Morgunblaðið - 22.07.1988, Síða 54

Morgunblaðið - 22.07.1988, Síða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR PÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1988 Tony Cottee ■ WEST Ham gaf enska lands- liðsmanninum Tony Cottee leyfi í gær, til að ræða við forráðamenn Everton og Arsenal, sem hafa áhuga á að fá Cottee, sem er 23 ára, til sín. Arsenal og Ever- ton eru bæði tilbúin að borga hærri upphæð fyrir Cottee, heldur en metupphæðin á knattspyrnumanni er. „Tony mun ræða við bæði félögin," sagði John Lyall, framkvæmda- stjóri West Ham. Tottenham var fyrsta félagið í Englandi til að borga tvær millj. sterlingspunda fyrir leikmann, þegar félagið keypti Paul Gascoihne frá Newcastle á —dögunum. M KEVIN Sheedy, landsliðs- maður írlands, sem leikur með Everton, óskaði eftir því að vera settur á sölulista í gær, eftir ágrein- ing við Colin Hervey, fram- kvæmdastjóra félagsins. Sheedy vildi leika inn á miðjunni, en Herv- ey vill að hann leiki áfram á vinstri vængnum. Benfica hefur áhuga á að fá þennan sterka 28 ára leik- mann til sín. I ALAN Hansen, fyrirliði Liverpool, þarf að gangast undir uppskurð vegna meiðsla á hné. ■ NEWCASTLE seldi í gær markvörð sinn Gary Kelly til Swansea á 30 þús. pund. Kelly, _ sem er 21 árs, varð að víkja fyrir 'Dave Beasant, sem var keyptur frá Wimbledon. ■ WIMBLEDON seldi í gær Brian Gayle til Manchester City á 325 þús. pund. ■ TERRY Venables, fram- kvæmdastjóri Tottenham, ræddi við írska landsliðsmanninn David Kelly í gær. Miklar líkur eru á því að Tottenham kaupi hann á 500 þús. pund. Bayern MUnchen, Derby, West Ham og tvö frönsk félög hafa haft áhuga á að fá Kelly til sín. ■ BRADFORD seldi Ian Banks í gær til Huddersfield á 180 þús. pund. ~ÍBALAN Rough, fyrrum landsliðs- markvörður Skotlands, sem hefur leikið með Hibs, er á förum til Celtic. Rough, sem er 38 ára, mun taka stöðu írska landsliðsmannsins Pat Bonner, sem verður skorinn upp fyrir meiðslum á baki næstu daga. 4. DEILD Skallagrímur vann Hvatbera Skallagrímur og Hvatberar átt- ust við í B-riðli 4. deildar í fyrrakvöld. Leikurinn fór fram í Borgamesi og lauk með sigri Skallagríms, 2:1. Jón Þór Þórisson skoraði tvívegis fyrir heimamenn, en Hafþór Aðalsteinsson minnkaði muninn fyrir Hvatbera. Staðan í leikhléi var 1:0 fyrir Skallagrím. FráBob ^Hennessy i Englandi FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR / BANDARÍKIN Lewis tapaði fyrirJoe DeLoachí 200 m hlaupi Harry Reynolds náði næstbezta tíma heims frá upphafi í 400 m hlaupi CARL Lewis beið sinn fyrsta ósigur í 200 m hlaupi í rúm tvö ár er hann varð að lúta í lægra haldi fyrir Joe Deloach á úr- tökumóti bandarískra frjálsí- þróttamanna fyrir Ólympíuleik- ana í Seoul. Lewis varð annar í hlaupinu en þrír efstu kepp- endur í hverri grein komast til Seoul. Harry Reynolds sigraði í 4Ó0 hlaupi karla og hljóp á bezta tíma, sem náðst hefur í 20 ár og næstbezta tíma frá upphafi. Frábær árangur náðist á mótinu á miðvikudaginn, þrátt fyrir bleytu. Keppt var til úrslita í þrem- ur greinum, 200 m hlaupi karla, 400 m hlaupi karla og 400 m grindahlaupi kvenna. I 200 m hlaupinu hljóp Joe DeLo- ach á 19,96 sekúndum, Carl Lewis á 20,01 sek en þriðji maðurinn til að vinna sér sæti á Olympíuleikun- um var Roy Martin, sem hljóp á 20,05. Albert Robinson fékk sama tíma en Martin var dæmdur sjónar- mun á undan. Calvin Smith, sem tvisvar hefur orðið heimsmeistari, varð að láta sér lynda 5. sætið á 20,27 og mun því ekki keppa á leik- unum í 200 m hlaupi. DeLoach varð frá sér numinn af fögnuði er sigurinn var í höfn enda ekki á hverjum degi að menn sigra Lewis. Reynolds nálægt heimsmeti 400 m hlaup karla var stórkostlegt einvígi milli Harry Reynolds og Danny Everett. Ef hlaupabrautin hefði ekki verið eins blaut og hún var, má búast við að heimsmetið í greininni hefði fallið. Það setti landi þeirra, Lee Evans, á Ólympíuleikun- um í Mexíkó 1968, 43,86 sekúndur. Reynolds tókst að sigra með frá- bærum endaspretti og náði næst- bezta tíma sem nokkru sinni hefur verið náð í 400 . m hlaupi, 43,93 sek, aðeins 0,07 sek frá heimsmet- inu. Everett varð rétt á eftir Reyn- Úrslit Úrslit urðu þessi á bandaríska úrtöku- mótinu í fijálsum íþróttum á miðviku- daginn. Þrír efstu keppendumir fryírgðu sér farseðilinn á ÓL í Seoul: 400 m grindahlaup kvenna: .. 55.29 3. Latanya Sheffied 400 m hlaup karla: .. 55.70 .. 