Morgunblaðið - 22.07.1988, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 22.07.1988, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR PÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1988 Tony Cottee ■ WEST Ham gaf enska lands- liðsmanninum Tony Cottee leyfi í gær, til að ræða við forráðamenn Everton og Arsenal, sem hafa áhuga á að fá Cottee, sem er 23 ára, til sín. Arsenal og Ever- ton eru bæði tilbúin að borga hærri upphæð fyrir Cottee, heldur en metupphæðin á knattspyrnumanni er. „Tony mun ræða við bæði félögin," sagði John Lyall, framkvæmda- stjóri West Ham. Tottenham var fyrsta félagið í Englandi til að borga tvær millj. sterlingspunda fyrir leikmann, þegar félagið keypti Paul Gascoihne frá Newcastle á —dögunum. M KEVIN Sheedy, landsliðs- maður írlands, sem leikur með Everton, óskaði eftir því að vera settur á sölulista í gær, eftir ágrein- ing við Colin Hervey, fram- kvæmdastjóra félagsins. Sheedy vildi leika inn á miðjunni, en Herv- ey vill að hann leiki áfram á vinstri vængnum. Benfica hefur áhuga á að fá þennan sterka 28 ára leik- mann til sín. I ALAN Hansen, fyrirliði Liverpool, þarf að gangast undir uppskurð vegna meiðsla á hné. ■ NEWCASTLE seldi í gær markvörð sinn Gary Kelly til Swansea á 30 þús. pund. Kelly, _ sem er 21 árs, varð að víkja fyrir 'Dave Beasant, sem var keyptur frá Wimbledon. ■ WIMBLEDON seldi í gær Brian Gayle til Manchester City á 325 þús. pund. ■ TERRY Venables, fram- kvæmdastjóri Tottenham, ræddi við írska landsliðsmanninn David Kelly í gær. Miklar líkur eru á því að Tottenham kaupi hann á 500 þús. pund. Bayern MUnchen, Derby, West Ham og tvö frönsk félög hafa haft áhuga á að fá Kelly til sín. ■ BRADFORD seldi Ian Banks í gær til Huddersfield á 180 þús. pund. ~ÍBALAN Rough, fyrrum landsliðs- markvörður Skotlands, sem hefur leikið með Hibs, er á förum til Celtic. Rough, sem er 38 ára, mun taka stöðu írska landsliðsmannsins Pat Bonner, sem verður skorinn upp fyrir meiðslum á baki næstu daga. 4. DEILD Skallagrímur vann Hvatbera Skallagrímur og Hvatberar átt- ust við í B-riðli 4. deildar í fyrrakvöld. Leikurinn fór fram í Borgamesi og lauk með sigri Skallagríms, 2:1. Jón Þór Þórisson skoraði tvívegis fyrir heimamenn, en Hafþór Aðalsteinsson minnkaði muninn fyrir Hvatbera. Staðan í leikhléi var 1:0 fyrir Skallagrím. FráBob ^Hennessy i Englandi FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR / BANDARÍKIN Lewis tapaði fyrirJoe DeLoachí 200 m hlaupi Harry Reynolds náði næstbezta tíma heims frá upphafi í 400 m hlaupi CARL Lewis beið sinn fyrsta ósigur í 200 m hlaupi í rúm tvö ár er hann varð að lúta í lægra haldi fyrir Joe Deloach á úr- tökumóti bandarískra frjálsí- þróttamanna fyrir Ólympíuleik- ana í Seoul. Lewis varð annar í hlaupinu en þrír efstu kepp- endur í hverri grein komast til Seoul. Harry Reynolds sigraði í 4Ó0 hlaupi karla og hljóp á bezta tíma, sem náðst hefur í 20 ár og næstbezta tíma frá upphafi. Frábær árangur náðist á mótinu á miðvikudaginn, þrátt fyrir bleytu. Keppt var til úrslita í þrem- ur greinum, 200 m hlaupi karla, 400 m hlaupi karla og 400 m grindahlaupi kvenna. I 200 m hlaupinu hljóp Joe DeLo- ach á 19,96 sekúndum, Carl Lewis á 20,01 sek en þriðji maðurinn til að vinna sér sæti á Olympíuleikun- um var Roy Martin, sem hljóp á 20,05. Albert Robinson fékk sama tíma en Martin var dæmdur sjónar- mun á undan. Calvin Smith, sem tvisvar hefur orðið heimsmeistari, varð að láta sér lynda 5. sætið á 20,27 og mun því ekki keppa á leik- unum í 200 m hlaupi. DeLoach varð frá sér numinn af fögnuði er sigurinn var í höfn enda ekki á hverjum degi að menn sigra Lewis. Reynolds nálægt heimsmeti 400 m hlaup karla var stórkostlegt einvígi milli Harry Reynolds og Danny Everett. Ef hlaupabrautin hefði ekki verið eins blaut og hún var, má búast við að heimsmetið í greininni hefði fallið. Það setti landi þeirra, Lee Evans, á Ólympíuleikun- um í Mexíkó 1968, 43,86 sekúndur. Reynolds tókst að sigra með frá- bærum endaspretti og náði næst- bezta tíma sem nokkru sinni hefur verið náð í 400 . m hlaupi, 43,93 sek, aðeins 0,07 sek frá heimsmet- inu. Everett varð rétt á eftir Reyn- Úrslit Úrslit urðu þessi á bandaríska úrtöku- mótinu í fijálsum íþróttum á miðviku- daginn. Þrír efstu keppendumir fryírgðu sér farseðilinn á ÓL í Seoul: 400 m grindahlaup kvenna: .. 55.29 3. Latanya Sheffied 400 m hlaup karla: .. 55.70 .. 