Morgunblaðið - 22.07.1988, Qupperneq 42
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1988
42
Minning:
PállAxelsson
strætisvagnasijóri
Fæddur 29.júní 1922
Dáinn 15. júlí 1988
Kvaddur er í dag hinstu kveðju
Páll Axelsson en andlát hans bar
brátt að og kom ættingjum hans
og ástvinum á óvart.
Páll vinnufélagi og vinur kom til
mín á vinnustað að kvöldi fimmtu-
dags 14. júlí til að kveðja en hann
og kona hans voru á förum til Kaup-
mannahafnar morguninn eftir og
var það ferð sem þau hjónin voru
búin að undirbúa og hlakka til að
fara í, í nokkrar vikur, heimsækja
son sinn og eiga ánægjulegar stund-
ir saman í þeirri glöðu borg. En
dauðinn spyr hvorki um stað né
stund og stoðar ekki að fást um það.
Páll var vel undirbúinn að yfir-
gefa þennan heim með kristilegu
samstarfí í Fíladelfíusöfnuði um
áratuga skeið og fara til æðri heim-
kynna.
Páll fluttist ungur að árum til
Reykjavíkur frá Bjargi í Miðfirði í
Húnavatnssýslu og hóf fljótlega
störf hjá Strætisvögnum Reykjavík-
ur sem hann vann hjá allt til dauða-
dags, að undanskildum 3 til 4 árum
er hann tók sér hvíld frá akstri og
vann við innheimtustörf.
Páll var góður vinnufélagi, léttur
í lund og skemmtilegur og ekki síst
vildi hann allan vanda leysa með
sinni miklu hjálpsemi.
Minningamar sem sækja á hug-
ann eru allar svo ljúfar og skemmti-
legar að það væri efni í heila bók.
Þannig var að við unnum saman
við ýmis störf, flutninga, byggingar
o.fl. þegar tími gafst til frá strætó-
vinnunni og voru synir mínir, Ás-
geir og Gunnar, oftast með okkur
en þeir vom að gantast við Pál.
„Páll, við emm búnir að bíða eftir
þér í hálftíma, þrír menn og bíll.“
En það stóð ekki á svarinu: „Vom
það nema fimm mínútur eða svo?“
En Páll lét aldrei bíða eftir sér.
Hann vann sér traust yfirmanna
hvar sem var.
Það er mjög gott fyrir unga
menn að eiga samleið með mönnum
eins og Páli enda sakna þeir hans
mjög og geyma fagrar minningar
um hann.
Páll var mikill og góður heimilis-
faðir, mat konu sína og börn að
verðleikum og vom þau einstaklega
samhent.
Við vinnufélagar Páls hjá stræt-
isvögnum, vagnstjórar, skrifstofu-
fólk og verkstæðismenn, kveðjum
hann með söknuði og fæmm ástvin-
um hans okkar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Jakob Sigurðsson
Ég kynntist tengdaföður mínum
haustið 1986. Löngu áður en ég
kynntist dóttur hans hafði ég gert
mér í hugarlund hvernig mögulegur
tengdafaðir yrði og byggði ég þá
mynd á því fólki sem ég hafði
kynnst fyrr á lífsleiðinni. En þessi
verðandi tengdafaðir minn var
vissulega ekki eins og ég hafði
búist við. Hin sterka einlægni og
hið falslausa fas virkaði jafnvel
svolítið barnalega á mig. En fljót-
lega lærði ég að meta þessa eigin-
leika. Ég hafði eignast tengdaföður
sem var orðinn mér mjög kær, sífellt
boðinn og búinn til hjálpar, yfirleitt
óbeðinn, tengdaföður sem var hlýr,
fórnfús og ósérhlífinn, alltof ósér-
hlífínn. Síðasta ár var mér og dótt-
ur hans ákaflega annasamt og veit
ég ekki hvernig við hefðum farið
að án hans. Ég hlakkaði mikið til
að geta endurgoldið honum síðar
en kallið kom snögglega og mis-
kunnarlaust, eins og þjófur að
nóttu. Þessi hrausti maður sem
ekkert virtist ama að var skyndilega
allur.
