Morgunblaðið - 22.07.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.07.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1988 Áhyggjm- af meng- un vaxandi í Svíþjóð Aðgangur að víðáttumiklum og ósp- illtum náttúrusvæðum hefur löng- um þótt sjálfsagður hlutur á Norð- urlöndum, að Danmörku e.t.v. und- anskilinni, og þess má finna mörg dæmi í lifnaðarháttum og hugar- heimi Norðurlandabúa. Í Finnlandi á hver fjölskylda að heita má sum- arhús við vatn einhvers staðar í skógi og helst á ekkert að sjást til nágrannans nema í mesta lagi reyk- urinn af strandarsánu hans. A sól- björtum sunnudegi í mars eru nor- skar borgir auðar og yfirgefnar því allir sem vettlingi geta valdið eru á gönguskíðum til fjaila. i sænskri lögfræði hefur í gegnum aldirnar þróast sérstakt hugtak varðandi afnot almennings af náttúrunni, „allemansrátt", en það er sam- kvæmt sænsk-íslenskri orðabók „almenningsréttur til umferðar um land og landnytja". En þessi náttúruauður okkar Norðurlandabúa er í hættu; almenn- ingur í Svíþjóð á óbreyttan rétt til að veiða á færi í stöðuvötnum en við æ fleiri vötn í Suður-Svíþjóð stendur aðvörun um að fiskurinn sé ekki ætur og æ fleiri spyija sjálfa sig hvort velmegunin sé ekki of dýru verði keypt, hvort tært vatn og loft sé ekki grundvöllur allrar velmegunar? Daglega birta blöðin fréttir um mengun og umhverfís- mál. Stundum varðandi heims- byggðina alla eins og gatið í ósón- laginu yfír Norðurpólnum, stundum svæðisbundin vandamál eins og súmun jarðvegs, skóga og vatna í Suður-Svíþjóð, eða þá einstök hneyksli eins og þegar um daginn kom í ljós að verksmiðja ein nálægt Helsingjaborg hefði í mörg ár hleypt út langt umfram leyfílegu magni af blýi með þögulu samþykki yfírvalda. Stjórnmálamenn og mengfun Umhverfísvemd er að sjálfsögðu líka á vömm allra stjómmálamanna í Svíþjóð, enda kosningar í haust. Margir efast þó um vilja og getu gömlu flokkanna til að snúa þróun- inni við eins og sýnir sig í skoðana- könnunum; hinn nýstofnaði um- hverfísflokkur hefur fengið milli fímm og tíu prósent atkvæða og því miklar líkur til þess að hann nái fjórum prósentum í kosningun- um og komist þar með inn á þing. Eitt dæmi um áhrifaleysi stjóm- málamanna er ákvörðun borgarráðs í Stokkhólmi 1980 um að einkabíla- umferð í miðbænum ætti að minnka sem svarar tuttugu prósentum á þessum áratug. Það fór þó á annan veg. í kjölfar velmegunar og lágs bensínverðs hefur bílum fjölgað í Stokkhólmi eins og annars staðar; úr 480.000 bílum í miðbænum á sólarhring 1980 í 570.000 1988. Spáð er frekari fjölgun bíla í Stokk- hólmi um 20—30 prósent fram að aldamótum og uppi em hugmyndir um nýja vegi, brýr og brautir í kringum og gegnum borgina, m.a. eina þvert í gegnum perlu borgar- innar, Djurgárden, sem allt frá því á dögum Bellmans hefur verið lysti- garður Stokkhólmsbúa. A þjóðminjasafninu í Stokkhólmi var í vetur sýning um áhrif mengun- arinnar á sögufrægar byggingar í borginni. Hét hún því tvíræða nafni „Luftangrepp" (loftárás). Menn gátu þar á misgömlum ljósmyndum fylgst með hvemig aldagamlar styttur em smám saman byijaðar að molna niður. A myndum frá alda- mótum em þær ennþá eins og nýjar en á seinni myndum em margar hveijar götóttar og illa famar. Hvemig koma þær til meó að líta út eftir hundrað ár í viðbót? Ástand- ið er að vísu ekki eins slæmt og í Kraká í Póllandi eða í Aþenu og víðar, en