Morgunblaðið - 22.07.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.07.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1988 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. (lausasölu 70 kr. eintakið. Skynsamleg niðurstaða Varaflugvöllur millilandaflugs: Bættar samgöngiir verða ai lífinu á Egilsstöðum lyftis - segir Sigurður Símonarson bæjarstjóri Nefnd sú, sem Jón Sigurðs- son, viðskiptaráðherra, skipaði til þess að fjalla um fyrir- komulag á verðtryggingu fjár- skuldbindinga hefur skilað áliti og komist að skynsamlegri niður- stöðu. Kjami hennar er sá, að varlega beri að fara í afnám verð- tryggingar. Nefndin segir: „Ljóst er að verðtrygging fjárskuld- bindinga snertir mikla hagsmuni. Um er að ræða hagsmuni lána- stofnana og ekki síður hagsmuhi spariíjáreigenda í landinu. Fyllsta ástæða er því til að fara með gát við breytingar á fyrirkomulagi verðtryggingar. “ Fram kemur, að útbreiðsla verðtryggingar í lánakerfinu er mikil. Talið er, að um síðustu áramót hafi um 50% lána verið verðtryggð og að auki 34% lána með gengistryggingu. Þá voru um 55% innlána í bankakerfinu verðtryggð. Það er ljóst, að að- stæður í efnahags- og fjármála- lífi okkar eru ekki með þeim hætti, að rök séu fyrir afnámi verðtryggingar. I annan stað er það niðurstaða nefndarinnar, að vextir af verð- tryggðum lánum eigi að vera fastir en ekki breytilegir eins og nú. í skýrslunni segir: „Með verð- tryggingu höfuðstóls er kröfu- hafa tryggð endurgreiðsla höfuð- stólsins. Vextir eru það afgjald, sem kröfuhafi fær og ekkert er því til fyrirstöðu að hægt sé að semja um það strax í upphafi, þegar um verðtryggða kröfu er að ræða. Hér á landi hefur sú regla nánast verið almenn í láns- viðskiptum innlánsstofnana og flestra lífeyrissjóða, að vextir eru breytilegir fyrirvaralaust að ákvörðun lánveitanda. Ljóst er, að þetta hefur skapað verulegan vanda fyrir skuldara verð- tryggðra lána. Þegar heimild til verðtryggingar bankalána var fyrst veitt, voru vextir ákveðnir af Seðlabanka 2%. Meðaltal þess- ara vaxta hjá bönkum og spari- sjóðum hefur að undanfömu ver- ið 9,5% og kunna því vextir af sama láninu að vera nálægt fímmfaldir þeir vextir, sem skuld- ari tók á sig í upphafi." Nefndin leggur einnig til aðra breytingu í því skyni að tryggja skuldurum nokkum rétt. I skýrsl- unni segir: „Jafnframt leggur nefndin til, að núverandi fyrir- komulagi breytilegra vaxta verði breytt. Núverandi háttur er, að kröfuhafi getur fyrirvaralaust og án tilkynningar breytt vöxtum láns. Eðlilegri viðskiptahættir væru, að vextir breyttust einung- is með reglulegum hætti, t.d. á gjalddögum lánanna, þannig að skuldari hafi fulla vissu um, hvaða vextir gildi á tímabilinu fram að næsta gjalddaga. Einnig telur nefndin eðlilegt, að kröfu- hafa beri að tilkynna skuldara um allar vaxtabreytingar og að skuldari hafí rétt til að segja upp slíkum samningum, ef breyting verður á vaxtakjörum." Loks úallar nefndin um stöðu atvinnuveganna og segir: „Alkunna er að brotalöm er í fjár- hagslegu skipulagi margra íslenzkra fyrirtækja. Eigið fé er iðulega ákaflega lítið. Mikil skuldsetning leiðir til þess, að fyrirtækin lenda fljótt í erfíðleik- um, þegar á móti blæs. Hlýtur að vera keppikefli íslenzkra fyrir- tækja að auka eigið fé og bæta greiðslustöðu, þegar birtir til fremur en að ráðast í nýjar fjár- festingar og nýjar lántökur.