Morgunblaðið - 22.07.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1988
31
Sérálit Magnúsar Jónssonar í Verðtryggingarnefnd:
Grundvallaratriði að mælir-
inn sé óháður því sem mælt er
J; r-- ■
.-Í'-
ÁLITI nefndar, sem Jón Signrðs-
son viðskiptaráðherra skipaði til
að fjalla um fyrirkomulag verð-
tryggingar fjárskuldbindinga,
fylgdi eftirfarandi sérálit eins
nefndarmanna, Magnúsar Jóns-
sonar veðurfræðings.
Undirritaður getur ekki tekið
undir þau sjónarmið að ekki sé
ástæða til að breyta grundvelli eða
samsetningu lánskjaravísitölu.
Þvert á móti telur undirritaður að
á því sé nauðsyn og eru fyrir því
m.a. eftirtaldar ástæður:
1. Þar sem lánskjaravísitala á
að vera verðmælir er það grundvall-
aratriði að mælirinn sé óháður því
sem mæla á. Slíku er ekki til að
dreifa og ætti hin óbeina tenging
fjármagnskostnaðar við verðlag að
vera hveijum manni augljós. Verra
er þó að verð á þjónustu ýmissa
fyrirtækja sem áhrif hefur á láns-
kjaravísitöluna er með sjálfvirkum
hætti ákvarðað af vísitölum. Dæmi
um þetta er verð á heitu vatni í
Reykjavík, sem hækkar sjálfkrafa
í takt við byggingarvísitölu óháð
því hver talin er þörf fyrirtækisins,
hvetju sinni. Sýnu verst er þó sú
staðreynd að í nýjum framfærslu-
grunni sem tók gildi 1. júlí sl. er
fjármagnskostnaður, þ.e. vextir og
verðbætur af lánum til íbúðar-
húsnæðis, orðinn hluti af fram-
færsluvísitölunni. Þannig veldur
breyting á fjármagnskostnaði
breytingu á lánskjaravísitölu, sem
aftur breytir íjármagnskostnaði.
Það er því farið að styttast í að
gera lánskjaravísitöluna einungis
háða lánskjaravísitölunni.
2. Það er álit þess sem hér ritar
að grunnur vísitalna byggingar- og
framfærslukostnaðar, sé ávallt
rangur vegna þess að hann er orð-
inn úreltur um leið og hann er tek-
inn upp. Breytingar á gæðum vöru
og þjónustu sem leiðir til breytts
verðs er af sama toga. T.d. hefði
orðið að taka upp nýjan vísitölu-
grunn þegar greiðslukort ruddu sér
til rúms hér, því talið er að þau
hafi hækkað vöruverð um 2-3%.
Sú reikningslist að nota stæ/ðir sem
hver um sig er breytileg um tugi
eða jafnvel hundruð prósenta frá
meðaltali og reikna út frá því stærð
með nákvæmni upp á hundruðustu
hluta úr prósenti, þykir undirrituð-
um lítt sannfærandi. Að láta pen-
ingakerfi heillar þjóðar vera háð
slíkri stærð hlýtur að teljast skop
í hæsta gæðaflokki.
3. Óþolandi er fyrir stjórnvöld,
spariíjáreigendur og skuldara að
skattheimta og niðurgreiðslur séu
inni í vísitölum. Skapar það veru-
lega erfiðleika í efnahagsstjóm og
óvissu í ijármagnsviðskiptum.
Hér hefur aðeins verið drepið á
nokkur atriði sem undirritaður telur
styðja að ekki sé hægt að búa við
óbreytt ástand verðtryggingarmála.
Jafnframt verður að teljast að að-
stæður í þjóðfélaginu séu þannig
að afnám vísitölubindingar sé ekki
fært að sinni.
Hins vegar er breytt viðmiðun
t.d. gengisviðmiðun, auk tillits til
viðskiptakjara þjóðarinnar fyllilega
tímabær að gefnum forsendum um
meira jafnvægi í verðlags- og pen-
ingamálum hér á landi, og með til-
liti til þeirra breytinga sem fyrirsjá-
anlegar eru á peningamarkaði í
nágrannalöndum okkar.
