Morgunblaðið - 22.07.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.07.1988, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1988 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Sauðárkrókur - blaðberar Blaðbera vantar í ytra hverfi. Upplýsingar í síma 95-5494. Framtíðarstarf Óskum eftir starfsfólki til framreiðslu á morg- unverði. Viðkomandi þarf að geta byrjað strax. Upplýsingar gefur veitingastjóri á staðnum. Hjúkrunarfræðingar Sjúkrahús Vestmannaeyja vill ráða hjúkrunar- fræðinga frá 1. september eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða fullt starf eða hlutastarf, ennfremur næturvaktir eingöngu. Nánari upplýsingar um launakjör og starfsað- stöðu veitir hjúkrunarforstjóri í síma 98-11955. Sjúkrahús Vestmannaeyja Fjármálastjóri Stórt fyrirtæki á sviði útflutnings og fram- leiðslu óskar eftir að ráða fjármálastjóra. Reynsla á sviði fjármála, stjórnunar, bók- halds eða endurskoðunar skilyrði. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „B - 2932“ fyrir 1. ágúst. íþróttakennarar Grenivíkurskóla vantar íþróttakennara, sem einnig getur tekið að sér kennslu í öðrum greinum. Frítt húsnæði í boði. Upplýsingar gefur Björn Ingólfsson, skóla- stjóri, í síma 96-33131 eða 96-33118. Akureyrarbær auglýsir eftir: Deildarstjóra öldrunarþjónustu. Starfið felst í yfirumsjón með öllum þáttum öldrunar- þjónustu á vegum Akureyrarbæjar, þ.e. dval- arheimili, hjúkrunarvist, vernduðum þjón- ustuíbúðum, dagvist fyrir aldraða, heima- þjónustu, félagsstarfi o.fl. Gerð er krafa um staðgóða þekkingu og reynslu á: Stjórnun og mannaforráðum, rekstri, öldrunarþjónustu. Upplýsingar um starf þetta veita félagsmála- stjóri, (sími 96-25880) og starfsmannastjóri, (sími 96-21000) Akureyrarbæjar. Umsóknarfrestur er til 10. ágúst nk. Skrifleg- um umsóknum skal beint til bæjarstjóra. Bæjarstjórinn á Akureyri. Kennarar - Kennarar - Kennarar í Héraðsskólanum í Reykjanesi við ísafjarðar- djúp er mjög góð aðstaða til kennslu og mikil vinna fyrir fólk, sem vill standa í slíku starfi. Okkur bráðvantar tvo kennara til að kenna ensku, dönsku, íslensku, stærðfræði í 9. bekk og samfélagsgreinar. Mjög gott, ódýrt húsnæði, frír hiti. Þeir, sem áhuga hafa eða vildu forvitnast um störfin, vinsamlegast hafið samband í símum 94-4840 og 94-4841, eða skriflega. Skarphéðinn Ólafsson, skóiastjóri. Laus staða Laus er til umsóknar hálf staða lektors í hjúkrunarfræði við námsbraut í hjúkrunar- fræði í læknadeild Háskóla íslands. Aðal- kennslugrein er heilbrigðisfræðsla. Gert er ráð fyrir að ráðið verði í stöðuna til tveggja ára. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt ítarlegri skýrslu um vísinda- störf umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir á sviði hjúkrunarfræði, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík, fyrir 17. ágúst nk. Menn tamáiaráðuneytið, 18.júlí 1988. 5 klst. heimilisað- stoð á viku í Garðabæ Barnlaus hjón, bæði vinna úti, með einbýlis- hús í Garðabæ, vilja komast í samband við góðan starfskraft, sem vill taka til og þrífa húsið einu sinni í viku 4-5 tíma í senn. Enginn þvottur eða þ.h. fylgir. Launagreiðslur eins og þarf handa góðri manneskju. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „Heimilisaðstoð - 4316“ fyrir helgi. Öllum verður svarað. Laus staða Laus er til umsóknar staða sérfræðings í íslenskri málfræði við íslenska málstöð. Verkefni einkum á sviði hagnýtrar málfræði, málfarsleg ráðgjöf og fræðsla og ritstjórnar- störf. Til sérfræðings verða gerðar sams konar kröfur um menntun og til lektors í íslenskri málfræði. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rann- sóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 6, 150 Reykjavík, fyrir 17. águst nk. Menntamálaráðuneytið, '• 19.júlí 1988. Starf forstöðumanns og safnvarðar við Minjasafn- ið á Akureyri er laust. Háskólapróf í þjóðháttafræðum eða öðrum greinum, sem tengjast minjavörslu og safn- störfum, er áskilið. Umsóknir, er greini aldur, menntun, fyrri störf og launakröfu, sendist stjórn Minja- safnsins, merktar: Minjasafnið á Akureyri, v/starfsumsóknar, Aðalstræti 58, 600 Akur- eyri, fyrir 15. ágúst nk. Stjórn Minjasafnsins áAkureyri. 28ára reglusamur, stundvís, ábyggilegur, mjög van- ur vélstjóri með 2000 hp yfirvélstjórarétt- indi, óskar eftir vel launuðu starfi í landi í Reykjavík. Margt kemur til greina. Getur hafið störf frá og með 1. september nk. Upplýsingar í síma 98-11622. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11798 og 19533. Helgarferðir Ferðafé- lagsins 22.-24. júlí: 1. Hveravellir - grasaferð í þessari ferð verða tínd fjalla- grös og einnig litast um á svæð- inu eins og tíminn leyfir. Gist í sæluhúsi Feröafélagsins á Hveravöllum. 2. ÞÓRSMÖRK Gist i Skagfjörösskála/Langadal. Gönguferöir viö allra hæfi. 3. Landmannalaugar - Eldgjá Gist í sæluhúsi Feröafélagsins í Laugum. Torfajökulssvæðið er rómað fyrir litadýrð og nátt- úrufegurð. Notið sumarið til þess að kanna óbyggðir íslands meö Feröafé- lagi íslands. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu F.Í., Öldugötu 3. Ferðafélag islands. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Dagsferðir Ferðafélags íslands Laugardagur 23. júlf: Kl. 08. - Þórisdalur - Kaldidal- ur. Ekið' um Kaldadal og gengið þaðan. Verð kr. 1200. Sunnudagur 24. júlf: 1. Kl. 08 Markaiífljót8gljúfur - Hvanngil - Álftavatn. Ekið inn á Fjallabaksleið syðri og gengið meðfram Markar- fljótsgljúfri. tij baka er ekið um Hvanngil að Álftavatni. Verð kr. 1200. 2. Kl. 13. Keilisnes - Staðar- borg Farið úr bílnum við Flekkuvik og gengið fyrir Keilisnes aö Kálfa- tjörn. Frá Kálfatjörn er gengið um Strandarheiði að Staðar- borg. Verð kr. 800. Miðvikudaginn 27. júlf kl. 20.: Kvöldferð í Bláfjöll og upp á fjal- lið með stólalyftunni. Ath: Sunnudag 24. júli kl. 08. - Þórsmörk - dagsferö. Verð kr. 1200. Ferðafélag íslands. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Sumarleyfisferðir Ferðafélagsins: 22. júlf-1. ágúst (11 dagar): Grunnavfk-Hornvfk. Frá fsafirði verður siglt til Grunnavíkur og gengið sam- dægurs að Flæðareyri. Á næstu fjórum dögum er gengiö frá Höfðaströnd um Leirufjörö, Hrafnsfjarðarbotn, Lónafjörð og Rangalaskarö i Hornvik. Farar- stjórar: Gísli Hjartarson og Jakob Kárason. 27. júlf-1. ágúst (6 dagar): Homvfk. Á fimmtudegi hefst feröin frá ísafirði með Djúpbátnum til Hornvíkur. Gist í tjöldum í Hornvík. Dagsferðir frá tjald- staö. Fararstjóri: Kristján Maack. 