“ Um þá skoðun fjölmargra for- ystumanna í atvinnulífí, að at- vinnufyrirtækin búi við lakari vaxtakjör hér en erlendis segir í skýrslunni: „Samkvæmt upplýs- ingum Seðlabankans lætur nærri, að raunvextir af beztu kjara- lánum í viðskiptalöndum íslend- inga hafi verið að meðaltali um 5% á síðasta ári og höfðu þeir heldur lækkað frá því, sem var árin á undan. Ef eingöngu er lit- ið á stærstu iðnríkin . . . voru vextir beztu kjaralána að meðal- tali 4% á síðasta ári en tæplega 7% á Norðurlöndunum. Líklega þarf að bæta a.m.k. 2-3% við þessa vexti til að fínna þá raun- vexti, sem venjuleg fyrirtæki og almenningur búa við. Samkvæmt þessu virðist afar hæpið að halda því fram, að raunvextir hér á landi séu til muna hærri en í helztu viðskiptalöndum." Það eru ekki rök til þess að afnema verðtryggingu fjárskuld- bindinga hér á landi. Hins vegar eru ábendingar nefndarinnar um fasta vexti og breytilega og stöðu skuldara í því sambandi réttmæt- ar. Þá er einnig á það að líta, að þótt raunvextir kunni að vera svipaðir hér og erlendis, fer ekki á milli mála, að þjónusta banka- kerfís við atvinnufyrirtæki er með allt öðrum hætti erlendis en hér- lendis. Þar eiga fyrirtæki og ein- staklingar t.d. kost á lánum til lengri tíma en hér. Með fullri verðtryggingu er ekki ástæða fyrir bankakerfið að einblína á skammtímalán eins og það nefur alltof lengi gert. Kannski er einn helzti vandi lánamarkaðarins sá, að viðskiptabankamir hafa ekki aðlagað sig breyttum aðstæðum í nægilega ríkum mæli — ekkert frekar en viðskiptavinir þeirra. „ÉG fagna samþykkt Flugráðs, varaflugvöllurinn yrði atvinnu- lífi á Egilsstöðum mikil lyfti- stöng,“ sagði Sigurður Símonar- son, bæjarstjóri á Egilsstöðum, þegar Morgunblaðið leitaði álits á samþykkt Flugráðs um vara- flugvöll fyrir vélar i millilanda- flugi. Egilsstaðabúar vonast til að beint leiguflug frá útlöndum til bæjarins kunni að fylgja í kjöl- far stækkunar vallarins. Snorri B. Sigurðsson, bæjarstjóri á Sauðárkróki, lýsti vonbrigðum sínum með ákvörðun Flugráðs. Flugráð gerði á þriðjudag sam- þykkt um 2400 metra varaflugvöll millilandaflugs á Egilsstöðum, eins og sagt var frá í Morgunblaðinu í gær. Gert er ráð fyrir í samþykkt- inni að 2000 metra flugvöllur á Akureyri brúi bilið frá næsta sumri þar til Egilsstaðavöllur yrði tilbúinn og að áfram sé stefnt að gerð 2000 metra flugvallar á Sauðárkróki. Snorri B. Sigurðsson, bæjarstjóri á Sauðárkróki, sagði það áfall að ekki væri lengur gert ráð fyrir Sauðárkróksvelli sem fyrsta vara- flugvelli millilandavéla. „Ákvörðun Flugráðs er líklega í rökréttu sam- hengi við skýrsludrög síðan í apríl um varaflugvöll,“ sagði Snorri. „Við fengum aldrei tækifæri til að lýsa áliti á þeim drögum, en ég held að reynslan muni sýna að á Sauðárkróki séu bestu veðurfars- legu aðstæðurnar fyrir varaflug- völl. Við gjöldum vitaskuld fyrir hve LAND reis töluvert við Kröflu í fyrradag eftir að hafa staðið í stað í um sólarhring. Skjálfta- virkni heldur áfram en lengra er milli skjálfta en undanfarna daga og engir snarpir kippir. Ekkert hefur dregið úr ákafa erlendra ferðamanna, sem bíða í ofvæni eftir gosi, og á miðviku- dagsmorgun þrammaði stór hóp- ur þeirra á Leirhnúk þrátt fyrir aðvaranir Almannavarna. „Ég hef verið hér í 8 daga að bíða eftir gosi og sit langtímum saman í bílnum uppi við Víti,“ sagði Jean-Paul Reiff, franskur ferða- langur sem Morgunblaðsmenn hittu. „Því miður fer ég heim til Frakklands á morgun og missi líklega af gosinu." Knútur Otterstedt, svæðisstjóri