Morgunblaðið - 23.07.1988, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1988
Herferðin Leggjum rækt við landið:
Safnaðist fyrir 100 þúsund
plöntum til gróðursetningar
BYLGJAN og Vífilfell hafa
síðustu þrjár vikurnar staðið að
söfnun tU styrktar Skógrækt
ríkisins, undir kjörorðinu
Leggjum rækt við landið. Fólk
hefur verið hvatt til að safna
töppum og flipum af gosflösk-
um og -dósum og skila þeim í
EKIÐ var á fimmtán ára gamla
stúlku á gangbraut við Rauðar-
árstíg síðastliðinn fimmtudag.
Stúlkan var flutt á slysadeild en
reyndist ekki mikið slösuð.
Atvikið átti sér stað um fimm-
leytið. Stúlkan var á leið yfir göt-
una á merktri gangbraut ásamt
karlmanni og hafði umferð á vinstri
akrein stöðvað. Þegar stúlkan var
VEÐUR
Bylgjuportið. Fyrir hveija fimm
tappa og flipa sem safnast hafa
verður gróðursett ein planta við
Geysi í Haukadal.
Söfnunin hefur gengið vonum
framar, að sögn Páls Þorsteinsson-
ar, útvarpsstjóra Bylgjunnar. Upp-
haflegt takmark var að safna
á Ieið yfir hægri akreinina bar þar
að bíl sem rakst utan í stúlkuna
með fyrrgreindum afleiðingum.
Bíllinn ók á brott og er talið að
ökumaðurinn hafi ekki orðið var við
stúlkuna. Bíllinn var af Daihatsu-
gerð, skærrauður að lit og eru þeir
sem vitni urðu að atvikinu beðnir
að hafa samband við lögregluna.
500.000 flipum og töppum, sem
mundu duga til kaupa á 100.000
plöntum til gróðursetningar við
Geysi í Haukadal. Það tókst fyrr
í vikunni, en söfnuninni lýkur ekki
fyrr en í dag, 23. júlí, eins og
áætlað var í upphafi. Páll sagði
að um 1.000 manns hefðu mætt
í Bylgjuportið á hveijum degi frá
því að söfnun hófst, en mestur
fjöldi kom þó síðustu dagana eins
og sést á meðfylgjandi mynd, sem
tekin var í Bylgjuportinu sl.
fímmtudag. Með þessu er einnig
verið að hvetja fólk til að ganga
betur um landið og tína rusl sem
það sér úti í náttúrunni.
Skógrækt ríkisins fær síðan
afhentar 1.750.000 krónur á úti-
hátíð sem Bylgjan og Vífílfell
standa fyrir á Miklatúni á morg-
un, sunnudag. Fyrir þá upphæð
verður hægt að kaupa 100.000
plöntur. Gert er ráð fyrir að hægt
verði að gróðursetja þær á um 20
Ekið á stúlku á gang-
braut og stungið af
I/EÐURHORFUR í DAG, 23. JÚLÍ 1988
YFIRLIT I GÆR: Skammt austur af Langanesi er minnkandi 1.000
mb. laegð en 993ja'mb. lægð á sunnanverðu Gráenlandshafi þok-
ast suðaustur. Hiti verður 8-12 stig norðanlands en 12-15 stig syöra.
SPÁ: Fremur hæg austlæg átt. Lítilsháttar súld við suðaustur-
ströndina og skýjað austan- og norðaustanlands, en víða bjartviðri
annars staðar.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA
HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Norðan- og norðaustan-
átt — kalt eða stinningskaldi — víða skúrir eða rigning norðan- og
austanlands en þurrt og bjart suðvestan- og vestanlands. Hiti á
bilinu 8-10 gráður. (Heldur kólnandi veður.)
TÁKN:
O Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
x Norðan, 4 vindstig:
^ Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
10 Hitastig:
10 gráður á Celsius
ý Skúrir
*
V El
— Þoka
= Þokumóða
’ , ’ Súld
OO Mistur
—Skafrenningur
Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að ísl. tíma
Akureyri Reykjavík hiti 10 12 veóur alskýjað skýjað
Bergen 18 skýjað
Helsinki 21 léttskýjað
Kaupmannah. 16 rigning
Narssnrssuaq 10 skýjað
Nuuk 3 þoka
Ósió 18 skýjað
Stokkhólmur 19 skýjað
Þórshöfn 13 léttskýjað
Algarve 32 heiðskírt
Amsterdam 19 rlgnlng
Barcelona 28 heiðskírt
Chlcago 19 léttskýjað
Feneyjar 30 þokumóða
Frankfurt 26 skýjað
Glasgow 15 mistur
Hamborg 20 skúrir
Las Palmas 24 léttskýjað
London 20 skýjað
Los Angales 20 léttskýjað
Lúxemborg 22 skýjað
Madríd 32 léttskýjað
Malaga 29 heiðskírt
Mallorca 28 léttskýjað
Montreal 20 léttskýjað
New York 24 alskýjað
París 24 ekýjað
Róm 29 heiðskírt
San Diego 21 heiðskfrt
Wlnnipeg 18 léttskýjað
Morgunblaðið/BAR
Þessi mynd var tekin í Bylgjuportinu, þar sem fólk beið í langri röð
eftir að afhenda flipa og tappa.
hekturum lands við Geysi í
Haukadal, sagði Páll.