Magnús Jónsson
Morgunblaðið/Ól.K.M.
Landakotsspítali - innra eftirlit er lítið og aðhaldsleysi er i fjármál-‘
um, segir i skýrslu rikisendurskoðunar.
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Landakotsspítala:
Veruleg þensla í rekstri og
launum og skortur á aðhaldi
Fjárf estingaráf orm langt umfram framlög fjárlaga
I SKÝRSLU Ríkisendurskoðunar, um rekstur Landakotsspítala á
siðasta ári, kemur fram að þensla i rekstrarliðum og launum hafi
verið veruleg á siðustu árum og skort hafi á aðhald. Einnig hafi
verið farið fram úr heimildum fjárlaga á flestum sviðum og kemur
fram að þótt tillögur stjórnenda spítalans hefðu farið óbreyttar inn
á fjárlög hefði rekstur Landakots samt farið verulega umfram fjár-
lagaheimildir. Framlög til framkvæmda á fjárlögum síðasta árs
námu 10 milljónum en fjárfestingaráform voru yfir 100 milljónir.
Kannað var hvort óeðlilega hefði verið staðið að gerð fjárlaga og
komist að þeirri niðurstöðu að svo hefði ekki verið.
St. Jósefsspítali, Landakoti, er
sjálfseignarstofnun sem er sjálf-
stæður aðili án ríkisábyrgðar.
Stofnuninni stjómar fulltrúaráð,
skipað 21 fulltrúa sem tilnefndir
eru af heilbrigðisráðherra og er
valin 7 manna yfírstjórn úr hópi
fulltrúaráðsins. Stofnunin hefur
spítalann á leigu til ársloka 1996.
Spítalinn fékk daggjaldagreiðslur
til 1983 en hefur síðan fengið bein-
ar greiðslur úr ríkissjóði í samræmi
við lög.
í skýrslu ríkisendurskoðunar
kemur fram, samkvæmt uppýsing-
um Morgunblaðsins, að verulegur
rekstrarhalli sé á spítalanum, þar
af um 166 milljóna króna uppsafn-
aður halli frá fyrri ámm. Gjald-
fallnar lausaskuldir nemi um 200
Skálholtshátíð:
Tónverk eftir Þor-
kel Sigurbjörnsson
verður frumflutt
Skálholtshátíðin verður hald-
in 24. júlí næstkomandi. Á hát-
íðinni verður frumflutt tónverk
eftir Þorkel Sigurbjörnsson og
nefnist það Koma. Verkið er
byggt á köflum úr ritningunni.
Hátíðin hefst klukkan 13.30
með klukknahringingu og klukk-
an 13.40 hefst organleikur í kirkj-
unni. Klukkan 14 ganga prestar
og biskupar í skrúðfylkingu að
kirkju og fram fer lúðraþytur úr
Þorlákstíðum.
Séra Ólafur Skúlason, vígslu-
biskup prédikar og séra Sigurður
Guðmundsson, vígslubiskup, séra
Guðmundur Óli Olafsson og séra
Sigurður Sigurðarson þjóna fyrir
altari.
Sveinbjörn Finnsson setur sam-
komuna í kirkjunni klukkan 16.30
og flutt verður nýtt tónverk eftir
Þorkel Sigurbjömsson sem nefn-
ist Koma og er byggt á ýmsum
köflum úr Heilagri Ritningu. Tón-
skáldið lýsir verkinu sjálfur þann-
ig: „Það má vel lýsa þessum stuttu
kórþáttum sem inngangi að
Hvítasunnuóratoríu.“ Sönghópur-
inn Hljómeyki flytur verkið undir
stjóm höfundar. Kirkjumálaráð-
herra, Jón Sigurðsson, flytur ræðu
og Ingibjörg Marteinsdóttir syng-
ur einsöng. Þá fer séra Sigurður
Guðmundsson með ritningalestur
og bæn og samkomunni lýkur
með almennum söng. Sunginn
verður sálmur númer 56.