hafa ber í huga að sögu- legar fomar byggingar í Svíþjóð em oftast úr saridsteini sem veðrast mun fljótar en marmarinn á Akró- pólis. Mengað loft hefur ekki ein- göngu slæm áhrif á styttur; vitað er að krabbamein og ofnæmi er tíðara í stórborgum en annars stað- ar og er mengunin sennilega að hluta til orsökin. Frá áramótum 1989 verður skylda í Svíþjóð að hafa hreinsun á útblæstri á öllum nýjum bílateg- undum. Ætlunin var að með því myndi minnka mengun af völdum bíla um 30 prósent fram að alda- mótum, en vegna sívaxandi bílaum- ferðar má varla vonast til annars heldur en að hún standi í stað. Slæmt ástand í Gautaborg Hvergi í Svíþjóð er umræðan um umhverfísmál eins áköf og á Vest- urströndinni því þar er ástandið einna verst. Þangað berst töluverð mengun með vindum frá Bretlandi og meginlandinu og hvergi er eins mikið af iðnaði hættulegum um- hverfinu. Hvergi í Svíþjóð er loftið eins slæmt og í Gautaborg. Nú er svo komið að blaðið Göteborgs-Posten birtir daglega tölur um mengunar- ástandið til þess að foreldrar geti haldið börnum með ofnæmi innan dyra þegar verst er. Á hveijum vetri, einu sinni eða oftar, gerist það í köldu og lygnu veðri sem nefnist „inversion", að lag af köldu lofti leggst eins og lok yfír bæinn Mótmælendur hafa I vetur reynt að stöðva byggingu hraðbrautar milli Gautaborgar og Uddevalla. U.þ.b. 400 manns hafa verið dæmdir í sekt og eru þetta stærstu réttarhöldin sinnar tegundar í Svíþjóð. og undir því safnast mengunin sam- an og hverfur ekki meðan logn er. Síðast gerðist þetta í byijun desem- ber og þá hvöttu yfirvöld borgarbúa til að skilja bílana eftir heima og fara með strætisvagni eða spor- vagni í vinnuna. Talið er að bílaum- ferð í Gautaborg hafí sjaldan verið meiri heldur en þann daginn. Fólk hugsaði: „Jæja, þá verður þröngt í strætó, ætli það sé ekki best að fara á bfl.“ Borgaryfirvöldin heimta nú lagabreytingar sem heimila þeim að banna eða takmarka bílaumferð þegar mengunin er mest. í maímánuði vakti það mikla at- hygli þegar eitraðir þörungar ollu físka- og seladauða í Skagerak. Vísindamenn halda því fram að þörungamir séu ein afleiðing þess að mengun sjávar og lofts hafí rask- að jafnvægi lífríkisins. Annað átakanlegt dæmi um kæruleysi gagnvart umhverfinu fengu íbúar á Vesturströndinni norðan við Gautaborg í september í fyrra þegar grískt skip losaði sig við nokkur hundruð tonn af olíu á leið sinni til Englands. Hér var sem sé ekki um slys að ræða heldur íslenskur hreinsunarmaður Einn hreinsunarmanna var um tíma Þór Þorsteinsson, 18 ára að aldri, frá Akurhól á Rangárvöllum og kominn til Svíþjóðar í ævintýra- leit. — Ég fór á puttanum ef svo má segja með amerískum hjónum sem sigla í kringum heiminn á litlu segl- skipi og taka stundum farþega með sér. Ég fór með þeim frá Islandi til Færeyja og Hjaltlands og síðan hingað til Svíþjóðar. Þá frétti ég að það vantaði fólk í olíuhreinsun og sótti um vinnu hér. Hvemig líst þér á vinnuna? — Þetta er seinlegt og skítugt og allt að heita má unnið með hand- afli. Fyrst er olíunni mokað í sekki sem keyrðir eru í land. Síðan er sprautað heitu vatni með háum þrýstingi á klettana og flotgirðing er þá látin liggja í vatninu fyrir neðan til að forðast að olían fari aftur út í sjóinn. Það gengur þó ekki alltaf samkvæmt uppskriftinni heldur fer töluvert magn út í vatn- ið og leysist upp þar. Þá er líka vinnuhraðinn