Allir þeir sem tekið hafa þátt í
söfnuninni hafa fengið afhent
númeruð viðurkenningarskjöl, sem
dregið verður úr á útihátíðinni á
sunnudag. Þeir heppnu fá ferðir
til Lignano, Spánar eða á Ólympíu-
leikana í Seuol í haust. A hátí-
ðinni koma fram hljómsveitimar
Búningamir og Bjarni Arason,
Jójó, Síðan skein sól og Greifarn-
ir. Brúðubíllinn verður á staðnum
og fleira verður til skemmtunar.
Fiskvinnslan á Norðurlandi vestra:
Helstu fyrirtæki
að stöðvast vegna
skorts á fjármagni
HRAÐFRYSTIHÚSIN á Norður-
landi vestra og togaraútgerðin
þar, efndu til fundar með þing-
mönnum kjördæmisins á Hótel
Mælifelli á Sauðárkróki sl.
fimmtudag. Á fundinum kom m.a.
fram að verulegir erfiðleikar eru
í atviunnurekstri í kjördæminu.
Framkvæmdastjórar fyrirtækj-
anna gerðu grein fyrir stöðu þeirra
og afkomu. Kom fram í máli þeirra
að undantekningarlaust væru helstu
atvinnufyrirtæki í kjördæminu að
stöðvast vegna fjárskorts og væri
það bein afleiðing mikils og vaxandi
hallareksturs. Verð á framleiðslu-
vörum hefði lækkað til muna meira
en svarar áhrifum frá gengisbreyt-
ingum og allur kostnaður við rekst-
urinn hefði farið hækkandi. Alvarle-
gust væri hækkun ijármagnskostn-
aðar, sem kæmi ekki síður hart við
útgerðina.
Fundarmenn voru sammála um,
að ekki væri nokkurt vit í að halda
fyrirtækjunum lengi starfandi með
stöðugt auknum lántökum, til þess
að greiða reksturshallann, enda
staða sumra þannig, að þau fái ekki
meira lánsfé. Varanleg leiðrétting á
rekstursskilyrðum verði því að
finnast strax og enginn möguleiki
sé að bíða eftir nýjum ráðstöfunum
stjómvalda til hausts.
Þingmenn kjördæmisins voru allir
mættir á fundinum og lýstu áhyggj-
um sínum yfír ástandi þessara mála
og töldu fundinn vera mjög gagnleg-
an og upplýsandi. Þeir lýstu áhuga
sínum á að vinna að skjótum úrbót-
um, en voru í vafa um að jafn mik-
ill hraði gæti orðið á aðgerðum til
úrbóta, eins og framkvæmdastjórar
fyrirtækjanna álitu nauðsynlegt.
A fundinum kom fram að aflak-
vóti togaranna, sem gerðir eru út í
tengslum við frystihúsin, endist ekki
út árið, þar að auki er áformuð sala
á markaði erlendis á þeim fískteg-
undum, sem verst útkoma er á í
vinnslu.
Háskaakstur á
skellinöðrum:
Réttinda-
lausir ung-
lingarteknir
Óeinkennisklæddir lögreglu-
menn tóku nokkra réttindalausa
unglinga á skeliinöðrum á gangs-
tígum í Breiðholtshverfi i fyrra-
kvöld. íbúar í nærliggjandi húsum
höfðu kvartað undan bæði hávaða
og háskaakstri unglingana á
gangstígunum og brást lögreglan
við með þessum hætti. Eftirliti
með gangstígunum verður haldið
áfram af hálfu lögreglunnar.
Ómar Smári Ármannsson aðal-
varðstjóri í umferðardeild Reykjavík-
urlögreglunnar segir að þeir hafi
tekið þijá réttindalausa unglinga á
skellinöðrum umrætt kvöld og einn
14 ára unglingur var tekinn á stóru
Motorcross hjóli. Einn unglingur sem
lögreglan ætlaði að stöðva komst
undan á hjóli sínu en sá var með
farþega aftan á skellinöðru sinni sem
er bannað.
Traust hf. fékk
greiðslustöðvun
FYRIRTÆKIÐ Traust hf. hefur
fengið 3ja mánaða greiðslustöðv-
un hjá skiptaráðandanum í
Reykjavík. í forsendum fyrir úr-
skurði skiptaráðandans segir m.a.
að ljóst þyki að Traust hf. eigi í
verulegum fjárhagsörðugleikum
nú. Hinsvegar sé ekki talið útilok-
að að stjórn félagsins takist að
endurskipuleggja fjárhag þess
þannig að komast megi hjá gjald-
þroti.
Trausti Eiríksson forstjóri segir í
samtali við Morgunblaðið að erfið-
leika félagsins megi að stærstum
hluta rekja til gjaldþrots hjá við-
skiptavinum þess í Noregi. Hann
vill að öðru leyti ekki tjá sig um
málið.
Traust hf. framleiðir vélar og
búnað til notkunar í fiskvinnsluhús-
um. Yfir helmingur af framleiðslu
þess fer á erlenda markaði.