43.93 2. Danny Everett ..43.98 ..44.37 ..44.61 ..44.79 ..44.91 ..45.37 .. 45.85 200 m hlaup karla: .. 19.96 ..20.01 .. 20.05 .. 20.05 .. 20.27 .. 20.42 ..20.49 8. Floyd Heard .. 20.64 olds á tímanum 43,98 sek. Það er §órði bezti tími sem náðst hefur í greininni frá upphafi. Steve Lewis, hlauparinn ungi sem náði beztum tíma í milliriðlunum, tryggði sér þriðja sætið og farseðilinn til Seoul með því að hlaupa á 44,37 sek. Harry Reynolds vann bronsverðlaun á beimsmeistaramótinu í Róm í fyrra en er nú í mikilli framför. Hann var fullur bjartsýni eftir hlaupið og lýsti því yfir í gaman- sömum tón, að nú væru 42 sekúnd- umar innan seilingar. Methafinn féli út Schowonda Williams sigraði í 400 m grindahlaupi kvenna á tímanum 54,93 sek. Næstar komu Leslie Maxie á 55,29 og Latanya Sheffied á 55,70. Þessar þrjár tryggðu sér því sæti á Ólympíuleikunum en Judi Brown King, sem er bandarískur methafi í greininni, sat eftir með sárt ennið. Hún náði aðeins fimmta sæti og var langt frá sínu bezta. KNATTSPYRNA / BRASILÍA Brasilíumenn taka til sinna ráða Brasilíska knattspymusam- bandið hefur sett erlendum félagsliðum stóiinn fyrir dyrnar í sambandi við kaup á leikmönnum. Sambandið krefst þess að brasilí- skir leikmenn sem leika með er- lendum liðum verði undantekn- ingalaust frjálsir til þess að mæta í landsleiki fyrír hönd Brasilíu og taka þátt í undirbúningi fyrir stór- mót. „Héðan í frá munum við ekki heimila leikmanni að leika erlend- is, nema að í skriflegum samningi hans sé ákvæði þessa efnis," sagði formaður brasilíska sambandsins, Nabi Abi Chedid á blaðamanna- fundi nýlega. Hann sagði enn- fremur að sambandið hefði gripið til þessa ráðs, þar sem þetta væri eina leiðin til þess að vernda hags- muni brasilískrar knattspyrnu. „Við urðurn að grípa til róttækra aðgerða. Án þeirra sáum við fram á erfiðleika með allan undirbúning landsliðsins fyrir undankeppni næstu heimsmeistarakeppni," sagði Chedid. Brasilíska landsliðið heldur til Evrópu á laugardag. Liðið leikur þijá vináttulandsleiki í ferðinni. Fyrsti leikurinn er við Noreg 27. júIL Þaðan fer liðið til Svíðþjóðar og leikur við heimamenn 31. júlí og endar á landsleik við Aust- urríkismenn í V(n 3. ágúst. Reuter Joe DeLoach féll á kné frá sér numinn eftir að hafa borið sigurorð af Carl Lewis í 200 m hlaupi. KNATTSPYRNA / 1. DEILD Farrell farinn frá Keflavík ENSKI leikmaðurirtn Peter Farrell, sem hefur leikið með Keflavíkurliðinu tvö sl. keppn- istímabil, tók poka sinn og hélt til Englands í gærmorg- un. arrell, sem var búinn að missa sæti sitt í Keflavíkurliðinu, óskaði eftir því að fá að fara. „Þegar Farrell sagði okkur að hann hafi fengið tilboð frá félagi á Kýpur, sögðum við að hann mætti fara,“ sagði Kristján Ingi Helgason, formaður knattspyrn- uráðs ÍBK, í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Farrel hefur lítið sem ekkert sýnt með okkur í sumar. Hann kom betur út keppnistímabilið 1987,“ sagði Kristján Ingi. KNATTSPYRNA / ITALIA Ósætli hjá Napolí DIEGO Maradona, fyrirliði arg- entísku heimsmeistaranna í knattspyrnu, sem leikur með ítalska stórliðinu Napoli, er ekki ánægður með forráða- menn liðsins þessa dagana. Maradona kom á fimmtudag til Ítalíu eftir að hafa eytt sumarleyfi sínu í Polynesíu. Hann ræddi við blaðamenn á flugvellinum í Milan og tók skýrt fram að honum mislíkaði mjög framkoma stjórnar- mann Napolí. Það sem Maradona er helst ósáttur við er að varnarmaðurinn Salvatore Bagni, sem hefur verið einn burðar- ása Napolí síðustu fjögur ár, er kominn á sölulista. Bagni var í hópi sextán leikmanna Napolí sem sekt- aðir voru af aganefnd ítalska knatt- spyrnusambandsins fyrr í þessum mánuði. Leikmennirnir réðust að þjálfara sínum, Ottavio Bianchi, undir lok síðasta keppnistímabils. Þeir voru' óánægðir með frammi- stöðu hans og töldu hann hafa klúðrað meistaratitlinum. Mara- dona stóð hins vegar fyrir utan þessar deilur eins og sönnum fyrir- liða sæmir. „Stjórnarmenn Napolí hafa ekki staðið við orð s!n,“ sagði reiður Dlego Maradona. Maradona við blaðamenn. Fyrirlið- inn var ekki heldur ánægður með kaup Napolí á brasilíska leikmann- inum Alemao. „Sem Argentínumað- ur hefði ég heldur kosið Sergio Baptista. En Bianchi og Corrado Ferlaino forseti Napolí, eru þeir sem völdin hafa. Minn vilji skiptir greini- lega engu,“sagði Maradona að lok- um og var greinilega mjög óhress með gang mála.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.