En það veit ég að hann skildi
sæll við, vitandi það að hans biði
faðmur drottins því hann reyndist
ekki aðeins mönnum trúr heldur
einnig guði. Hann hafði nefnilega
ungur uppgötvað að hús sem byggt
er á kletti varir og sá klettur var
drottinn. Á sama hátt og Páll hafði
eignast klett, reyndist hann klettur
þeim er til hans leituðu.
Ég er þakklátur guði fyrir að
hafa kynnst Páli og eignast hann
sem tengdaföður. Þó að þau kynni
hafi orðið stutt, þá mun minning
hans alltaf lifa sem ljós í mínu lífi.
Elsku Sigríður mín, enginn hefur
misst meir en þú, en öll huggum
við okkur við það að nú líður Páli
vel. Megi guð styrkja okkur öll.
Hannes Lentz
Páll frændi er allur, svo skyndi-
lega og óvænt.
Hann var afar frændrækinn og
hélt góðu sambandi við ættfólk sitt
í Húnaþingi. Og þegar kallið kom
var hann á Keflavíkurflugvelli
ásamt eiginkonu sinni að hefja ferð
til sonar síns sem býr í Danmörku.
Páll fæddist 29. júní 1922 og var
þriðja af fjórum börnum foreldra
sinna, Margrétar Karlsdóttur og
Axels Vilhelmssonar. Axel faðir
hans dó þegar Páll var tæplega
fimm ára og ólst hann frá þeim tíma
upp hjá fjölskyldu Páls Karlssonar
frænda síns á Bjargi og voru ávállt
kærleikar þar á milli.
Þar hafa í upphafi fest rætur þær
tilfinningar fyrir útiveru, svo og
íslenskri náttúru, sem síðar urðu
svo afgerandi þáttur í lífi hans. I
æsku heyrði ég sögur af Páli frá
hans yngri árum. Hann byggði
skotbyrgi víða um sveitina til að
liggja í fyrir ref, útbjó sleðaaktygi
á heimilishundinn og margt fleira.
Á síðari árum kom Páll oft norð-
ur, fullur áhuga að komast á heið-
ina og veiða silung eða til að stunda
aðra útiveru. Frístundimar urðu þó
stopular, bæði vegna starfa hans
hjá Strætisvögnum Reykjavíkur, en
þar starfaði hann um áratuga skeið,
svo og vegna lífsköllunar hans til
starfa fyrir Hvítasunnusöfnuðinn,
en þar sinnti hann útbreiðslustörf-
um og eignaðist fjölda vina sem
hann kynntist á þeim ferðum.
Páll giftist Sigríði Halldórsdóttur
frá Fögmbrekku og eignuðust þau
þrjú börn, Halldór, Pál og Guðrúnu
Margréti, öll hin mannvænlegustu,
og eru bamabömin orðin sex.
Páll var gæfumaður, bæði í starfí
og í einkalífi. Hann bjó, ásamt eig-
inkonu sinni, öldmðum tengdafor-
eldmm sínum skjól á heimili sínu í
Lönguhlíð 19. Einnig sýndi hann
aldraðri móður sinni og stjúpföður
alúð og umhyggju í hvívetna. Þau,
ásamt eiginkonu og bömum, hafa
margs góðs að minnast.
Páll hafði yndi af tónlist, lék á
hljóðfæri og var söngmaður góður.
Á fjölskyldusamfundum hér nyrðra
var því oft sungið af hjartans list.
Því kveð ég Pál frænda með versi
eftir Matthías Jochumsson:
Kynslóðir koma, kynslóðir fara
allar sömu ævigöng.
Gleymist jw aldrei eilífa lagið,
við pílagrímsins gleðisöng.
Þessi orð em sett á blað sem
kveðja úr æskubyggð Páls, frá
móður minni og systkinum svo og
öðm frændfólki. Blessuð sé minning
Páls Axelssonar. Hann hvíli í friði.
Karl
í 'dag kveðjum við vin okkar og
uppeldisbróður, Pál Axelsson,
hinstu kveðju.
