Morgunblaðið - 22.07.1988, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1988
félk í
fréttum
20 ára og 700 kr.
Græpum
Græoum
ÁTAK í LANDGRÆÐSLU
LAUGAVB31120,105 REYKiAVlK
SlMI: (91)29711
Hlauparelknlngur 251200
Búnaftarbanklnn Hellu
!.*=
co «o
jo S
E®
=J ^3
« -i
k. C/5
O —
VIK í MÝRDAL
Forsætis-
ráðherra
í bátsferð
Hluti hóps sjálfstæðismanna á
Suðurlandi sem fundaði fyrir
skömmu í Vík í Mýrdal brá sér á
sjó með öðru hjólaskipi þeirra Mýr-
dælinga að loknum kvöldfundi og
var forsætisráðherrra í broddi fylk-
ingar. Siglt var í kring um Reynis-
dranga og dólað um miðin fyrir
utan Vík ,en slíkar ferðir eru á
boðstólum fyrir ferðamenn í Vík í
Mýrdal.
Hópurinn sem brá sér í miðnæt-
ursiglingu hjá Vík í Mýrdal ,en
það er ævintýralegt að keyra á
hjólaskipinu á fullri ferð niður
fjöruna og til hafs.
BANDARÍKIN
Nöfnur og* nafn-
ar frægs fólks
Sumt fólk er skírt frægum
nöfnum í bernsku og hefur
bæði óþægindi og gleði af því
seinna í lífinu. Það væri sjálfsagt
ekki þægilegt fyrir ófríðan kven-
mann að heita Marylin Monroe.
Aftur á móti gæti verið ágætt að
heita Paul Newman og fá stúku-
sæti í leikhúsinu fyrir vikið.
Þrátt fyrir ýmis óþægindi og
neyðarleg atvik, þá eru alnafnar
frægra Hollywood-stjarna ánægð-
ir með nöfnin sín. Að sjálfsögðu
er oft gert grín að þeim en nafnið
getur einnig haft ýmislegt jákvætt
í för með sér. Þetta fólk hlýtur
meiri eftirtekt en aðrir sem hafa
venjuleg nöfn og annað fólk man
frekar eftir því.
Það er ekki undarlegt að fólk
verði forvitið þegar einhver kynnir
sig sem Paul Newman án þess að
blikna og slík atvik leiða oft til
skemmtilegra athugasemda, fólk
brosir og tekur ósjálfrátt meira
eftir viðkomandi manneskju.
Joan Crawford frá Maryland í
Bandaríkjunum segir að móðir sín
hafí verið mikill aðdáandi leikkon-
unnar Joan Crawford og hafi þess
vegna skírt sig í höfuðið á henni.
Joan segir: „Það var oft sagt
við mig að ég hefði betur orðið
eins rík og hún. Seinna skrifaði
dóttir Joan Crawford bók um
móður sína sem var ófögur lýsing
á einkalífi leikkonunnar. Eftir það
var sagt við mig að vonandi væri
ég ekki lík Joan Crawford í eðli
mínu.“
Paul Newman frá Virginia í
Bandaríkjunum segir að nafn sitt
hafi opnað margar dyr fýrir sér.
„Ég fékk m.a. tækifæri til að hitta
Elisabeth Taylor og John Warner
eingöngu vegna þess hvað ég
heiti," segir Paul. „Þetta getur
einnig haft ýmislegt skondið í för
með sér. Einu sinni var hringt í
mig um miðja nótt og kona nokk-
ur tjáði mér að ég hefði verið stór-
kostlegur í kvikmyndinni „The
Towering Inferno". Ég þakkaði
henni kærlega fyrir hrósið en þá
vaknaði konan mín og vildi vita
hvaða kvenmaður væri að hringja
í mig um miðja nótt.
Sammy Davis frá Maryland er
leiðbeinandi í flughernum. í æsku
var hann oft spurður hvort hann
væri með glerauga eins og dansar-
inn frægi. Hann segir: „Seinna
varð ég var við að nafnið fékk
fólk til að muna eftir mér og það
gat oft komið sér vel. Þegar ég
kynni mig er ég vanur að segja
að éggeti ekki dansað steppdans.“
Elisabeth Taylor frá Washing-
ton segist margsinnis hafa lent í
furðulegum uppákomum vegna
nafns síns. Þegar hún hringir í
fólk vegna atvinnu sinnar er oft
fussað þegar hún kynnir sig og
fólk heldur að hún sé að gabba.
John Wayne er verslunareigandi
í Maryland. Hann segir: „í hernum
var ég undir eins gerður að liðs-
foringja. Þannig slapp ég við að
hreinsa klósett og þessháttar."
John finnst að fólk ætlist stundum
til að hann hafi eitthvað af hæfi-
leikum leikarans John Wayne.
Hann er þó fyllilega ánægður með
nafnið sitt og segir að hann hafi
hlotið heilmikla kvenhylli út á það.
Sumar stúlkur halda þó að hann
sé að grínast þegar hann segir til
nafns.
Hollywoodleikarinn frægi, Gary
Cooper, keyrði alltaf um á
glæsibílum. Hann fékk ávallt besta
borðið á veitingahúsum, bestu
þjónustuna og önnur forréttindi
þegar hann brá sér í bæjarferð.
Gary á sér marga alnafna,
þ.á m. Gary Cooper sem hannar
og selur auglýsingaskilti, Gary
Cooper fatahönnuð, Gary Cooper
bílasala og Gary Cooper sem er
búningahönnuður fyrir kvikmynd-
ir. Alnafnarnir segjast sjaldan fá
sérstaka fyrirgreiðslu vegna
nafnsins en þeir eru hæstánægðir
°g segja að það hafi síður en svo
spillt fyrir þeim.
Gary Cooper skiltagerðarmaður
segir að oft þegar hann kynni sig
sé hann spurður hvar hann geymi
kúrekahattinn sinn.
Freyðandi sjór og fiskirúllur og forsætisráðherra á spjalli við nokkra
ferðafélaga sína.