Það væri auðvitað gleði- efni ef Flugráð og stjómvöld sæju hag í að lengja flugbrautina um 400 metra vegna véla í millilandaflugi. Forráðamenn stórrar svissneskrar ferðaskrifstofu, „Saga Reisen", hefðu síðastliðið vor lýst áhuga á að taka upp beint leiguflug frá Evrópu til Egilsstaða og af þessu gæti orðið ef samþykkt Flugráðs hlyti náð fyrir augum stjómvalda. *ði í sam- nþykktir 93% upphæðarinnar færi til sjávar- útvegsfyrirtækja, 7% til iðnfyrir- tækja í samkeppnisgreinum en ekk- ert til útflutningsiðnaðar. Á ríkisstjómarfundi si. þriðjudag lagði iðnaðarráðherra fram tillögu um að viðskiptaráðherra yrði falið að ganga frá erlendum lánsheimild- um til fyrirtækja, í samræmi við upphaflega samþykkt ríkisstjórnar- innar. Friðrik sagði við Morgun- blaðið að viðbrögð viðskiptaráð- herra hefðu verið jákvæð og sagð- ist hann telja að það væri vilji hjá honum að finna lausn á þessum málum fyrir iðnfyrirtækin með sam- bærilegum hætti og sjávarútvegs- fyrirtækin. Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra sagði í samtali við Morgun- blaðið að sér þætti ekki hyggilegt að settur yrði ákveðinn lánakvóti á iðnaðinn, eins og sér fyndist vaka í máli sumra talsmanna iðnaðarins, og hann hefði því færst undan slíku. Sér þætti miklu eðlilegra að leyst væri úr málum hvers fyrirtækis fyrir sig. Hann sagðist þó hafa leit- að eftir upplýsingum hjá helstu lánastofnunum iðnaðar, Iðnaðar- banka, Landsbanka og Búnaðar- banka, um það hvemig þær litu á fjárhagsmálefni iðnfyrirtækja sem væm í viðskiptum hjáþeim og hvað þær setji þar fremst. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson ax og veg-alagningu er lokið. ;eptember veginn. Tilboð í þann verkþátt verða opnuð á mánudag. Ekkert bendir til annars en að sú ákvörðun standist að brúin verði opnuð fyrir umferð og vígð 1. sept- ember. -Sig. Jóns. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir PETER MONTAGNON Innri markaður EB 1992: Reisir bandalagið versl- unar- og tollamúra? Þjoðir utan Evrópu hafa iengi haft miklar áhyggjur af því hvaða áhrif sameiginlegur, innri markaður Evrópubandalagsins (EB), sem stefnt er að árið 1992, muni hafa á viðskipti bandalagsins við ríki utan þess. Hart er nú lagt að forráðamönnum bandalagsins að útskýra með hvaða hætti verði komið í veg fyrir að sameiginlegur tolla- og verslunarmúr gagnvart umheiminum verði reistur utan um bandalagið samtímis því að sams konar múrar milli einstakra ríkja þess hrynji. í síðustu viku var Willy de Clercq, sem annast samskipti bandalagsins við ríki utan bandalagsins, í London og á fundi með athafnamönnum, stjórnarerindrekum og fréttamönnum lýsti hann þeim hugmyndum sem nú væru helst til umræðu varð- andi stefnuna í utanríkisviðskiptum eftir 1992. Istuttu máli þá sagði de Clercq að ekki væri lagt til að byggðir yrðu viðskiptamúrar utan um bandalagið en afl bandalagsins yrði þvert á móti notað sem lyfti- stöng til hefja til vegs og virðingar frelsi í heimsviðskiptum. Meginstef þeirrar viðleitni yrði það sem „ég nefni almenna reglu um gagn- kvæm skipti." Þrátt fyrir þessa afdráttarlausu yfirlýsingu fer því í reynd fjarri að Evrópubandalagið sé búið að ákveða hvemig eigi að framfylgja þessari stefnu. Alkunnugt er að Framkvæmdanefnd bandalagsins er margklofin og stjómir einstakra þátttökuríkja eiga langt í land með að ná samkomulagi um nánari út- færstu stefnunnar. Það hefur kom- ið greinilega í ljós í deilum um gagnkvæmnireglur sem er að flnna í tillögum að nýjum reglum banda- lagsins um bankaviðskipti. Áhyggjiir utan Evrópu Sé yfirlýsing de Clercqs skilin bókstaflega verður hún ekki til þess að viðskiptaþjóðir utan Evr- ópubandalagsins geti andað léttar hvað sem líður sefandi og jafnvel heiliandi orðalagi hennar. Megin- þættimir í stefnumörkun banda- lagsins eftir 1992, eins og henni var lýst í London, em þrír. I fyrsta lagi ítrekaði de Clercq að sameiginlegi markaðurinn myndi ekki leiða til aðgerða af hálfu EB sem rækjust á skuld- bindingar þess í Gatt-viðræðunum (alþjóðlegum viðræðum um við- skipta- og tollamál). I öðm lagi sagði hann ekki koma til mála að ríki utan banda- lagsins fengju að njóta efnahags- legs ávinnings af stofnun sameig- inlega markaðarins án þess að láta eitthvað í staðinn. I þriðja lagi yrði eftir sem áður um að ræða vissar innflutnings- hömlur á vömm eins og bílum og vefnaðarvöm ásamt vömm frá Austur-Evrópu og þróunarlönd- unum. Fjallað yrði um þessi mál á sameiginlegum vettvangi bandalagsins eftir 1992; þá gæti hvert einstakt ríki ekki lengur komið á sínum eigin