Hann Palli Axels var sannur,
góður vinur og hjálpsamur svo af
bar. Palli var líka einstaklega
skemmtilega hugmyndaríkur og
uppfinningasamur og það var alltaf
svo mikil tilbreyting í lífinu í kring-
um hann.
Það urðu heldur aldrei á vegi
hans nein þau vandamál sem ekki
var ástæða til þess að velta fyrir
sér lausnum á og leysa og þá vom
ekki endilega farnar troðnar slóðir.
Það var okkur systkinunum
ávallt mikið tilhlökkunarefni þegar
Palli og Gógó vom væntanleg norð-
ur því það var næsta víst að því
fylgdu ávallt einhveijir óvæntir at-
burðir. Hvort sem honum datt í hug
á meðan við vomm yngri að
skemmta okkur með því að útbúa
aktygi á hundinn Fransa gamla og
láta hann draga okkur á skíðasleða
eða, þegar við urðum eldri, að fá
okkur með sér í margra klukkutíma
gönguferðir fram á heiðar í silungs-
veiði, þá bám öll uppátækin hans
Palla vott um fijótt hugmyndaflug
og vom þannig öðmvísi en við vor-
um vön og þau vom skemmtileg.
Við eigum öll fjölmargar minn-
ingar af þessum toga tengdar Palla
og fyrir þær minningar emm við
mjög þakklát.
Við fundum það auðvitað mjög
vel hve þakklátur hann var foreldr-
um okkar fyrir uppeldið, þann tíma
sem hann naut þess á heimili þeirra
á sínum tíma. Það þakklæti var
+ Stjúpa okkar og fósturmóðir. Fóstursystir mín.
SIGURBJÖRG VIGDÍS GUÐBRANDSDÓTTIR, STEFANÍA LIUA VALDIMARSDÓTTIR,
Hringbraut 42, Hafnarfirði, er lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 10. júlí sl. var jarðsung- in frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 19. júlí.
lést í St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 21. júlí. Athöfnin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Fyrir hönd aðstandenda, Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð.
Gunnar Guðmundsson. Elfnbjörg Þorsteinsdóttir.
+ + Minningarathöfn um eiginmann minn og föður okkar.
Eiginmaöur minn, EYSTEIN GUÐJÓNSSON,
EIRÍKUR GÍSLASON, Steinum, Djúpavogi,
Samtúni, Stöövarfiröi veröur í Djúpavogskirkju laugardaginn 23. júlí kl. 14.00.
Fyrir hönd aöstandenda.
verður jarðsunginn frá Stöövarkirkju laugardaginn 23. júlí kl. 14.00.
Sigriður Jakobina Magnúsdóttir
Margrét Sveinsdóttir. og börn.
t
Elskuleg móöir okkar,
ELÍN HALLGRÍMSDÓTTIR
frá Grímsstöðum, Mýrasýslu,
Álfhólsvegi 12, Kópavogi,
sem andaðist sunnudaginn 17. júlí veröur jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju mánudaginn 25. júlí kl. 13.30.
Áslaug Oddsdóttir, Sigríður Oddsdóttir.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö andlát og
jaröarför móöur minnar og ömmu okkar,
GUÐRÚNAR A. JÓNSDÓTTUR,
frá Borgarnesi.
Hildur Sigurðardóttir,
Sigurður Halldórsson, Guörún Halldórsdóttir,
Svandís Halldórsdóttir, Brynja Halldórsdóttir.
bæði einlægt og hlýtt.
Hjálpseminnar, sem honum var
í blóð borin, nutum við eins og aðr-
ir vinir hans í ríkum mæli. Heimili
þeirra Gógóar hefur verið okkar
annað heimili þegar við dveljumst
í Reykjavík og þaðan fer enginn
niðurdreginn. Hlýtt viðmót þeirra
beggja og lifandi áhugi á velferð
annarra hefur séð fyrir því.
Nú þegar við kveðjum Palla er
okkur efst í huga þakklæti fyrir
allar þær skemmtilegu stundir sem
við áttum saman og ósk um far-
sæld á göngu hans á Drottins vegi.
Til Gógóar og bamanna og ann-
arra aðstandenda sendum við hug-
heilar samúðarkveðjur frá okkur
systkinunum öllum og móður okkar.
