Morgunblaðið - 22.07.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.07.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1988 Styrkir Merniingarsjóðs vestfirskrar æsku Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Vestfirðingafélaginu í Reykjavík: •Eins og undanfarin ár verða í ágúst veittir styrkir úr „Menningarsjóði vestfirskrar æsku“ til vestfirskra ungmenna til framhaldsnáms, sem þau geta ekki stundað í heimabyggð sinni. Forgang um styrki úr sjóðnum að öðru jöfnu hafa: I. Ungmenni, sem misst hafa fyrirvinnu sína (föð- ur eða móður) og einstæðar mæður. II. Konur meðan ekki er fullt jafn- rétti launa. Ef ekki berast umsóknir frá Vestfjörðum koma eftir sömu reglum umsóknir frá Vestfirðingum búsettum annars staðar. Félagssvæði Vestfirðingafélags- ins eru Vestfirðir allir, ísafjörður, ísaijarðarsýslur, Barðastrandar- og Strandasýsla. Umsóknir þarf að senda fýrir lok júlí og þurfa með- mæli að fylgja umsókn, frá skóla- stjóra eða öðrum sem þekkja um- sækjandann, efni hans og aðstæður. Umsóknir skal senda til Menningar- sjóðs vestfirskrar æsku, c/o Sigríður Valdemarsdóttir, Njálsgötu 20 jarð- hæð, 101 Reykjavík. Á síðasta ári voru veittar 125 þúsund krónur til fimm ungmenna. I sjóðsstjóm eru Sigríður Valde- marsdóttir, Þorlákur_ Jónsson og Torfi Guðbrandsson. í stjóm Vest- firðingafélagsins eru Baldur Böð- varsson, Aðalsteinn Eiríksson, Þor- lákur Jónsson, Sveinn Elíasson, Haukur Hannibalsson, Ólafur Jóns- son og Torfi_ Guðbrandsson. Vara- stjóm skipa Árni Ömólfsson, Salvör Veturliðadóttir og Guðný Jónsdóttir Bieltvedt. Morgunblaöið/Ámi Sæberg Nýr steinbrjótur fluttur til landsins FYRIRTÆKIÐ Víkurverk h.f. hefur flutt til landsins nýtt tæki sem brýtur klappir og steinhús. Tækið er af Montabent gerð og kostar tvær og hálfa milljón króna. Að sögn eiganda tækisins er það af nýjustu og fullkomnustu gerð og hentar einkum vel til að brjóta klapp- ir. Steinbrjótnurinn er tengdur við beltagröfu af Caterpillar gerð sem kostar sjö milljónir króna. Að sögn aðstandenda eru næg verkefni fram- undan fyrir nýja tækið. Söluskattsupphæðin á kassakvittuninni VERSLUNIN Tanginn i Vestmannaeyjum tók um síðustu áramot í notkun afgreiðslukassa, sem reikna út hversu stór upphæð vöruverðs- ins fer i söluskattsgreiðslur til ríkisins. Söluskattsupphæðin, ásamt heildarupphæð, kemur fram á strimlinum sem viðskiptavinurinn fær afhentann við kassann um leið og hann borgar. Viðskiptavinurinn á þannig auðveldara með að gera sér grein fyrir hvert er söluskattshlut- fall vöruverðsins og verslunin hefur söluskattsupphæðina uppsafnaða strax við uppgjör. Tanginn hefur verið með þessa afgreiðslukassa í notkun síðan um áramót, eins og áður sagði. „Þetta vakti mikla hrifningu og umtal við- skiptavinanna í fyrstu, en það hefur hjaðnað smám saman og menn eru famir að líta á þetta sem sjálfsagðan hlut," sagði Sigmar Georgsson hjá Tanganum í samtali við Morgun- blaðið. „Þetta hjálpar okkur einnig að fylgjast með söluskattinum, þar sem hann kemur fram á strimlinum þegar uppgjörið er slegið út á kass- anum.“ Hann sagðist telja þetta betra fyrirkomulag, en t.d. það sem tíðkast í Bandaríkjunum, þar sem vörur em verðmerktar án sölu- skatts, en honum síðan bætt ofan á heildarupphæðina áður en greitt er. Morgunblaðið hafði samband við Hauk Ágústsson hjá Einari J. Skúla- syni, en fyrirtækið er umboðsaðili fyrir þessa afgreiðslukassa hér á landi. Hann sagði að þetta væm nýir kassar og að Tanginn hefði fengið þá fyrstu um síðustu áramót. Síðan hafa tvær verslanir í Reykjavík, Grímsbær og Hamrakjör í Suðurveri, fengið eins kassa. í þessum kössum em töflur til að reikna út afslátt og álagsprósentur, en þær má einnig forrita til að reikna út söluskattshlutfallið. „Söluskatts- upphæðin sem kemur fram á striml- inum hjálpar fólki að átta sig betur á verðmynduninni," sagði Haukur „Einnig hjálpar þetta við mánaðar- uppgjör hjá viðkomandi verslun, sem hefur söluskattstöluna uppsafnaða í uppgjöri og getur borið hana saman við bókhaldstölur. Þetta eykur ör- yggi, t.d. ef það er mismunur á bók- haldi og kassa.