Ferðir á hátíðina verða frá
Umferðarmiðstöð klukkan 12
þann 24. júlí og frá Skálholti
klukkan 18.
milljónum og rekstrarhalli sé um
10 milljónir á mánuði.
I skýrslunni kemur fram að
Landakotsspítali hafí keypt fast-
eignir án heimilda á fjárlögum,
aðallega í kringum spítalann. Þess-
ar fasteignir hafí þurft miklar
breytingar og séu þær illa nýttar.
Nefnt er að mikill stofnkostnaður
hafí fylgt rekstri nýs þvottahúss.
Kaupleigusamningar hafi verið
gerðir til að fjármagna.ýmsar fram-
kvæmdir sem ekki var heimild fyr-
ir á íjárlögum og einnig hafí leigu-
húsnæði þurft mikilla endurbóta
við.
Sérstakur styrktarsjóður St. Jós-
efsspítala hefur frá stofnun sinnt
fasteignakaupum og leigu. Sjóður-
inn er eign spítalans sjálfs en í
skýrslunni er talið að sjóðurinn
hafí hagnast um tæpar 12 milljón-
ir á því að leigja Sjálfseignarstofn-
un St. Jósefsspítala húsnæði.
Leigukjörin hafí verið óhagstæð og
leigunni fylgt kostnaðarsamar end-
urbætur á húsnæði. Þá hafí sjóður-
inn tekist á hendur skuldbindingar
umfram getu sem komið hafí í hlut
sjúkrahússins að greiða. Talið er
að jafnvel hefði verið hagkvæmara
fyrir spítalann að kaupa húsnæði
frekar en leigja það á þeim kjörum
sem sjóðurinn bauð. Ymis dæmi
eru rakin þar sem styrktarsjóðurinn
er talinn hafa hagnast á viðskiptum
við spítalann.
Landakotsspítali leigir læknum
sjúkrahússins eignina Marargötu 2
með einskonar kaupleiguréttindum
fyrir læknastofu. í skýrslunni mun
vera bent á að samanlagt kaupverð
og endurbætur á húsinu séu rúm-
lega 50% hærri en eðlilegt mark-
aðsverð og samanlagt tap sjúkra-
hússins á kaupum og leigu eignar-
innar nemi rúmum 12 milljónum
króna auk þess sem eignin standi
ekki undir upphaflegum lánum.
í skýrslunni er gagnrýnt að sam-
skipti lyfjabúrs spítalans við lækna-
stöðina á Marargötu 2 sé með þeim
hætti að lyf séu lánuð þangað án
þess að bókfærast, en séu talin sem
birgðir. Einnig séu lyf seld á inn-
kaupsverði til stöðvarinnar en salan
ekki bókfærð fyrr en við uppgjör
í lok hvers árs.
Rekstur rannsóknarstofu spital-
ans er sérstaklega tekinn fyrir í
skýrslunni. Þar eru reikningar fyrir
allar rannsóknir á sjúklingum utan
sjúkrahússins sendir út í nafni yfír-
læknis stofunnar á sérfræðinga-
taxta en ekki sjúkrahúsataxta og
greiddir af Tryggingarstofnun og
sjúkrasamlögum. I skýrslunni segir
að innheimtir reikningar nemi sam-
tals um 56 milljónum króna. Af
því fái yfírlæknirinn 30% eða tæpar
16,8 milljónir og fái að auki 1,36
milljónir i föst laun frá spítalanum.
Afgangurinn rennur til spítalans.
Yfírlæknirinn hefur einnig
einkarannsóknir á Marargötu 2 og
Álfheimum 74 sem hann sameinar
rannsóknum spítalans. í skýrslunni
er gagnrýnt að þessu sé blandað
saman og talið nauðsynlegt að taka
reikningagerð til endurskoðunar,
sérstaklega hvort kostnaðarskipt-
ing og uppgjör sé með eðlilegum
hætti. Starfsmenn rannsóknarstof-
unnar voru alls 65 á síðasta ári og
námu heildarlaunagreiðslur til
þeirra um 28 milljónum.