Systkinin frá Ytra-Bjargi
Öllu er afmörkuð stund og sér-
hver hlutur undir himninum á sinn
tíma. Ævidagar vorir eru sjötíu ár
og þegar best lætur áttatíu ár.
Þeir sem að morgni voru sem gró-
andi gras, að morgni blómgvast það
og grær, að kveldi fölnar það og
visnar. Kenn oss að telja daga vora,
að vér megum öðlast viturt hjarta.
Þessi einkunnarorð frá heilagri
ritningu komu í huga minn, þegar
minnast skal hans sem hér er
kvaddur hinstu kveðju. Drottinn
hafði mætt honum á björtu og góðu
dögunum og gefið honum örugga
trúarsannfæringu, meðan lífið var
framundan og ævidagurinn í blóma,
kennt honum að telja dagana, gefið
honum viturt hjarta. Dagur reikn-
ingsskila stóð ljós fyrir honum, þeg-
ar hann eitt sinn myndi mæta við
dómstól Guðs, mæta þeim lausnara
sem hafði gefið líf sitt fyrir hann
á Golgata-krossi og friðþægt fyrir
misgjörðir mannanna. Hann áleit
það innsta kjarna lífs síns að upp-
hefja nafn hans, sem svo mikið
hafði gert fyrir hann, og sem gefið
hafði honum þá sælu von að fyrir
endurlausnarverk Krists ætti hann
dýrðlega heimvon án verðskuldun-
ar.
Páll var einlægur maður og sann-
ur til orðs og athafnar. í öllum störf-
um var hann ávallt heill en aldrei
hálfur. Var því gott honum að eftir
líkjast, því hann bar gott fram úr
góðum sjóði hjarta síns. Páll var
farsæll í starfi, fús og hjálpsamur.
Á unglingsárum hafði hann mik-
inn áhuga á íþróttum og stundaði
þær nokkuð. Seinna sneri hann sér
að sjómennsku og fleiri störfum þar
til hann réðst bílstjóri hjá Strætis-
vögnum Reykjavíkur, þar sem hann
starfaði til æviloka, eða rúm 40 ár.
Árið 1946 er hann var tuttugu
og fjögurra ára lágu leiðir þeirra
Sigríðar Halldórsdóttur frá Fögru-
brekku í Hrútafirði saman. Þau
bundust tryggðum og var hún hon-
um alla tíð mikils verður lífsföru-
nautur. Þau hjón eignuðust 3 börn
sem öll eru uppkomin og eru barna-
börnin orðin 6.
Lengst var heimili fjölskyldunnar
í Lönguhlíð 19 hér í bæ. Var mörg-
um þar opið hús til hlýrrar móttöku
og veitullar gestrisni, greiða og vin-
áttu. Á fyrstu búskaparárunum tók
Páll heim til sín tengdaforeldra sína
sem áttu við vanheilsu að stríða og
bjó þeim fagurt ævikvöld. Alla tíð
reyndist hann þeim sem sonur með
einlægri umhyggju og mildi sem
var aðdáunarverð.
Oft bar á góma er mál voru rædd
að eftirtektarverð væru ýmis tildrög
og ófyrirséð atvik, sem síðar urðu
að stórum atburðum og örlagaríkir
burðarásar í rás tímans og amstri
daganna. Augljós handleiðsla þeim
sem gaumgæfinn er. Enda var sú
reynsla í síðustu för hans honum
nálæg.
Ákveðið var að skreppa til Dan-
merkur og förin var hafín úr landi
og komið til sætis í flugvélinni þeg-
ar saknað er hlutar sem gleymst
hafði inni á afgreiðsluborði flugfé-
lagsins. Búist er um til að sækja
þann hlut en á þeirri leið kom kall-
ið, örlagastundin runnin upp. í stað
ferðar til Danmerkur er ferðin haf-
in til fyrirheitna landsins sem hann
hafði sungið og talað um.
Eilífðarmorgunn var upprunninn.
Guð hafði gefið honum viturt hjarta.
Slíkra er gott að minnast með þökk
fyrir allt. Hann hvíli í friði.
Arinbjörn Árnason