“ Haukur kvaðst ekki vita hvort fleiri verslanir hyggðust festa kaup á þessum nýjum af- greiðslukössum. Á leiðinni til Þingvalla var áð við Grýtu í Hveragerði. Morgunblaðið/ÞSv Ferð eldri borgara til Þingvalla ÞAÐ er ekki á hveijum degi sem eldri borgarar bregða undir sig betri fætinum og skreppa aust- ur fyrir fjall, en hveiju tæki- færi sem gefst er fagnað. Fyrir skömmu gafst eitt slíkt tækifæri þegar bílstjórar á Bifreiðastöð Reykjavíkur buðu íbúum á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund til kaffisamsætis í Valhöll á Þing- völlum. Vistmenn Grundar fylltu tuttugu leigubíla og flot- inn var óneitanlega glæsilegur ásýndar þegar haldið var af stað úr bænum. Ingimar Einarsson bílstjóri hjá BSR var fararstjóri og með í förinni var Reynir Jón- asson harmonikkuleikar. Ekið var sem leið lá frá Reykjavík til Hveragerðis. Fremst- ur fór Ólafur Jónsson elsti leigubíl- stjórinn hjá BSR, en hann hefur starfað þar frá árinu 1941. í Hveragerði var áð við Grýtu og forsjáll leigubílstjóri laumaði sápu í Grýtu svo að hún gaus myndar- lega í nokkrar mínútur. Áð því loknu ók hersingin til Þingvalla. Á Valhöll beið tjúkandi kaffi og með- læti þreyttum ferðalöngum til ómældrar ánægju. Séra Heimir Steinsson, prestur og þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, slóst í hópinn á Valhöli og ávarp- aði gestina. Hann rakti í stuttu máli merka sögu staðarins og minntist liðinna atburða. Sagði hann marga eiga bjartar minning- ar tengdar þjóðhátíðum á Þingvöll- Sigurbjörg Pálsdóttir býr á Litlu Grund. Hún sagði ferð sem þessa ómetanlega, enda alltaf jafn gaman að koma til Þingvalla. um óg greinilegt að staðurinn rist- ir djúpt í þjóðarvitund lands- manna.í framhjáhlaupi spurði séra Heimir viðstadda hvort einhveijir hefðu verið á Þingvöllum 17. júní 1944 þegar ísland varð lýðveldi og þó nokkrar hendur sáust á lofti, en þegar spurt var hvort einhveij- ir í hópnum hefðu verið á Alþingis- hátíðinni árið 1930 reyndust enn Guðmundur Einarsson hefur búið á elliheimilinu Grund í rúmlega fjögur ár. Hann kvað ferðina kærkomna tilbreytingu og sagði starfsmenn BSR eiga þakkir skyldar. fleiri hafa verið þar. Að lokinni kaffídrykkju þandi Reynir Jónasson nikkuna og lék lög sem allir þekktu. Gestimir létu ekki sitt eftir liggja og tóku undir í hveiju laginu á fætur öðru. Það var að heyra á vistmönnum Grund- ar að framtak BSR væri þeim mjög að skapi. Morgunblaðið/Bjami Kynnisferð Umfcrðardcild lögreglunnar hefur undanfarið boðið unglingum úr Vinnuskóla Reykjavíkur í heimsókn til sín og rætt við þá um umferðarmái. Unglingarnir skoða myndir af alvarlegum árekstrum og er þeim meðal annars bent á að baki hvers árekst- urs er einhver saga. Á myndinni eru unglingarnir ásamt Ómari Smára Armannssyni aðalvarðstjóra. Skífan kaup- ir Hljóðfæra- hús Reykja- víkur SKÍFAN h.f. hefur keypt Hjjóð- færahús Reykjavíkur af Árna Ragnarssyni og fjölskyldu. Gengið var frá samningnum á miðvikudag. Hljóðfærahús Reykjavíkur var stofnsett 1916 og er elsta hljóm- plötu- og hljóðfæraverslun lands- ins. Verslunin hefur verið í eigu Áma Ragnarssonar og fjölskyldu frá 1965. í Hljóðfærahúsinu hafa um ára- bil verið seldar hljómplötur og hef- ur verið lögð áhersla á mikið úrval klassískra hljómplatna. Þar hafa jafnframt verið seld ýmiss konar hljóðfæri og nótur. _ Að sögn Jóns Ólafssonar hjá Skífunni, eru ekki fyrirhugaðar veralegar breytingar á rekstri Hljóðfærahússins á næstunni. Skífan hf. rekur að auki aðrar þijár hljómplötuverslanir, í Kringlunni, við Laugaveg og í Borgartúni. Fyrirtækið kaupir allar vöra- birgðir Hljóðfærahússins og sagði Jón Ólafsson að fyrirhugað væri að efla þann rekstur sem Hljóð- færahúsið hefði stundað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.