Landsvirkjunar á Akureyri, og Agn- ar Olsen, verkfræðingur fyrirtækis- ins, komu að Kröflu á miðvikudag að kanna möguleika á að ýta upp nýjum varnargarði vestan við virkj- unina. „Menn óttast að hraun kunni að renna í suður og austur ef elds- umbrot verða. Þá gæti Þríhyrnings- dalur fyllst af hrauni og það runnið um skarð í hryggnum vestan við stöðvarhúsið," sagði Knútur í sam- tali við Morgunblaðið. Hann sagði að ekki hefði verið tekin ákvörðun um annað en að mæla svæðið ná- kvæmlega út og hæfust mælingar væntanlega á mánudag. Knútur sagði að ekki hefði verið rætt um að teikna hættukort af Kröflusvæðinu, sambærileg við þau lítil flugumferð er um Sauðárkrók, eflaust hefur verið tekið tillit til hvar svona fjárfesting myndi nýtast best.“ Valgarður Baldvinsson, bæjarrit- ari á Akureyri, sagðist hljóta að fagna því ef lagt yrði í auknar fram- kvæmdir á Akureyrarflugvelli, þótt ekki yrði þar fyrsti varaflugvöilur millilandaflugs í framtíðinni. „Ég tel fullt eins gott að hafa varaflug- Iðnaðarráðherra lagði fram til- lögu á ríkisstjórnarfundi í vikunni um að viðskiptaráðherra gangi frá lánsheimildum til fyrirtækja í sam- keppnis- og útflutningsgreinum, í samræmi við samþykkt ríkisstjórn- arinnar. Ríkisstjórnin hefur úthlut- að lánsheimildum upp á milljarð króna, sem samkvæmt tillögum banka fóru aðallega til fyrirtækja í sjávarútvegi. Viðskiptaráðherra hefur óskað eftir upplýsingum hjá bönkum, um hugsanlega forgangs- röð iðnfyrirtækja vegna lánsheim- sem Landsvirkjun hefur látið gera að virkjunarsvæðum nálægt Tungnaá. „Það snýr fyrst og fremst BRÚIN yfir Ölfusárósa verður vígð 1. september. Smíði hennar er nú lokið en unnið er við að grafa vinnufyllingu undan síðasta brúarhafinu að vestan- verðu. Einnig er unnið af kappi við veginn frá brúnni til Þorláks- hafnar. völlinn á Egilsstöðum eins og á þeim stöðum öðrum sem til greina hafa komið. Þó er því ekki að neita að vonir stóðu alltaf til þess að völlurinn yrði hér.“ Sigurður Símonarson, bæjar- stjóri á Egilsstöðum, sagði að ómet- anlegt væri fyrir Austfirðinga að fá innanlandsflugvöll sem opinn yrði allt árið á Egilsstaði og því marki myndi náð með 2000 metra ilda, en segist þó ekki telja hyggi- legt að iðnaðinum í heild verði út- hlutað ákveðinni lánaupphæð, held- ur sé miklu eðlilegra að leyst verði úr málum hvers fyrirtækis fyrir sig. Friðrik Sophusson iðnaðarráð- herra hefur gagnrýnt tillögur bank- anna, sem viðskiptaráðherra stað- festi síðan, um skiptingu þess eina milljarðar króna, sem ríkisstjórnin ákvað að veita lánsheimildir fyrir til fjárhagslegrar endurskipulagn- ingar í útflutnings- og samkeppnis- greinum. Þar var gert ráð fyrir að að fyrirtækinu að veija mannvirkin sem þarna eru og athuganir okkar eru liður í því,“ sagði Knútur. Vegarkaflinn að vestanverðu er 5 kílómetrar og er efni í hann tekið í malarnámu austan brúarinnar og því ekið yfir hana. Verktakinn á að skila verkinu 1.-15. ágúst. Strax og hann hefur lokið sínum verk- hluta verður lagt bundið slitlag á Krafla: Landns lieldur áfram en skjálftum fækkar A I athugnn að gera nýjan varnargarð við virkjunina Reykjahlíð, frá Ólafi Þ. Stephensen, blaðamanni Morgunblaðsins. Tillaga iðnaðarráðherra í ríkisstjórn: Lánsheimildir ver ræmi við fyrri san Ósbrúin yfir Ölfusá er tilbúin að taka á móti umferð með ströndinni str • • Olfusárósar: Brúin verður vísfð 1. s Selfossi. ^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.