innflutnings- hömlum gagnvart umheiminum. De Clercq var spurður hvers vegna EB væri svo ósveigjanlegt í kröfum sínum um gagnkvæm skipti á hveiju einstöku viðskipta- sviði t.d. í bankaviðskiptum þótt bandalagið hefði áður kvartað sáran undan slíkum ákvæðum í bandarískum drögum að reglum um utanríkisviðskipti með þeim afleiðingum að þau hefðu nú að mestu verið íjarlægð eða bitinn úr þeim bakfiskurinn. Svar hans var að unnið væri að víðtækum reglum um stóraukið frelsi í bankaviðskiptum í bandalaginu en þær myndu gera bandalagið mun opnara fyrir erlendum við- skiptaaðilum ■ en Bandaríkin þar sem mismunandi reglur einstakra ríkja takrriorkuðu slíkt. Þess vegna væri sanngjarnt að krefjast gagnkvæmra skipta. „Við verðum reiðubúnir að ræða gagnkvæmar tilslakanir við ríki utan EB, fyrst og fremst i alþjóðlegu sambandi en einnig í tvíhliða viðræðum. Við viljum ekki hefta viðskipti við ríki utan banda- lagsins en grundvöllur viðskip- tanna hlýtur að verða gagnkvæm skipti á fríðindum í Gatt-viðræð- unum,“ sagði de Clercq. Hvernig verður framkvæmdin? í raun var de Clercq að gefa viðskiptaþjóðum utan bandalags- ins til kynna að EB myndi fara fram á viðskiptafn'ðindi í staðinn fyrir aðgang að sameiginlega markaðnum. Viðskiptaþjóðimar eru hins vegar enn í vafa um hvernig þessi gagnkvæmu skipti muni verða í reynd. Þær óttast að vegna þrýstings frá ríkisstjórnum og iðnfyrirtækj- um, sem vilja vernd gagnvart samkeppni, muni EB nota regluna um gagnkvæm skipti sem verk- færi til að ná fram ósanngjörnum kröfum er séu a.m.k. andstæðar þeim anda sem Gatt-viðræðurnar byggist á, ef ekki bókstaflegum gegn reglum viðræðnanna. De Clercq sagði að bandalagið myndi hegða sér í samræmi við reglur Gatt en þær sömu reglur eru ein- mitt alræmdar fyrir að vera ein- staklega óljósar og teygjanlegar. De Clercq var ávallt mjög vark- ár er hann fjallaði um hvers kon- ar gagnkvæmni EB myndi kreíj- ast. „I mörgum tilvikum verður að reyna að ná samkomulagi um gagnkvæmar og raunhæfar, efna- hagslegar ívilnanir fremur en gagnkvæmar aðgerðir til að sam- ræma viðskiptalög og reglugerð- ir.“ Hann minnti á að enn væru ekki til neinar viðurkenndar regl- ur um alþjóðleg viðskipti méð þjónustu. EB hefur tilkynnt þátt- tökuríkjum Gatt-viðræðnanna að líta beri á þá ákvörðun bandalags- ins að opna sameiginlega, innri markaðinn fyrir ríkjum utan EB sem jákvætt skref er svara beri með jafn mikilvægum ívilnunum. í síðustu viku olli de Clercq miklu írafári er hann sagði að útibú banka með höfuðstöðvar í ríki utan bandalagsins myndi ekki fá að njóta sameiginlega markað- arins fyrr en búið væri að tryggja fyrirtækjum og stofnunum innan EB aðgang að markaði heima- lands bankans. Hann skýrði einn- ig frá því að aðgerðir til að fram- lengja vissar innflutningshömlur yrðu „hugsanlega" ræddar við þau ríki utan EB sem í hlut ættu. Japönsku bílarnir Evrópubandalagið hefur enn ekki ákveðið hvað beri að gera varðandi innflutning á japönskum bílum en ýmis ríki bandalagsins hafa sett hömlur á þann innflutn- ing. De Clercq sagði að hver sem niðurstaðan yrði þá hlytu menn að hafa í huga að Japanar flyttu tíu sinnum fleiri bíla til EB-ríkja en bandalagsríkin seldu til Jap- ans. Hann sagði að til að byrja með vildi hann að gerður yrði heildarsamningur við Japana um bílainnflutning þeirra til banda- lagsins er gilti til 1992 í staðinn fyrir marga samninga sem end- urnýjaðir væru árlega eins og nú væri reyndin. Embættismenn í Brussel hafa jafnvel viðrað hug- myndir um alþjóðlega samninga um skilyrði fyrir bílaviðskiptum og myndu þau koma í veg fyrir að japanskir bílar, framleiddir í Bandaríkjunum , rötuðu á EB- markaðinn. De Clercq sagði að megin- markmið Evrópubandalagsins væri að „tryggja að endurómur hinnar glæstu sóknar til aukins viðskiptafrelsis, sem blásið verður til fram til ársins 1992, muni ber- ast um allan heim.“ Það er ekki Ijóst hvort áhersla hans á gagnkvæm skipti muni sigra þegar lokið verður við að móta grundvallarstefnu EB í milliríkjaviðskiptum í Brussel. Endurómurinn verður ef til vill ekki jafn hljómfagur og de Clercq væntir nú. Peter Montagnon erblaðamadur hjá breska blaðinu Financial Ti- mes. Aðalstöðvar Evrópubandalags- ins í Brussel. Enda þótt Willy de Clercq (innfellda myndin) í Framkvæmdanefnd bandalags- ins itreki að væntanlegur sam- eiginlegur, innri markaður EB, sem koma á til framkvæmda árið 1992, muni ekki verða var- inn tolla- og verslunarmúrum gætir enn tortryggni hjá ýms- um þjóðum utan bandalagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.