í skýrslunni er bent á að innra
eftirlit sé lítið og aðhaldsleysi sé
með fjármálum. Læknar spítalans
vinna sem verktakar og leggja inn
mánaðarlega reikninga sem byggj-
ast á færslum í sjúkradagbók. Bent
er á að eftirlit með reikningum
Iækna er í höndum þriggja manna
eftirlitsnefndar. Þar af séu tveir
nefndarmannanna læknar og er
eftirlit með reikningum þeirra einn-
. ig í nefndinni. Þá starfí þessi nefnd
óreglulega og skrái ekki fundar-
gerðir.
Skýrsla ríkisendurskoðunar var
gerð að ósk fjármálaráðherra og
heilbrigðisráðherra eftir að stjóm
Landakotsspítala fór fram á auka-
fjárveitingar í mars vegna fjár-^
hagsvanda. Ofangreindar upplýs-
ingar hafa ekki fengist staðfestar
hjá ráðuneytunum en ráðherramir
héldu sérstakan fund um málið á
miðvikudag. Jón Baldvin Hanni-
balsson íjármálaráðherra segir að
þar hafí þeir Guðmundur Bjarnason
heilbrigðisráðherra náð samstöðu
um tillögur um aðgerðir vegna fjár-
hagsvanda spítalans og ráðuneyt-
unum falið að útfæra þær tillögur
nánar.
Ráðherrann vildi ekki tjá sig um
hvaða aðgerðir væm i bígerð fyrr
en stjómendur Landakotsspitala
hafa gert sínar athugasemdir við
skýrslu Ríkisendurskoðunar. Hann
viðurkenndi þó aðspurður að eðli-
legt væri að ríkissjóður gerði kröfu
um að spítalinn yrði hluti af
ríkisspítalakerfinu ef rekstur hans
hefði farið úr böndunum eins og
skýrslan benti til, en af henni væri
ljóst að stjórnendur spítalans
fengju falleinkunn fyrir fjármála-
stjórnun.
Landakot:
Heilbrigðisráðherra
fundar með fulltrúum
spítalans eftir helgi
„VIÐ höfum haft þessa skýrslu
til umfjöllunar í nokkra daga, í
heilbrigðisráðuneytinu annars
vegar og fjármálaráðuneytinu
hins vegar. Við höfum haldið
einn sameiginlegan fund um
málið og erum að móta samstöðu
um aðgerðir, sem við teljum að
séu nauðsynlegar,“ sagði Guð-
mundur Bjarnason heilbrigðis-
ráðherra, er hann var inntur álits
á skýrslu Ríkisendurskoðunar
um rekstur Landakotsspítala.
Guðmundur sagði að hann og
fjármálaráðherra hefðu orðið
ásáttir um að fela embættis-
mönnum frá báðum ráðuneytum
að fara ofan í skýrsluna
„Við eigum eftir að ræða við
forráðamenn spítalans og fá þeirra
viðbrögð við skýrslunni, og fyrr vil
ég sem minnst tjá mig um þetta
mál,“ sagði heilbrigðisráðherra.
Hann sagði að stefnt yrði að sam-
eiginlegum fundi fulltrúa ráðuneyt-
anna og spítalans strax eftir helgi
og stæðu vonir til að málið yrði
afgreitt um miðja næstu viku.
Logi Guðbrandsson, fram-
kvæmdastjóri Landakotsspítala, ►
sagði við Morgunblaðið að stjóm
spítalans yrði kölluð saman til fund-
ar um helginá og á þeim fundi
myndi hann leggja fram athuga-
semdir sínar við skýrslu Ríkisendur-
skoðunar. Þær yrðu síðan sendar
til ráðuneytanna og kvaðst Logi
ekki vilja tjá sig frekar um málið
. fyrr en viðkomandi ráðherrar hefðu'
fengið þær athugasemdir í hendur.