Morgunblaðið - 22.07.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.07.1988, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1988 í Ljösnesvatninu er aðaláherslan lögð á seiði sandhverfunnar. Kvernevatnið þykir mjög heppileg til eldis á þorskseiðum. - •BSí ■ í/, Cl rl^rmvi ^ oin 1 Vwrvv»c?l.z'i iv» lUN III \^1L H pOI^KUI j lúða og sandhverfa * I heimsókn hjá fiskeldisstöðinni LMC í Noregi þar sem áhersla er lögð á seiðaeldi og tilraunir með sjávarfiska „VEISTU hvaða húsdýr í Noregi gefur mest af sér,“ spurði Per Gunnar Kvenseth blaðamann Morgunblaðsins þegar hann heimsótti fiskeldisstöð LMC í Öygarden, skammt fyrir vestan Bergen, fyrr á þessu ári. Blaðamaður hugsaði sig vel um, en lét ógert að giska á einhvern ferfætlinginn, bauð í grun að verið væri að leggja fyrir hann gildru. Það kom líka á daginn þegar Kvenseth upplýsti, að þetta umrædda húsdýr væri laxinn. Vatnafiskar eru þó ekki við- fangsefnið í stöðinni, heldur sjávarfiskar af ýmsum tegundum og sá árangur, sem náðst hefur í stöð LMC (Lagoon Management and Construction) hefur vakið mikla athygli. í huga Kven- seths og félaga gætu sjávarfiskar, eins og lúða og þorskur, tekið við af laxinum og orðið það „húsdýr“ í Noregi, sem mestar tekjur færir í búið innan nokkurra ára. Gott markaðsverð er á þorskseiðum, enda margir sem hyggja á þorskeldi í Noregi. í Övgarden hafa sex fyrrum starfsmenn norsku Hafrannsókna- stofnunarinnar í Austevoll byggt upp fiskeldisstöð þar sem öll áhersla er lögð á sjávarfiska, eða réttara sagt framleiðslu seiða þorsks, lúðu og sandhverfu. Ekki er ólíklegt að steinbítur og lýsing- ur verði næstu viðfangsefnin og Kvenseth framkvæmdastjóri LMC hikar ekki við að segja að framtí- ðin sé í eldi sjávarfiska. Hann seg- ir að menn bindi nú miklu meiri vonir við þorskeldið heldur en lax- eldið þegar það hófst fyrir um 25 árum. Margt sé þó enn óljóst og í heildina megi segja að eldi sjávar- físka sé svipað á vegi statt núna og þegar laxeldið hófst fyrir um aldarfjórðungi. Tekið skal fram að LMC-stöðin var heimsótt skömmu áður en þörungaplágan heijaði á fisk í kvíum við Noregs- strendur. í laxeldinu voru Hka erfiðleikar 'þorskeldið virðist mun auðveld- ara heldur en lúðueldið, að sögn Kvenseths. Helstu erfiðleikar í eldi lúðunnar eru einkum varðandi hrygningu, klak og fóður fyrstu vikumar, en sérfræðingar eru bjartsýnir á að þessi vandamál verði leyst. Þó þorskurinn þyki spennandi þá er lúðan enn stór- kostlegra verkefni, að mati Kven- seths og félaga, og þeir telja, að eigi síðar en 1995 verði lúða frá eldisstöðvum komin á almennan neytendamarkað. Þorsk úr eldis- stöðvum má þegar fá á veitinga- húsum í Noregi, en verðið er mjög hátt og framboðið lítið. Þegar úrtölumenn segja von- laust að fá þorsk, lúðu og aðra sjávarfiska til að þrífast í tjömum og kvíum og rekja þá erfiðleika sem mætt hafa áhugamönnum um eldi þessara tegunda benda Kven- seth og félagar á, að það tók 15 ár að auka framleiðslu á laxi í Noregi úr 100 tonnum á ári upp í 45 þúsund tonn. Þá vaxa sjávar- fískar mun hraðar heldur en lax- fiskar og óhætt er að segja að gífurlegur áhugi sé á eldi þeirra. Von um góða afkomu er aðal- ástæðan, en einnig hafa takmark- anir á laxeldi beint sjónum manna að eldi á sjávarfiskum. Bannað er að ala í sömu stöð lax og sjávar- fiska. Þá má geta þess að sjávar- fískar hafa að mestu verið lausir við sjúkdóma í