43.93 2. Danny Everett ..43.98 ..44.37 ..44.61 ..44.79 ..44.91 ..45.37 .. 45.85 200 m hlaup karla: .. 19.96 ..20.01 .. 20.05 .. 20.05 .. 20.27 .. 20.42 ..20.49 8. Floyd Heard .. 20.64 olds á tímanum 43,98 sek. Það er §órði bezti tími sem náðst hefur í greininni frá upphafi. Steve Lewis, hlauparinn ungi sem náði beztum tíma í milliriðlunum, tryggði sér þriðja sætið og farseðilinn til Seoul með því að hlaupa á 44,37 sek. Harry Reynolds vann bronsverðlaun á beimsmeistaramótinu í Róm í fyrra en er nú í mikilli framför. Hann var fullur bjartsýni eftir hlaupið og lýsti því yfir í gaman- sömum tón, að nú væru 42 sekúnd- umar innan seilingar. Methafinn féli út Schowonda Williams sigraði í 400 m grindahlaupi kvenna á tímanum 54,93 sek. Næstar komu Leslie Maxie á 55,29 og Latanya Sheffied á 55,70. Þessar þrjár tryggðu sér því sæti á Ólympíuleikunum en Judi Brown King, sem er bandarískur methafi í greininni, sat eftir með sárt ennið. Hún náði aðeins fimmta sæti og var langt frá sínu bezta. KNATTSPYRNA / BRASILÍA Brasilíumenn taka til sinna ráða Brasilíska knattspymusam- bandið hefur sett erlendum félagsliðum stóiinn fyrir dyrnar í sambandi við kaup á leikmönnum. Sambandið krefst þess að brasilí- skir leikmenn sem leika með er- lendum liðum verði undantekn- ingalaust frjálsir til þess að mæta í landsleiki fyrír hönd Brasilíu og taka þátt í undirbúningi fyrir stór- mót. „Héðan í frá munum við ekki heimila leikmanni að leika erlend- is, nema að í skriflegum samningi hans sé ákvæði þessa efnis," sagði formaður brasilíska sambandsins, Nabi Abi Chedid á blaðamanna- fundi nýlega. Hann sagði enn- fremur að sambandið hefði gripið til þessa ráðs, þar sem þetta væri eina leiðin til þess að vernda hags- muni brasilískrar knattspyrnu. „Við urðurn að grípa til róttækra aðgerða. Án þeirra sáum við fram á erfiðleika með allan undirbúning landsliðsins fyrir undankeppni næstu heimsmeistarakeppni," sagði Chedid. Brasilíska landsliðið heldur til Evrópu á laugardag. Liðið leikur þijá vináttulandsleiki í ferðinni. Fyrsti leikurinn er við Noreg 27. júIL Þaðan fer liðið til Svíðþjóðar og leikur við heimamenn 31. júlí og endar á landsleik við Aust- urríkismenn í V(n 3. ágúst. Reuter Joe DeLoach féll á kné frá sér numinn eftir að hafa borið sigurorð af Carl Lewis í 200 m hlaupi. KNATTSPYRNA / 1. DEILD Farrell farinn frá Keflavík ENSKI leikmaðurirtn Peter Farrell, sem hefur leikið með Keflavíkurliðinu tvö sl. keppn- istímabil, tók poka sinn og hélt til Englands í gærmorg- un. arrell, sem var búinn að missa sæti sitt í Keflavíkurliðinu, óskaði eftir því að fá að fara. „Þegar Farrell sagði okkur að hann hafi fengið tilboð frá félagi á Kýpur, sögðum við að hann mætti fara,“ sagði Kristján Ingi Helgason, formaður knattspyrn- uráðs ÍBK, í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Farrel hefur lítið sem ekkert sýnt með okkur í sumar. Hann kom betur út keppnistímabilið 1987,“ sagði Kristján Ingi. KNATTSPYRNA / ITALIA Ósætli hjá Napolí DIEGO Maradona, fyrirliði arg- entísku heimsmeistaranna í knattspyrnu, sem leikur með ítalska stórliðinu Napoli, er ekki ánægður með forráða- menn liðsins þessa dagana. Maradona kom á fimmtudag til Ítalíu eftir að hafa eytt sumarleyfi sínu í Polynesíu. Hann ræddi við blaðamenn á flugvellinum í Milan og tók skýrt fram að honum mislíkaði mjög framkoma stjórnar- mann Napolí. Það sem Maradona er helst ósáttur við er að varnarmaðurinn Salvatore Bagni, sem hefur verið einn burðar- ása Napolí síðustu fjögur ár, er kominn á sölulista. Bagni var í hópi sextán leikmanna Napolí sem sekt- aðir voru af aganefnd ítalska knatt- spyrnusambandsins fyrr í þessum mánuði. Leikmennirnir réðust að þjálfara sínum, Ottavio Bianchi, undir lok síðasta keppnistímabils. Þeir voru' óánægðir með frammi- stöðu hans og töldu hann hafa klúðrað meistaratitlinum. Mara- dona stóð hins vegar fyrir utan þessar deilur eins og sönnum fyrir- liða sæmir. „Stjórnarmenn Napolí hafa ekki staðið við orð s!n,“ sagði reiður Dlego Maradona. Maradona við blaðamenn. Fyrirlið- inn var ekki heldur ánægður með kaup Napolí á brasilíska leikmann- inum Alemao. „Sem Argentínumað- ur hefði ég heldur kosið Sergio Baptista. En Bianchi og Corrado Ferlaino forseti Napolí, eru þeir sem völdin hafa. Minn vilji skiptir greini- lega engu,“sagði Maradona að lok- um og var greinilega mjög óhress með gang mála.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.