29. júlf-4. ágúst (7 dagar): Sveinstindur-Langisjór- Lakagfgar-Fljótshverfi. Ekið að Sveinstindi og þar hefst gönguferöin. Gengið verður í sex daga meö viöleguútbúnaö. Far- arstjóri: Jóhannes I. Jónsson. 3.-7. ágúst (5 dagar): Land- mannalaugar-Þórsmörk Fararstjóri: Viðar Guðmunds- son. 5. -10. ágúst (6 dagar): Land- mannalaugar-Þórsmörk. Fararstjóri: Kristján Maack. 6. -14. ágúst (9 dagar): Hálendið norðan Vatnajökuls. Leiöin liggur um Nýjadal, Gæsa- vatnaleiö, i Herðubreiðarlindir, i Kverkfjöll, komiö viö í Öskju. Heimleiðis verður ekið sunnan jökla til Reykjavíkur. Það er ódýrt að ferðast með Feröafélagi Islands. Kynnist eig- in landi og ferðist með Ferðafó- lagi íslands. Ferðafólag íslands. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR 11798 og 19533. Ferðir Ferðaféiags íslands um verslunarmannahelgi 29.júlí-1.ágúst 1. Þórsmörk - Fimmvörðuháls. í þessari ferð er gist í Skag- fjörðsskála/Langadal. Gengið yfir Fimmvörðuháls frá Þórs- mörk og þaðan fer rúta og nær í hópinn að Skógum að lokinni göngu. Gönguferðin yfir Fimm- vörðuháls tekur 7-8 klst. 2. Landmannalaugar - Sveins- tindur. Gist í sæluhúsi Ferðafé- lagsins í Landmannalaugum. Einn dagur fer í gönguferð á Sveinstind (1090 m). Frá Laug- um er ekin fjallaslóð svo til aö Sveinstindi og síöan gengið á fjalliö, sem er viö suðvesturenda Langasjóar. Þarna er fagurt um að litast og náttúrufegurð ein- stök. Annar dagur er notaður til gönguferða í nágrenni Land- mannalauga. 3. Strandir - Ingólfsfjöður. [ þessari ferð verður gist i svefn- pokaplássi í Bjarnarfirði og Tré- kyllisvik. Ekið verður i Norður- fjörð og Ingólfsfjörð. Stranda- sýslan skartar sérstæðri nátt- úrufegurð, hrikaleg fjöll umlykja vikur og voga. Það er töluverður akstur í þessari ferð en samt gefst tími til göngu- og skoðun- arferða á áningarstöðum. 4. Skaftafell - Kjós. Gist veröur í töldum i Skaftafelli. Gengið verður um þjóögaröinn s.s. að Svartafossi, á Kristínartinda og viðar. Einnig verður gengið inn i Kjós, sem er afdalur frá Mors- árdal til vesturs. 5. Nýidaiur - Vonarskarð. I þessari ferð verður gist i sælu- húsi Feröafélagsins við Nýjadal. Gengið verður um Vonarskarö (7-8 klst.) annan daginn og hinn dagurinn verður notaður til skoðunarferða um nágrenni Nýjadals. 8. Núpsstaðarskógur. Gist i tjöldum. Gönguferðir á Súlu- tinda, að Tvilitahyl og viðar eftir því sem tíminn leyfir. 7. Þórsmörk. Gist í Skagfjörös- skála/Langadal. í þessari ferð verður tímanum varið til göngu- ferða um Þórsmerkursvæöiö. Sunnudaginn 31. júlf veröur gönguferö í Innstadal kl. 13.00. Innstidaiur er á Hengilssvæðinu. Þar eru heitar uppsprettur og er þetta skemmtilegt svæði til dagsgönguferöa frá Reykjavík. Mánudagur 1. ágúst er göngu- ferö á Ármannsfell viö Þingvelli kl. 13.00. Ferðafélag íslands. Hl Útivist, Helgarferðir 22.-24. júlí: 1. Þórsmörk - Goðaland. Mjög góð gistiaðstaða í Útivistarskál- unum Básum. Gönguferðir við allra hæfi. Munið ennfremur ódýra sumardvöl: Ferðir alla miðvikudagsmorgna Id. 8. Til- valinn staður fyrir fjölskylduna. Dagsferöir á sunnudögum kl. 8. 2. Landmannalaugar - Eldgjá. Hringferð. Farið bæði um nyrðri og syðri Fjallabaksleið. Ein fjöl- breyttasta helgarferð sem i boði er. Gist í húsi. Uppl. og farm. á skrífst. Grófinni 1, sfmar 14600 og 23732. Sjáumstl útjvj8t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.