eldisstöðvunum. Aðaleigandi að LMC-stöðinni í Oygarden er fyrirtækið Svacom í Sandnesi, sem á 85% hlutafjár í fyrirtækinu. Hjá LMC vinna 12 manns og em þeir að stærstum hluta eigendur í fyrirtækinu. Sex af minni eigendunum störfuðu áður hjá Hafrannsóknastofnuninni í Austevoll, en hættu þar árið 1985 til að stofna sitt eigið fyrir- tæki. I þeim hópi voru nokkrir af fremstu sérfræðingum hafrann- sóknastofnunarinnar í sjávarfísk- um og á sama tíma fór álíka stór hópur frá stofnuninni til starfa hjá fyrirtækinu Seafarm við Bergen. Þessar tvær einkastöðvar hafa unnið mikið brautryðjendastarf í eldi sjávarfiska. Eldið er á ýmsan hátt hjá LMC. Hrogn og klak eru í þar til gerðum keijum innanhúss og eru höfð þar við ákveðna birtu og hitastig í nokkra mánuði. Stofnfiskar túðu og sandhverfu eru í kvíum á landi og er tjaldað yfir þau til að birta verði ekki of mikil. Síðan er Ljös- nesvatnið, sem er 160 þúsund rúm- metrar og notað fyrir eldi sand- hverfuseiða. Loks er að nefna Kvernevatnið, sem er 1,2 milljón rúmmetrar og er lokuð frá firðin- um fyrir utan með stíflu úr stein- steypu. Þarna er mögulegt að framleiða 1-3 milljónir þroskseiða á ári. Fleiri hundruð hyggja. á þorskeldi „Helstu erfiðleikarnir varðandi eldi þorsks er að fá hann til að taka fóður fyrstu vikurnar eftir klak og á þetta reyndar við um allan sjávarfisk. Við teljum nátt- úrulegar aðstæður það æskileg- asta og reynum að líkja eftir því sem gerist við eðlilegar aðstæður í náttúrunni. í lúðueldinu eru erfíð- leikamir hins vegar meiri varðandi klak og hrygningu. Við vorum með þorsk til undaneldis í stöðinni hjá okkur, en hættum með hann þar sem svo mikið framboð er af hrognum. Við töldum því einfald- ara að kaupa frá öðrum stöðvum og selja seiðin síðan nokkurra mánaða. I Noregi eru ótrúlega margir sem um þessar mundir hafa áhuga á að kaupa þorskseiði. Ég hef ekki tölu á því hve margir hafa fengið leyfi til að reka stöðvar, en það eru fleiri hundruð. Margir eru þegar byijaðir í þorskeldinu, en mikið grisjast síðan úr. Enn eru þeir ekki margir sem trúa á góða afkomu í þorskeldi og enginn veit í rauninni hvar þetta endar, en þar sem ný leyfi eru ekki veitt til lax- eldis, nema með byggðasjónarmið í huga, skipta menn yfír í þorsk- inn; kannski í og með til að tryggja sér leyfi til slíks eldis áður en einn- ig verður lokað fyrir í þeirri grein,“ segir Per Gunnar Kvenseth. Illa hefur gengið að fá lúðuna til að hrygna í eldisstöðvunum og hefur því orðið að kreista fiskinn. Úr hverri lúðu geta fengist 50-100 Iítrar af hrognum eða allt að hálfri líkamsþyngd fisksins. Kvenseth segir það ekki erfitt að kreista 100—200 kílóa lúðu, fiskurinn sé rólegur og með smálagi sé þetta einfalt. Byijunarfóðrið er enn sem komið er mikið vandamál í lúðueld- inu og telur Kvenseth að hluta af vandamálinu megi rekja til skaða á skilningarvitum fisksins. Eftir 3-4 daga fer þorskseiðið að mynda augu, en það tekur 40-45 daga hjá lúðunni og þá eru mestu erfið- leikarnir að baki. Lúðuseiðin nefnd eftir forstjórunum Þegar talað eru um fjölda fisk- seiða sem kemst „á legg“ er gjarn- an hugsað í milljónum. Þessu er ekki þannig farið hjá lúðunni í eldisstöðvunum, eins og eftirfar- andi tölur sýna best. Arið 1985 komust upp tvö lúðuseiði í stöð norsku Hafrannsóknastofnunar- innar í Austevoll og fengu þau nöfn forstjóra og aðstoðarforstjóra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.