minni heldur en ég er vanur, sérstaklega hjá sumum ungu krökkunum. Þeir eru ekki vanir að hamast eins og við gerum heima. Ertu farinn að hugsa meira um umhverfismál síðan þú byijaðir hér? — Já, það er óhjákvæmilegt. Umræðan hér um mengun er miklu meiri en á íslandi sem von er. Þó að veðrið sé heiðskírt og hvergi ský að sjá get ég með eigin augum séð að loftið hér er ekki eins tært og á íslandi. Mér fínnst fólk heima hugsa alltof lítið um hvemig best megi varðveita það óspillta vatn og loft sem við eigum. Þá menn sem fremja níðingsverk á borð við þetta hér ætti að taka fasta og láta þá vinna kauplaust þangað til allt er hreint. Snúist gegn hraðbraut Skammt frá stríðinu við olíu- mengunina í Skeijagarðinum hefur í vetur staðið annað stríð, sem vak- ið hefur athygli um land allt. í sept- ember ákvað nefnilega ríkisstjórnin skyndilega að byggja ætti 40 kíló- metra hraðbraut á E6-veginum sunnan við Uddevalla, þrátt fyrir gefin loforð um að ekki yrðu byggð- ar fleiri hraðbrautir í gegnum þétt- byggð svæði. Þessi vegur liggur Þór Þorsteinsson var í vetur einn olíuhreinsunarmanna á eyjunni Tjörn norðan við Gautaborg. m.a. beint í gegnum Ljungskile, 3.000 manna sjávarþorp. Birgitta Dahl, umhverfismálaráðherra, hef- ur lengi talað um að þungavöru- flutninga eigi að færa yfir á járn- brautirnar en þróunin er í hina átt- ina. Á E6, sem er umferðaræð Norðmanna til meginlandsins, fara yfír þúsund vörubílar á sólarhring og þeim fjölgar ört. Mengun frá vörubílum er verri en frá venjuleg- um bensínbílum og engin hreinsun á útblæstri þeirra er væntanleg á næstu árum. Hvergi í Svíþjóð er skógurinn eins skemmdur af völdum mengun- ar og einmitt á þessu svæði norðan við Gautaborg og veldur því um- ferðin á E6 og efnaiðnaðurinn í Stenungssund rétt hjá. Umhverfis- sinnar í nágrenninu og frá öllu landinu hafa því mótmælt hrað- brautinni og oft reynt að stöðva lagningu hennar með því að setjast í kringum vélamar, en hafa verið teknir fastir. U.þ.b. 400 manns hafa verið dæmdir í sekt fyrir að hlýða ekki skipun lögreglunnar að færa sig, þeirra á meðal þjóðkunnir rithöfundar eins og Sara Lidman, nokkrir prestar og tveir lögreglu- menn. Margir eru þó hlynntir hrað- brautinni, því hún mun fækka slys- um á E6 sem eru óttaleg mörg (þó sérstaklega norðan við Uddevalla). Telja þeir mótmælendur vera lítinn hóp sem ekki viðurkennir lýðræðis- legar ákvarðanir; tölur og spár um skemmdir vegna mengunar ýktar og ef eitthvað sé að þá lagist það með tímanum og betri tækni. Því má segja að deilan um hrað- brautina sunnan við Uddevalla sé líka deila um framtíðarstefnu Svíþjóðar. Er allt í lagi að keyra áfram eins og hingað til eða er rót- tækra breytinga þörf nú þegar? Svarið við þeirri spurningu gefur náttúran sjálf að lokum. TEXTI OG MYNDIR: Marteinn Ringmar „spamað" af hálfu skipstjóra. Megnið af olíunni rak að eyjunni Tjörn og drap í fyrstu umferð þús- undir sjófugla, aðallega æðarfugl og langvíu. Hátt í hundrað manns hafa síðan unnið við að hreinsa kletta, sker og strendur. Ætlað er að verkið kosti 50 milljónir sænskra króna, 365 millj. ísl. kr., þegar því lýkur einhvem tímann í haust. Svíar eiga rétt á veiði i stöðuvötnum en við æ fleiri vötn stendur aðvörun um að fiskurinn sé ekki ætur. Eins og hér, vegna kvikasilf- urs, við Skarsjön sunnan við Uddevalla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.